Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 46

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 46
46 Þriðjudagur 12. desember 2006 Skógar heimsins stækka Skógar heimsins stækka og þéttast. Það sýnir ný rannsókn sem m.a. styðst við hæð trjánna við útreikninga á því hve miklu timbri og öðrum lífmassa skógarnir búa yfir. Áður var einkum mælt flat- armál skóganna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að straumhvörf hafi orðið og skóg- arnir stækki nú á ný, einkum í Bandaríkjunum og Kína. Í 25 af 50 skógríkustu löndum heims stækka skógarnir og þeir þétt- ast. Á hinn bóginn hallar á regnskóga heimsins. Danmörk hefur skráð sig í söguna sem eitt fyrsta landið þar sem skógarhögg lét undan fyrir skóggræðslu. Það gerðist árið 1810. (LandbrugsAvisen) Mjólkurafurð í stað salts Nýsjálenska mjólkurfyrirtækið Fonterra kynnti nýja mjólkuraf- urð á matvælasýningu í Þýskalandi nýlega þar sem einkum er lögð áhersla á hollar vörur. Þessari afurð er ætlað að koma í stað salts án þess að bragðgæði spillist. Nýja afurðin nefnist Fonterra Savoury Powder og með notkun henn- ar má draga úr saltmagni vörunnar um þriðjung. Það eru áhrif saltsins á menningarsjúkdóma samtímans, háan blóð- þrýsting og hjartasjúkdóma, sem hafa beint sjónum að saltneyslunni, sem er alltof mikil. Fjöldi ríkisstjórna í Evrópu hefur hvatt matvælaiðnaðinn til að draga úr saltmagni í matvælum þar sem það er meira en 50% yfir því sem mælt er með. Fonterra hefur tekið einkaleyfi á duftinu í ESB og á Nýja-Sjálandi og lagt inn umsóknir um einkaleyfi í Bandaríkjunum og fleiri löndum. (Maskinbladet, Danmörku) Geymsluþol mjólkur aukið Stóra, þýska mjólkurfyrirtækið Nordmilch hefur fundið upp leið til að meðhöndla mjólk þannig að hún geti staðið í allt að 18 daga í kæliskáp án þess að gæði hennar spillist. Fyrirtækið hefur selt þessa mjólk í stórmörkuðum frá því í haust. Hún nefnist ESL-mjólk, (Extended Shelf Life). Hún bragðast eins og önnur mjólk og efnainnihald hennar er að heita má hið sama og annarr- ar mjólkur, sem og magn vítamína. Lengra geymsluþol þessarar mjólkur fæst með svokallaðri djúpsíun en við þá meðferð eru fjarlægð allt að 99% af þeim gerlum sem skaða mjólkina við langa geymslu. Nordmilch hefur átt samstarf við fyrirtækið FH Hannower um þessa þróunarvinnu og fyrirtækið selur mjólkina undir heitinu Milram- Frisch. (Nationen, Ósló, 17. nóvember 2006) Fleiri feitir en magrir Nú er svo komið að fleira fólk er of feitt en vannært í heiminum, samkvæmt könnun sem bandarískur prófessor hefur gert. Jafn- framt virðist vannærðu fólki fækka hægt og bítandi en fjöldi of feitra vex mjög hratt. Prófessorinn telur að fjöldi vannærðra sé um 800 milljónir en of feit- ir séu yfir einn milljarð. Það er einkum í Kína sem breytingin frá van- nærðum í of feita hefur verið hröð. Ástæðan er sú að Kínverjar hafa breytt um mataræði. Áður neyttu þeir einkum hrísgrjóna og grænmetis en nú hafa margir skipt yfir í kjöt og fitu. Jafnframt hefur erfiðisvinna minnkað og mótorhjól og bílar tekið við af reiðhjólinu. Þá er sjónvarp- ið orðið mikill tímaþjófur. Að sögn prófessorsins hefur engu landi tekist að hamla gegn offit- unni. Hann leggur því til að lagður verði skattur á hitaeiningar. Jafn- framt leggur hann til að stutt verði við grænmetis- og ávaxtarækt til að lækka verð þeirra og hvetja frekar til neyslu þeirra. (Bondevennen nr. 44/2006, með Jyllandsposten sem heimild) Á tíu árum hefur framleiðsla orkugjafa í dönskum landbúnaði meira en tvöfaldast. Árið 1995 var hann u.þ.b. sjálfbjarga en nú notar hann aðeins um helming þeirrar orku sem hann framleið- ir. Notkun á hálmi til orkuvinnslu hefur aukist um 37% og vindorka hefur fimmfaldast. Framleiðsla á lífdísilolíu hófst árið 2001 og fer hratt vaxandi. Þó að vindrafstöðvar séu ekki beint hluti af landbúnaði þá eru 50-60% þeirra í einkaeign og í eigu bænda. Þær einar sjá dönsk- um bújörðum fyrir helmingi þeirrar orku sem þær þarfnast, en raforku- ver sem brenna hálmi um 17%. Orka frá þeim kostar um 10 aura danska kílówattstundin en 80 aura frá olíuknúnum orkuverum, að sögu LandbrugsAvisen. Blaðið upplýsir jafnframt að löng hefð sé innan dansks landbún- aðar fyrir orkuvinnslu. Fyrir 100 árum voru 400 þúsund hektarar af landi notaðir til ræktunar á höfr- um, sem að mestu fóru til að knýja „haframótora“ í hestum. Árið 1943 voru dráttarhestar í dönskum land- búnaði enn yfir 600 þúsund og hafrar ræktaðir á 350 þúsund hekt- urum. Eftirspurn eftir líforku á evrópsk- um markaði vex hratt. Það veldur verðhækkun á repju og bændur bregðast við með því að auka rækt- un hennar. Sl. haust var sáð vetr- arrepju í 180 þúsund hektara, sem var 50% aukning frá árinu á undan. Repjuuppskeran er notuð í tvennum tilgangi; til framleiðslu lífdísilolíu og matarolíu. Áætlað er að 70% af repjufræinu fari í lífdísilolíu. (Bondevennen nr. 44/2006) Fjölþjóðleg stórfyrirtæki hafa á síðari árum leitað í vaxandi mæli eftir því að fá einkarétt víða um heim á rekstri vatnsveitna. Þetta kom greinilega fram á ráðstefnu sem Alþjóða vatnsráðið, World Water Forum, WWF, hélt árið 2003 í Kyoto í Japan, þar sem saman komu 20 þúsund fulltrúar frá 140 löndum. Hver maður þarfnast frá einum upp í sjö lítra af drykkjarvatni á dag en á sama tíma gerist það að æ fleiri spyrja sig hvernig það má vera að fyrirtæki á borð við Mons- anto, Bechtel og Finé leitast við að fá einkaleyfi á vatnsviðskiptum víða um heim. Einn milljarð jarðarbúa skortir nú hreint drykkjarvatn, samkvæmt könnun sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera. Það er sú staða sem hin fjölþjólegu fyrirtæki reyna að nýta sér. Ársfundur WWF í mars á þessu ári, 2006, sem haldinn var í Mexico City, einni af þeim borgum þar sem vatnsskortur er tilfinnanleg- ur, vakti athygli á að ástand þessara mála væri alvarlegt. Neysluvatn er átakamál víða um heim. Á Vesturbakkanum, átaka- svæði Ísraela og Palestínumanna, hafa hinir fyrrnefndu lagt undir sig 90% neysluvatnsins sem þar er aðgengilegt. Þörf fyrir hreint vatn tvöfaldast á 20 ára fresti um þessar mundir, sem er tvöfalt meira en fólksfjölgun- in á jörðinni. Í skýrslu sem Maude Barlow frá Kanada birti árið 2000 er komist að þeirri niðurstöðu að „ríkisstjórnir um allan heim verði að tryggja að aðgangur að vatni sé grundvallar mannréttindi og koma í veg fyrir að vatnsöflun verði einka- vædd og notuð í hagnaðarskyni“. Eitt af vandamálunum, sem tals- menn þess að aðgangur að vatni sé mannréttindamál hafa við að glíma, er það að fjöldi ríkisstjórna hefur nú þegar gert samninga við fyrirtæki um einkarétt þeirra á að reka vatn- sveitur í viðkomandi löndum. Bæði Viðskiptabandalag Norður-Amer- íku (NAFTA), og það sem verra er, Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, hafa stutt þessa einkavæðingu. Vandamálin hrannast því upp, jafnframt því sem vatnsskortur vex, einkum í þróunarlöndunum. Átök- in í Miðausturlöndum standa, auk annars, um aðgang að vatni. Ráða- menn Malasíu og Singapore deila um vatn eftir að þeir fyrrnefndu fengu sér dæmdan rétt á helmingi af neysluvatnslindum hinna síðar- nefndu. Risinn Monsanto hreiðrar um sig á Indlandi og í Mexíkó og ætlar sér mikinn hagnað af þeim viðskiptumogAlþjóðabankinnstyð- ur einkavæðingu á vatnsveitum. Fyrir nokkrum árum samdi rík- isstjórn Bólivíu við bandaríska fyrirtækið Bechtel um að reka vatn- sveitur í landinu. Fyrirtækið tvö- faldaði ári síðar vatnsverðið. Sam- tök mótmælenda, sem nefndu sig Blue Planet Project (BPP), gripu þá til mótmælaaðgerða í Bólivíu undir forystu Oscars Olivera sem er þekktur baráttumaður fyrir mann- réttindum í landinu. BPPerusamtök bænda,umhverf- issinna, fólks af ættum frumbyggja og opinberir starfsmenn sem berjast fyrir því að umráðarétturinn fyrir vatnsréttindum sé í höndum þjóðar- innar. Árangur af baráttu þeirra var sá að Bechtel neyddist til að hætta starfsemi í Bólivíu þrátt fyrir að Alþjóðabankinn styddi fyrirtækið. Fyrirtækið hefur hins vegar lagt fram kröfu um skaðabætur upp á 20 milljónir dollara frá Bólivíu en nið- urstaða er ekki fengin í því máli. (Nationen, Ósló, 26. okt. 2006) Baráttan um vatnið Danskur landbúnaður stórframleiðandi orku Bændur í Englandi styrktir til að hefja lífrænan landbúnað Eftirspurn eftir lífrænum mjólkurafurðum hefur aukist í Englandi og það hefur hvatt matvöruverslanakeðjuna Tesco til að grípa til óhefðbundinna ráða við að afla varanna. Þessi stærsta verslanakeðja Bretlands býður nú þarlendum bændum að greiða fyrir þá kostnað við eftirlit með framleiðslunni og leiðbein- ingaþjónustu sem þeir njóta í því skyni að hvetja þá til að skipta yfir í lífrænan búskap. Eftirspurn eftir lífrænum mjólkurafurðum vex um 45% á ári í Eng- landi um þessar mundir og við því er Tesco að bregðast, segir danska tímaritið Økologisk Jordbruk. Tilboð Tesco lækkar útgjöld bóndans um 4.500 dkr. á næstu þremur árum og rétt á því eiga allir núverandi og væntanlegir lífrænir mjólkur- framleiðendur sem leggja afurðir sínar inn til sölu hjá Tesco. Samtök lífrænna bænda í Englandi fagna þessu framtaki Tesco og vona að það hvetji fleiri bændur til að taka upp lífrænan búskap. (Maskinbladet, Danmörku) Fái Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin að ráða verða öll jurtavarnarefni í hættuflokki 1 bönnuð. Þessi efni eru notuð í helmingi allra sjálfsvíga í Asíu, að sögn blaðsins Information. Einungis í Kína eru þessi efni völd að 150 þúsundum sjálfsvíga árlega og sérfræðingar telja að þetta sé algengasta aðferð í heim- inum við þessi víg. „Sá sem örvæntir og drekkur jurtavarnarefni deyr innan 3ja klst. og við vitum úr mörgum rannsóknum að þetta fólk vill ekki deyja og vissi ekki hve ban- væn þau eru,“ sagði Jose Berta- loto, skipuleggjandi verkefnis WTO um baráttu gegn geðtrufl- unum. Af þeim ástæðum hvetur stofn- unin til tafarlauss banns á jurta- varnarefnum í fyrsta hættuflokki. (LandbrugsAvisen) Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WTO) vill banna hættulegustu jurtavarnarefnin Því er spáð að eftir áratug verði um 80% af svínarækt í Dan- mörku í höndum um 250 svína- bænda með mjög stór bú. Þessu spáði framkvæmdastjóri dönsku svínaræktarsamtakanna, (Dansk Svineproduktion), Orla Grön Pedersen, á aðalfundi samtak- anna í Herning nýlega. Hann benti á að það virtist ekki vera erfitt um þessar mundir að fjár- magna svínahús sem rúma 2000- 3000 gyltur. Þetta sagði hann vera eðlilega þróun vegna þess að þessi bú skiluðu hámarksárangri, bæði hvað varðaði hagnýtingu á tækni og góða afkomu. Þessir bændur og fjölskyldur þeirra munu taka foryst- una í danskri svínarækt á komandi árum, sagði hann. (Nationen, Ósló, 27. okt. 2006) Fá en stór svínabú í Dan- mörku eftir nokkur ár

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.