Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 28

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 28
28 Þriðjudagur 12. desember 2006 „Þetta er eins og dagur og nótt, það er lítið líkt með jólahaldi fyrr á tíð og því sem nú tíðkast,“ segir Ásta Sveinbjarnardóttir á Núpi III undir Eyjafjöllum. Hún er 83 ára gömul, ólst upp í torfbæ að Ysta-Skála í hópi 12 systkina, sjálf er hún fjórða yngst í þessum stóra hópi. Ásta rifjaði upp jólahald fyrri tíðar með Bændablaðinu og segir margs að minnast. Það sem fyrst kom upp í hugann var jólamatur- inn. „Það var alltaf kjötsúpa í mat- inn á aðfangadagskvöld og þeim sið hélt ég eftir að ég fór sjálf að búa og allt þar til elsta dóttir mín fór burt í Skógaskóla. Þegar hún kom aftur heim um jól fannst henni ómögulegt að bjóða upp á kjötsúpu á aðfangadagskvöld, aftók það með öllu. Þá tókum við upp þann sið, líkt og meirihluti landsmanna, að hafa hamborgarhrygg,“ segir Ásta. Hún nefnir að þegar hún var að alast upp hafi faðir hennar oftast slátrað lambi skömmu fyrir jól. „Það var jólalambið,“ segir hún, nýtt til að fæða fjölskylduna yfir hátíðarnar, en á þessum tíma var geymsla matvæla með öðrum hætti en nú er, engar frystikistur til staðar til að geyma í matinn. Ásta ólst upp í torfbæ og rifjar upp að mikið hafi verið lagt upp úr að þrífa og hreinsa bæinn eins vel og kostur var fyrir jól; allt var skúr- að og skrúbbað hátt og lágt, svo halda mætti heilög jól í tandurhrein- um bænum. „Við vorum við þetta mestallan mánuðinn, þetta var svo mikið verk, í mörg horn að líta,“ segir hún. Á aðfangadagskvöld var að venju farið í fjós, heldur fyrr en vanalega. Þar unnu menn verkin sín og minnist Ásta þess að skepn- um hafi verið gefið ríflega þetta kvöld, „og svona aðeins dekrað við þær meira en vant var.“ Þegar fjós- verkum var lokið var haldið heim í bæ, þar skiptu menn um föt, fóru í sparifötin og svo var að koma sér vel fyrir í baðstofunni. „Það var mikil helgi yfir aðfangadagskvöldi, bærinn var lokaður, það fór enginn út. Við vorum bara saman í róleg- heitum og áttum friðsæla, notalega stund,“ segir hún. Það voru því mikil umskipti fyrir hana ein jólin þegar hún starfaði sem vinnukona í Reykjavík og dvaldi þar yfir jól. Húsbóndinn átti afmæli á aðfanga- dag, „og það var sama renneríið þann daga og allt kvöldið og vana- lega. Þessu átti ég ekki að venjast og fannst óþægilegt. Það vantaði alveg kyrrðina og friðinn sem ég var vön á þessu kvöldi.“ Að hennar mati er mikilvægt að finna friðinn, að fjölskyldur geti átt góða stund saman í ró og næði og án þess að utanaðkomandi áreiti spilli kyrrðinni. Hún hafi því aldr- ei vanið sig á að fara til messu á aðfangadagskvöld. „Ég vil bara helst ekki fara út, vera heima á bæ og njóta samvista við fólkið mitt.“ Mikilvægt þótti á þeim tíma sem Ásta var að alast upp að eng- inn færi í jólaköttinn. „Það var passað sérstaklega upp á að allir á bænum fengju nýja flík,“ segir hún. Móðir hennar sat því við og prjónaði sokka á allan hópinn sinn og útbjó að auki nýja skó. Jólasokk- ar barnanna voru litaðir svartir en vanalega voru sokkar þess tíma gráir, í sauðalitum. „Mamma vildi hafa jólasokkana okkar öðruvísi en þá sem við notuðum hversdags og þess vegna litaði hún þá svarta. Það var alltaf mikil eftirvænting að fá nýju sokkana, við biðum eftir þeim systkinin mjög spennt,“ segir Ásta. Nýju sokkarnir voru geymdir í kistu á bak við hurð í baðstofunni þar til stóra stundin rann upp. Þeir voru teknir fram þegar tíminn var kominn og börnin skiptu, fóru úr þeim eldri í glænýja, svarta sokka. „Svo var annað sem okkur þótti mjög spennandi og skapaði eftir- væntingu í hópnum,“ rifjar hún enn fremur upp, en þar koma frænk- ur hennar við sögu. Föðursystur hennar áttu heima í Reykjavík og höfðu fyrir sið að senda veglegan pakka austur í sveit. „Það var topp- urinn á aðfangadagskvöldinu að opna pakkann frá frænkunum, þær sendu okkur alltaf eitthvað fallegt, kerti, spil og góðgæti af ýmsu tagi. „Okkur þótti alltaf jafn merkilegt að opna pakkana frá frænkunum úr Reykjavík, það biðu allir spenntir eftir þeirri stund. Okkur fannst allt- af mikið til koma og vorum mjög glöð og ánægð með það sem við fengum.“ Ásta kveðst ánægð með að hafa fengið að hafa lifað þessa tíma, að hafa fengið tækifæri til að upplifa baðstofulífið í torfbænum heima í Ysta-Skála, umvafin stórri fjöl- skyldu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu, þetta var gott líf. Það var ævinlega húslestur á kvöldin, pabbi las upp úr einhverri postill- unni og svo var farið með bænir og Faðirvorið að lokum,“ segir Ásta. Allt breyttist, bætir hún við, þeg- ar útvarpið kom. Afi eiginmanns hennar, (náði ég því rétt?) sem bjó á bæ í nágrenninu, fékk sér útvarps- tæki og þangað safnaðist saman fólk til að hlusta. „Við fórum allt- af á sunnudögum og hlustuðum á messuna, það var mikil stemning, en ég sá eftir því að með komu útvarpsins lagðist húslesturinn af. Ég saknaði hans, það var svo notaleg stund þegar lesið var upp í baðstofunni,“ segir Ásta og hugsar sig örlítið um og segir: „Alveg er það magnað hvað allt hefur breyst. Hraðinn er svo mikill núna, allt með öðrum brag en áður var.“ Sjálf tekur hún lífinu með ró, er hætt öllum gauragangi fyrir jólin, ofur- hreingerningum og bakstri. „Ég skreyti svolítið í kringum mig, set upp engla og jóladúka og þess hátt- ar. Ég stend ekki í miklum bakstri núorðið, það er hægt að bregða sér út í kaupfélag á sunnudögum og kaupa smákökur, þeir eru með svo ríflegan afslátt þá,“ segir Ásta, en hún og maður hennar, Guðmund- ur Guðmundsson, þekktur sem Guðmundur glímukappi eftir að hann varð Glímukóngur Íslands árin 1948 og 1949, eru með syni sínum, tengdadóttur og fjölskyldu á aðfangadagskvöld. „Við eigum saman rólega stund, líkt og í gamla daga, en þegar klukkan fer að nálg- ast tíu förum við heim á bæ til að hlusta á blessaðan biskupinn okk- ar. Í eina tíð var ég oft svo þreytt á aðfangadagskvöld að ég svaf yfir messunni, en núna er ég vakandi og hlusta vel.“ Ásta Sveinbjarnardóttir man tímana tvenna í jólahaldi Alltaf kjötsúpa á aðfangadagskvöld Hjónin á Núpi III, Ásta Sveinbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson, en hann varð Glímukóngur Íslands árin 1948 og 1949. Séð heim að Núpsbæjunum, myndin er tekin árið 1932. Ásta telur að þessi mynd sé tekin sunnudeginum áður en Markarfljótsbrúin var vígð sumarið 1930, en innan um heimilisfólk þekkir hún yfirbrúarsmiðinn fyrir miðri mynd, með derhúfu, í jakkafötum og með bindi. Faðir Ástu, Sveinbjörn Jónsson stendur við dyrnar, lengst til hægri efst, sá með yfirvaraskeggið, við hlið hans er kona hans, Anna Einarsdóttir, móðir Ástu og þá systur hennar tvær, Þórný og Guðbjörg. Fremst á myndinni frá vinstri eru Þórarinn, sem alinn var upp á suðurbænum á Skála, Sveinbjörn og Sigurjón, bræður Ástu, Kristinn Auðunsson, úr vesturbænum, þá Svava systir Ástu, nú búsett í Hverabakka í Hrunamannahreppi, þrír drengir fyrir miðri mynd fylgdu aðkomufólkinu, brúarsmiðum og Ásta kunni ekki nöfn þeirra, en næst þar á eftir er Árni Þorvaldsson, sumardrengur hjá foreldrum Ástu, hann var frá Þórsmörk í Hafnarfirði, stúlkurnar í hvítu kjólunum eru systur Kristins, Guðrún og Lilja, sem búsett er í Laxárdal í Gnúpverjahreppi, en sjálf stendur Ásta á milli þeirra íbyggin með hönd á höku. Lengst til hægri er svo Þóra systir hennar. Aðrir á myndinni eru sem fyrr segir smiðir og aðr- ir starfsmenn sem tóku þátt í smíði Markarfljótsbrúarinnar, konur þeirra og börn. „Ég sé að myndin er tekin á sunnudegi, það eru allir í sparifötunum sínum,“ segir hún. Fyrir 60 árum voru Samvinnu- tryggingar stofnaðar en þær störfuðu með miklum blóma fram til ársins 1989 þegar þær voru sameinaðar Vátryggingafé- lagi Íslands. Hluti eigna félags- ins var settur í sjóð og ávaxtaður undir nafni Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Að áliðnum nóvember héldu stjórnendur félagsins upp á afmælið með því að veita tvo styrki, hvorn um sig upp á tíu milljónir króna. Viðtakendur styrkjanna voru annars vegar Hólaskóli, Háskólinn á Hólum og hinsvegar Landbúnað- arháskóli Íslands á Hvanneyri. Axel Gíslason framkvæmdastjóri félags- ins afhenti skólastjórum skólanna, þeim Skúla Skúlasyni og Ágústi Sigurðssyni, styrkina og rökstuddi þá með eftirfarandi hætti: Hólaskóli gegnir mikilvægu hlutverki sem mennta- og rann- sóknarstofnun á sviði þeirra atvinnugreina sem hann fæst við. Starfsemi skólans og áhersla á menningu og náttúru er þýðing- armikil fyrir land og þjóð. Þess vegna vilji félagið með framlaginu sýna í verki stuðning við yfirlýst markmið skólans um að styðja með öflugu mennta- og rannsókn- arstarfi nýsköpun, framþróun og vöxt á þeim sviðum atvinnulífins sem falla undir starfssvið hans. Um Landbúnaðarháskóla Íslands sagði Axel að hann gegndi mikilvægu hlutverki sem vísinda- leg fræðslu- og rannsóknarstofnun á háskólastigi með áherslu á starfs- menntanám og endurmenntun. Félagið vilji því styðja skólann í að veita nemendum sínum fræðslu og verklega þjálfun þannig að þeir geti tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað og unnið að rannsóknum í þágu hans. Samvinnutryggingar styrkja skóla landbúnaðarins Axel Gíslason afhendir Skúla Skúlasyni á Hólum styrk til Hólaskóla. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fylgist með.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.