Bændablaðið - 12.12.2006, Page 45

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 45
45Þriðjudagur 12. desember 2006 Hefð er fyrir því á Mýri í Bárðar- dal að brugga grasöl fyrir jólahá- tíðina. Guðrún Sveinbjörnsdóttir sem þar býr ásamt eiginmanni sínum, Tryggva Höskuldssyni, hefur útbúið ölið til fjölda ára og segir það alltaf jafn vinsælt. Upphaflega segir hún uppskrift- ina komna frá Þórunni (Grasa- Þóru) Gísladóttur, langömmu Ástu Erlingsdóttur grasalæknis. „Það er eitthvað um það að hér í Bárðardal sé útbúið grasöl að fornum sið. Þetta er gert á nokkr- um bæjum, enda þykir þetta holl- ur drykkur og góður,“ segir Guð- rún. Hún segir forsöguna þá að móð- urbróðir manns hennar hafi haldið austur á land til Grasa-Þóru og feng- ið þar ölið, sem í þá tíð var talið læknislyf. „Þetta var tekið inn við brjósthimnubólgu,“ segir hún, „og öllum skrattanum, held ég líka, öðr- um.“ Um það hver lækningamáttur ölsins væri kvað hún mennina sem drukku ölið í lækningaskyni „að minnsta kosti hafa lifað af og þeir urðu gamlir menn.“ Þeir sem eitt- hvað voru veilir fyrir héldu austur á landi að sækja sér öl, segir hún. Uppskriftina fékk Guðrún hjá tengdamóður sinni en aðaluppistað- an í ölinu er aðalbláberjalyng, hrúta- berjalyng og blágresi. Tengdamóð- irin setti líka ofurlítinn reyr saman við en honum sleppir Guðrún oftast nær. Grösin tínir hún við túnfótinn og hefur með sér heim. „Ég tíni grösin fyrri part sumars, þurrka þau á laki og það tekur svona um það bil tíu daga; þau eru ekki lengi að þorna séu þau geymd á góðum stað,“ segir hún. Um tíu daga taki svo að útbúa ölið. Grösin eru sett í góðan pott – það þarf töluvert magn til, eigin- lega að hálffylla pottinn – og svo er bætt út í um tíu lítrum af vatni. „Það á svo bara að sjóða þetta frek- ar stutt, svona í fimm mínútur eftir að suðan er komin upp,“ segir hún, en næst er að sía löginn gegnum lér- eftsklút og setja í gott ílát, t.d. plast- ílát, ekki málm. Út í bætir hún svo 100 grömmum af sykri á hvern lítra og lætur standa í sólarhring í fötu en lögurinn má standa lengur, kjósi maður það. Að því búnu er ölinu hellt í flösk- ur með góðum tappa, t.d. plastflösk- ur undan gosdrykkjum, og það látið standa í góðum stofuhita um stund. Ekki á að skrúfa tappann strax mjög þétt „en þegar maður finnur að kom- ið er gos í þetta loka ég flöskunni vel og geng frá á góðum, köldum stað.“ Eins náttúrulegt og hægt er Guðrún kveðst iðulega eiga dálítinn slatta af öli frá fyrra ári og með því að hella svo sem eins og einum bolla út í sé lögurinn fljótari að gerjast. „Þetta er óáfengur drykkur, eða svo til, og í honum eru engin aukaefni. Þetta er eins náttúrulegt að hægt er og ég finn að það eru margir sem vilja svoleiðis matvæli og drykki,“ segir Guðrún. Grasölið er sem fyrr segir útbúið fyrir jól og notað til drykkjar með hátíðarmatnum, en Guðrún segir að það sé líka afar vinsælt að sumrinu, gott að grípa til þess í hita yfir hey- skapinn, og þá sé litið á ölið sem svalandi drykk. „Ég held að menn séu nú almennt hættir að hugsa um lækningamátt þessa öls, það er mjög víkjandi þáttur, en okkur þyk- ir þetta góður drykkur og hann pass- ar ágætlega og er sérlega góður með smurðu brauði. Guðrún segir vissulega nokkurt puð að tína jurtirnar sem til þarf, það þurfi töluvert magn, enda borgi sig ekki að fara af stað fyrir minna en tíu lítra. „Þetta er mjög vinsæll drykkur hér á Mýri,“ segir hún og nefnir að gestkomandi hæli ölinu í hástert. „Það kemur hér margt fólk, einkum að sumarlagi, og ég hef gef- ið því að smakka. Þetta þykir gott og þá skemmir ekki fyrir að þetta er náttúrulegur drykkur því nú á allt að vera svo náttúrulegt.“ Bæði er á ferðinni fólk sem tilheyrir frænd- garði þeirra Mýrarhjóna og eins rekast þar heim á hlað ókunnugir, fólk sem er á ferðinni að skoða sig um áður en haldið er upp á hálend- ið. „Þetta er alls konar fólk, Íslend- ingar og útlendingar af ýmsu þjóð- erni. Það kemur fyrir að fólk fær að smakka á þessu öli og margir biðja upp uppskriftina.“ Tekur veðrið og þæfir ull Guðrún hefur um tíðina þæft ull og unnið úr henni ýmsa muni. „Ég er að reyna að halda þessu lifandi, að það sé hægt að gera eitthvað úr ull- inni beint úr fjárhúsinu. Ætli ég hafi ekki verið við þessa iðju síðastliðin tíu ár,“ segir Guðrún. Hún hefur tals- vert farið á milli og kynnt þæfingu ullar, m.a. fyrir sveitungum sínum og eins þeim sem í nágrannabyggð- um búa. Þá hefur hún iðulega kennt börnum sem dvalið hafa í skólabúð- unum á Kiðagili í Bárðardal þessa iðju og segir þau afar áhugasöm. Guðrún framleiðir ýmsa muni úr ull- inni og tekur þátt í félagsskapnum Handverkskonur milli heiða, en þær starfrækja Goðafossmarkaðinn yfir sumarmánuðina. Á Mýri er veðurathugunarstöð og hefur Guðrún með höndum það hlutverk að taka veðrið fjórum sinn- um á dag. Hún segir það auðvitað svolítið bindandi en bróðir Tryggva hlaupi í skarðið ef þau bregði sér af bæ. „Sem betur fer þarf ekki að taka veðrið á nóttunni, þeir spara sér það á Veðurstofunni og ég er því fegin.“ Ef það gæfi ekki eitthvað í aðra hönd Fjárbú er á Mýri, um 350-360 kind- ur og auk þess eiga þau hjónin 12 hesta sem eru notaðir við smala- mennsku og „líka til að leika sér á,“ segir hún og bætir við að það sé aðallega Tryggvi sem fari á hest- bak. „Ég fer nú aðeins líka, maður verður að halda sér í þjálfun.“ Þau reyna að fara lengri ferðir að sum- arlagi og hafa, svo dæmi séu tekin, farið suður Kjöl og eins norður á Strandir. „En aldurinn er farinn að síga yfir, maður er ekki eins spræk- ur og áður, en þetta er hins vegar alltaf jafn gaman. Það væri auðvit- að ekki verandi við þetta starf, gæfi það ekki eitthvað í aðra hönd,“ segir hún. Barnabörnin njóta líka góðs af hrossunum, en þau koma iðulega í vinnumennsku til afa og ömmu að sumrinu. „Það er gott að geta hafa barnabörnin hjá sér í vinnu en þau eldast fljótt upp úr starfinu, því mið- ur.“ Guðrún og Tryggvi eiga fjóra uppkomna syni sem gera sér oftast nær ferð heim á Mýri yfir jólahátíð- ina. „Það er oft mikið fjör hér um jólin, þá fyllist allt, en það stoppar ekki lengi, fólkið,“ segir hún. Boðið er upp á hamborgarhrygg, hangikjöt og stundum rjúpur á Mýri yfir jól, „bara þetta sama og tíðkast hring- inn í kringum landið,“ eins og hún orðar það. Þau fara í eina til tvær kaupstaðarferðir að afla sér fanga og kaupa jólagjafir. Leiðin liggur þá til Akureyrar þar sem tveir synir þeirra búa. „Maður nær þá aðeins í jólastemninguna í leiðinni,“ segir Guðrún. Fámenni í sveitinni hefur gert það að verkum að félagslíf er ekki eins fjölbreytt og var og skólahald hefur lagst af í dalnum og ver- ið fært út í Ljósavatnsskarð. Það dregur enn úr félagsstarfi, eða öllu heldur, sækja þarf það um lengri veg en áður. „Það er orðið heldur fámennt í Bárðardalnum. Það eru þetta einn og tveir á hverjum bæ og margir af þeim höktandi; mér virðist þetta bara allt saman vera á leið undir hnífinn, í mjaðma- eða hnjáaðgerðir, eða þá að bakveiki hrjáir menn. Það breytist auðvitað allt í þessum heimi,“ segir Guðrún að lokum. DRÁTTARVÉL SEM SEGIR 6 90-145 hö MF 6400 Byltingarkennd ný gírskipting Hin nýhannaða MF Dyna-6 gírskipting skapar alveg nýja staðla í meðferð, viðkynningu, sveigjanleika og afköstum. Dyna-6 byggir á margreyndum eiginleikum MF Dynashift gírskiptingarinnar. Dyna-6 er með sex kúplingsfríum milligírum – í staðinn fyrir fjóra hefðbundna – sem víkka notkunarsviðið mikið og gefa hámarksafköst við allar aðstæður. Og ekki nóg með það. Í nýju MF 6400 línunni höfum við sameinað nýjustu og framúrstefnulegustu tækni MF. Þess vegna hefur MF 6400 línan hlotið verðlaunin “New Epuipment Award” á Royal Show í Englandi. Hafðu samband við umboðsaðila til að fá upplýsingar um glænýju MF 6400 Dyna-6 línuna. MF 6400. Nútímatækni. Markmiðið er einföld, rökrétt og hröð vinna. Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 jotunn.is Vinstra megin: Power Control handfang Hægra megin: Gírstöng og AutoDrive snúningsrofi P re nt sm ið ja S uð ur la nd s Bárðdælir brugga grasöl fyrir jól að ævagömlum sið Eins náttúrulegt og hægt er að hugsa sér Hjónin á Mýri í Bárðardal, Guðrún SVeinbjörnsdóttir og Tryggvi Höskuldsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.