Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 19

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 19
19Þriðjudagur 12. desember 2006 Stemmning á Bændahátíð í Skagafirði Undanfarin ár hefur verið haldin Uppskeruhátíð sauðfjárbænda í Skagafirði. Í ár ákváðu menn að sameina kúa- og fjárbændur í hátíð- arhaldinu og efndu því til Bændahátíðar í félagsheimilinu í Ljósheim- um fyrir skömmu. Ekki er ólíklegt að þessi skipan haldist áfram því hópurinn hristist vel saman og varð talsvert fjölmennari en áður, eða um 130 manns. Hátíðin þótti takast vel, maturinn sem Jón Daníel veitingamaður sá um ásamt sínu fólki þótti frábær. Þá voru skemmtikraftar úr röðum bænda ekki af lakara taginu. Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri var veislu- stjóri og Geirmundur Valtýsson þandi nikkuna og sá um að koma liðinu í stuð. Að loknu borðhaldi var stiginn dans. /ÖÞ Agnar Gunnarsson á Miklabæ kom víða við og reyndi m.a. að skilgreina muninn á sauðjár- og kúabændum. Formenn félaganna hæstánægðir í lokin. Smári Borgars- son sauðfjárbóndi t.v. og Valdimar Sigmarsson frá kúa- bændum t.h. Þrír hressir á góðri stund. Frá vinstri Magnús Gunnarsson Sveinsstöðum,Guðmundur Guðmundsson Lækjar- brekku og Egill Örlygsson Daufá. Ljósmyndir ÖÞ Hinn eini sanni Geirmundur var mættur og kom að vanda stuðinu í gang.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.