Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30
30 Þriðjudagur 12. desember 2006 Ef lítið er um rjúpu, svo sem stundum vill verða, er gott að útbúa saðsama rjúpnasúpu og bjóða upp á í forrétt. Rjúpna- súpa er nokkuð sem hefð er fyrir á heimili Laufeyjar Oddsdótt- ur á Eskifirði. Laufeyju er ekki fisjað saman, hún gengur sjálf til rjúpna á hverju hausti og veiðir sínar rjúpur sjálf. „Ég er alin upp við það að hafa rjúpur í jólamatinn, þær voru ævin- lega á aðfangadagskvöld á mínu heimili,“ segir hún. Man samt eft- ir einum jólum, fyrir margt löngu, sem voru rjúpnalaus og þau voru hálfskrýtin, segir hún. „Oft hefur þetta nú verið þannig að við eigum rjúpur milli ára, geymum í kistunni ef vel veiðist eitthvert árið,“ segir hún og rifjar upp að þannig hafi fjöl- skyldan átt rjúpur þau ár sem bann- að var að veiða. „Það eru engin jól ef rjúpuna vantar, þetta er hefð í fjölskyldunni og við gerum allt til að viðhalda henni,“ segir Laufey. Hún hefur gengið til rjúpna síð- astliðin ár, „byrjaði líklega fyrir svona 15 árum,“ segir hún, en þoldi í eina tíð ekki byssur. „Ég var bara á móti svoleiðis verkfærum.“ En það var vinkona hennar, Jóhanna Sig- tryggsdóttir, sem dró hana af stað með sér og þær fara iðulega saman stöllurnar til veiða. Hún segir úti- veruna eiga vel við sig, að ganga um fjöll í góðu veðri sé einstakt. „Ég fer mest á fjöllin hér í kring- um Eskifjörð, þar eru mörg falleg svæði sem gaman er að fara um, en stundum fer ég líka til rjúpna upp á Jökuldalsheiði,“ segir hún. Auk vin- konunnar er eiginmaðurinn, Bjarni Kristjánsson, stundum með í för „Og sonurinn er byrjaður að hafa gaman af þessu líka og tengdason- urinn, þannig að það má segja að öll fjölskyldan hafi rjúpnaveiðar sem áhugamál.“ Afrakstur haustsins ekki mikill Laufey segir afraksturinn á liðnu hausti ekki mikinn. „Það hefur lítið gengið í haust og ég vissi það fyrir fram,“ segir hún. Það kann að henn- ar mati ekki góðri lukku að stýra að hafa ákveðna veiðidaga líkt og gert var nú, ekki mátti veiða á mánudög- um, þriðjudögum og miðvikudög- um. „Þetta getur verið mjög vara- söm stýring, enda hefur það komið á daginn nú í haust að það er yfirleitt betra veður á banndögum heldur en þegar leyft er að veiða. Þannig hefur það verið heilt yfir allt veiði- tímabilið. Það sem vantar er að geta valið sér góðan dag, farið til rjúpna í góðu veðri, góðri færð. Nú verða menn bara að gera sér að góðu að fara hvernig sem viðrar eða sleppa þessu. Mér finnst stemningin ekki mikil yfir rjúpnaveiðunum núna, það er ekki gaman að vera við veið- ar þegar ekki viðrar vel. Blærinn yfir veiðunum, að vera á ferðinni í björtu fallegu veðri, er farin.“ Laufey kveðst nokkuð sér á báti varðandi eldun á rjúpunni, eldar eft- ir sínu höfði og býður upp á rjúpna- súpu í forrétt. „Það er gott ráð þeg- ar lítið er um rjúpu. Þetta er afar saðsöm súpa og við höldum í þann gamla, góða sið að nýta allan fugl- inn vel,“ segir hún. Rjúpur, rjúpnasúpa og sósa En þá er ekki úr vegi að kanna hvernig hún ber sig að við matseld- ina. Laufey hefur þann háttinn á að hún lætur rjúpurnar hanga í kulda á háalofti sínu í rúman mánuð áður en hún frystir þær. Þegar kemur að því að elda þær byrjar hún á að brúna þær á pönnu og notar dálitla smjörlíkisklípu við það. Mikilvægt segir hún að krydda ekki pönnuna, þá vilji myndast of mikill hiti og þær geti brunnið við. Rjúpurnar eru að lokinni steikingu settar í pott með vatni, eins litlu og mögulegt er, því þannig fæst sterkara soð, en þó verður það að vera nægilegt til að duga bæði í súpu og sósu. Einn óskorinn, heill laukur er svo settur út í pottinn og loks er kryddað með salti og piparmixi – það hefur gef- ist best að mati Laufeyjar. Rjúpurnar eru soðnar í um það bil einn og hálfan tíma; sumar þurfa aðeins lengri suðu, aðrar skemmri, þannig að fylgjast þarf vel með pottinum. Þegar rjúpurnar eru soðnar er soðið tekið og skipt á milli súpunnar og sósunnar. Slatti af hrísgrjónum, tvær lúkur eða svo, er settur út í súpusoðið, sem og svipað magn af hafragrjónum; hrís- grjónin mega fara dálítið fyrr út í þar sem þau þurfa lengri suðu en hafragrjónin. Að lokum er einum pela af rjóma bætt út í, þ.e. þegar grjónin eru svo til soðin. Súpuna segir Laufey besta líti hún út eins og lapþunnur hafragrautur. Sá hluti soðsins sem ekki fer í súpuna er notaður í sósuna. Lauf- ey bakar hana ekki upp, heldur hristir hveitið saman við, bætir út í hrútaberjasultu, sem hún útbýr sjálf, en berin tínir hún í Hallorms- staðaskógi. Þá er bara að bæta út í rjóma, svona um það bil hálfum pela eða eftir smekk hvers og eins, en Laufey vill hafa sósuna frekar þykka. Með rjúpunni ber hún fram brúnaðar kartöflur, rófustöppu, rauðrófur, brúnað hvítkál og rabb- arbarasultu. Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Félag kjúklingabænda Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Gleðileg jól - þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Landssamband kúabænda óskar íslenskum kúabændum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg jól Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Landssamtök sauðfjárbænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Æðarræktarfélag Íslands Laufey Oddsdóttir á Eskifirði veiðir jólarjúpuna sína sjálf Engin jól án rjúpna Rjúpur eru ómissandi um jólin, segir Laufey Valgerður Oddsdóttir sem hér er ferðinni í Oddsskarði, en hún gengur til rjúpna og hefur gaman af. Búið er að taka stemmninguna úr rjúpnaveiðinni með því að banna veiðar á ákveðnum dögum, segir Laufey, sem vill fara til rjúpna þegar gott og fallegt veður er til fjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.