Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 47

Bændablaðið - 12.12.2006, Qupperneq 47
47Þriðjudagur 12. desember 2006 Nú fæst 10% s‡r›i rjóminn frá MS í handhægum sprautuflöskum N‡ju umbú›irnar eru einstaklega flægilegar. fiær fl‡ta fyrir matseldinni og henta vel í fjölbreytta rétti – en innihaldi› er a› sjálfsög›u sami frískandi og hitaeiningasnau›i s‡r›i rjóminn Ger›u fla› gott me› s‡r›um rjóma – frá MS. N‡jun g! Gylfaflöt 32 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is CLAAS 255 Uniwrap rúllusamstæður á tilboði til áramóta • Mest selda rúlluvél í Evrópu • CLAAS 255 er hönnuð í samstarfi við norska, finnska, írska og íslenska bændur og verktaka. • CLAAS - Traust vörumerki - Sérfræðingur í heyvinnu- og þreskivélum Nú hefur Vörðuvinafélagið lok- ið endurhleðslu á vörðunum á Sprengisandi hinum forna vestan Þjórsár, frá Sóleyjarhöfðavaði í Þjórsá að Skriðufelli í Þjórsár- dal. 100 ár eru liðin frá því að Bárð- dælingarnir Eiríkur Sigurðsson frá Sandhaugum, Jón Þorkelsson frá Jarlsstöðum og Jón Oddsson frá Mýri hlóðu þessar vörður árið 1906. Hefur Vörðuvinafélagið sett minnisvarða um þetta verk þeirra á eina vörðuna í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og annar skjöldur var settur á vörðu í Hallslaut, ferða- mönnum til fróðleiks. Haldin var svo vegleg sviðamessa í Fossnesi, vörðunum til heiðurs! Alls voru vörðurnar 425 og er búið að setja GPS-punkta á 402 vörður en 23 týndust í Sultartanga- lóninu og í Skriðufellsskógi. Leiðin er um 80 km löng. Einnig hefur Vörðuvinafélagið tekið að sér að lagfæra gömlu kof- ana á Gnúpverjaafrétti, Bólstaða- kofann og Kjálkaverskofann en gamli Gljúfurleitakofinn bíður. Um 50 manns eru í félaginu og eru félagsgjöldin aðeins þau að hlaða tvær vörður á ári. Farn- ar hafa verið 16 vinnuferðir inn á Gnúpverjaafrétt og aldrei hefur verið neitt mál að fá mannskap enda áhugi mikill á þessu verki. Vörðurnar hafa komist upp úr jörð- inni ein af annarri svo eftir sé tek- ið. Ásigkomulagið var misjafnt á vörðunum en grjótið var að mestu til staðar þótt ansi víða hafi þurft að bæta við efni. Blágrýti er á mestum hluta afréttarins en hraungrýti að framverðunni í Þjórsárdalnum. Til að byrja með fengum við til okkar Björn Hrannar Björnsson, hleðslumann frá Skriðufelli, til að kenna okkur rétt handtök. Samkvæmt samningi sem Eirík- ur Sigurðsson gerði við Stjórnarráð Íslands árið 1905 voru 100 faðmar á milli varðanna, en faðmurinn er um 1,83 metrar, og hver varða átti að vera 3 álnir á hæð, en hver alin er um 60 sm eða 1,80 m á hæð. Í stjórn Vörðuvinafélagsins eru: Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi Ragnar Ingólfsson, Heiðargerði Páll Gunnlaugsson, Rvk Eiríkur skrifaði góða grein í blaðið Norðra árið 1907 um þessa framkvæmd þeirra. Útdráttur úr frásögn Eiríks Sig- urðssonar af vörðuhleðslunni: Sumt af þessu gæti verið skrifað í gær en ekki fyrir 100 árum. Ferðin var stofnuð til að varða þann hluta nefnds vegar, sem enn var óvarðaður frá Sóleyjarhöfða á Þjórsá niður að Skriðufelli. Skyldi því lokið á þessu sumri. Var verkið selt mér fyrir ákveðið verð á mílu hverja, tiltekinn vörðufjölda og hæð. Að loknu verki var það tekið út af þar til kvöddum manni. Jón Oddsson var vegvísir en Jón Þor- kelsson var aðal hleðslumaðurinn. Vörðurnar skyldi byggja úr grjóti og torfi eða setja niður staura, þar sem annars efnis var ekki kostur. Byggði ég lítt á stauraverki slíku en fór með kerru til að færa að efni. Vörður þær er við félagar reistum voru alls 425, þar af 417 af grjóti gjörvar. Reyndist illt um efni ef nota skyldi hnaus. Því að bæði var rótlítið í efri verum og grunnt á vikri í öllum neðri verum á afrétt Gnúpverja, þar sem leið okkar lá um. Þá 44 daga er við vorum við vörðuhleðslu urðum við að aka grjóti í 40 daga. Um líf okkar félaga við vörðu- hleðsluna er fátt að rita. Við bárum, ókum og hlóðum grjóti dag eftir dag og viku eftir viku aðhjúkrunar- lausir, ýmist í leitarmannakofum Gnúpverja eða í tjaldi okkar í storm- um og rigningum þessa kalda sum- ars. Hart þætti skrifstofubrúðum og ístrumögum þjóðar vorrar að vinna þannig fyrir kíling maga síns. En svona túrar eiga vel við íslenzkt óspillt karlmannseðli. Eru hollir og hressandi. Engan efa dreg ég á, að ferða- lög um þessar óbyggðir muni vera meira hressandi og skemmtandi en flest þau ferðalög önnur, sem menn kosta til, í því augnamiði að styrkja, fjörga og fræða. Manni finnst að háfjallaloftið styrki, hressi og fjörgi, og það að kynnast hálendi okkar fagra lands með sinni undraverðu hæð, styrk og festu sé fræðandi og styrkjandi fyrir hvern óspilltan anda og íslenska sál. Margur fer sér til skemmtunar ofan úr hásveitum til sjávarþorp- anna. Furða, að þeir skuli ekki held- ur bregða sér hærra til landsins, að sjá það, sem hærra er. Margir bregða sér í skemmti- túra með strandferðaskipum eitt eða annað. Þeir njóta sjálfsagt jafnaðarlega margra þæginda lífsins á slíku ferða- lagi, en þeir fara alveg á mis við það fegursta, og ljúfasta og mest laðandi sem íslensk náttúra hefur fram að bjóða og allir hafa jafnan rétt til og jafnan aðgang að. Sigrún Bjarnadóttir bóndi Fossnesi, Gnúpverjahreppi Frá Vörðuvinafélaginu 425 vörður endurhlaðnar Vörðuvinafélagið við vörðu nr. 425. Á skildinum er þess minnst að þrír Bárðdæl- ingar hafi hlaðið vörðuna fyrir réttum eitt- hundrað árum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.