Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 24

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 24
24 Þriðjudagur 12. desember 2006 Það var nóg að gera í Jólagarð- inum í Eyjafjarðarsveit þegar blaðamaður Bændablaðsins kíkti þar inn um daginn í aðdraganda jólanna. Benedikt Grétarsson og fjölskylda hans hafa rekið versl- unina í 10 ár og það er alltaf jafn jólalegt hjá þeim. Jólagarðurinn er draumaland jólabarnsins og margir leggja leið sína þangað reglulega. Jólatónlistin tekur á móti manni og Benedikt seg- ist ekkert fá leið á henni, sér finnist hún voða mjúk og góð, hann fengi miklu frekar leið á harðri rokktón- list. Það fyrsta sem hann gerir er að bjóða gestum sínum sneið af hangi- kjötslæri sem hangir niður úr ein- um loftbitanum. Kjötið er vel reykt og alveg sælgæti í munni. Þetta er sérvalið og reykt fyrir Jólagarðinn í samstarfi við Kjarnafæði. Lærin eru kölluð Húskarlahangikjöt og pantanirnar byrja að streyma inn strax um páska, þá er það stundum skíðafólkið sem kemur norður sem pantar svo tímalega. Jólagarðurinn er opinn allan ársins hring en þó er þar styttri opnun frá áramótum og fram á sum- ar. Benedikt segir að það séu hins vegar flestar heimsóknir til þeirra á sumrin, þá sé mikið af erlend- um ferðamönnum og því opið frá kl. 10-10. Fyrir jólin sé náttúrlega líka mikið af gestum en það séu aðallega Íslendingar. Það er aðeins lokað fjóra daga á ári, aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Hann segir að það sé auðvitað mjög misjafnt hversu mikil verslunin sé “Það verður að vera hugsjón á bak við hlutina, það þýðir ekki að telja allt í peningum. Á meðan þú ert að gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt gefur þú meira af þér og gerir það betur”. Það er ýmislegt sem þarf að gera í svona verslun og þau eru alltaf að leita að jólavörum. Íslenskt hand- verk er þarna í mörgum hillum og segir Benedikt að það séu á milli 50-100 aðilar með einhverjar vör- ur þarna, það sé náttúrlega sveifla í því eins og öðru Jólagleðin kemur með fólkinu Það hefur alltaf verið stefna Jóla- garðsins að gestirnir njóti sín á eigin forsendum, það er ekkert gert til að skemmta fólki heldur kemur jóla- gleðin með því sjálfu. Benedikt seg- ir að það sé rosalega gaman að vera í vinnu þar sem allir séu glaðir, fólk- ið komi með stemminguna með sér og andi jólanna komi fram í brosinu sem það sendir hvert öðru. Hann vill ekki hafa þetta í neinu ákveðnu formi heldur að hver einstaklingur geti fundið sjálfur það sem hann sækist eftir. Sérhannaðir íslenskir jólasvein- ar eru sérkenni Jólagarðsins en þá létu þau íslenskan hönnuð gera fyrir sig. Margir safna öllum þrettán, að ógleymdum Grýlu og Leppalúða og er þetta mikið notað í gjafir. Einnig er aðventukarfan vinsæl og selst upp á hverju ári, í henni eru 24 gjafir fyrir fullorðna fólkið til að opna á aðvent- unni. Í pökkunum er þrennt, eitthvað sem hægt er að borða, eitthvað til að skreyta með og einnig einhverjir hlutir sem notaðir eru. Þar gildir því bara að panta nógu snemma til að ná einni slíkri fyrir jólin. Aðspurður hvort lítil börn sjái hann sem jólasveininn svarar hann kátur “ég er hann, ég er bara að rembast við að vera maður núna og það er svo miklu erfiðara. Honum er ekki fyrirgefinn nokkur skapað- ur hlutur á meðan jólasveinninn er besti vinurinn, fær meira að segja að kyssa mömmu” segir hann skelli- hlæjandi og strýkur skeggið eins og jólasveinum einum er lagið. Þar sem Benedikt er einnig mat- reiðslumaður fengum við hann til að lauma með einni ljúffengri uppskrift fyrir matgæðingana. Höfðingjamedalíur Harðar bónda 1 stk. nautalund 2 stk bananar 6 msk aprikósusulta 2 dl nautasoð svartur pipar salt basilikum 1 – 2 dl rjómi ef vill Lundirnar skornar í medalíur, steiktar á heitri pönnu og kryddaðar að smekk Harðar. Medalíurnar tekn- ar af pönnunni og bananarnir skorn- ir að endilöngu og snöggbrúnaðri. Hellið soðinu ásamt apríkósusultu á pönnuna og kryddið eftir smekk. Rjóma bætt út í ef vill. Látið sjóða smá stund og hellt yfir nauta-medal- íurnar. Gott meðlæti er t.d. rösti-kartöfl- ur og ferskt grænmeti. Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit ber nafn með rentu. Sýnishorn af jólaskrauti sem Jólagarðurinn hefur á boðstólum. Fátt er skemmtilegra en að bjóða góðum gestum í mat og prófa nýjar og spennandi uppskriftir. Hér koma nokkrar slíkar ein- faldar, fljótlegar en umfram allt bragðgóð- ar þar sem mismunandi osttegundir gefa góðan keim. Forréttur Mangó- og klettasalat 2 knippi klettasalat (rucola) 2 mangó-ávextir ½ agúrka 100 g kasjúhnetur 1 camembert Vinaigrette-sósa: 2 msk. ferskt dill, fínt saxað ½ tsk. laukur, fínt saxaður 1 msk. Pernod ½ dl ólífuolía ½ tsk. Dijon-sinnep 2 msk. balsamedik 1 msk. sítrónusafi salt nýmalaður pipar Aðferð: Klettasalatið er rifið niður og mangóið og agúrkan sneidd. Ristið kasjúhneturnar á pönnu og brytjið ostinn í litla bita. Blandið öllu hráefninu í vinaigrette-sósuna vel sam- an og smakkið til með salti og pipar. Bland- ið öllu saman og berið fram með vinaigrett- es-sósu. Aðalréttur Lambavöðvi með kartöflu- og beikonosts- fylltum sveppum Fyrir 4 2 lambahryggsvöðvar (fillet) 8 stórir sveppir 2 bökunarkartöflur 3 msk. beikonsmurostur 50 g rifinn gratínostur Aðferð: Bakið kartöflurnar og skafið innihaldið úr með skeið. Blandið beikonostinum saman við. Saltið og piprið. Takið stilkinn innan úr sveppunum og fyllið sveppina með kartöflu- og ostablöndunni, stráið gratínostinum yfir og bakið við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og sveppurinn er gull- inbrúnn. Steikið lambakjötið á pönnu í 6 mínút- ur, 3 á hvorri hlið. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Saltið og pipr- ið. Skerið í sneiðar. Gott að bera fram með béarnaise-sósu. Eftirréttur Bökuð appelsínu- og súkkulaðiostaterta 1 pakki hafrakex 2 msk. smjör 50 g rifið, dökkt súkkulaði 500 g rjómaostur 150 g sykur 6 tsk. sýrður rjómi 6 tsk. rjómi 3 egg 1 msk. vanilla 30 g rifið mjólkursúkkulaði 2 appelsínur, safi úr tveimur en börkur af einni Aðferð: Myljið saman kexið, bætið út í dökku súkku- laði og smjöri og þrýstið í botninn á teflon- húðuðu smelluformi. Kælið. Hrærið rjómaostinn þar til hann verður léttur og loftkenndur. Blandið öllu öðru í uppskriftinni saman við, byrjið á sykrinum og endið á eggjunum. Bakið við 110°C í 80 mínútur. Girnilegt og gómsætt – með ostaívafi Benedikt Grétarsson sker sér hangikjötsbita. Ljósm GBJ.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.