Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 12

Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 20071 Hrútaþukl, spuni og þuklaraball Síðustu helgina í ágúst stóð Sauðfjársetur á Ströndum fyrir heilmiklu Strandamannamóti. Rúmlega hundrað manns mættu á þessa vel- heppnuðu skemmtun sem leysir af hólmi bændahátíð er Sauðfjársetrið endurvakti fyrir nokkrum árum. Til skemmtunar voru sýndir tveir leikþættir sem fjölluðu hvor um sig á kómískan hátt um viðburði í daglegu lífi sauðfjárbænda á Ströndum. Í fyrri leikþættinum hittust tveir bændur í leitum og sögðu hvor öðrum svæsnar ýkjusögur. Sá síðari fjallar um bændahjón sem reynt hafa árang- urslaust að eignast barn og grípa til örþrifaráða með þeim afleiðingum að sprenghlægilegur misskilningur verður á heimilinu. Veislustjóri og ræðu- maður kvöldsins var sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson og var gerður góður rómur að gamanmálum hans. Eftir veisluhlaðborð með grilluðu lambalæri í aðalrétt og rabarbara- graut með rjóma í eftirrétt, var slegið upp þuklaraballi. Ísfirsk-reykvíska bandið Halli og Þórunn lék fyrir dansi og þrátt fyrir nafngiftina fór dans- leikurinn afar vel fram. Á sunnudeginum var svo komið að því að þukla hrúta. Mikill mann- fjöldi safnaðist í Sævang til að keppa í og fylgjast með meistaramóti í hrútadómum. Keppnin gengur út á að gefa hrútum stig og sá sigrar sem næst kemst stigagjöf sérstakrar dómnefndar. Að þessu sinni sigraði 10 ára Skagfirðingur, Sverrir Þór Sverrisson, í flokki óvanra þuklara, Alda Ingadóttir, 12 ára, á Kaldrananesi varð í öðru sæti og Bjarnheiður Fossdal á Melum í Árneshreppi í þriðja sæti. Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi sigraði í flokki vanra hrútaþuklara, Guðbrandur Björnsson, Smáhömrum í Tungusveit, lenti í öðru sæti og Ólafur Bragi Halldórsson, Magnússkógum III, Dölum, í þriðja sæti. Þar með varð Kristján fyrstur til að hreppa titilinn tvö ár í röð. Á sama tíma fór fram í Sævangi landskeppni í spuna, undir yfirskrift- inni Ull í fat. Fimm hópar hannyrðafólks kepptu um að búa til frumlega lambhúshettu. Ullin var tekin af fénu á staðnum, spunnin og síðan prjón- uð úr henni lambhúshetta. Dómnefnd valdi svo úr höfuðfötunum fimm og hafði meðal annars til hliðsjónar tímatöku, samvinnu í hópnum, frum- leika og notagildi hettunnar. Lið Ullarselsins á Hvanneyri sigraði í þessari æsispennandi keppni. Fjöldi gesta var í Sævangi þennan dag og var að sjálfsögðu boðið upp á þjóðlegar veitingar, kjötsúpu og hlaðborð með hnallþórum. Myndir og texti: kse Þátttakendur í spunakeppninni á tröppum Sævangs. Gísli Einarsson var veislustjóri og mætti með forláta þæft ullarbindi. Lið Ullarselsins á Hvanneyri kom sá og sigraði í spunakeppninni. Hér er liðið með margt á prjónunum. Fyrirsætur sýna afrakstur spuna- keppninnar, fimm frumlegar lamb- húshettur. Sigurvegarar í flokki vanra hrútaþuklara: Ólafur Bragi Halldórsson á Magn- ússkógum III í Dölum, Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi og Guð- brandur Björnsson á Smáhömrum. Sigurvegarar í flokki óvanra hrúta- þuklara: Alda Ýr Ingadóttir á Kaldrananesi, Sverrir Þór Sverrisson á Stórhóli í Skagafirði og Bjarnheiður Fossdal á Melum í Árneshreppi. Áhorfendur skemmtu sér stórvel. Fremst á myndinni er Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum, en í baksýn þeir Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn og Björn Pálsson á Þorpum. Jón Viðar Jónmundsson var for- maður dómnefndar (ullarvettling- urinn á myndinni gegndi þvi hlut- verki að dempa vindhljóðin í hljóð- nemanum).

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.