Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 36
36 Þriðjudagur 12. desember 2006 Marinó Sigurðsson frá Álfgeirs- völlum í Lýtingsstaðahreppi rifj- ar upp ýtu- og gröfuvinnu sína í Skagafirði um og eftir miðja síð- ustu öld, þegar þessi nýja tækni var að hasla sér völl hér á landi. Skrásetjari er Sigtryggur J. Björnsson frá Framnesi í Blöndu- hlíð, kennari við Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Marinó Sigurðsson er fæddur á Ísafirði 3. febrúar 1920 en flutti á fyrsta ári í Álfgeirsvelli og hefur átt þar heima síðan. Foreldrar hans voru, Þórdís Sigríður Jensdóttir frá Hnífsdal og Sigurður Jónasson frá Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi. Marinó missti föður sinn af slys- förum árið 1933 og lögðust þá ýms- ar skyldur varðandi búreksturinn á herðar hins unga manns. Sjálfstæð- an búskap hóf hann svo á Álfgeirs- völlum árið 1938, þegar afi hans, Jónas Björnsson, gaf honum fjórð- ung jarðarinnar. Árið 1944 kom ung kona inn í líf Marinós og fór að búa með honum á Álfgeirsvöllum. Þetta var Guð- laug Egilsdóttur frá Bakka í Vall- hólmi, þá nýútskrifuð úr Kvenna- skólanum á Staðarfelli, sem Ingi- björg Jóhannsdóttir frá Löngumýri stýrði. Þau giftu sig svo árið 1946 og hafa eignast sex börn. Guðlaug er dóttir hjónanna, Egils Gottskálkssonar og Ingibjarg- ar Björnsdóttur, sem bjuggu á Bakka í Vallhólmi og síðar á Mið- Grund í Blönduhlíð frá 1935 til 1950. Guðlaug er myndarleg til munns og handa, hinn mesti búfork- ur og hefur staðið sem klettur við hlið bónda síns til þessa dags. Á þessum árum voru fjárpestarn- ar, garna- og mæðiveiki, að dreifast um landið. Mæðiveiki gerði mik- inn usla í fjárbúi unga hjónanna á Álfgeirsvöllum og rýrði mjög tekj- ur þeirra. Öllu fé á bænum var svo fargað árið 1948 og fjárlaust var til hausts 1949 en þá var keyptur nýr fjárstofn. Búskapur kallar á fjárfestingar og var svo einnig á Álfgeirsvöllum. Það varð því með einhverju móti að auka tekjur stækkandi fjölskyldu og varð að ráði að Marinó sótti um vinnuhjáRæktunarsambandiSkaga- fjarðar. Þar var þá við stjórnvölinn ráðunautur Skagfirðinga, Ólafur Jónsson í Stóragerði í Óslandshlíð, og formaður stjórnar var Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum. Gefum nú Marinó Sigurðssyni orðið Ég fór að vinna hjá Ræktunarsam- bandinu árið 1946, fyrst á traktor, International W4, á járnhjólum og húslausum. Vél þessi var notuð til að ganga frá flögum eftir jarð- ýtu, sem gengið hafði á undan. Ég byrjaði hjá Þórði á Kjartansstöðum í Staðarhreppi og vann svo í Litlu- og Stóru-Gröf og síðan á flestum bæjum í Sæmundarhlíð allt fram að Skarðsá. Þar bjó þá Pálína Konráðs- dóttir. Seinni hluta sumarsins vann ég í Lýtingsstaðahreppi. Þegar ég hætti með traktorinn um haustið fór ég að vinna á ýtu með Pálma Runólfssyni á Dýrfinnu- stöðum. Þetta var International TD 9 vél, árgerð 1945, í eigu Ræktunar- sambandsins og þess fyrsta jarðýta. Þeir bræður Pálmi og Björn Runólfs- synir höfðu unnið á henni um sum- arið en Björn þurfti að hætta og tók ég við af honum. Hjá Pálma lærði ég á tækið en þeir bræður höfðu ver- ið á námskeiði á Hvanneyri og lært þar að fara með svona vélar. Vorið eftir réði ég mig aftur hjá Ræktunarsambandinu á sömu vél og byrjaði á Laugabóli í Tungusveit hjá feðgunum Ingólfi og Gísla. Þar var ég einn fyrstu vikuna, en þá kom til starfa með mér Gísli Bessa- son í Kýrholti og vann með mér allt sumarið. Þetta sumar unnum við í Lýtingsstaðahreppi og í Fljótum. Veður válynd í Fljótum Þegar við gátum ekki lengur unnið í Stíflunni í Fljótum vegna snjóa fórum við niður í Haganesvík og vorum þar við jarðvinnslu í nokkra daga, mest í Haganesi, þar til gerði stórhríð. Þá yfirgáfum við Fljótin og komumst fram að Felli í Sléttu- hlíð fyrsta daginn og gistum þar. Við vorum með Chevrolet vörubíl, 2,5 tonna, sem Gísli átti og þurftum að moka veginn víða til að koma honum áfram. Hríðarveður var einnig daginn eftir, þegar við fór- um frá Felli, upp úr hádeginu. Við mokuðum okkur áfram yfir Höfða- hólana og komumst í Mýrarkot og gistum þar næstu nótt. Á þriðja degi náðum við fram í Stóragerði og þar skildum við jarðýtuna eftir hjá Ólafi Jónssyni ráðunaut og yfir- manni okkar. Þegar við komum fram í Kýrholt var nær snjólaus jörð. Þriðja sumarið mitt hjá Ræktun- arsambandinu hófst vinnan á Sauð- árkróki og var ég áfram á sömu vél. Þar unnum við ýmis verk, tókum t.d. húsgrunna, drógum símastreng í jörð niður Sauðármýrar, unnum í flögum og ýttum út gömlum húsa- tóftum. Næst fórum við inn í Lýtings- staðahrepp, ýttum út skurðruðning- um á Krithóli og Álfgeirsvöllum, gerðum vegaslóða suður yfir Kol- grafarmela og veg fram í Valadal og ýttum út brunarústum bæjarins í Flugumýrarhvammi, sem brann þá um vorið. Vélin var síðan flutt til Sauð- árkróks til lagfæringar áður en haldið var á Skagann. Byrjað var á Skefilsstöðum og haldið út Skag- ann. Þetta sumar var mest unnið við jarðvinnslu en einnig nokkuð við að lagfæra heimreiðar og Skaga- veginn, þegar norðar dró. Með mér unnu þarna Magnús Sigurjónsson frá Nautabúi og eftir hann, Daníel Ingólfsson frá Steinsstöðum. Næst var ýtan flutt frá Hrauni fram á Laxárdal og við starfi Daní- els tók Guðmundur Bjarnason frá Ytra-Vatni. Guðmundur var bróðir Kristmundar á Sjávarborg. Byrjað var á Þorbjargarstöðum og Sævar- landi og haldið fram Dalinn yfir Laxárdalsheiði og endað um haust- ið á Veðramóti. Þá var kominn snjór og jörð farin að frjósa. Vinnutilhögun var þannig að við unnum allan sólarhringinn á átta tíma vöktum en bilanir, hirðing vél- ar og milliferðir komu oft óreglu á vaktakerfið, sem varð til þess að svefn varð stundum af skornum skammti. Plógurinn, sem fylgdi vélinni, var einskeri á tveimur nokkuð stór- um hjólum, stilltur með handafli með þar til gerðum stöngum og herfið var tvöfalt, sextán diska, fjór- ir diskar í hverjum fjórðungi. Að duga eða drepast Margs konar vandamál komu upp á þessum fyrstu árum jarðýtunnar. Menn festu þær í blautum mýrunum og kom sér þá vel að hafa rekaviðar- drumb til að bregða undir beltin. Í milliferð á leið fram hjá Íbis- hóli festum við ýtuna illa. Það mátti segja að hún hyrfi að mestu í jörðina. Það var nær ógerlegt að koma tækjum við til að draga hana upp. Það varð því að ráði að moka frá vélinni að framan. Síðan losuðum við tönnina af gálganum og lögðum hana flata fyrir framan ýtuna. Bundum víra á milli tannar og belta og keyrðum vélina síðan upp á tönnina og síðan áfram upp úr feninu. Þetta var mikið verk að vinna með skófluna eina að vopni. Þá kom fyrir að vélin fór út af belti og hlekkir slitnuðu. Kúpling- ar vildu gefa sig, bæði aðalkúpling og hliðarkúplingar sem og bremsur. Unnið var oft við erfiðar aðstæð- ur svo sem í djúpu vatni og grýttu landi. Ég man að einu sinni brotn- aði stillingarsplittið í aðalkúpling- unni. Mér tókst að gera við það með því að sníða til hluta af föstum lykli og setja í staðinn. Á þessum árum var byrjað að vinna á ýtunum um miðjan júní og unnið fram í október eða svo lengi sem hægt var vegna veðurs og frosta. Bæði árin sem ég vann á ýtunni var hún húslaus. Maður var því oft kaldur og blautur við vinnuna. Þrátt fyrir það reyndi maður að vinna all- an sólarhringinn og gaf ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Eitt atvik er mér minniststætt í þessu sambandi. Við vorum að vinna úti á Hvalnesi á Skaga í norð- an kulda og rigningu. Greip ég þá til þess ráðs að láta vefja mig inn í segl þannig að hendur og stjórn- tæki vélarinnar voru innan seglsins en höfuðið stóð upp úr. Frá seglinu gekk félagi minn Magnús Sigurjóns- son. Þannig vann ég út vaktina en síðan gáfum við upp um tíma vegna veðurs. Þar með, eða haustið 1948, lauk að mestu reglubundnum störfum mínum á jarðýtu en ég fór í þess stað að stunda íhlaupavinnu á skurð- gröfum. Það kom þannig til að Daníel Ingólfsson frá Steinsstöðum var með skurðgröfu hér á Álfgeirs- völlum og kenndi hann mér að grafa. Eftir þessa þjálfun á víragröf- unni hjá Daníel fór ég að grípa í þá vinnu og var m.a. við löndun úr tog- urum á Sauðárkróki og skurðgröft á milli. Ingi Sveinsson, rennismiður og verkstæðisformaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sá um löndunina á þessum árum og hafði með gröfu þessa að gera. Ég man að við gróf- um framræsluskurði á Gili í Skarðs- hreppi og í Beingarði í Hegranesi. Minnisstæðir menn Mér eru margir menn minnisstæð- ir frá þessum árum. Þar má nefna séra Lárus Arnórsson á Miklabæ, Magnús Kr. Gíslason á Vöglum, Hannes Hannesson á Melbreið og marga fleiri. Kynni mín af séra Lárusi voru einstaklega ljúf. Hann var ræðinn og skemmtilegur, bráð- greindur og víðlesinn. Ég man að hann ræddi við mig um búskap sinn á Miklabæ. Þar sagið hann að margt gæti betur farið. Mér þótti vænt um að fá tækifæri til að kynn- ast Lárusi. Ég hafði á þessum árum unn- ið heima um helgar að bústörfum, oft langan dag. Búreksturinn hafði komið að öðru leyti í hlut konu minnar, sem stundaði hann af mik- illi atorku og stóð sig með mikilli prýði eins og alltaf síðan. En eftir því sem búið stækkaði og börnum fjölgaði jókst þörfin fyrir mína vinnu heima og fljótlega sneri ég mér alveg að eigin búskap Seinna, þegar börnin komust á legg, tóku þau æ meiri þátt í bústörfum en tími minn fór þá meira og meira í alls konar félagsmálavafstur, en það er önnur saga. Lokaorð Þessi stutta frásögn hins aldna bónda, sem hætti búskap í árslok 2004 gefur nokkra innsýn í líf og til- veru bænda hér á landi eins og hún var fyrir miðja síðustu öld. Menn þurftu að fara til vinnu utan heimil- is til að afla fjár til búsins. Það var ekki hlaupið í bankann eftir pening- um eins og nú, menn urðu að treysta á eigið afl, þor og þrótt, oft miklu meira en mörgum var hollt. Að hefja búskap var þolraun sem marg- an bugaði. Menn hættu búskap og fluttu nauðugir viljugir á mölina. En Guðlaug og Marinó stóðust próf- ið og hafa nú skilað jörð og búi til afkomenda sinna, sem vonandi eiga eftir að búa á Álfgeirsvöllum um ókomin ár. Vafinn segli á TD-9 Litið um öxl með Marinó Sigurðssyni frá Álfgeirsvöllum Hjónin Guðlaug Egilsdóttir og Marinó Sigurðsson á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Sigurþór Hjörleifsson á Kimbastöðum að grafa fyrir húsum á Sauðárkróki með International TD-14 skömmu fyrir 1950. Út er komin ljóðabókin „Laðar nótt til ljóða“ eftir Braga Björns- son, áður bónda á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, nú búsettur í Fellabæ á Héraði. Bragi hefur um áratuga skeið verið kunnur fyrir lausavís- ur sína og ljóð, einkum á Austur- landi, en með þessari bók er óhætt að segja að hann hafi fengið sæti á skáldabekk. Bragi á þann tón sem skilur á milli hagyrðings og skálds, ekki í vali á yrkisefni heldur í því að bregða skáldlegri sýn á yrkisefnið sem hann velur sér, sem yfirleitt er úr nánasta umhverfi hans. En þetta umhverfi er sammannlegt, lesandinn finnur sig í því og hrífst með. ÞórbergurÞórðarson sagðiásín- um tíma að stíll væri persónuleiki höfundarins. Ljóðabók er ekki síð- ur persónuleiki höfundar. Bókin „Laðar nótt til ljóða“ lýsir höfundi sem varpar birtu á umhverfi sitt og gefur því menningarlegan blæ. Í allri þeirri eftirsókn eftir athygli, sem einkennir samtímann, læðist bókin hljóðlega fram sem svala- lind í glamrinu og gauragangnum. Útgefandi bókarinnar er Félag ljóðaunnenda á Austurlandi en umsjón með útgáfu hennar hafði Magnús Stefánsson á Fáskrúðs- firði. Símar hans eru 475-1211 og 867-2811. Hafi allir þeir sem komu að útgáfu þessarar bókar heila þökk. M.E. Laðar nótt til ljóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.