Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 20

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 20
20 Þriðjudagur 12. desember 2006 Yðar einlægur verður að gera þá játningu að hann var ráðinn ritstjóri Bændablaðsins án þess að hafa stigið fæti inn í almenni- legt nútíma hátæknifjós. Þetta er að sjálfsögðu ófyrirgefanleg- ur skortur á lífsreynslu fyrir mann í minni stöðu. Þetta sagði ég Baldri Helga Benjamínssyni framkvæmdastjóra Landssam- bands kúabænda heldur niður- lútur og spurði hvort hann hefði einhver ráð við þessu. Hann hugsaði sig um eitt andartak og sagði svo: – Þú ferð bara austur í Stóru-Hildisey I í Austur-Land- eyjum og heimsækir hann Pétur Guðmundsson, hann er senni- lega sá tæknivæddasti um þessar mundir. Nokkrum dögum síðar var ég svo kominn austur undir Markarfljót á frostköldum, björtum nóvemb- erdegi, eftir að hafa horft á Heklu og Þríhyrning og Eyjafjallajökul af þvílíkum unaði að lá við slysi. Vest- mannaeyjar sáust þó ógreinilega úr heimreiðinni því það var bakki suð- urundan landinu. Þarna ók ég fram- hjá afleggjaranum að Kanastöðum þar sem hann Diðrik frændi minn bjó á sinni tíð og fyrr en varði blasti nýja fjósið hans Péturs við. Pétur tók mér vel og leiddi mig í fjósið sem er stálgrindarhús frá Landstólpa og stendur rétt austan við þar sem gamla fjósið var en það hefur verið jafnað við jörðu. Við göngum inn í mjólkurhúsið og þaðan í stjórnklefann þar sem bændur nútímans geta haft yfirsýn yfir allt það sem gerist í fjósinu. Í gegnum stóran glugga blasti við mér kúahjörðin, á annað hundrað gripa þegar allt er talið, frá ráðsett- um miðaldra mjólkurdrottningum niður í nýfædda kálfa, skjálfandi á beinunum í bókstaflegum skilningi, þótt ekki hafi verið kalt í húsinu. Löngunin stjórnar umferðinni Á hægri hönd voru legubásar fyrir mjólkurkýrnar en þar voru 65 mjólk- andi kýr þennan dag í 80 básum. Til vinstri voru fóðurbásarnir og hand- an við þá ungviðið, kálfarnir næstir okkur en kvígurnar fjær. Ungnautin eru hins vegar færð í annað hús þeg- ar þau hætta að vera mjólkurkálfar og alast þar upp fram að slátrun. Umferð um þetta mikla fjós stjórnast af löngun eftir fóðri sem rekur kýrnar í eilífa hringrás, þótt löngunin til að láta mjólka sig komi þar að sjálfsögðu einnig við sögu. Hefðbundinn mjaltatími er ekki lengur við lýði því kýrnar stjórna því sjálfar hvenær þær eru mjólkað- ar. Þegar löngunin til mjalta eða sulturinn sækir að stilla þær sér upp í biðröðina fyrir framan mjaltaþjón- inn sem er af ættbálki de Laval. Hann tekur þeim opnum örmum, mælir út á þeim spenana og þvær þá. Svo fara mjaltahólkarnir af stað, þefa upp sinn spena og byrja að totta. Hver hólkur er sjálfstæð- ur og þegar rennslið í spenanum er komið niður fyrir 215 ml á mínútu dregur hann sig í hlé og þvær sér áður en næsta kýr mætir á svæðið. Að mjöltum loknum opnast hlið inn í fyrirheitna landið, fóðurbásana fulla af heyi og kjarnfóðri. Þar er hámað í sig þangað til viðkomandi (nei, þær heita ekki neitt hjá Pétri, bera bara númer) stendur á blístri. Þá er farið út um annað hlið inn í legubásinn, lagst þar fyrir og byrj- að að jórtra. Þegar löngunin vaknar á ný fara þær næsta hring. Þannig gengur lífið fyrir sig hjá mjólkandi kúm í Stóru-Hildisey I. Fljúgandi gulur fóðurvagn Mér þóttu þetta mikil undur og stór- merki en átti þó margt óséð. Pétur leiddi mig inn í fjósið og sýndi mér kálfana og kvígurnar og síðan lá leiðin inn í fóðurgeymsluna sem er stúkuð af frá fjósinu. Þar hékk gul- ur Mullerup-vagn á einteinungi og beið þess að færa fjósverjum nær- inguna. Pétur sagði mér að vagninn væri forritaður þannig að hann færi 34 ferðir á sólarhring og gæfi hverj- um hópi í fjósinu sinn skammt, þar af eru 22 ferðir til að gefa mjólkur- kúnum. Hann sló inn tölur á fjár- stýringuna til að flýta næstu ferð um nokkrar mínútur svo ég sæi vagninn að störfum. Allt í einu lifnaði sá guli við og færði sig aftur fyrir heytætara en tveir slíkir stóðu á gólfinu, hvor með sína tegund af heyrúllu, annar með túngrös en hinn með fjölært rýgresi. Vagninn fékk sinn skammt af hvorri tegund og færði sig svo lengra þar til á vegi hans urðu tveir stútar á rörum sem lágu út í korn- síló sem stóð við hliðina á skemm- unni. Þar meðtók hann bygg og kjarnfóður sem hann blandaði sam- an við heyið með hjálp snigils sem er í botni vagnsins. Pétur sagði að heyið mætti ekki vera of þurrt, þá blandaðist það ekki nógu vel saman við kjarnfóðrið. Helst vill hann hafa heyið passlega blautt í rúllunum. Alls getur þessi vagn blandað sam- an níu tegundum af fóðri en Pétur lætur sé nægja að vera með fjórar. Þegar vagninn var kominn með fylli sína skrölti hann eftir teininum inn í fóðurbásinn, eða öllu heldur það sem kalla má neðri deild mjólk- urkúa á fóðursvæðinu. Því er nefni- lega skipt upp í neðri deild og efri deild en í þeirri síðarnefndu eru hámjólka kýr sem fá aukaskammt af kjarnfóðri. Sá guli gleymir held- ur ekki kálfunum og kvígunum sem fá líka sinn vísindalega útreiknaða skammt af fóðri með háttbundnu millibili. Ekki er allt búið enn því tölvu- kerfið sér um að stjórna hitastigi og loftræstingu í þessu stóra húsi. Eftir mæninum endilöngum eru gluggar sem opnast og lokast eftir því hvað- an vindurinn blæs, oftast eru þeir lokaðir áveðurs og opnir hlémegin en í mestu hitum þarf að opna þá alla. Kerfið sér til þess að hitinn í húsinu fari ekki undir 3 gráður í plús. Mannshöndin virðist ekki hafa miklu hlutverki að gegna í þessu fjósi. Þriðji ættliður á Stóru-Hildisey Að lokinni þessari sýningu förum við úr skónum og göngum upp stiga upp í lítinn sal með parketi á gólfi og hægindastólum og tökum upp spjall. PéturGuðmundssoní Stóru-Hild- isey I í Austur-Landeyjum er þriðji ættliður sem stendur fyrir búrekstri á bænum. Afi hans flutti þangað árið 1937 og faðir Péturs tók við af honum 1957. – Hann veiktist og dó skyndilega árið 1982 og ég tók við fljótlega eftir það. Þá var hér bland- að bú, en ég hætti fljótlega með sauðféð og er fyrst og fremst með kýr og svolítið af hrossum, aðallega til kjötframleiðslu. Nei, ég fer aldr- ei á hestbak en hef samt látið temja dálítið fyrir mig. Annars er ég aðal- lega í kjötframleiðslu, auk þess sem bein úr folöldum eru flutt á vegum SS til Þýskalands þar sem búinn er til úr þeim vaxtarhormón til að byggja upp beinvef en hann er not- aður til að græða í fólk sem hefur lent í slysum. Nú eru 65 mjólkandi kýr í fjós- inu en þær voru um 30 þegar ég tók við. Fjósið var byggt 1957 og stækkað 1970, þá voru básar fyrir 32 kýr sem þótti nokkuð stórt á sín- um tíma. Þetta var hefðbundið bása- fjós með rörakerfi fyrir mjaltir. Pétur segist hafa gengið lengi með það í maganum að byggja nýtt fjós, enda hafi valið staðið á milli þess og að hætta þessu basli. – Ég byrjaði að láta teikna árið 2004, en smiðirnir komu hingað 11. apríl 2005. Þá var nýbúið að taka grunn- inn. Hér var svo byrjað að mjólka 17. nóvember í fyrra. Ungviðið kom inn um áramótin en fóðurvagn- inn fór ekki í gang fyrr en í mars. Á þessu ári hafa 44.000 mjaltir farið í gegnum mjaltaþjóninn. Pétur segir að í fyrstu hafi hann einungis verið með gömlu hjörðina sína en í mars keypti hann kúabú og kvóta austan úr Norðfirði. Hon- um er ekkert gefið um að svara til um kvótaeignina og mér líður eins og ég sé að biðja konu á óræðum aldri um kennitölu. Loks fæ ég það uppgefið að framleiðslurétturinn sé um 360.000 lítrar. Eitthvað hlýtur svona tækni- undur að kosta. – Ojú, segir Pétur, þessi pakki kostar um það bil millj- ón á legubásinn og þeir eru 80. Inni í þeirri tölu er húsið og allur vélbún- aður. Þetta er eins og tvö þokkaleg raðhús í Reykjavík, segir hann. En stendur þetta undir sér í rekstri? Fögur veröld og ný fyrir kýr og menn Ritstjóri Bændablaðsins stekkur inn í nútímann í Stóru-Hildisey I Mullerupvagninn er að ná sér í kjarnfóður og korn. Vinstra megin eru tætararnir sem Pétur þarf að fóðra á heyrúllum. Vagninn er búinn að sækja fylli sína af fóðri og snarast fyrir hornið inn í fjósið. Kýrnar hafa greinilega tekið þann gula í sátt, enda vita þeir að hann kemur færandi hendi. Saddir, sælir og vel merktir smákálfar í fjósinu hjá Pétri. Beðið eftir þjónustu. Spenarnir mældir út. Hér sést árangurinn. Pétur Guðmundsson bóndi í Stóru-Hildisey I við tölvuna sem stjórnar hverju smáatriði í fjósinu. /Ljósm. Áskell.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.