Bændablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 6

Bændablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Næturfrost og máttur sandsílisins Ég var að spjalla um undarleg­ heitin í náttúrunni á þessum stað fyrir hálfum mánuði, þögn mófugl­ anna, græðgi mávanna og fleira í þeim dúr. Ekki hefur dregið úr þeim eftir því sem á sumarið leið nema síður sé. Á þessu hlýja sumri kom skyndilega næturfrost bæði sunn­ an­ og norðanlands, bókstaflega eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bændur höfðu legið á bæn og beðið um rigningu því þurrkarnir voru farnir að hamla kartöflu­ sprettu. En í staðinn fengu þeir næturfrost sem stóð stutt en þó nógu lengi til að fella stærstan hluta kartöflugrasa á helsta rækt­ unarsvæði landsins. Og svona til þess að bíta höfuðið af skömm­ inni fór að rigna þegar frostinu linnti. Það leit ekki vel út með veiði í ám landsins fram eftir sumri. Ár voru vatnslitlar vegna þurrka og laxinn lét bíða eftir sér. Þeir fáu sem létu sjá sig voru magrir og rýrir. Svo rammt kvað að þessu að sögur voru farnar að ganga um að héðan hefðu flogið í fússi ösku­ reiðir og forríkir útlendingar með öngulinn í rassinum og kvörtuðu undan því að á þeim hafi verið svindlað. Svo þegar komið er fram í ágúst og menn um það bil að örvænta birtist ekki sá bleiki í torfum og fyllir allar ár. Um líkt leyti fór að rigna og við það varð laxinn enn hressari. Veiðimenn fóru hamförum og undanfarna daga hefur veiðin verið hreinasta mok, svo vitnað sé til veiðimanna. Nú er allt útlit fyrir að sumarið verði mjög gott í flestum ám og að í Rangánum verði slegin met. Að sjálfsögðu eru uppi ýmsar kenningar um þessa undarlegu hegðun laxins. Eins þeirra lífseig­ ari gengur út á að tengja þetta við hvarf sandsílisins úr hafinu umhverfis landið. Telja margir að laxinn leggist í sílið til að ná upp holdum áður en hann gengur upp í árnar til að hrygna. Þegar ekkert síli er til að éta frestar hann því einfaldlega að ganga í árnar. Þess í stað lónar hann úti fyrir og bíður þess að fá eitthvað almennilegt að éta. Já, máttur sandsílisins er ekki í samræmi við stærðina. –ÞH Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Nokkur umræða hefur átt sér um væntanlegar breytingar á stjórnarráðinu í kjölfarið á myndun nýrrar ríksisstjórnar. Ennfremur um aðrar breyt­ ingar sem fylgja í kjölfarið, svo sem breytingar á verkefnum ráðuneytanna. Stjórn Bændasamtakanna hefur fylgst með umræðu um þessar breytingar og rætt þær. Um sameiningu á ráðuneytum landbúnaðar og sjáv­ arútvegs er von okkar að vel takist til og að öflugt og gott starf verði þar unnið. Atvinnugreininni er mikilvægt að stjórnsýsla hennar sé skilvirk. Aftur á móti hefði verið eðlilegt að hefbundinni nafngift stjórnarráðsins væri viðhaldið og ráðu­ neytið nefnt í stafrófsröð, landbúnaðar­ og sjáv­ arútvegsráðuneyti. Um aðrar tilfærslur er kannski ekki gott á þessu stigi að fóta sig á. Ljóst er af ýmsum hugmyndum sem þar eru á lofti að fara verður með gát. Boðað er að landbúnaðarháskólarnir verði fluttir til menntamálaráðuneytis. Stjórn BÍ telur það ekki óeðlilegt í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skólunum á undanförn­ um árum. Mikilvægt er að þetta nám þróist við hlið annarrar menntunar í landinu. Þá verður sérstaklega að huga að stöðu starfsnámsbraut­ anna, búfræði og garðyrkju, en breytingin á að geta eflt það nám. En varðandi rannsóknastarf háskólanna skal hér áréttað að við stofnun LbhÍ var ein meginstoð hans Rannsóknastofnun land­ búnaðarins. Þær rannsóknir sem þar voru unnar og eru í dag hjá LbhÍ eru landbúnaði gríðarlega mikilvægar. Því er það eindregin krafa BÍ að fé til rannsókna verði áfram á hendi landbún­ aðaráðuneytis og atvinnuvegarins. Hægt er að hugsa sér ýmsar útgáfur af slíku fyrirkomulagi. En tryggja þarf að skólarnir geti áfram stund­ að markvissar rannsóknir í þágu landbúnaðar­ ins, enda segir í lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965, 2. mgr. 9. gr.: „Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands skulu stundaðar rannsóknir í þágu landbúnaðarins á sérstöku rannsóknasviði er hafi aðgreindan fjár­ hag frá annarri starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands.“ Skógrækt er búgrein. Verkefni á sviði skóg­ ræktar sem unnin eru af bændum eru umfangs­ mikil. Allt starf sem bændur vinna við skógrækt verður að vista áfram hjá landbúnaðarráðuneyti. Þróun skógræktar til landnytja er einn helsti vaxtarbroddur landbúnaðarins og fjölbreyttara atvinnulífs í sveitum. Þar felast mikil tækifæri fyrir bændur. Ekki er í okkar huga nægjanlegt að aðskilja landshlutabundnu skógræktarverkefnin, verkefnunum verður að fylgja fagleg starfsemi. Landgræðsla ríkissins er annað megintæki okkar við að bæta landgæði. Eftir 100 ára starf að landgræðslu er nú svo komið að gróður landsins er í framför. Slíkur árangur af starf­ inu er stórkostlegur. Hann hefði ekki náðst nema með góðu samstarfi við bændur. Enda hafa landgræðslustörf færst í auknum mæli til bænda á undanförnum árum. Um 650 bændur taka nú þátt í starfi við landgræðslu. Þannig hafa störf verið sköpuð og flutt til sveitanna, á vett­ vangi skógræktar og landgræðslu, og þau skipta afkomu fjölda fjölskyldna verulegu máli. Á undanförnum árum hefur og verið samstarf um landbætur og landnýtingu vegna gæðastýr­ ingar í sauðfjár­ og hrossarækt. Bændur og Landgræðsla hafa átt gott samstarf um ábyrga meðferð lands. Bændur geta með engu móti fallist á að þessi verkefni verði tekin undan yfir­ umsjón landbúnaðarráðuneytis. Fjölmörg önnur verkefni þessara stofnanna skipta búsetu í sveit­ um að landbúnaði gríðarlega miklu máli. Verði á hinn bóginn ekki snúið frá breyting­ um er rétt að hugleiða hvort ekki mætti breyta þessum tveimur stofnunum í framkvæmdafélög á vegum hins opinbera, svipað og átti sér stað við nýlegar breytingar á matvælarannsóknum á Íslandi með stofnun Matvís ohf. Slík breyting tryggir aðkomu fleiri ráðuneyta og stofnana að stjórn þessara málaflokka. Bændasamtökin hafa fylgst með breytingum á ráðuneytum landbúnaðarmála hjá nágrönnum okkar. Þar hefur misvel tekist til. Flestir eru þó sammála um að einföldun á eftirlitsþáttum með matvælaframleiðslu sé mjög til bóta og geta fyrirhugaðar breytingar verið upplagt tækifæri til slíks, enda hafa Bændasamtökin barist fyrir einföldun þeirra í nokkurn tíma. Aftur á móti eru til dæmi um að málefni landbúnaðarframleiðslu hafi lent hjá fleiri ráðuneytum en áður var, með tilheyrandi flækjustigi og árekstrum hagsmuna. Við því er eindregið varað. Öflugu og framsæknu ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs er nauðsyn að ráða yfir öflugum stofnunum. Ráðuneytið fer í raun með helsta fjöregg þjóðarinnar sem er matvælaframleiðsl­ an. Meirihluti matvæla heimsins kemur frá land­ búnaði. Ætlunin er að áfram heyri Hafrannsókna­ stofnun undir ráðuneytið. Ráðuneytið má ekki glata þeim tækjum sem það hefur til ábyrgrar nýtingar landsins og öruggrar matvælafram­ leiðslu. Skógræktin og Landgræðslan gegna mikilvægu hlutverki í sveitum og eru dæmi um gæfuríka atvinnuuppbyggingu landsbyggðar. Hið nýja ráðuneyti – helsta atvinnumálaráðu­ neyti landsbyggðarinnar – má ekki láta draga úr sér þann slagkraft. Bændasamtökin brýna stjórn­ völd til að fara gætilega og skilja eðli landbún­ aðar sem síðustu ár hefur tekið stakkaskiptum. Látum ekki fljótfærnislegar ákvarðanir skemma þróttmikla nýsköpun. HB Sýnum aðgát við breyting­ ar á stjórn­ arráðinu Samband garðyrkjubænda tók sig til á dögunum og bauð landbún- aðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd Alþingis í dagsferð um Suðurland. Fulltrúar landbúnaðarráðuneytisins og Bændasamtakanna voru einnig með í för ásamt nokkrum garð- yrkjuframleiðendum. Tilgangur ferðarinnar var einkum að kynna íslenska garðyrkju og sýna þá grósku sem einkennir greinina. Bændablaðið slóst í hópinn en í ljós kom að garðyrkjubændur og framleiðslufyrirtæki þeirra eru í miklum sóknarhug um þessar mundir. Ferðin hófst í Kópavogi í gróðr­ arstöðinni Storð þar sem Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, bauð hópinn vel­ kominn en í máli hans kom m.a. fram að garðyrkjubændur væru um þessar mundir að taka upp sitt lög­ verndaða vörumerki með íslensku fánaröndinni. Binda menn miklar vonir við að neytendur læri fljótt og vel að þekkja íslenska vörumerkið og geti þannig valið íslenskar garð­ yrkjuvörur án vafa. Í Storð fjallaði eigandinn Vernharður Gunnarsson m.a. um rekstrarumhverfi gróðr­ arstöðvanna. Hann mun á næstu misserum flytja alla starfsemi sína í Laugarás í Biskupstungum en fyr­ irhugað er að byggja annars konar mannvirki á Kópavogslóðinni. Í máli garðyrkjubænda í ferð­ inni kom fram að víða þar sem lóðaverð hefur hækkað mikið hopar garðyrkjan. Það á t.a.m. við í Hveragerði þar sem garðyrkju­ stöðvum hefur fækkað mikið á undanförnum árum. Bent var á að það ætti sínar skýringar á því að t.d. minni blómaframleiðendur hefðu getað yfirgefið greinina með reisn eftir áralangt erfiðleikatímabil því hátt lóðarverð hafi forðað sumum frá gjaldþroti. Úr Kópavoginum lá leiðin í Þykkvabæinn þar sem Sigurbjartur Pálsson kartöflubóndi leiddi hóp­ inn um kartöfluverksmiðjuna á staðnum. Þar var framleiðsla í fullum gangi en verksmiðjan er í sameign nokkurra bænda á svæð­ inu. Athygli vakti að verksmiðj­ an framleiðir breiða vörulínu, t.d. plokkfisk, hrásallöt að ógleymdum sjálfum kartöflunum. Þaðan lá leið­ in að Flúðum þar sem garðyrkju­ stöðin Jörfi og Flúðasveppir voru sótt heim. Þar var m.a. fræðst um papriku­ og tómatarækt, lýsingu og lífrænar varnir sem gegna ríku hlutverki við að halda skaðvöldum frá ræktuninni. Í Flúðasveppum eru eigendur bjartsýnir á að ná mark­ miðum um 500 tonna sveppafram­ leiðslu í ár sem er met þar á bæ. Í lok dags var farið í Reykholt og áð í garðyrkjustöðinni Espiflöt þar sem stunduð er umfangsmikil blómarækt. Var það mál manna að á öllum þessum stöðum ríkti bjart­ sýni og trú á íslenskri garðyrkju enda framleiðsluvörurnar fyrsta flokks og þekking á framleiðslunni umfangsmikil. Gróskumikið starf í garðyrkjunni Landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd, landbúnaðarráðherra, full- trúar landbúnaðarráðuneytisins og Bændasamtakanna ásamt garð- yrkjubændum fyrir utan starfsstöð Flúðasveppa. Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra rakst á upp- skrift af plokkfiski í kartöfluverksmiðjunni í Þykkvabæ. Höfðu menn á orði að þarna væri verkaskiptingu sameinaðs ráðuneytis vel lýst því í upp- skriftina þarf rúm 207 kg af fiski en 215 kg af kartöflum!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.