Bændablaðið - 12.12.2006, Side 50

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 50
50 Þriðjudagur 12. desember 2006 Undanfarnar vikur hafa borist ýmsar fréttir varðandi hnattræna hlýnun, þá vá sem af henni stafar og möguleg viðbrögð. Vetnisvæð- ing Íslendinga var gagnrýnd fyrir að taka lengri tíma en ætlað var. Tilraunir með að dæla CO 2 niður í berg og binda það þar í formi silfurbergsholufyllinga eru að hefjast og fram komu hugmynd- ir um að safna kolefnisríkum útblæstri járnblendiverksmiðju og álvera, breyta honum í dísilol- íu og endurnýta. Allar snúast þessar hugmyndir um að draga úr uppsöfnun CO 2 í andrúmsloftinu af mannavöldum, sem er talin meginorsök hlýnun- ar, án þess að ógna hagvexti eða lífsgæðum. Allar eru þær þó enn á frumstigi og óljóst hvort þær muni yfirhöfuð ganga upp. Svo var það skýrsla breska hag- fræðingsins Nicholas Stern sem komst að þeirri niðurstöðu að hag- rænar afleiðingar hnattrænnar hlýn- unar verði mjög alvarlegar. Þetta eru ekki síst slæmar fréttir fyrir okk- ur Íslendinga því við erum háðir því að aðrar þjóðir hafi það gott svo við getum stundað þar arðvænleg viðskipti, þær haldi áfram að kaupa okkar útflutningsvörur og senda hingað ferðafólk. Hins vegar telur Stern að hægt væri að milda áhrif- in á hagkerfi heimsins með því að hefjast handa strax við að innleiða aðgerðir til að draga úr losun eða binda CO2. Ekki væri ráðlegt að bíða með slíkar aðgerðir í mörg ár eða áratugi. Hefjast þarf handa strax, en tæknilausnirnar virðast enn langt undan. Ekki er vilji til að draga úr hagvexti eða hefta ferðafrelsi fólks. Ekki er mikil löngun hjá höfuðborg- arbúum að leggja landkrúser og taka strætó í staðinn. Hvað er þá hægt að gera? Frá upphafi þessarar umræðu fyrir um 10 árum hefur legið fyr- ir að Íslendingar hafa mjög mikla möguleika til að binda CO 2 úr and- rúmsloftinu með aukinni nýræktun skóga. Við höfum nú haldbærar niðurstöður frá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins um kolefnis- bindingu mismunandi trjátegunda og á mismunandi landgerðum. Einn- ig eru góðar vísbendingar frá Land- græðslu ríkisins og Rannsókastofn- un landbúnaðarins (nú Landbúnað- arháskóli Íslands) um möguleika á talsverðri kolefnisbindingu í jarð- vegi eftir uppgræðslu á gróðurlitlu landi, einkum ef sú uppgræðsla leiðir til þess að upp vaxi kjarr eða skógur. Við Íslendingar erum svo auð- ugir af skóglausu landi að við get- um bundið eins mikið kolefni og við kærum okkur um með aukinni skógrækt, allt það kolefni sem við losum og meira til. Auk þess vitum við hvaða aðferðir og trjátegundir eru vænlegastar til árangurs, höf- um m.ö.o. allt til alls til að hefjast handa strax. Stjórnvöld hafa stuðlað að auk- inni skógrækt undanfarin ár, ein- göngu með uppbyggingu Lands- hlutaverkefna í skógrækt sem veita framlög til nýskógræktar á bújörð- um. Á sama tíma hefur stuðningur við Skógrækt ríkisins dalað og er nýskógrækt á vegum hennar orðin mjög lítil þrátt fyrir að nóg sé af skóglausu landi í ríkiseign. Stuðn- ingur ríkisins og sveitarfélaga við skógræktarfélög hefur á heildina lit- ið staðið í stað. Betra hefði verið að nýskógrækt á bújörðum hefði kom- ið að öllu leyti sem viðbót við verk- efni sem fyrir voru en ekki í stað þeirra. Auk þess hafa Landshluta- verkefnin byggst upp mun hægar en þurft hefði ef ná ætti markmiði um 5% skógarþekju láglendis á næstu 40 árum eins og stendur í lög- um um verkefnin. Til samanburðar má nefna að landstjórn Skotlands hefur nýverið samþykkt stefnumörkun í skógrækt sem gerir ráð fyrir að auka skógar- þekju alls Skotlands úr 17% í 25% fyrir miðja öld, m.a. vegna kolefn- isbindingar en ekki síður til að efla félagslega og heilsufarslega þjón- ustu skóga við þjóðina. Hér á landi tölum við um 5% láglendis, þ.e. að fara úr 0,4% upp í 2,5% landsins alls svo tölurnar verði sambærileg- ar við þær skosku. Og það stefnir ekki einu sinni í að við náum því smáræði. Nýskógrækt nú er aðeins fjórðungur þess sem hún þyrfti að vera til að ná þessu marki. Stefna íslenskra stjórnvalda í að auka skóg- arþekju Íslands, hvort heldur sem er til kolefnisbindingar eða til að ná öðrum markmiðum, er þegar upp er staðið ekki mjög metnaðarfull. Annað hvort höfum við áhyggj- ur af veðurfarsbreytingum af mannavöldum eða ekki. Ef við höf- um áhyggjur, t.d. af því að hnattræn hlýnun gæti leitt til þess að volg- ir hafstraumar hætti að leika um Ísland eða að veruleg röskun geti orðið á hagkerfum heimsins, þá ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og binda kol- efni óháð því hvað stendur í Kyoto- bókuninni um undanþáguákvæði og þess háttar. Við þurfum ekki að bíða eftir tæknilausnum. Við þurf- um ekki heldur að hefta ferðafrelsi eða hætta við uppbyggingu iðnað- ar. Við þurfum bara að rækta meiri skóg. Enn má auka skógrækt á bújörð- um umtalsvert og eins mætti styðja betur við bakið á skógræktarfélög- um í gegnum verkefni á borð við Landgræðsluskóga. Um leið þarf að efla Skógrækt ríkisins því þar býr hin þekkingarlega undirstaða skógræktar í landinu. Hlutverk Skógræktar ríkisins sem umsjónar- aðili þjóðskóganna þarf einnig að stórefla og endurvekja þarf hlut- verk hennar í nýskógrækt. Það er óviðeigandi í þessu skóglausa landi að búa þannig um hnútana að þeim aðila sem hefur mesta þekkingu á skógrækt og umsjón með mjög stórum skóglausum landsvæðum sé ekki gert kleift að rækta skóg. Efl- um skógrækt – á öllum sviðum. Aukin skógrækt er leiðin í loftslagsmálum Þröstur Eysteinsson þróunarstjóri Skógrækt ríkisins Græna undrið hefur reynst ein- staklega vel. Bæði á menn og skepnur. En hvað erGræna undr- ið? „Þetta er græðandi smyrsl sem ég kalla Græðissmyrsl og það hefur reynst svona vel,“ seg- ir Gígja Kj. Kvam, eigandi Urta- smiðjunnar á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Gígja framleiðir húðvörur unnar úr íslenskum heilsujurtum. „Urtasmiðjan varð til við eldhús- borðið heima hjá mér í Fossbrekku, þar byrjaði ég að búa til græðandi áburð úr vallhumli og síðan hefur þetta vaxið og dafnað. Fyrirtækið er nú orðið 15 ára, fjölskyldufyrir- tæki sem framleiðir náttúrulegar heilsu- og snyrtivörur úr heilsujurt- um sem um aldir hafa verið þekkt- ar fyrir heilandi og græðandi áhrifa- mátt sinn við ýmsum húðkvillum, verkjum og bólgum.“ Jurtirnar sem Gígja notar eru t.d. fjallagrös, blóðberg, vallhum- all, rauðsmári, maríustakkur, fjóla og margar fleiri. „Við tínum þessar jurtir þar sem þær vaxa villtar í sínu náttúrulega og hreina umhverfi á norðlenskum heiðum og fjöllum kringum Eyjafjörðinn og í Þingeyj- arsýslum,“ segir Gígja. Einungis náttúruleg og lífræn hráefni Auk jurtanna kveðst hún einungis nota náttúruleg og lífræn hráefni, t.d. ilmandi kókossmjör, bývax og sojavax, ásamt omega-jurtaol- íum sem ekki eru síður hollar fyr- ir húðina en til inntöku. Rotvörnin og þráavörnin í framleiðslunni er einnig unnin úr jurtum og engin ilm- eða litarefni eru notuð önnur en þau sem jurtirnar gefa. Allar vörurnar sem Gígja fram- leiðir í Urtasmiðjunni á Svalbarðs- strönd eru seldar undir vörumerk- inu SÓLA, en framleiðslunni má skipta í tvennt, heilsuvöru og snyrtivöru. Í fyrrnefnda flokknum má nefna salva, smyrsl, nudd- og baðolíur, en krem af ýmsu tagi fylla þann síðarnefnda. Einnig er innan hans lína sem nefnist Móð- ir og barn og kennir þar margra grasa. „Ég get ekki kvartað yfir viðtökunum. Þessum vörum hefur verið vel tekið og margir hafa sam- band við okkur og lýsa yfir ánægju sinni með þær,“ segir hún. Meðal þess sem mikilla vinsælda hefur notið er vöðvaolía sem reynst hef- ur vel þeim sem eru með gigt. Áhrifaríkur bæði á menn og skepnur Fyrsta vörutegundin sem Gígja bjó til var Græðissmyrslið, en það hefur að sögn löngu sannað gildi sitt sem áhrifaríkur græðiáburð- ur bæði fyrir menn og skepnur. „Þetta smyrsl hefur oft verið kall- að „græna undrið“, en það er end- urbætt og unnið upp úr gamalli uppskrift af vallhumalsmyrsli sem amma mín gerði og var í þá daga notað á menn og skepnur, m.a. á slæm sár, ör og bruna, ýmiss konar útbrot og líka á þurra húð,“ segir Gígja. Hún studdist að auki við bók eftir þýska nunnu, grasalækni sem lifði á 11.-12. öld og ræktaði lækningajurtir í klausturgarðinum hjá sér. „Hún notaði m.a. jurtir sem vaxa hér við túnfótinn hjá mér, vall- humal, blóðberg og maríustakk.“ Smyrslið segir Gígja hafa reynst einkar vel á sár á kúm og kindum, það gildi t.d. um sár og vörtur á spenum, „og ég veit að margir bændur hafa túbu af þessu smyrsli til taks í fjósinu eða fjárhúsinu, ekki síst yfir sauðburð að vori, en þá þykir þeim líka gott að grípa til þess sjálfir, karið fer oft illa með hendurnar,“ segir Gígja og bætir við að hestamenn hafi einnig notað smyrslið á múkk- og taumsár og það hafi líka reynst gæludýraeig- endum vel þegar eitthvað hefur á bjátað. Gígja segir margt á döfinni, m.a. hafi hún hug á að búa til sér- stakt dýrasmyrsl eða áburð og þeg- ar af verði geti bændur eða aðrir sem á þurfa að halda pantað það í stærri umbúðum en nú eru í boði. Þá má nefna að Urtasmiðjan hóf nýlega að selja framleiðsluvörur sínar í útlöndum en þar, líkt og hér á landi, fer áhugi á náttúruleg- um og lífrænum húðvörum sífellt vaxandi. Hér á landi fást vörurnar í heilsuverslunum og hjá framleið- anda. Urtasmiðjan varð til við eldhúsborðið á Fossbrekku fyrir 15 árum Græðandi áburður úr vallhumli upphafið Gígja Kj. Kvam (t.v.) ásamt Eydísi Rósu Eiðsdóttur á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu í Reykjavík í október sl.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.