Bændablaðið - 12.12.2006, Side 53

Bændablaðið - 12.12.2006, Side 53
53Þriðjudagur 12. desember 2006 Landbúnaðarháskóli Íslands er í samstarfi við níu aðra háskóla á öllum Norðurlöndunum um kennslu á sviði náttúrufræða undir verkheitinu NordNatur. Samstarfið er innan Nordplus- áætlunarinnar en tilgangur allra áætlana Nordplus er að stuðla að hreyfanleika og myndun sam- starfsneta milli Norðurlandaþjóð- anna – t.d. með kennara- og nem- endaskiptum á milli samstarfsað- ila. Haustið 2005 var farið af stað með nýja námsbraut - Náttúra og umhverfi - við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Markmiðið með námsbrautinni er að bjóða upp á þverfaglegt náttúrufræðinám til BS- og MS-gráðu. „Við náttúru- og umhverfisbraut Landbúnaðar- háskólans er lögð megináhersla á íslenska náttúru og sérkenni hennar en samstarfið við norrænu háskól- ana gefur nemendum við náms- brautina möguleika á að taka hluta af sínu námi við samstarfsháskól- ana og öðlast þannig þekkingu og reynslu – og samanburð á ákveðn- um þáttum norrænnar náttúru. Með samvinnunni öðlast nemendur náttúru- og umhverfisbrautar Land- búnaðarháskólans í raun aðgang að námskeiðum á sviði náttúrufræða í hinum háskólunum níu og þar með möguleika á að útvíkka sinn grunn og auka sína sérhæfingu. Nordpl- us-áætlunin veitir nemendum góða styrki til að fara á milli háskólanna, mjög ríflega ferðastyrk og svo styrk til uppihalds á meðan á dvöl stendur,“ sagði Anna Guðrún Þór- hallsdóttir, prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands. Fyrir skömmu var haldinn skipu- lagsfundur samstarfsháskólanna í Rovaniemi í Lapplandi/Finnlandi. Á fundinum var sérstaklega rætt um þróun framhaldsnámskeiða á MS-stigi, en sífellt fleiri nemendur halda áfram námi til meistaraprófs- gráðu. Rætt var um sérhæfingu háskólanna, þar sem hver háskóli myndi þróa nokkur stærri nám- skeið á meistarastigi sem kennd yrðu á ensku. Þróunin hefur ver- ið sú að sífellt fleiri kúrsar, líka á BS-stigi, eru kenndir á ensku, sérstaklega í Finnlandi til að auka möguleika erlendra nemenda á að sækja námskeiðin. NordNatur hef- ur heimasíðu http://prosjekt.hihm. no/nordnatur/ þar sem nálgast má upplýsingar um samstarfsverkefnið og þar verður að finna upplýsingar um áhugaverð námskeið sem nem- endum allra háskólanna – t.d. nem- endum náttúru- og umhverfisbraut- ar Landbúnaðarháskóla Íslands – stendur til boða að sækja. Eftir fundinn kynnti Háskólinn í Rovaniemi fyrir aðkomugestum sérstaklega sín sérsvið, en hann er t.d. eini háskólinn á Norðurlönd- um sem kennir hreindýrarækt á háskólastigi auk þess að sérhæfa sig á sviði ferðamála á norðurslóð- um. Farið var með fundarmenn í hreindýrasmölun og hreindýraréttir þar sem kálfar voru eyrnamarkaðir á sama hátt og allir sauðfjárbændur á Íslandi gera við sín lömb á vorin. Allt skipulag hreindýraræktarinn- ar í Norður-Finnlandi er mjög líkt því sem er með sauðfjárræktina hérlendis, þar sem bændur á hverju svæði hafa sameiginlegan afrétt þar sem dýrin ganga og er afrétturinn smalaður tvisvar á ári til réttar þar sem hver finnur sín dýr eftir eyrna- marki. Þessir bændur nota hins veg- ar ekki hesta við smalamennsku – heldur tvo jafnfljóta eða snjó- sleða þar sem hægt er. Hreindýrun- um beita þeir hins vegar fyrir sleða og var fundarmönnum í lok dags boðið í sleðaferð með hreindýrum að hefðbundnum sið í – í rökkrinu í snæviþökktum skóginum – sem skildi eftir sig ánægjulegar minning- ar til að taka með sér heim. Landbúnaðarháskólinn í samstarfi við níu háskóla um kennslu á sviði náttúrufræða Nýlega var gefin út skýrsla í Dan- mörku sem ber yfirskriftina Vel- færd hos mælkekoer og kalve. Í henni er að finna mikið og vand- að fræðsluefni um kálfa og kýr og ráðleggingar um aðbúnað þeirra, sem allar byggja á rannsóknum sem vísað er í. Undirrituð greip niður í skýrsluna og setti í kjölfar- ið þessar línur á blað. Velferð kúa við burð og nýfæddra kálfa er best tryggð með notkun á einstaklings burðarstíum. Í náttúrunni dregur kýr, sem komin er að burði, sig í hlé og ber í hvarfi frá hópnum, ef aðstæður leyfa. Fái kýr ekki að vera í friði með kálfinn sinn, fyrir öðrum kúm, veldur það henni streitu og hætta er á að kálf- urinn komist ekki á spena. Streita hefur neikvæð áhrif á ónæmiskerf- ið og getur því aukið hættu á ýms- um sjúkdómum, m.a. júgurbólgu. Nýfæddur kálfur er illa varinn gegn sýklum, fyrir hann er því mikilvægt að dvelja í það minnsta fyrstu sólar- hringana í hreinni stíu hjá móður sinni. Kálfar sem fá að vera í ró hjá mæðrum sínum fyrstu sólarhring- ana eftir burð styrkjast mun fyrr en kálfar sem settir eru beint í ein- staklingsstíur, þeir drekka meira og vaxa því hraðar. Nýting á ónæmis- próteinum úr broddmjólkinni er betri hjá kálfum sem sjúga móður- ina en hjá þeim sem fá broddmjólk- ina á annan hátt, enda hafa rann- sóknir sýnt að þeir eru mun hraust- ari. Gæta verður þess að kálfurinn komist strax á spena, sérstaklega ef kýrnar eru síðjúgra eða aumar í júgri. Aðskilnaður frá móðurinni veld- ur óhjákvæmilega streitu hjá kálfin- um en draga má úr henni með því að setja kálfinn í stíu með öðrum kálfum á svipuðum aldri, í stað ein- staklingsstíu. Best er að hóparnir séu ekki mjög stórir, margt bendir til að æskilegt sé að ekki séu fleiri en 6 í hverjum hópi og aldursmun- ur má ekki vera mikill því þá fara yngstu kálfarnir oft halloka í sam- keppni um fóðrið. Samneyti við aðra kálfa á svipuðum aldri hefur tvímælalaust jákvæð áhrif á vaxtar- hraða og velferð. Þar sem því verð- ur við komið er æskilegt að hóparn- ir séu sem stöðugastir, sem minnst verið að taka út kálfa og setja nýja inn. Erlendis er stundum mælt með að kálfar séu hafðir í einstaklings- stíum vegna smithættu. Rannsókn- ir hafa aftur á móti sýnt að enginn munur er á tíðni öndunarfærasýk- inga og skitu hjá kálfum í einstak- lingsstíum og hópstíum, nema þar sem hóparnir eru mjög stórir. Hér á landi er auk þess ekki jafn mikið um smit í kálfum og víða erlendis og því ástæðulaust að hafa þennan háttinn á, nema ef sérstakar aðstæð- ur krefjast t.d. þar sem vitað er um smitsjúkdóma, s.s. garnaveiki. Kálfar hafa eins og annað ung- viði mikla þörf fyrir að leika sér. Leikurinn er ekki bara merki um vellíðan heldur forsenda fyrir henni. Allt ungviði hefur raunveru- lega þörf fyrir leik til að þrífast eðli- lega. Það er því mjög mikilvægt að þess sé gætt að kálfarnir hafi nægi- legt pláss til að hlaupa og sletta úr klaufunum. Kálfar tengjast hver öðrum og vilja frekar vera nálægt kálfum sem þeir hafa alist upp með en ókunnug- um kálfum. Í stórum nautgripahjörð- um við hálfnáttúrulegar aðstæður má sjá að kálfar tengjast mest ein- um jafnaldra, með að hámarki 11 daga aldursmun, þeir éta og hvíla sig saman. Sogþörf kálfa er sterk og nauð- synlegt er að henni sé fullnægt. Kálf- arnir sjúga þó þeir séu búnir að fá nægju sína af mjólk. Þeir grípa oft til þess að sjúga hvern annan sem getur haft slæmar afleiðingar. Ýms- ar aðferðir eru notaðar til að koma í veg fyrir það svo sem túttufötur, ger- fitúttur og einnig má draga úr sog- þörf kálfanna með því að gefa þeim kjarnfóður og hey strax eftir mjólk- urgjöf. Þegar notaðar eru túttufötur er best að kálfarnir hafi aðgang að þeim í a.m.k. 10-20 mínútur eft- ir að þeir hafa drukkið og tryggja þarf að allir komist að fötu í einu. Gerfitúttur þurfa að vera staðsettar nálægt mjólkurfötunni og best er að væta þær í mjólk og a.m.k. ein tútta þarf að vera fyrir hvern kálf. Erfitt getur verið að koma í veg fyr- ir sogvandamál þar sem notaðar eru kálfafóstrur fyrir stóra hópa af kálf- um, samkeppnin um fóstruna getur orðið hörð og kálfarnir sem bíða sjúga oft hver annan eða þann sem í básnum er hverju sinni. Æskilegt er að básinn sé lokaður og rennsli mjólkurinnar hægt, þannig að kálf- urinn fái góðan tíma og næði til að sjúga, en forsendur þess að þetta sé mögulegt er að ekki séu mjög marg- ir kálfar um hverja fóstru. Þegar fjallað er um velferð kálfa má ekki gleyma að nefna mikilvægi þess að þeir venjist umgengni við fólk. Besti tíminn hvað þetta varðar er strax eftir burð. Rannsóknir hafa sýnt að jöfn umgengni (gælur, burst- un o.s.frv.) yfir lengri tíma gefur betri árangur en mikil í stuttan tíma og lítil eða engin þess á milli. Skýrslan sem var innblástur að þessari grein er á eftirfarandi vef- síðu:http://web.agrsci.dk/djfpublik- ation/djfpdf/djfhu74.pdf Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir hjá Landbúnaðarstofnun Góð umhirða kálfa – grunnur að góðum mjólkurkúm

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.