Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 17

Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 20071 sóknum á undanförnum árum og áratugum. Þannig hafa skapast tengsl rannsókna og framkvæmda, og þekkingin hefur þannig skilað sér jafnóðum til þeirra sem þær nota. Þessi gagnvirku og góðu tengsl eru lífæð rannsóknastarfsins. Með tilkomu skógfræðináms við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa skapast ný tækifæri, bæði til þess að efla skógræktarrannsóknir og til þess að styrkja skógfræðinámið við LbhÍ. Í gildi er samstarfssamning- ur milli Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá og LbhÍ, sem kveður á um að sérfræðingar Mógilsár skuld- bindi sig til þess að leggja fram krafta sína við kennslu og við að leiðbeina nemum í lokaverkefnum. Með þessu móti aukast möguleikar Rannsóknastöðvarinnar á nýlið- un sérfræðinga, jafnframt því sem nemendur við LbhÍ fá aukna breidd í námsframboði og möguleikum til sérhæfingar.“ Ræktun trjágróðurs á Íslandi síð- ustu ár, hefur hún ekki verið að breytast mikið? „Með tilkomu landshlutabundnu skógræktarverkefnanna um land allt frá árinu 1990 hefur árleg gróð- ursetning Íslendinga sex-áttfaldast. Þessu hefur fylgt mun meira fram- boð á landi til skógræktar og mun fleiri virkir skógræktendur en áður gerðist. Nú stunda um 800 skóg- arbændur skógrækt á jörðum sínum og eru þeir óðum að ná góðum tökum á ræktuninni. Stóraukin vél- væðing (með jarðvinnslu- og gróð- ursetningarvélum), ásamt því að gróðursettar eru yngri, minni og ódýrari plöntur en áður tíðkaðist hefur líka leitt til þess að ræktunin hefur orðið hagkvæmari. Ef litið er 2-3 áratugi aftur í tímann og stað- an þá borin saman við stöðuna nú, hefur íslensk skógrækt breyst frá því að vera þaulræktun á hendi fámenns hóps á litlu flatarmáli, meira og minna einskorðuð við þau svæði þar sem reynsla fyrir skóg- rækt var góð, yfir í mjög víðtæka og dreifða ræktun á nánast öllu landinu, til ystu annesja. Markmið skógræktarstarfsins eru einnig mun fjölþættari en áður, þegar þau mið- uðust eingöngu við efnisleg verð- mæti, svo sem timburframleiðslu. Einnig hefur skógrækt breyst frá því að vera að mestu stunduð af starfsmönnum einnar ríkisstofnunar (Skógræktar ríkisins) ásamt vaskri sveit hugsjónafólks í skógrækt- arfélögum, yfir í að vera atvinnu- vegur á landsvísu, með þúsundum sjálfstæðra þátttakenda. Þessari útþenslu skógræktar og breytt- um áherslum út um landið hafa að sjálfsögðu fylgt tímabundnir vaxt- arverkir. Má þar nefna afföll í gróð- ursetningu sem stafa að hluta til af aðlögunarvandamál sumra trjáteg- unda og ónógri reynslu í sumum landshlutum.“ Hvað með nýjar tegundir, eru þær margar og koma þær vel út? „Segja má fimm trjátegundir úr barrskógabeltinu (birki, rússalerki, sitkagreni, stafafura og alaskaösp) séu enn uppistaðan í árlegri skóg- græðslu Íslendinga, líkt og verið hefur mörg undanfarin ár. Vöxtur flestra þessara tegunda hefur verið með mestu ágætum hin síðari ár, en þó hafa sums staðar skapast vandamál með rússalerki vegna hlýnandi vetra. Ýmsar trjátegundir úr laufskógabeltinu sem áður var talið óhugsandi að hér gætu þrifist í görðum landsmanna hafa dafnað með mestu ágætum og gæti þetta hugsanlega verið forsmekkurinn að meiri fjölbreytni trjátegunda í skóg- rækt hér á landi, sem fylgja myndi í kjölfar hlýnandi loftslags. Tré getur lifað í margar aldir og gangi eftir spár um hækkun meðalhita á Íslandi um 2-5°C á næstu öld, yrði íslenskt loftslag orðið sambærilegt við það sem nú ríkir í Skotlandi eða á Írlandi. Við næstu kynslóð skóg- ræktenda gæti blasað allt annað og fjölbreyttara skógræktarumhverfi en hjá okkur sem nú erum að störf- um.“ Hver hafa helstu verkefni ykkar verið upp á síðkastið og hvað er helst framundan? „Viðfangsefnin spanna nú m.a. kvæma- og tegundarannsóknir, skógerfðafræði og kynbætur, skóg- vistfræði, rannsóknir á trjásjúkdóm- um og skaðvöldum, ræktunartil- raunir, rannsóknir sem tengjast mati á skógræktarskilyrðum, rannsóknir á vexti og útbreiðslu skóga, þ.m.t. rannsóknir á bindingu kolefnis með skógrækt og rannsóknir í skógrækt sem tengjast félagsfræði. Verkefnavalið á Mógilsá mótast fyrst og fremst af þeim vanda- málum, sem upp koma í skógrækt- arstarfinu vítt og breitt um landið, en ræðst í vaxandi mæli af ákvörð- unum rannsóknasjóða og annarra styrktaraðila. Tvö rannsóknasvið sérstaklega hafa vaxið hröðum skrefum síðustu árin. Annars vegar er um að ræða þær rannsóknir sem tengjast með einum eða öðrum hætti kolefnisbindingu og skuld- bindingum Íslands gagnvart Kyoto- samningnum og loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar eru það vistfræðirannsóknir á áhrif- um skógræktar á líffræðilegan fjöl- breytileika. Hlýnun loftslags af mannavöldum er alvarlegt, hnatt- rænt vandamál sem allir jarðarbúar, aldnir sem óbornir, munu þurfa að takast á við. Á næstunni tel ég að loftslagsmálin og samspil þess málaflokks við skóginn eigi eftir að yfirskyggja flest annað í umræðunni um skógræktarmál Íslendinga. Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Sú skógrækt, sem stunduð er á Íslandi, sér fram á betri árangur með hjálp rannsókna sem standa í nánum tengslum við atvinnuveg- inn skógrækt. Breytingar sem rætt eru um að gera á stjórnarráðinu þessi dægrin gerir ráð fyrir að skógræktarrannsóknir verði, frá og með næstu áramótum, vistaðar í öðru ráðuneyti en því sem ræður yfir meginþorra skógræktarfram- kvæmda í landinu. Ég óttast mjög að sú breyting, ef af verður, verði til þess eins að draga úr krafti rann- sókna og veikja málaflokkinn í heild. Ef flytja á skógræktarmál milli ráðuneyta, myndi ég vilja sjá málaflokkinn flytjast í heild sinni milli ráðuneyta, frekar en að honum yrði tvístrað þannig að hann yrði „einskis manns barn“ í tveimur eða jafnvel fleiri ráðuneytum.“ Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra mætti að sjálfsögðu í 40 ára afmæli á Mógilsá. Jón Loftsson, skógræktarstjóri skálar með viðstöddum í tilefni af 40 ára afmæli rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá. Myndir úr veislu: Ragnhildur Freysteinsdóttir Jón Geir Pétursson flutti ávarp á afmælishátíðinni fyrir hönd Skóg- ræktarfélags Íslands. Flutningar ganga vel Fyrir nokkru greindi Bænda- blaðið frá því að dæmi væru þess að stórgripir hefðu drepist í flutningum sem tekið hefðu of langan tíma. Sömuleiðis að eng- inn reglugerð yngri en 30 ára væri til um stórgripaflutninga, Vegna þessarar greinar hefur Sigurður Jóhannesson fram- kvæmdastjóri SAH Afurða sent blaðinu eftirfarandi: ,,Flutningar bæði á stórgrip- um og sauðfé hjá SAH Afurðum ehf. hafa gengið mjög vel und- anfarin ár. Ekki hafa orðið afföll á sláturgripum í flutningi á vegum félagsins og almenn ánægja ríkt með þá þjónustu sem veitt er. Þeir bílar sem sinna flutningum á slát- urfé og stórgripum eru hannaðir til slíkra nota og bílstjórar þeirra hafa mikla reynslu af slíkum flutning- um. Hvorki stórgripir né sláturfé hafa drepist í flutningi að slát- urhúsi SAH Afurða ehf. Þótt vand- mál hafi komið upp með flutninga hjá einstaka sláturleyfishöfum verður ekki séð að réttlætanlegt sé að tengja þau vandamál við alla sláturleyfishafa á Norðurlandi eins og gert er í greininni.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.