Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 51

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 51
51Þriðjudagur 12. desember 2006 Askalind 6, 201 Kópavogur Sími: 534 6050 - www.hysi.is 30 fermetrar 5 x 6 metrar, hæð 3,15 m. Auðveld uppsetning. Kr. 270.000 m/vsk Færanlegt bogahýsi Á undanförnum árum hefur fólk víða um land verið að vakna til meiri meðvitundar um þær auðlind- ir náttúru og mannlífs sem eru til staðar umhverfis það og hvernig nýta megi betur þær auðlindir og sérstöðu sem héruðin búa yfir til atvinnusköpunar. Nauðsynlegt er að stuðla að nýjum tekjumöguleik- um sem geta fallið að núverandi búsetu.Víða eru ríkulegir möguleik- ar á silungsveiði, bæði stangveiði og hefðbundnar nytjar. Samt er það svo að aðeins hluti veiðivatna er nýttur að einhverju marki, auk lax- veiðiánna. Vatnaklasar og silungsveiði Í sumum tilvikum háttar þannig til að fjölda vatna er að finna á sama svæði eins og heiðarvötnin á Stein- grímsfjarðarheiði, Skaga,Melrakka- sléttu og Arnarvatnsheiði. Fá svæði á landinu eiga viðlíka möguleika á að byggja enn frekar upp ferðaþjón- ustu í tengslum við stangveiði og útivist og einmitt þau héruð sem heiðalöndin tilheyra. Þeir möguleik- ar felast ekki síst í samvinnu ferða- þjónustuaðila og því að flétta stang- veiði saman við aðra afþreyingu. Laxveiði er ómetanleg tekjulind fyrir íbúa víða á landinu, ekki síst á Vesturlandi og í Húnavatnssýslum, og laxveiðin á landsvísu skilar millj- örðum króna í beinar tekjur til veiði- réttarhafa og þá eru ótalin margfeld- isáhrif og tekjur af silungsveiði. Tiltölulega markvisst starf hefur verið unnið í markaðsstarfi og upp- byggingu á laxveiði sem búgrein. Veiðifélög og leigutakar laxveiði- ánna hafa þróað árangursríkt sölu- kerfi laxveiðileyfa og hótelrekstur í kringum veiðina. Má þess m.a. sjá stað á Vesturlandi, í Húnavatnssýsl- um og Þingeyjarsýslum. Slíkt kerfi skortir enn í silungsveiðinni nema helst þar sem veiði á sjávarsilungi fer fram í vatnakerfum sem fóstra eftirsótta laxveiði, svo sem Mið- fjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá. Mikil sóknarfæri felast hins vegar í ferðaþjónustu í tengslum við sil- ungsveiði og að tengja hana annarri ferðaþjónustu og afþreyingu. Hér hafa Arnarvatnsheiðin, Steingríms- fjarðarheiðin, Skagi á milli Austur- Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, með öllum sínum vötnum, og Mel- rakkasléttan mikla sérstöðu. Ósnortin votlendissvæði og heiðalönd Arnarvatnsheiðin er stærsta ósnortna votlendissvæði Evrópu og svæðið er landfræðilega vel stað- sett með tilliti til frekari nýtingar og þróunarmöguleika. Enn fremur hef- ur Arnarvatnsheiðin sterka ímynd í hugum fólks vegna veiði, sem afréttur og söguslóð. Steingríms- fjarðarheiðin er enn sem komið er lítt uppgötvuð á meðal veiðimanna og annarra ferðamanna þótt mikil upbygging hafi átt sér stað í ferða- þjónustu í næsta nágrenni. Skaga- vötnin eru orðin vinsæll áfangastað- ur stangveiðimanna, Skagaheiðin og ströndin laða að fólk ásamt því að mannlífssaga og fjölbreytt hlunn- indanýting á svæðinu býður upp á margvísleg tækifæri í tengslum við ferðaþjónustu. Takmörkuð þjónusta eða afþreying fyrir ferðamenn er þó enn í boði á Skaga, nema sú sem tengist stangveiðinni. Hugmyndir eru uppi um að gera hluta svæðis- ins að þjóðgarði vegna sérstæðrar náttúru, en slíkt myndi skapa mik- il sóknarfæri fyrir ferðaþjónustu. Vötn á Melrakkasléttu eru mikið nýtt af heimamönnum en svæðið er, enn sem komið er, ekki fjölsótt af lengra að komnum stangveiðimönn- um eða ferðamönnum sem vilja njóta útivistar þar. Tækifærin eru því margvísleg til að nýta þessi fjöl- breyttu votlendis- og vatnasvæði en hætturnar sem steðja að þessum heiðasvæðum eru einnig til staðar ef ekki er vel að gætt í umgengni við viðkvæma náttúru þeirra. Mikilvæg margfeldisáhrif fyrir byggðarlög Heiðalöndin með öllum sínum vötn- um bjóða upp á mikil tækifæri til frekari atvinnusköpunar fyrir þau byggðarlög sem eru svo lánsöm að geta notið þeirra. Til þess þarf mark- visst og samhent starf heimamanna, ásamt því að afla og koma á fram- færi margvíslegri þekkingu á nátt- úru heiðanna og sérkennum sem gefa þeim gildi. Ef tekst að auka straum ferðamanna um heiðalöndin til útivistar og stangveiði skilar það ekki einungis tekjum af veiðileyf- um, heldur einnig gistingu ásamt margvíslegri annarri afþreyingu eins og hestaferðum, gönguferðum og fuglaskoðun, leiðsögn og þjón- ustu sem renna til margra aðila. Ónefnd eru þá þau margfeldisáhrif sem slík starfsemi hefur fyrir aðra íbúa héraðanna. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í sil- ungsveiði eru mestu fjármunirnir í kringum alla aðra þá þjónustu sem veiðimenn sækja en tekjur af veiði- leyfum einum saman og fjölbreytt- ir útivistarmöguleikar eru helsta aðdráttarafl ósnortinna heiðalanda. Hér er á ferðinni krefjandi verkefni fyrir byggðarlög að takast á við, að nýta fjölbreytt tækifæri tengd vot- lendis og heiðalöndum til vistvænn- ar atvinnusköpunar, ferðaþjónustu í tengslum við silungsveiði og að tengja hana annarri ferðaþjónustu og afþreyingu. Mörg svæði bjóða upp á slíka möguleika. Hér eiga Arnarvatnsheiðin, Steingrímsfjarð- arheiðin, Skagi, með öllum sínum vötnum, og Melrakkasléttan hins vegar einstaka möguleika. Bjarni Jónsson Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar Afmælisstyrkir FL 1966-2006 Í tilefni 40 ára starfsafmælis auglýsir Framleiðnisjóður landbúnaðarins tvo styrki til rannsókna og greiningar innan eftirtalinna sviða: a) Frá haga til maga: Notkun landsins til framleiðslu vegna frumþarfa/vöru og þjónustu – staða, skipulag og möguleikar í b) Fjölþættur landbúnaður: Atvinnugrundvöllur dreifbýlis – faglegar, Í ljósi þess hve sviðin eru víðfeðm er gert ráð fyrir að umsækjendur afmarki viðfangsefni sín eftir þörfum en þó þannig að heildarsýn sé höfð að leiðarljósi við lausn þeirra fremur en hlutsýn. Hvor styrkur nemur allt að 5,0 mkr. á ári í tvö ár en verkum má skipta á þrjú ár með vel skilgreindum áföngum. Við mat á umsóknum verður einkum tekið tillit til eftirfarandi þátta: - hve heildrænt, markvisst og hnitmiðað verkefnið er - í hvaða mæli verkefni felur í sér þverfaglega samvinnu stofnana/einstaklinga - annarrar (eigin) fjármögnunar á verkefninu - líklegs notagildis og áætlaðs árangurs verkefnisins Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. og skal senda umsóknirnar til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Sérstök þriggja manna matsnefnd mun fjalla um umsóknirnar og gera tillögur til stjórnar Framleiðnisjóðs er tekur ákvörðun um ráðstöfun styrkfjárins fyrir 20. febrúar 2007. Í nefndinni sitja fulltrúar Rannís, Bændasamtaka Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum; einnig til að skipta styrkupphæð á milli tveggja verkefna á hvoru sviði ef jafnbrýn þykja. 21. nóvember 2006 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Verð kr. 957.000 m/vsk Burðargeta 14 tonn Stærð palls = 2,50x9,0m ATH! 50.000 kr. afsláttur H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. FLATVAGNAR 2500 2040 Möguleikar til eflingar silungs- veiða og útivistar á ósnortnum votlendis- og heiðalöndum Feðgar að veiðumniður um ís: Gísli Sigurðsson og Mikael Snær sonur hans.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.