Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 42

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 42
42 Þriðjudagur 12. desember 2006 Bændur og búalið! Mennt er máttur! Endurmenntun getur skapað ný tækifæri og opnað nýjar víddir! Símenntun fyrir sálina! Kynnið ykkur möguleikana sem hinn nýi ,,Starfsmenntasjóður BÍ“ býður upp á. Reglur og umsóknareyðublöð sjóðsins er að finna á www.bondi.is Haustið 2003 leiddi Evrópusam- bandið í lög endurskoðun á sam- eiginlegri landbúnaðarstefnu sinni, CAP (Common Agricultur- al policy). Breytingarnar hafa síð- an komið til framkvæmda í áföng- um innan aðildarríkjanna enda fengu þau nokkurt svigrúm bæði í hve langt skyldi ganga í afteng- ingu stuðnings við framleiðslu, hvernig útfærslan yrði gagnvart bændum og fyrir hvað tíma henni skyldi lokið. Landbúnaðarstefna ESB Sameiginleg landbúnaðarstefna innan ESB á sér langa sögu og hefur lengstum tekið til sín umtalsverðan hluta sameiginlegra fjármuna sam- bandsins. Gríðarlegur kostnaður við stækkun ESB til austurs gerðu umfangsmikla endurskoðun óum- flýjanlega og lauk henni eins og fyrr segir haustið 2003. Með henni var stuðningi við landbúnað innan ESB breytt frá því að vera að veru- legu leyti framleiðslutengdur eða greiddur út á framleiðsluþætti (búfé og land), í stuðning óháðan fram- leiðslu. Af þeim 35 milljörðum evra sem runnu til stuðnings land- búnaði árið 2003 voru 60% aftengd framleiðslu og í Finnlandi er þetta hlutfall í dag 90%. Í staðinn fyrir að framleiða og eiga búfé voru hins vegar settar fjölþættar kröfur á fram- leiðendur varðandi umhverfismál, matvælaöryggi, heilbrigði dýra og plantna og kröfur um meðferð búfjár, auk kröfunnar um að halda landbúnaðarlandi í góðu ástandi með tilliti til landbúnaðarnota og umhverfismála. Með þessu er stefnt að því að eftirspurn á markaði stýri því hvaða afurðir og hve mikið af þeim bændur framleiða. Á móti fá bændur ekki lengur greitt aðeins fyr- ir að framleiða matvæli heldur einn- ig greiðslur sem tengjast landi, fyrir að framleiða aðrar „afurðir“ í formi bættra landgæða, mæta kröfum um meðferð búfjár og að öryggi og holl- usta matvæla sé ávallt tryggð. Á vettvangi WTO er ESB einn stærsti hagsmunaaðilinn og tilboð ESB í WTO viðræðunum um lækk- un markaðstruflandi innanlands- stuðnings byggir í stórum dráttum á því svigrúmi sem sambandið hefur þegar skapað sér með endurskoðun landbúnaðarstefnunnar 2003. ESB er raunar sá aðili sem hefur mest- ar heimildir fyrir markaðstruflandi stuðningi innan WTO og mun því þurfa að skera þann stuðning hlut- fallslega mest niður. Þess má líka geta að ESB er í senn stærsti inn- flytjandi og næststærsti útflytjandi búvara í heiminum. Á vettvangi WTO hefur ESB tekið þátt í samkomulagi um afnám útflutningsbóta fyrir árslok 2013. Þegar að lækkun tollverndar kemur virðist sambandið hins vegar vilja fara hægar í sakirnar og ber talsvert í milli tillagna þess og hinna hefð- bundnu útflutningslanda, enda hefur sambandið á síðustu árum einungis gert þær breytingar á ytri tollum sem það hefur beinlínis verið þvingað til sbr. lækkun á innflutningstollum á sykri. Endurskoðun á landbúnaðar- stefnu sambandsins fer þannig fram innan við verndartollmúra. Sam- kvæmt skuldbindingum sínum gagn- vart WTO hefur ESB heimildir til að leggja tolla á 1.010 tollalínur eða 45,8% af þeim tollfokkum búvara sem finnast í tollskrá bandalagsins. Mörg þróunarríki njóta sérstakra við- skiptakjara við ESB með tollaíviln- unum sem þau á hinn bóginn óttast að tapa að einhverju eða verulegu leyti komi til almennra lækkana á tollum í heimsviðskiptum í kjölfar niðurstöðu Doha lotunnar. Rétt er að hafa í huga að áður- nefnd endurskoðun landbúnaðar- stefnunnar nær einungis til sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar en ekki stérstaks stuðnings við harðbýl svæði (LFA), sem er fjármagnaður sameiginlega af ESB og viðkom- andi landi, og norðlægs stuðnings sem aðeins er veittur í Finnlandi og Svíþjóð og fjármagnaður eingöngu af viðkomandi landi. Beinn stuðningur við bændur Þessi beini stuðningur við bændur í ESB byggir á skilgreiningu Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar á því hvers konar stuðningur sé undanþeginn skuldbindingum um niðurskurð, þ.e. svokallaðurgrænn stuðningur.Græn- um stuðningi er þar skipt í 13 flokka og einn af þeim kallast „ótekjutengd- ur stuðningur“.Skilgreiningáótekju- tengdum stuðningi er eftirfarandi: a) Rétt til slíkra greiðslna skal ákvarða með hliðsjón af vel skil- greindum viðmiðunum á borð við tekjur, stöðu sem framleiðandi eða landeigandi, aðfanganotkun eða framleiðslustigi á tilteknu og skilgreindu viðmiðunartímabili. b) Fjárhæð slíkra greiðslna á til- teknu ári skal ekki vera tengd eða byggð á tegund eða magni framleiðslu (þar með taldar búpeningseiningar) sem fram- leiðandi innir af hendi eftir við- miðunartímabilið. c) Fjárhæð slíkra greiðslna á til- teknu ári skal ekki vera tengd eða byggð á innanlands- eða heimsmarkaðsverði vöru sem er framleidd á tilteknu ári eftir við- miðunartímabilið. d) Fjárhæð slíkra greiðslna á til- teknu ári skal ekki vera tengd eða byggð á frameiðsluþáttum sem eru notaðir á tiltkenu ári eft- ir viðmiðunartímabilið. e) Framleiðsla er ekki skilyrði fyrir því að fá slíkar greiðslur í hendur. Eins og áður segir eru 12 önn- ur atriði sem skilgreina framlög til landbúnaðar sem falla undir skil- greiningu um grænan stuðning. Þannig hefur ESB líka tengt þessar greiðslur öðrum skilyrðum um með- ferð búfjár og umhverfismál eins og áður segir. Sækja þarf um stuðn- inginn og er hann síðan greiddur út einu sinni á ári. Þannig fengu u.þ.b. 52.000 danskir bændur (af 61.200 umsækjendum) greitt út þann 4. des- ember sl. alls 4,6 milljarða danskra króna eða rösklega eina milljón íslenskra króna hver. Á síðasta aðalfundi sínum ræddu danskir bændur um hve flókið og kostnaðarsamt þetta kerfi væri og nefndu til marks um það að alls væru það 112 reglur sem fylgja þyrfti eftir þegar gætt væri að því hvort skilyrði til að fá óframleiðslu- tengdan stuðning væru uppfyllt. Framkvæmdastjóri landbúnaðar- mála ESB hefur ennfremur nú í haust tilkynnt að vinna eigi að ein- földun á framkvæmdinni og síðan eigi að fara fram „heilsufarsskoð- un“ (health check) á landbúnaðar- stefnunni árið 2008 sem gæti hugs- anlega leitt til breytinga. Lokaorð Athuganir á áhrifum ESB aðildar fyrir íslenskan landbúnað eru gerð- ar í ljósi landbúnaðarstefnu ESB á hverjum tíma. Á síðustu árum hafa breytingarnar á henni verið umfangsmiklar og telja verður lík- legt að áframhaldandi stækkun ESB til austurs, þar sem fátæk lönd með umtalsverðan landbúnað bætast í hópinn, muni kalla á frekari breyt- ingar. Þannig var ekki veitt auknum fjármunum til landbúnaðarmála ESB við aðild Rúmeníu og Búlgar- íu að ESB og því spá sérfræðingar verulegum niðurskurði á stuðningi á næstu árum. Niðurstaðan af inngöngu Sví- þjóðar og þó enn frekar Finnlands sýnir hins vegar svo ekki verður um villst, að samningsmarkmið verður að vera skýrt og þar með vilji viðkomandi lands til að veita fjármunum til landbúnaðar á for- sendum legu og framleiðsluskil- yrða landbúnaðarins. Einnig er sam- komulag um aðlögun landbúnaðar viðkomandi lands að reglum ESB hluti af samningsferlinu. Þannig var samið um sérstakan aðlögunar- styrk fyrir landbúnað í suðurhluta Finnlands (141. gr) að ESB aðild til 4 ára og hefur þessi sérstaki stuðn- ingur síðan tvisvar verið framlengd- ur um 4 ár í hvort skipti. Reglan um skilgreiningu á stuðningi við land- búnað norðan 62. breiddargráðu er almenn, en hins vegar hafa Finnar skipt þessum hluta landsins í 5 svæði þar sem stuðningurinn er síð- an mis mikill (142 gr. aðildarsamn- ings þeirra). Þannig er almennt litið svo á að Finnar hafi samið um betri skilmála fyrir finskan landbúnað en frændur þeirra Svíar gerðu á sama tíma. Í síbreytilegri landbúnaðar- stefnu ESB er því erfitt að draga skýrar ályktanir af áhrifum ESB-að- ildar á íslenskan landbúnað. Landbúnaðarstefna ESB – í ljósi WTO viðræðna og framtíðarskipunar landbúnaðarmála á Íslandi Mikil og góð uppbygging á aðstöðu til mjólkurframleiðslu er nú í gangi, a.m.k. á svæði grein- arhöfundar, þ.e. á svæði Norð- urmjólkur, og ég held að sú sé raunin um allt land. Ástæða er til að gleðjast yfir bjartri sýn kúa- bænda á fram- tíðina og ekki að undra þótt bjartsýni ríki meðan langt er í land að náist að framleiða alla þá mjólk sem dygði til að metta mark- aðinn innan- lands og utan. Það er í raun hægt að segja að það sem vanti nú séu einfaldlega fleiri kýr því nú er verið að byggja og stækka það mörg fjós að næg aðstaða er að verða eða verður fyrir hendi til að hýsa töluvert fleiri mjólkurkýr en þegar eru til í landinu. Allir kálfar eru látnir lifa, kvíg- ur sem naut, því ef kvíga er ekki til mjólkurframleiðslu þá vantar einnig sárlega nautakjöt og auð- vitað líka kýrkjöt því enginn viti borinn bóndi lógar mjólkandi grip á þessum mjólkurlausu tím- um. Hef séð í fjósum talsvert af kúm jafnvel á fermingaraldri með niðurslitin júgur, mjólk- andi á 2-3 spenum, sem hér í den hefðu fyrir alllöngu staðið frammi fyrir skapara sínum í stað þess að horfa í augun á mjólkur- þyrstum Íslendingum og Amerí- könum. Skil samt þráhyggju bænda að basla með slíka gripi þegar vel er greitt fyrir umframmjólkina og beðið er um alla mjólk, góða og sæmilega, í „skyrið“ fyrir Amerí- kanann, fullgott í fésið á honum. En að allri kaldhæðni slepptri þá fylgja þessum gósentímum einnig auknar byrðar; sumar nú þegar, aðrar koma í fyllingu tím- ans. Þær sem koma strax eru m.a. skulda- aukning bænda vegna upp- byggingar og kvótakaupa, hækkandi vextir lána og lakari lánakjör almennt, og síðan verri veð- hæfisaðstæður, s.s. að nú eru bankarnir ekki eins ginnkeypt- ir fyrir nær óheftu lánshæfi kvótans, m.a. vegna verðlækkunar hans. Seinni tíma rassskellur, sem gæti komið víða, því miður, er lakara júgurheilbrigði í fjósum þar sem haldnar hafa verið til of langs tíma kýr með háa frumu- tölu og dulda júgurbólgu sem hafa aukið á smitferli í fjósum svo nythæð sýktra kúa hefur lækkað um 15-20% og þá er bara eitt að gera, að farga sýktum gripum. Það má því segja að góðærinu ættu bændur að mæta með skiln- ingi á hugsanlegum annmörkum og gera ráðstafanir svo að ágóð- inn verði ekki að tapi þegar upp er staðið. Og nú segir einhver að dj... asninn hann Kristján sé að mála skrattann á vegginn; tek undir það, ég vona það svo sannarlega. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Norðurmjólk Heyrt í sveitinni Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri á félagssviði BÍ eb@bondi.is Sunnudaginn þann 5. nóvember síðastlíðið geisaði mikið óveður víða um land. Á Möðrudalsöræfum var veður það slæmt að grjót fauk og skemmdi rúður í bílum. Vegna hlýju dagana á undan var jörð auð og vindurinn hafði þannig greiðan aðgang að ógróinni jörð þar sem mikið var af lausum fokefnum. Svona veður getur haft mjög mikla jarðvegs- og gróðureyðingu í för með sér sem sést m.a. á þeim jarð- vegi sem situr eftir ofan á sköflum. Við athugun á nokkrum rofabörð- um kom í ljós að sumstaðar hefur vindurinn tekið um 30 til 40 cm af jarðvegi á brott. Það sást m.a. á því að rætur plantna við brún rofa- barða sem voru undir jarðvegi fyrir skömmu lágu berar eftir óveðrið. Veður af þessu tagi beinir sjón- um að mikilvægi þess að sporna gegn jarðvegseyðingu með upp- græðsluaðgerðum eins og bændur á Möðrudal hafa stundað af miklum krafti og eldmóði í mörg ár. Á síðast- liðnu sumri voru notuð tæp 18 tonn af tilbúnum áburði til uppgræðslu í Möðrudal. Hluti af efninu kom með verkefninu „Bændur græða landið“ og einnig fengust styrkir til uppgræðslu úr Landbótasjóði Landgræðslunnar og Landbóta- sjóði Norður-Héraðs. Uppgræðsl- an í Möðrudal er mjög athyglisverð þar sem Vernharður Vilhjálms- son, bóndi í Möðrudal, notar aðeins um 50 kg af tilbúnum áburði/ha á lítt gróna sandmela. Reynsl- an í Möðrudal hefur sýnt að aðferðin gefur góðan og varanlegan árangur við þær aðstæður sem þar eru en Möðrudalur liggur í um 450 m.y.s. og meðalúrkoma er um 330 milli- metrar á ári. Grjót- og sandfok á Möðrudalsöræfum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.