Bændablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 20

Bændablaðið - 11.09.2007, Qupperneq 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 20070 „Ég ákvað ungur að verða bóndi. Keypti jörðina Akurey II fyrir sjö árum ásamt foreldrum mínum, systur og mági. Og fyrst að út í búskap var komið fannst mér til- valið að afla mér meiri þekking- ar á því sviði,“ segir Hafsteinn Jónsson bóndi í Akurey 2. Hann stundar fjarnám við bænda- deild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og sama gerir sam- býliskona hans, Kristín Svandís Jónsdóttir. „Fjarnámið hentar okkur því mjög vel þar sem við erum bund- inn yfir búinu og höfum ekki kost á að stunda dagskóla. Þegar búið er stórt og umsvifin mikil er ekki auð- velt að finna sér tíma til námsins. Við reynum samt að vera skipu- lögð og taka frá ákveðinn tíma á kvöldin,“ segir Hafsteinn sem á síðasta ári keypti með fjölskyldu sinni jörðina Akurey 1. Búskapur á Akureyjarjörðunum tveimur hefur nú verið sameinaður og þar er nú rekið bú með um 400 þúsund lítra. ársframleiðslu í mjólk, 60 hrossum og fáeinum kindum. „Sveitabú er ekkert annað en fyrirtæki enda taka áherslur í bú- fræðimenntun mið af því,“ segir Hafsteinn, sem er sveitamaður í húð og hár; fæddur og uppalinn á bænum Sigluvík í Landeyjum. Hann segist því hafa þekkt nokkuð til þess hvernig standa skyldi að búskap þegar hann byrjaði. „En ég tel að námið eigi eftir að gagnast mér vel í framtíðinni, við til dæmis fóðurútreikninga, í sambandi við heilfóðrun kúnna. Ég vil hvetja sem flesta að kynna sér það nám sem boðið er uppá við skólann á Hvanneyri. Held að allir sem hafa áhuga á búskap geti fundið náms- efni við sitt hæfi.“ „Fjarnám við bændadeild- ina hentaði mér mjög vel og ég ákvað því að slá til. Persónulegar aðstæður mínar voru þess vald- andi að ég átti illmögulegt með að flytjast suður á Hvanneyri og fara í staðnám þar og einnig tel ég fjarnámið um margt hagnýt- ara en annað. Eg get nýtt þekk- inguna sem ég afla mér í náminu í daglegum störfum hér á búinu sem aftur leiðir til þess að maður fær endalaust nýjar spurningar til að glíma við og leitar þá eftir svörum hjá þeim frábæru vís- indamönnum sem starfa við skól- ann,“ segir Elmar Sigurgeirsson á Hríshól í Eyjafjarðarsveit. Elmar er einn þeirra fjölmörgu sem stunda fjarnám í bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en sá hópur hefur stækk- að mjög á undanförnum árum. „Ég fór á Hvanneyri um daginn í nokk- urra daga undirbúning en mun síðan sitja hér heima og sinna náminu. Þetta er mjög hentugt fyrirkomulag. Vissulega kallar þetta á talsverða ögun og skipulag og þess vegna hef ég losað mig út úr ýmsu félagsstarfi til að geta sinnt náminu sem best.“ Foreldrar Sigurgeirs, þau Sigurgeir Hreinsson og Bylgja Sveinbjörnsdóttir, búa stóru búi á Hríshól; eru með um 300 þúsund lítrar kvóta, talsverða nautakjöts- framleiðslu og um hundrað fjár. „Já, ég stefni að því að koma inn í búskapinn með þeim. Kannski hefur maður alltaf ómeðvitað stefnt í þá átt; hvert sem maður fer þá liggur leiðin samt alltaf heim í sveitina,“ segir Elmar sem ákvað fyrir margt löngu að fara í búfræði- námið þegar hann væri kominn með sveinspróf í húsasmíði, en því lauk hann snemma á þessu ári. „Þegar námið fór af stað var ég fyrst svolítið ragur, en þetta er ekkert mál. Fjarnámið er í einkar þægilegu viðmóti sem gerir það auðvelt, meðal annars fyrir stráka eins og mig sem eru ekki miklir tölvumenn.“ Hagnýtt og hentugt – segir Elmar Sigurgeirsson á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit Reka stórbú og eru bæði í námi „Fjarnámið er vissulega tíma- frekt og krefjandi, en er að sama skapi gefandi. Stóri plús- inn er svo auðvitað sá að sam- verustundum fjölskyldunnar hefur beinlínis fjölgað. Ég og eldri sonur minn sem hóf grunn- skólanám í haust sitjum stundum saman og grúfum okkur hér yfir námsbækurnar okkar. Það eru góðar stundir,“ segir Inga Birna Baldursdóttir á Seli í Austur- Landeyjum. Hún er einn fjöl- margra fjarnemenda við bænda- deild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri en fjarnámið hentar vel fólki sem komið er með fjöl- skyldu og á óhægt með að flytja sig um set og fara í hefðbundið staðnám. Inga Birna og Karel Geir Sverrisson eiginmaður hennar búa á Seli í Landeyjum og eru um þess- ar mundir að taka við kúabúskap af foreldrum Karels. „Aðalmarkmið með náminu er auðvitað vissulega að fræðast og afla sér þeirrar þekk- ingar sem þarf við búskapinn,“ segir Inga Birna sem nú á haustönn nemur þrjú fög, það er búfjárrækt, búvélafræði og jarðveg og nytja- jurtir. „Við erum þrjú úr Landeyjum og undan Eyjafjöllum sem erum öll í fjarnámi frá Hvanneyri og ætlum að hittast á tveggja vikna fresti í vetur og bera saman bækur okkar í nám- inu. Hafa þannig stuðning hvert af öðru,“ segir Inga Birna sem stefnir að því að taka búfræðinámið á fjór- um vetrum. Það sé mjög raunhæft markmið. Forsenda fjarnáms eru góðar tölvutengingar, eins og nú er orðin raunin í Landeyjum. „Það var ómögulegt að stunda fjar- nám meðan við höfum ekkert nema hefðbundna símatengingu. Framfarirnar hafa hins vegar verið miklar. Nú erum við komin með fínt örbylgjusamband og þá eru okkur allir vegir færir.“ Fjarnámið fjölgaði samverustundum – segir Inga Birna Baldursdóttir í Austur-Landeyjum Bændur í fjarnámi við bændadeild LbhÍ Kristín tekur undir með Hafsteini að fjarnámið henti þeim mjög vel því þau eru bundin yfir búskapnum og geti engan veginn sótt dagskóla.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.