Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 31

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 31
31Þriðjudagur 12. desember 2006 Það er nokkur erill á þeim hjón- um á Svalbarði í Þistilfirði, Sig- tryggi Þorlákssyni og Vigdísi Sigurðardóttur, yfir jólin. Þau syngja bæði í kirkjukórnum og það þarf að aka á milli staða til að syngja við messur. „Á ég ekki bara að gefa þér sam- band við bóndann, ég kalla hann allt- af bóndann,“ sagði Vigdís í upphafi samtals, en féllst á að ræða örlítið við Bændablaðið um jólahald í Þist- ilfirði áður en bóndinn yrði kallaður í símann. „Einn liður í jólaundirbún- ingi okkar er að syngja; við förum á söngæfingar á kvöldin og svo er sungið við aðventusamkomur og auð- vitað við messur um jól. Þetta tekur allt sinn tíma,“ segir hún og bætir við að þau hafi sungið ásamt kórfélögum á menningarsamkomu á Þórshöfn og þangað hafi komið skáld sunnan úr Reykjavík að lesa upp. Bóklaus myndi ég ekki vilja vera Hún hafði gaman af samkomunni, enda ævinlega haft mjög gaman af því að lesa bækur. „Ég hef alla mína daga lesið mikið og bóndinn líka,“ segir Vigdís. Ágætur bókakostur sé til á Svalbarði, þá sé starfandi lestrarfélag á staðnum og bókasafn. „Bóklaus myndi maður ekki vilja vera,“ segir hún og þegar talið berst að því hvað hún helst vilji lesa um komandi jól nefnir hún bók Þórunn- ar Valdimarsdóttur, Upp á Sigur- hæðir, um Matthías Jochumsson. „Hún var að lesa hér upp hjá okkur og ég hafði ákaflega gaman af. Ég hef lesið bækurnar hennar og finnst þær góðar,“ segir Vigdís. Hún seg- ist hlakka til að lesa bókina um Matthías. „Ég vona að ég nái henni einhvern tíma, kannski fæ ég hana í jólagjöf, án þess ég viti nú nokkuð um það núna.“ Vigdís kveðst ekki ókunnug Matthíasi, hafi áður lesið Sögukafla af sjálfum mér og þótt prýðileg skemmtun. „Þetta var mik- ill maður og ég held mikið upp á alla hans góðu sálma,“ segir hún og hefur sungið þá við athafnir í kirkj- um þar eystra. „Ég held nú það.“ Hvergi eins gott og heima Annars segir hún jólahaldið með hefðbundnum hætti og ævinlega sé hangikjöt á borðum yfir jól. „Kjötið er reykt hér heima, það er afar gott,“ segir hún. „Það er alveg sama hvar á landinu ég fær hangi- kjöt, það er hvergi eins gott og það sem fæst hér heima, mér finnst ekk- ert hangikjöt jafngott. Það er bara ekkert líkt og annað hangikjöt.“ Vigdís segir að Einar, sonarsonur sinn, sem hún vonar að taki við búskap á Svalbarði í fyllingu tím- ans, þurfi endilega að læra af afa sínum hvernig nákvæmlega eigi að fara að því að reykja kjötið. „Sérvalið, jú, það liggur nú við að megi segja það,“ svarar Sigtryggur sem nú er kominn í símann, spurður um galdurinn á bak við hangikjötið góða. „Ég slátra yfirleitt veturgömlum sauð- um, okkur þykir það best, og stundum eru þetta líka geldkind- ur, þótt þær séu orðnar svolítið eldri.“ Hann segir kjötið einkum til heimabrúks, en það sé þó sent til meðlima fjölskyldunnar, bæði á Ísafjörð og í Kópavog, og eins til Raufarhafnar. Sigtryggur hef- ur komið sér upp ágætis reykkofa heima við bæ og byrjar á því um miðjan október að velja sauði til slátrunar. Þá taki við hefðbund- in vinna við verkun og reykingu, „og ég er nú alltaf afskaplega feg- inn, satt að segja, þegar búið er að tæma kofann,“ segir hann. Þeytumst bæði í austur og vestur Sigtryggur er fæddur og uppal- inn á Svalbarði en Vigdís er frá Ormarslóni, ysta bænum í sveit- inni. Þau hafa um áratuga skeið búið á Svalbarði, með kirkjuna á bæjarhlaðinu. Og bæði syngja af hjartans lyst. Sigtryggur er að auki formaður sóknarnefndar og hringj- ari. „Hann er allt í öllu,“ segir Vig- dís. „Já, við höfum mikið verið að þvælast í þessum söng,“ segir Sigtryggur. Samvinna er nú með kirkjukórum við Svalbarðskirkju og Þórshöfn, þannig að kórfélagar hjálpast að, syngja í báðum kirkj- unum. Þannig var fram undan, þeg- ar rætt var við þau Sigtrygg og Vig- dísi, að æfa fyrir aðventusamkomu og syngja á henni, sem og að æfa fyrir jólamessur. „Við syngjum við aftansöng í Þórshafnarkirkju á aðfangadagskvöld,“segirSigtrygg- ur. Svo bruna þau beint til Raufar- hafnar, þar sem sonur þeirra býr og fjölskylda hans. „Við borðum jóla- matinn hjá þeim.“ Síðar um kvöld- ið er aftur haldið heim á leið, því hefð er fyrir því að halda hátíðar- messu í Svalbarðskirkju á jóladag. Á annan í jólum er svo yfirleitt messað aftur á Þórshöfn. „Við þeytumst bæði í austur og vestur, þetta er býsna mikill akstur, það má segja að maður sé heldur betur á faraldsfæti þessa jóladaga, ætli þetta séu ekki bara erfiðustu dagar ársins,“ segir Sigtryggur. Alla tíð aðallega unnið Hann gerði ekki mikið úr bóklestri yfir jól, kvaðst hafa gaman af að lesa, en ekki væri meira um þá iðju yfir jól en annan tíma ársins. „Mað- ur grípur í bók svona til að eyða tímanum, ég er í rauninni ekki mikill bókamaður, hef alla mín tíð aðallega unnið, og sofið svo á milli til að hvíla mig,“ segir hann en viðurkennir fúslega að sér þyki gaman að grípa í bók að kvöldlagi. Búskapurinn gangi þó alltaf fyrir og þar sé í mörg horn að líta, en á Svalbarði er fjárbú, um 460 kindur á húsi í vetur. R E Y K J AV Í K : Á r m ú l a 1 1 | S í m i : 5 6 8 - 1 5 0 0 | A K U R E Y R I : L ó n s b a k k a | S í m i : 4 6 1 - 1 0 7 0 | w w w . t h o r . i s AGROTRON 150 Öflugar dráttar vélar AGROTRON TTV-1160 jH ónin á Svalbarði önnum kafin í kirkjukórnum um jólin Söngurinn setur svip sinn á jólahaldið Sigtryggur Þorláksson og Vigdís Sigurðardóttir aka í austur og vestur yfir jólin. Þau syngja í kirkjukór Svalbarðs- kirkju sem einnig syngur með félögum sínum á Þórshöfn, þannig að á því heimili er mikið sungið yfir jóla og áramót. Fjallabyggð Útboð á snjómokstri verði endurskoðað Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur skorað á Vegagerðina að endurskoða útboð á snjó- mokstri milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Sá verktaki sem þjónað hefur Ólafsfirðingum í áratugi hefur mikla reynslu og mikinn tækjakost til þess að sinna þessu verkefni. Alltaf hefur verið hægt að treysta á aðstoð hans ef þurft hefur. Það er ómetanlegt á sjóþungum stað eins og hér um ræðir. Það er miklu meira virði en 100.000 krónur á ári!“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Hún telur ekki forsvaran- legt að mokstur sé ekki frá endastöð á Ólafsfirði. Það sé ekki síst öryggisatriði þegar um sjúkraflutninga sé að ræða. „Þetta kom glögglega í ljós þeg- ar sjúkrabíll með sjúkling festist í Ólafsfjarðarmúla í fyrstu snjó- um vetrarins og þurfti björgun- arsveit til aðstoðar,“ segir enn fremur í ályktuninni. Miðað við þá þjónustu sem verið hefur mörg undanfarin ár er ljóst að hér verður um skerð- ingu á þjónustu að ræða og veg- urinn mun opnast seinna en ver- ið hefur. „Hér er ekki verið að kasta rýrð á þann verktaka sem nú er með snjómoksturinn, held- ur aðeins verið að benda á stað- reyndir og þær áhyggjur sem íbúar Fjallabyggðar hafa vegna þessara breytinga.“ Jafnframt krefst bæjarstjórn Fjallabyggðar þess að endur- skoðaðar verði mokstursreglur á milli byggðakjarnanna Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar og að Lágheiði verði mokuð a.m.k. tvisvar í viku þegar veður leyfi. Mikil samskipti þurfa að eiga sér stað milli staðanna, bæði í stjórnsýslu og af hálfu verktaka við Héðinsfjarðargöng. Bent er á að Öxnadalsheiðarleiðin milli staðanna er rúmlega 500 kíló- metrar, fram og tilbaka, en leið- in yfir Lágheiði aðeins 120 km. „Það munar um minna!“

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.