Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 34

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 34
34 Þriðjudagur 12. desember 2006 Jólakrossgáta Bókstafirnir í tölusettu reitunum mynda karlsmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Bænda- blaðsins. Í pósti: Bændablaðið – lausn á krossgátu, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík. Tölvupóstur: bbl@bondi.is Verðlaun verða veitt fyrir rétta lausn en þau eru Hrútaspilið nýja sem sagt er frá hér á síðunni á móti. Dregið verður úr réttum lausnum sem borist hafa fyrir 1. janúar 2007. Hvernig er það, þegar kóngurinn á afmæli spurði Brói. Hann og Jóhanna systir hans sátu við rafmagnsofninn og héldu á sér hita. Það er skemmtilegt, svaraði Jóhanna. Afmæli kóngsins eru alltaf skemmtileg. Já, en hvernig eru þau, svona alveg frá upphafi til enda, hlakkar hann til og allt svoleiðis. Jóhanna klóraði sér á fótleggnum. Við skulum hækka á ofninum, svaraði hún til að vinna tíma. Hann hlýtur ábyggilega að fá gjafir, er það ekki. Brói var svo forvitinn að hann gat ekki setið kyrr meðan Jóhanna var að hugsa sig um. Ekki að nauða, sagði Jóhanna. Ég skal segja þér það allt saman, en þú mátt þá ekki vera að nauða. Brói þagði. Jóhanna hugsaði. Kóngurinn, sagði hún, þeg- ar hún hafði hugsað sig um svolitla stund, á skemmtilegasta afmæli á öllu landinu og ef þú vilt lofa að sitja kyrr þá skal ég segja þér frá því alveg frá upphafi til enda. Ég skal sitja kyrr ef það sem þú segir er satt, sagði Brói, en ef ég heyri að þú sért að skrökva, þá slekk ég á ofninum. Jæja, byrjaðu þá. Jóhanna dró undir sig fæturna og byrjaði: Kóngurinn er alveg eins og ég og þú, Brói. Hann langar til að fólk viti hve- nær hann á afmæli. Svo að svona viku til tíu dögum áður þá gengur hann um höllina og lítur leyndardómsfullur út og ef hann mætir einhverjum af herbergisþjónunum þá fer hann að spjalla við hann, og segir sísvona eins og af tilviljun: Það er meira hvað tíminn er fljótur að líða, herbergisþjónn, svei mér ef ég á ekki afmæli rétt bráðum. Þú segir ekki satt, segir þá herbergisþjóninn, er það núna einhvern næstu daga. Þriðja ágúst, segir konungurinn, en blessaður láttu ekki fólk vita af því, því að þá verð ég sjálfsagt að bjóða allri göt- unni. Ekki allri, segir herbergisþjónninn. Þú þarft að minnsta kosti ekki að bjóða honum Pétri niðri á horni, því að ekki bauð hann þér, þegar hann átti afmæli. Mér var nú alveg sama um afmælið hjá Pétri sagði kóngur- inn, en herbergisþjóninn skildi að kónginum hafði sviðið að Pétur hafði ekki boðið honum líka. Þú færð ábyggilega margt skemmtilegt á afmælinu þínu, sagði herbergisþjónninn, til að koma kónginum aftur í gott skap. Er það nokkuð sem þig langar sérstaklega í frá okkur hérna í höllinni. Kóngurinn roðnaði. Þið megið alls ekki láta ykkur detta í hug að gefa mér afmælisgjöf. Þetta var bara bjánaskapur hjá mér að fara að glopra þessu út úr mér með afmælisdaginn. Verið þið nú svo góð að gera ekkert vesen út af þessu. Í sama mund kom annar herbergisþjónn til að tilkynna kónginum að stjórnin sæti öll inni í stofu og biði þar með ný lög sem henni höfðu dottið í hug. Kóngurinn smellti sér í jakkann, sem hann var vanur að vera í þegar hann skrifaði undir lög, og hvarf inn í stofuna. Herbergisþjónarnir stóðu einir eftir og þá sagði fyrsti herberg- isþjóninn að kóngurinn ætti afmæli þriðja ágúst. Og hinn herbergisþjóninn beið ekki boðanna og hljóp í hvelli niður í eldhús og sagði kokkunum, sem voru að leggja í bleyti fisk, og eftir svolitla stund vissi öll höllin að þriðji ágúst, það væri afmælisdagur kóngsins. Ein sporlétt þerna, það var reyndar sú sem þurrkaði rykið af kórónunni, hljóp beint niður í prent- smiðju til að fá fréttina inn í Morgunblaðið og þeir hjá blað- inu lofuðu að birta það, svo framarlega sem það væri pláss. Daginn eftir, þegar kóngurinn sat í hásætinu og var að lesa blöðin, kom hann auga á tilkynninguna og kallaði á herberg- isþjóninn og sagði að úr því að allir vissu nú um afmælisdag- inn, þá þýddi ekki annað en að undirbúa eitthvert boð. Herbergisþjónninn kom þá með listann yfir þá, sem boðnir höfðu verið síðast, og kóngurinn setti kross við nöfn þeirra sem hann ætlaði að bjóða í þetta sinn líka. Stjórnin má koma, sagði kóngurinn og allir þingmennirnir, þó að þeir væru aldrei til friðs við að semja ný og ný lög upp á síðkastið. En hvaða nágrönnum ætlar þú að bjóða, spurði herbergisþjónninn. Öllum nema Pétri niðri á horni. Reynd- ar ætla ég líka að sleppa Gunnari sem á heima við hliðina á honum. Hann drakk svo mikið gos síðast að það var alveg til skammar. En Hansi, spurði herbergisþjónninn, hann sem stóð á haus uppi í hásæti í fyrra. Viltu hafa hann. Já, hann vil ég hafa, hann er svo skemmtilegur. Hvað annars með veitingarnar. Eigum við að hafa þetta sama. Kóngurinn hugsaði sig um. Það var næstum því of lít- ið af rjómatertum síðast. Það var varla að forsætisráðherrann næði sér í sneið. Það er nýr forsætisráðherra núna og hann lætur varla borða frá sér eins og hinn. Við skulum að minnsta kosti hafa nóg, nóg af rjómakök- um og kók. Og svoldið af malti. Það er svo misjafn smekkur. Hugsaðu þér til dæmis bara Þingið. Herbergisþjónninn ræskti sig. Hvað varðar gjafir, sagði hann, ég meina bara ef einhver skyldi spyrja. Er það nokkuð sérstakt sem þig langar í. Ferðaútvarp sagði kóngurinn og vikuferð á skíðum. Nú reis Brói á fætur og sagði. Nú slekk ég á ofninum, því að núna ertu að skrökva. Jæja, svaraði Jóhanna, ég sem get sagt þér mikið meira um afmæli kóngsins. Afmæli konungsins Norsk barnasaga

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.