Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 21

Bændablaðið - 11.09.2007, Síða 21
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 20071 ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Gjafagrindur Vinsælu fóðurgrindurnar fyrir sauðfé. Láréttir rimar. Hentugar fyrir hyrnt fé. Heitgalvaniseraðar. Hagstætt verð. Byggðarráð Norðurþings hefur óskað eftir viðræðum við umhverfisráðuneytið og/ eða Umhverfisstofnun um með hvaða hætti eigi að bregðast við breytingum á farvegi Jökulsár á Fjöllum innan marka sveitar- félagsins. Ljóst þykir að áin muni á næstu árum breyta farvegi sínum og að auki geta krapastífl- ur og/eða flóð valdið verulegu tjóni. Það er mat byggðarráðs Norðurþings að nauðsynlegt sé að gera viðbragðsáætlun og jafn- framt meta möguleika á fyrir- byggjandi aðgerðum í samvinnu við hagsmunaaðila. „Í ljósi þeirra viðbragða sem fram komu sl. vetur þegar tekin var ákvörðun um ákveðnar aðgerðir til að hafa áhrif á rennsli Jökulsár á Fjöllum þegar krapastífla kom í hana neðan Skjálftavatns í Keldu- hverfi er ráðlegt að það fari fram viðræður milli sveitarstjórnar og allra þeirra sem hagsmuna hafa að gæta á því svæði sem Jökulsáin gjarnan flæðir yfir þegar hún fer úr farvegi sínum einhverra hluta vegna,“ segir í greinargerð frá Jóni Grímssyni vegna málsins. Hagsmunaaðilar eru m.a. land- eigendur og atvinnurekendur á svæðinu, umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Landgræðslan, Vegagerðin og ef til vill fleiri. Með hvaða hætti á að bregðast við? Í greinargerð Jóns segir að mark- miðið með viðræðunum eigi að vera með hvaða hætti bregðast eigi við þegar slíkt ástand kemur upp og eins að þeim sem taka þurfi skjótar ákvarðanir um aðgerðir verði gert það kleift án þess að eiga á hættu eftirmála eins og málaferli. Þá þurfi að skilgreina hagsmuni og hvað eigi að verja. Krapastíflur sem þessar eru engin nýlunda í farvegi Jökulsár og einnig hafa komið í hana tölu- vert mikil hlaup að sumarlagi sem valdið hafa tjóni og er ekki langt síðan brúna á Sandá tók af í slíku hlaupi og munaði litlu að vegurinn út í Austursand færi sömu leið. Í janúar árið 1968 kom krapastífla í ána (Bakkahlaupið) á svipuðum stað og sl. vetur. Á þeim tíma var Skjálftavatn ekki til og landið vest- an ár stóð talsvert hærra en nú er. Þá fór hún upp úr farveginum og flæddi til austurs yfir veginn niður í Austursand norðan brúarinnar á Sandá, gegnum sandgræðslugirð- inguna og austur í Brunná. Var sums staðar hálfs metra djúpt vatn á veginum og algerlega ófært að bæjum í Austursandi. Varnargarður við Skjálftavatn kynni að hafa þær afleiðingar að þessi staða gæti komið upp aftur. Í marsbyrjun árið 2001 kom krapastífla í ána (Bakkahlaupið) nokkru neðar og þá fór hún upp úr farveginum austur í gamla Jökulsárfarveginn og þaðan norður í Skógalón, síðan austur í Staðarlón og áfram austur í Brunná. Þá hækkaði vatnsborð Skógalónsins það mikið að það flæddi vatn inn í dæluhús Hitaveitu Öxarfjarðar og vatn tók að renna suður allar mýrar í átt að Ærlækjarseli. Var þá tekin ákvörðun um að grafa út svokall- aðan Lónaós til þess að lækka vatnsborðið og koma í veg fyrir frekara tjón. „Af þessu má sjá að það er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif varn- argarður á einum stað hefur annars staðar á svæðinu til þess að hægt sé að taka vel undirbúnar ákvarðanir um varnaraðgerðir þegar á þarf að halda,“ segir í greinargerðinni. Á að flýta fyrir? Fram kemur einnig að áin skipti gjarna um farveg á 70 til 100 ára fresti. Sú staða virðist vera komin upp og að nú geti verið komið að kaflaskilum í rennsli árinnar. Nefnt er að unnið hafi verið nákvæmt hæðarkort af söndunum fyrir botni Öxarfjarðar og þar megi sjá hvar líklegast sé að áin komi til með að renna í næstu framtíð, svo fremi að ekki komi til einhverjar náttúru- hamfarir, landsig, landris og/eða einhverjar meiriháttar framkvæmd- ir manna sem hafi breytingar í för með sér. Þar til áin kemur sér í nýjan farveg muni hún flæmast um sandana þegar stíflur komi í hana og valda mismiklu tjóni „og er þá spurningin hvort það eigi jafnvel að flýta fyrir því að hún komist í þann farveg og freista þess að lágmarka tjónið sem þessi færsla veldur eða á að reyna að halda henni í núverandi farvegi með einhverjum aðgerð- um,“ spyr Jón í greinargerð sinni, en tekur fram að ljóst sé að hvað svo sem gert verði kosti það mikla fjármuni og að þá peninga verði að sækja til ríkisins. Ýmsir hagsmunir eru í hættu Ýmsir hagsmunir eru í hættu, komi til stórflóðs í ánni. Nefnd er hin verðmæta veiðiá, Litlaá, heita- vatnsborhola Orkuveitu Húsavíkur við Skjálftavatn, norðaustur af Lindarbrekku, og að auki bæir á Vestursandi sem allir eru í eyði en notaðir til frístundadvalar og land til beitar. Þá eru tvær djúpar borholur sem gefa mikið magn af heitu vatni, borhola Hitaveitu Öxarfjarðar við Skógalón og dæluhús Skeljalax eru líka nefnd til sögunnar en afköst duga til að hita upp um 2.000 hús. Þá er líka nefnt sauðfjárbú í Ærlækjarseli, umfangsmikil lífræn gulrótarækt í Akurseli, búseta er á Víðibakka og loks er Silfurstjarnan með stóra fiskeldisstöð þar sem eru um 20 ársverk. Jarðskjálftahrinur hafa verið við Upptyppinga og ekki er útilokað að upp komi eldgos, en það myndi hafa í för með sér stórhlaup í ánni. Heimamönnum þykir því rétt að skoða hvort grípa þurfi til aðgerða til varnar flóðum og benda á að for- dæmi séu fyrir slíku með byggingu snjóflóðavarnargarða. MÞÞ Hvernig á að bregðast við breyting- um á farvegi Jökulsár á Fjöllum? Nauðsynlegt að gera viðbragðsáætlun og huga að fyrirbyggjandi aðgerðum Það sem vantar! á öll sveitaheimili landsins er: Hágæða ítölsk vacuum pökkunarvél frá ORVED sem hentar vel í sláturtíðina. Maturinn geymist allt að 5 sinnum lengur vacuum pakkaður og engin hætta á frostskemmdum. Einnig má vacuum pakka fatnaði og fer þá mun minna fyrir honum og helst hann líka þurr til dæmis í göngum og veiðiferðum. Einnig eru mun fleiri pökkunarmöguleikar. Frekari upplýsingar www.esjugrund.is esjugrund@esjugrund.is s. 565-3322 visa / euro / greiðsludreifing Sendum í póstkröfu. Íslandspóstur opnaði í liðinni viku nýtt pósthús á Húsavík en það markar ákveðin tímamót í starfsemi Íslandspósts, enda nú liðin tíu ár frá því að pósthús var byggt frá grunni á Íslandi. Pósthúsið á Húsavík er það fyrsta í röð tíu pósthúsa sem til stendur að reisa víðs vegar um land. Í nýju húsnæði er ætlunin að bjóða upp á aukna þjónustu til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina. Hér er meðal annars átt við sölu á ýmiss konar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, kortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum. Í nýjum pósthúsum verða sett upp „Samskiptaborð“ sem eru nýj- ung í þjónustu Póstsins. Þar verður í boði að kaupa netaðgang, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljós- rita, svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl. Opnun pósthússins á Húsavík er fyrsti áfanginn í að efla enn frekar þjónustu Póstsins á landsbyggð- inni, segir í frétt á vef Íslandspósts. Næsti áfangi í uppbyggingu þjónustunetsins verður opnun nýs pósthúss á Reyðarfirði í lok þessa mánaðar. Framkvæmdir við póst- húsið í Stykkishólmi eru vel á veg komnar og fyrr í sumar var tekin fyrsta skóflustungan að nýju póst- húsi á Akranesi. Í kjölfarið verða opnuð ný pósthús í Borgarnesi, á Sauðárkróki, Höfn í Hornafirði, Hvolsvelli, í Vestmannaeyjum og á Selfossi, en þessir staðir auk Reykjavíkur, Patreksfjarðar, Ísafjarðar, Blönduóss, Akureyrar, Egilsstaða og Keflavíkur hafa verið skilgreindir sem kjarnastaðir í starfsemi Póstsins. Nýtt pósthús á Húsavík FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS Auglýsir: Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar haust- ið 2007. Lögð er áherzla á að verkefnin séu til þess fall- in að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar. Takmarkað fé er til ráðstöfunar í þessu skyni á haustmisseri. Umsóknum skal skilað fyrir 1. október n.k. til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3 - 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðs- ins, veffang: www.fl.is. Ath. að ofangreindur umsóknafrestur á ekki við um önnur viðfangsefni sem sækja má um stuðning við til sjóðsins s.s. á sviði atvinnunýsköpunar á bújörðum eða önnur atvinnuskapandi verkefni til sveita. Almennur umsókn- arfrestur er viku fyrir næsta boðaðan fund hverju sinni. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.