Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 27

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 27
27Þriðjudagur 12. desember 2006 Smákökubakstur og jólakortagerð Þeir Hlynur Sæmundsson í 5.bekk og Tryggvi Hermannsson í 7.bekk eru miklir grallarar og njóta sín vel hér við kertaljós. Einbeittir nemendur Tjarnarlundarskóla föndra jólakort. Allir nemendur skólans, 12 talsins, sýna stoltir fram afrakstur smákökubaksturs. Einn af minnstu skólum landsins er Tjarnarlundur í Saurbæ í Dalasýslu en þar stunda 12 nemendur grunnskólanám frá forskólaaldri upp í 10.bekk. Fimm starfsmenn eru við Tjarnarlundarskóla og tveir sjá um keyrslu á skólabílnum. Þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði í byrjun desember var sannkallaður jólailmur og –stemmning komin í skólahúsið því börnin sátu prúð og einbeitt við jólakortagerð og spratt þar fram hvert listaverkið á fætur öðru. Fyrr um daginn höfðu nemendurnir, með hjálp starfsfólksins, bakað þrjár jólakökutegundir og stoltið leyndi sér ekki í svip barnanna sem voru samróma um að þeim hlakkaði „ýkt“ mikið til jólanna.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.