Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 48

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 48
48 Þriðjudagur 12. desember 2006 Hin árlega Uppskeruhátíð Ferða- þjónustu bænda var haldin á Hótel Loftleiðum 18. nóvember síðastliðinn. Helstu dagskrárlið- ir voru raforkumál og gæðamál. Seinnipartinn var farið í heim- sókn til FASTUS í Síðumúla 16 en þar er á ferðinni ný verslun með veitingavörur o.fl. og var þar tek- ið vel á móti mannskapnum. Um kvöldið var jólahlaðborð að hætti Marentzu en deginum áður voru nokkrir félagar á námskeiði hjá henni í matargerð. Veislustjóri á jólahlaðborðinu var Stefán Tryggvason sem stóð sig vel í þess- ari frumraun sinni og voru það bændur sem skemmtu bændum þetta kvöld. Fræðandi föstudagar Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á námskeiðahald í kringum Uppskeruhátíðina og í ár voru tvö námskeið í boði. Áhugasamir félag- ar um matargerð eyddu föstudags- morgni með Marentzu Poulsen, smurbrauðsjómfrú og fengu nýjar hugmyndir til að nota í eldhúsinu. Áhersla var lögð á heimabakstur og notkun kryddjurta í eldamennsku. Námskeiðið var sett upp í samvinnu við Sæmund fróða, endurmenntun- ardeild Menntaskólans í Kópavogi Auk matreiðslunámskeiðsins var haldin tveggja tíma kynning á skrif- stofu Ferðaþjónustu bænda undir yfirskriftinni: Sem félagi í Ferða- þjónustu bænda – Hvað þarftu að vita? Samskipti á milli skrifstofunn- ar og félagsmanna eru mikilvæg og því nauðsynlegt að halda reglulega kynningu sem þessa. Námskeiðin mæltust vel fyrir og hefur nú verið ákveðið að halda áfram að vera reglulega með „Fræð- andi föstudaga“. Það mun ekki líða langur tími þangað til annar fræð- andi föstudagur verður í boði fyrir bændur, og þá gefst félögum tæki- færi á að koma á skrifstofuna og ræða málin við aðra félaga og starfs- fólk skrifstofunnar. Ferðaþjónusta bænda stenst samanburð – og gott betur Ferðamálastofa lét gera könnun á meðal Íslendinga síðastliðið sumar þar sem þjónustugæði í íslenskri ferðaþjónustu var gefin einkunn. Gæði gistingar var mæld með tilliti til gistiaðstöðu, gæða þjónustu og veitinga, verðlagningar og heildar- ánægju. Ferðaþjónusta bænda fékk ágætis útkomu úr könnuninni í sam- anburði við hótel og gistiheimili, en það var almennt verðlagið sem dró einkunnina helst niður. Flestir gáfu Ferðaþjónustu bænda ágætis- einkunn (einkunina 8-10) og fæstir gáfu Ferðaþjónustu bænda falleink- un (einkunina 0-4). Marteinn for- maður Félags ferðaþjónustubænda er að sjálfsögðu ánægður með þessar niðurstöður og segir að nið- urstaðan sýndi að gæði gistingar og ánægja viðskiptavinar sé greini- lega ekki alltaf að skila sér í stórum stöðum með hátt þjónustustig og há verð. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið sett í að auka gæði og þjónustu hjá ferðaþjónustubænd- um, t.d. með nýju gæða- og flokk- unarkerfi. Mjög gott samstarf hefur verið við Hólaskóla-Háskólann á Hólum á þessu sviði. Ferðaþjónustu- bændur hafa sett sér það markmið að vera í fararbroddi í ferðaþjón- ustu á landsbyggðinni hvað varð- ar gæði þjónustu, skýra ímynd og vinnu á sviði umhverfismála. Mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu við viðskiptavininn og ánægjulegt að sjá að viðskiptavinir okkar séu sáttir við verðlagninguna. Ef verð- lagning og væntingar standast þá vöru sem er boðin þá fer gesturinn ánægður. Meira um gæðamál Guðrún Sigurðardóttir eigandi ferðaskrifstofunnar Island Tours á Ítalíu ræddi gæðamálin út frá sjónarhorni erlendra söluaðila og gesta. Viðskiptavinirnir erualmennt ánægðir með möguleikann á að gista á ferðaþjónustubæjum, því þar megi finna „ekta“ íslenskt andrúms- loft, persónulega þjónustu (beint samband við bóndann) og sveitina auk þess sem hér sé um ódýrari val- kost að ræða en hótelgistingu. Þá bar Guðrún Ferðaþjónustu bænda saman við systrasamtökin í Evrópu þar sem landbúnaðartenging og/eða hámarksfjöldi gistirúma er skilyrði fyrir aðild. Erlendir ferðamenn eru yfirleitt ánægðir með íslenska mat- inn en henni finnst þó að það vanti meiri áherslu á einfalda matargerð s.s. kjötsúpu. Þá minntist hún á gildi matar úr héraði og möguleik- ann á að kaupa heimaunnar afurðir og íslensk grös. Eftir fyrirlesturinn var vel ljóst að margt gott má segja um Ferðaþjónustu bænda en alltaf má gera betur og til gamans má geta þess að í gangi er verkefnið „Beint frá býli“ sem lýtur einmitt að heimasölu og heimavinnslu. Í fyrirlestri Berglindar gæða- stjóra kom fram að frammistaðan er ágæt, en það má alltaf gera bet- ur. Gæðamál spanna stórt svið og þarf að horfa til margra þátta og þar skiptir samstarf og liðsheildin miklu máli. Í sumar bárust margar umsagnir frá gestum og það var ánægjulegt hversu margar umsagn- ir voru jákvæðar. Það er einnig mikilvægt að kvört- unum sé komið á framfæri því að þá vitum við hvar við getum gert betur. Virkt gæðakerfi er mikilvægt og þá er mikilvægt að upplýsing- ar til gesta séu skýrar, enda mikil fjölbreytni í boði hjá félögum í Ferðaþjónustu bænda. Það verður aldrei of oft hamrað á mikilvægi samstarfs, bæði innan vébanda Ferðaþjónustu bænda og annarra aðila. Í vetur mun félögum bjóðast að taka þátt í samstarfshópum eftir áhugasviðum, t.d. varðandi Green Globe, skógrækt/landgræðslu, sjálf- bærar byggingar og heimavinnslu og sölu afurða. Þá voru tveir sam- starfssamningar undirritaðar, ann- ars vegar áframhaldandi samstarf við Hólaskóla-Háskólann á Hólum og Landgræðslu Íslands og Skóg- ræktarfélag Íslands hins vegar, sjá nánari umfjöllun hér annars staðar. Raforkumál – stórt hagsmunamál fyrir ferðaþjónustubændur Orkumál voru mikið rædd og greini- legt var að útgjöld vegna raforku hafa hækkað mjög mikið eftir að ný raforkulög tóku gildi og þá mest hjá þeim sem kynda húsnæði með raforku og þeim sem greiða sérstök dreifigjöld vegna mikillar fjarlægð- ar frá þéttbýli. Algengar prósentu- tölur eru 30 - 35% miðað við sömu notkun. Til að kynna fyrir ferða- þjónustubændum ástæður þessarra hækkana og ennfremur til hvaða ráða hægt er að grípa hélt Sigurð- ur Friðleifsson frá Orkusetri mjög fróðlegt erindi um orkunotkun, orkunýtni, orkusóun, orkusparnað og hve miklu máli skiptir að hanna hús rétt með tilliti til orkusparnað- ar. Ástæða hækkana á rafmagni Eftir að flóknar reiknireglur á raf- magnsverði höfðu verið útskýrðar, bæði fyrir og eftir breytingar á raf- orkulögum, var meginniðurstaða sú að fyrir breytingar hefði vitlaus reikniaðferð verið notuð hjá þeim sem voru á köldum svæðum. Þess vegna var hækkun á raforkuverði eins mikil og raun varð á. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að útgjöld vegna hitunar á húsnæðis og almennar rafnotkunar er mun meiri í dreifbýli á köldum svæðum og kemur til aukinn dreifikostnaður vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi aðstöðumunur fyrirtækja og heim- ila milli þéttbýlis og dreifbýlis var ræddur meðal ferðaþjónustubænda og greinilegt að menn voru ekki sáttir við að nýju raforkulögin skil- uðu þessum mun. Ein ástæða þess að ný raforkulög voru sett var að á eftir áttu raforkunotendur að njóta sambærilegra kjara. Sjálfbærar byggingar – þáttur hönnunar á húsnæði Ýmislegt er hægt að gera til að bregðast við hækkunum á raforku eða orkukostnaði almennt. Sigurð- ur frá Orkusetri fjallaði ítarlega um mikilvægi þess að húsnæði séu rétt hönnuð og að valin séu byggingar- efni sem draga úr orkutapi. Líftími bygginga er hár á Íslandi og þar af leiðandi getur rétt eða röng hönnun verið afdrifarík þegar áratugirnir líða. Tegund kyndingar, stærð og gerð gluggaefnis og staðsetning í umhverfi eru þættir sem skipta miklu máli og getur munað upphæð- um sem skipta milljónum á einum áratug. Gerð lýsingar getur haft mikil áhrif á kostnað. Ef t.d. notað- ar eru sparperur í stað glópera næst fram umtalsverður sparnaður. Orka úr umhverfinu - Varmadælur Margar leiðir eru til þess að ná orku úr nánasta umhverfi í stað þess að kaupa aðkeypta orku eins og raf- magn eða jarðeldsneyti. Jarðhiti er ein aðferðin og nefna má vindraf- stöðvar og sólarorkuspegla. Varma- dælur er tæknibúnaður sem notaður hefur verið lengi erlendis en hefur ekki verið hagkvæmur kostur á Íslandi hingað til einkum vegna lágs raforkuverðs og mikils stofn- kostnaðar. Í Svíþjóð er þessi búnað- ur settur í 95% nýbygginga og talið er að þetta sé mjög góður kostur á köldum svæðum á Íslandi. Rúnar Magnússon hjá Vélaverk ehf. hélt kynningu á þessari tækni og sagði að fyrsti búnaðurinn verði settur upp í nýbyggingu á Ytri-Tungu á Snæfellsnesi. Í fáum orðum bygg- ir þessi tækni á því að boruð er um 130m djúp borhola og sérstak- ur vökvi leiddur ofan í holuna og upp aftur í gegnum varmaskiptir sem hitar vatn í ofnakerfi hússins. Vökvinn sem fer í hringrás ofan í borholuna hefur sömu eiginleika og kælimiðill í ísskáp, breytist úr vöka í gas og tekur upp varma og sleppir honum aftur á öðrum stað. Varma- dælan sem var til sýnis á Uppskeru- hátíðinni þarf 1KW af rafmagni til að ganga en skilar 4KW af orku frá sér. Hægt er að reikna út hve mikill stofnkostnaður má vera við borholu og tækjakaup til að það sé réttlætan- legt að fara í uppsetningu á varma- dælu. Þar sem rafmagn er ekki greitt niður til húshitunar á atvinnu- húsnæði og sumarhúsum ætti þetta að vera mjög góður kostur í þeim tilvikum. Aukinn stuðningur við jarðhitaleit og nýtingu jarðvarma við kyndingu Á fundinum komu fram umræður um nauðsyn þess að bæta stöðu þeirra fyrirtækja og heimila sem njóta ekki jarðvarma við kynd- ingu. Víða eru aðstæður sem gætu hentað vel til lagningu hitaveitu og þarf til rannsóknir og framkæmdir til að skera úr um. Iðnaðarráðherra ákvað árið 2004 að fara í sérstakt átaksverkefni í jarðhitaleit á köld- um svæðum og hafa úthlutunar- reglur vegna þessara styrkja verið gagnrýndar. Þar kemur m.a. fram að verkefnið þurfi að vera þjóðhags- lega hagkvæmt án þess að nánar sé skýrt út hvað flokkist sem þjóðhags- lega hagkvæmt og hvað ekki. Talið er að sú orka sem Íslendingar fá úr jarðvarma til húshitunar samsvari um 32 milljörðum króna ef kaupa þurfi þá orku í formi jarefnaelds- neytis. Orka sem fæst úr nýtingu vatnsfalla kallar á framkvæmdir við virkjanir á vatnsföllum, bæði stórra og smárra. Á vef Orkustofnunar má finna efni um jarðhitaleit á köldum svæðum. Öflugar nettengingar forsenda fyrir að nýja vefbókunarkerfið nýtist Á næstu vikum verður tekið í notk- un nýtt vefbókunarkerfi hjá Ferða- Uppskeruhátíð Ferða- þjónustu bænda 2006 Ferðaþjónusta bænda kom vel út í samanburði við aðra gistingarkosti sem ferðamönnum standa til boða. (Heimild: Ferðamálaráð/Oddný) Tekist á um stefnumótun í Ferðaþjónustu bænda. Raforkumálin rædd á námskeiðinu Námskeiðið hjá Marentzu mæltist vel fyrir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.