Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 18

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 18
18 Þriðjudagur 12. desember 2006 Þorsteinshrúturinn í Hagaland Að venju veitti BSNÞ Þorsteins- hrútinn á kynningarfundi sæðinga- stöðvanna í nóvember sl. en hann er verðlaunagripur sem veittur er besta veturgamla hrútnum ár hvert. Þetta árið var það hrúturinn Kropp- ur 05-159 frá Hagalandi í Þistilfirði sem skaraði fram úr jafnöldrum sín- um þegar lagðar voru saman upplýs- ingar um afkvæmi og eigin dómur. Kroppur er undan Fróða 04-963 frá Hagalandi sem fór á sæðingarstöð í haust. Þegar er ljóst að Kroppur er feiknaöflugur kynbótahrútur og í haust var hann valinn ásamt 6 öðrum hrútum í afkvæmarannsókn fyrir sæðingarstöðvarnar sem nú er á Presthólum í Núpasveit. Bræðurn- ir Eyvindur og Geir Þóroddssynir eru bændur á Hagalandi og hafa um langt árabil stundað mikið og gott kynbótastarf sem margir sauð- fjárbændur um land allt hafa notið góðs af. Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Dúnhreinsunin Digranesvegi 70 Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Gleðileg jól Samband garðyrkjubænda _____________ Landssamband kartöflubænda Félag garðplöntuframleiðenda Félag grænmetisframleiðenda Félag blómaframleiðenda Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu Himinn sf. Æðardúnshreinsunin Skarði Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Samband íslenskra loðdýrabænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hagþjónusta landbúnaðarins Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Vélaval, Varmahlíð Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Safna fræi í gríð og erg Á Tumastöðum hefur verið unn- ið að því í haust að tína og hreinsa fræ af skógartrjám. Starfsfólk Skógræktar ríkisins þar safnar nú eins og undanfarin ár mestum hluta þess íslenska trjáfræs sem safnað er hér á landi. Í ár var safnað mest af birki, stafafuru og reyniviði. Í góðum fræárum er einnig safnað fræi af íslensku sitkagreni. Birkifræ er þurrkað innandyra, lauf og önnur óhreinindi hreinsuð úr því og svo er það sett í blástur. Þegar fræið er blásið eru köngla- skeljar og stilkar aðskilin frá fræ- inu. Stafafurukönglar eru látnir opna sig í hita, fræið svo hrist úr þeim, afvængjað og hreinsað með blæstri. Reyniber þarf að frysta og eru fræ svo aðskilin aldinkjöti við þurrkun og vatnsbað. Öll verk- færi og tæki sem notuð eru við fræhreinsunina eru smíðuð á Tuma- stöðum. Fræið er selt og er aðallega nýtt til sáningar á skógarplöntum fyrir Landshlutabundin skógræktar- verkefni. Trjánum í Múlakoti í Fljóts- hlíð var plantað 1952 og hafa þau dafnað ágætlega, enda er staðurinn einstakur hvað veðursæld snertir. Fræið sem trén eru vaxin upp af kom upphaflega frá Leksvík í Suð- ur-Þrændalögum í Noregi. Síðustu ár hafa verið sérlega hlý og blómg- aðist askurinn í Múlakoti fyrst árið 2004 og bar fræ þá um haustið og svo aftur núna í haust. Hæstu ask- tré í Múlakoti eru nú um og yfir 15 metrar. Á myndinni má sjá Ásmund Eiríksson safna fræi af aski í Múlakoti, en Evr- ópuaskur hefur alltaf verið talinn á mörkum þess að geta þrifist á Íslandi. Tegundin er útbreidd í Evrópu og Litlu-Asíu. Ljósm. Hrafn Óskarsson. Glitnir og Landssamband hestamannafélaga, LH, hafa gert með sér samning til næstu tveggja ára sem kveður á um að Glitnir verði aðalsamstarfs- aðili sambandsins. Glitnir mun styrkja LH um fimm millj- ónir króna á ári, auk þess að leggja til verðlaun og styrkja einstaka viðburði á vegum sam- bandsins. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Haraldur Þórarinsson, formaður LH, undirrituðu samstarfssamn- inginn í Reiðhöllinni í Víðidal föstudaginn 1. desember sl. Fjárstyrkur Glitnis verður m.a. notaður til þess að styðja við landslið hestamanna og verk- efni sem ætluð eru til að kynna börnum og unglingum íslenska hestinn, m.a. á Æskulýðsdegi Glitnis, sem haldinn verður í fyrsta sinn árið 2007. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir það mikla ánægju að styðja við uppbyggingu innan hesta- mennskunnar með samstarfi við LH. Um sé að ræða eina fjöl- mennustu íþróttagrein landsins og með stuðningi við hana stuðli Glitnir að heilbrigðri íþróttastarf- semi og útivist. „Landssamband hestamanna- félaga er þakklátt fyrir þá áræðni og framsýni sem Glitnir sýnir með stuðningi sínum en sam- starfið mun styðja við uppbygg- ingu á hestamennsku sem íþrótt, menningu og lífsstíl. Það er sér- stakt ánægjuefni að í samstarfs- samningnum er lögð áhersla á æskulýðsstarf og íslenska lands- liðið í hestaíþróttum en hvort tveggja leggur grunn að eflingu hestaíþrótta á landsvísu,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH. Meðal stórviðburða á vegum LH á næsta ári eru Íslandsmót fullorðinna í Hringsholti við Dalvík í júlí 2007 og Íslands- mót barna í Glaðheimum í Kópa- vogi í júní. Einnig Ístölt Glitnis í apríl og Heimsmeistaramótið í Hollandi 6.-12. ágúst. Þá verður mótaröð haldin næsta sumar und- ir merkjum Glitnis og í undirbún- ingi er Æskulýðsdagur Glitnis, í samstarfi við æskulýðsnefnd LH, sem tengdur verður viðburðinum „Æskan og hesturinn“. Verður dagurinn haldinn hátíðlegur hjá hestamannafélögum um land allt þar sem hesthúsin verða opnuð börnum og þeim gefinn kostur á að komast á bak undir leiðsögn og kynnast töfraheimi hesta- mennskunnar. /HGG Glitnir styður Landssamband hestamannafélaga

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.