Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 www.fodur.is FB Reykjavík - sími: 570 9800 FB Selfossi - sími: 482 3767 www.bustolpi.is Sími: 460 3350 Fax: 460 3351 www.aburdur.is Sími: 580 3200 Fax: 580 3209 Umbúðir: 210 kg tunnur 1000 kg tankar Til verkunar og geymslu korns • Sýrustig pH 4,4 • Ekki ætandi – minni lykt • 70 sinnum minni tæring á vélum • Má flytja án sérstakra réttinda Ómeðhöndlað bygg eftir 4 vikna geymslu (25% rakainnihald). Bygg meðhöndlað með própíonsýru eftir 4 vikna geymslu (25% rakainnihald). Lupro-Grain® Própíonsýra FB Hvolsvelli - sími: 487 8413 FB Egilsstöðum - sími: 570 9860 Samstarfsaðilar í héraði: Kf. Skagfirðinga og KB Borgarnesi. Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur hjá Búgarði, ritar grein í síðasta fréttablað stofnunarinnar sem hún nefnir Haustbeit mjólkurkúa. Þar er mjög nytsama fræðslu að fá fyrir bændur um haustbeit mjólk- urkúa. Í samtali við Bændablaðið sagði Sigríður að haustið væri alltaf viðkvæmur tíma fyrir kýrn- ar þegar þær væru úti í rysjóttu veðri. Verstur væri kuldinn sem yki mjög hættuna á júgurbólgutil- fellum, auk þess sem beitarfram- boð væri alla vega. Hún sagðist þó telja að í langflestum tilfellum gæfu menn hey meðfram beitinni á haustin, sem væri mjög gott og drægi úr álaginu þegar kýrnar væru teknar á hús. Suma bænd- ur sagði hún gefa kúm sínum hey með beit allt árið. Gæta vel að allri umhirðu ,,Þess vegna er það öll umhirða kúnna sem slík sem gæta verður vel að því eitt leiðir af öðru. Ég var með þessum skrifum mínum aðeins að minna menn á það sem nauðsyn- legt er að gæta að, sem flestir gera eflaust, en góð vísa er aldrei of oft kveðin,“ sagði Sigríður. Í fréttabréf- inu segir hún: ,,Nú nálgast sá tími þegar veð- urfar getur farið að hafa áhrif á kýrnar úti á beit, t.d. eru meiri líkur á júgurbólgutilfellum í rysjóttu tíð- arfari. Auk þess er beitarframboðið misjafnt að magni og gæðum á þess- um árstíma. Mikilvægt er að ofmeta hvorki það magn sem innbyrt er né beitargæðin. Kýrnar þurfa að drekka oft á sólarhring og þá er gott að stutt sé fyrir þær að fara í vatnið og að það sé ferskt og gott. Of lítið fóður – minni framleiðsla Of lítið magn fóðurs miðað við þarfir og raunverulega getu kúnna getur haft í för með sér minni fram- leiðslu og eins lægra hlutfall efna í mjólkinni. Það skiptir máli að koma til móts við breytingar sem þessar með fóðrun inni (kringum mjaltirn- ar/yfir nóttina) og bæta í bæði gróf- og kjarnfóðurgjöf. Kröftugt fóður (áborin há í sprettu eða grænfóður) er gjarnan trefjalítið og þurrefnisprósentan lág, sem aftur getur haft áhrif á minnkandi fitu- innihald mjólkur. Því er mikilvægt að randbeita/takmarka/stýra aðgengi kúnna að slíku „nammi“ og nauð- synlegt að bjóða þeim upp á gróft heymeti með, aðgegni að úthaga spillir heldur ekki fyrir. Hvað varðar steinefnin gerir aðgengi að magnesíumríkri blöndu með beitinni gripunum gott en jafn- framt þarf alltaf að horfa til selens og „gauka því að“ líka. Kýrnar gefa vísbendingar Með hegðun og athöfnum geta kýrnar gefið vísbendingar um „hvað er í gangi“: Kýr standa mikið í hnapp – of lítið beitarframboð/veður óhag- stætt – meira fóður í kýrnar/fóðra þær inni – Fall í fituprósentu þýðir meira af grófu fóðri með – Fall í próteinprósentu og nyt þýðir meira og betra fóður (beitin orðin rýr)! Eftir að dimma tekur er rétt að hýsa kýrnar á nóttinni því í myrkrinu gera þær sér ekkert gagn og ávinn- ingurinn að útiverunni því enginn. Huga þarf einnig að haustfóðrun gripa í uppeldi. Hafi þeir gengið í úthaga yfir hásumarið, er nauð- synlegt að koma þeim á túnbeit undir haustið. Síðan að gefa við- bótargróffóður með beitinni og sé ungneytum gefið vel af þokkalegu heyi, geta þau sér að skaðlausu gengið úti fram á vetur ef veður eru ekki þeim mun hryssingslegri.“ S.dór Sigríður Bjarnadóttir um haustbeit mjólkurkúa Margt sem taka þarf með í reikninginn Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri. Fjarnámsver að komast á laggirn- ar á Hólmavík Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra á Hólmavík er hafin undirbún- ingsvinna við fjárnámsver á Hólmavík sem verður til húsa í fyrrum skrifstofuhúsnæði KSH við Höfðagötu. Ásdís segir að þessa dagana séu starfsmenn áhaldahúss að hefja vinnu við þrif og málningu í húsinu og megi búast við að því verði lokið um miðjan mánuðinn. Þá sé í raun ekkert annað eftir en að koma hús– og tækjabún- aði fyrir og bjóða námsmönn- um afnot af húsnæðinu. Fjöldi fólks hefur undanfarið stundað fjarnám á ýmsum skólastigum og þarfagreining sem gerð var í fyrr á þessu ári bendir til að a.m.k. fjörtíu manns hafi áhuga á að nýta sér aðstöðuna. kse

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.