Bændablaðið - 11.03.2008, Qupperneq 2
2
Fréttir
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 2008
Skaftholt hlaut umhverfisverðlaun
Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Nýlega voru ábúendum í Skaftholti, þeim Guðfinni Jakobssyni og Atie
Bakker, afhent umhverfisverðlaun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir
árið 2007 af umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þetta er annað skipti
sem þessi verðlaun eru veitt, en árið 2005 fékk búið að Reykjum verð-
launin og næst verða þau afhent 2009.
Í Skaftholti er rekið heimili fyrir 8 þroskahefta einstaklinga þar sem
lifað er og starfað í sátt við náttúruna. Þar hefur verið stundaður lífrænn
búskapur allt frá árinu 1980 og er heimilið sjálfu sér nægt með flestar bús-
afurðir. Þar starfa 14 manns og er staðurinn einn af fjölmennari vinnustöð-
um í sveitarfélaginu. Í Skaftholti er lífrænt grænmeti ræktað bæði úti og
í gróðurhúsum, auk þess sem á búinu er ræktað lífrænt korn og dýrahald
er eins og á bestu bæjum; kýr, kindur, hestar og hænur. Á búinu eru m.a.
framleiddar nokkrar tegundir osta, sem vakið hafa mikla athygli. Auk
grænmetisræktunar eru flestar mjólkurvörur til heimilisins unnar á búinu,
s.s. ostar, jógúrt og rjómi. MHH
Frá afhendingu umhverfisverðlauna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2008.
Guðfinnur og Atie ásamt Úlfhéðni Sigurmundssyni, starfandi formanni
umhverfisnefndar. Skiltið verður sett upp við heimreiðina í Skaftholti.
Í sumar verður hafist handa
við fornleifauppgröft í Flatey á
Breiðafirði. Verða fjórir forn-
leifafræðingar við uppgröftinn
og er Albína Hulda Pálsdóttir
ein af þeim. Bændablaðið spurði
Albínu hvernig staðið yrði að
uppgreftrinum og hvað hún hefði
verið að gera að undanförnu.
„Ég hef verið í burtu í 3 vikur í
fornleifauppgreftri á Barbuda, sem
er eyja í Karíbahafinu og þar er
lítið netsamband.
Ég er á þriðja ári í doktors-
námi í dýrabeinafornleifafræði við
The Graduate Center, The City
University of New York og stefni á
útskrift árið 2011. Ég lauk BA-prófi
í fornleifafræði frá HÍ vorið 2005
og hélt beint út í doktorsnám. Ég
hef hlotið styrki til námsins frá
The Leifur Eiríksson Foundation,
Minningarsjóði Margrétar Björg-
úlfs dóttur og námsstyrk Thor
Thors.
Ég hef áður unnið að forn-
leifauppgreftri á Skriðuklaustri
í Fljótsdal og í Vatnsfirði við
Ísafjarðardjúp, auk þess að sjá um
greiningu hluta dýrabeina frá upp-
gröftunum. Ég hef einnig tekið
þátt í greiningu dýrabeina frá
Grænlandi.“
Grafa á upp ruslahaug frá því
á 13. öld
Albína segir uppgröftinn í Flatey
munu fara fram í júní og verði þar
fjórir fornleifafræðingar, öll frá The
City University of NY, auk mast-
ersnema frá Kanada sem sérhæfi
sig í skordýragreiningum úr forn-
leifauppgröftum.
Aðalmarkmið verkefnisins
er að grafa upp hluta ruslahaugs
Miðbæjar, sem spannar tímabil-
ið frá 13.-17. öld. Mögulegt er að
hann nái allt aftur til landnámsald-
ar, en það vitum við ekki enn.
Miðbær á að hafa verið helsta
stórbýlið í Flatey á þessum tíma,
samkvæmt ritheimildum. Þau bein
og gripir sem finnast munu varpa
ljósi á verslunarsögu eyjunnar og
breytingar á náttúrufari.
Spennandi tímar
„Miðaldir voru spennandi tími í
Flatey, sem var mikilvægur versl-
unarstaður fram að tíma einok-
unarverslunarinnar, en þá fluttist
verslunarstaðurinn í Stykkishólm.
Eftir afnám einokunar varð Flatey
aftur mikilvæg og mikið menning-
arsetur.
Allur jarðvegur sem við gröf-
um upp mun vera sigtaður til að
hámarka þær upplýsingar sem við
getum fengið. Sé ekki sigtað týnast
smærri bein, s.s. úr fiskum og fugl-
um, sem vitað er að íbúar í Flatey
nýttu mikið, sem og smærri gripir.
Fiski-, fugla- og dýrabein sem
finnast mun ég svo greina á rann-
sóknarstofu skólans míns í New
York til að skilja hvernig íbúar í
Flatey nýttu mismunandi náttúru-
auðlindir. Mögulega munu fiski-
beinin einnig varpa ljósi á stöðu
þorskstofnsins í Breiðafirði á þeim
tíma sem ruslahaugurinn nær yfir.
Fiskibeinin geta einnig sagt til um
hvort fiskveiðar voru stundaðar til
verkunar og útflutnings eða hvort
fiskurinn var eingöngu nýttur til að
fæða íbúa eyjunnar.
Þeir gripir sem kunna að finnast,
svo sem leirkers- og krítarpípubrot,
geta varpað ljósi á verslunartengsl
við Evrópu, en rannsóknin á Miðbæ
mun tengjast stærra fjölþjóðlegu
verkefni um verslun í Evrópu á
miðöldum,“ segir Albína.
Verkefnið er unnið í sam-
starfi við Fornleifastofnun Íslands
og er styrkt af Þjóðhátíðarsjóði,
CUNY Northern Science &
Education Center og styrkj-
um frá the US National Science
Foundation, Office of Polar
Programs (Arctic Social Sciences
Program), Archaeology Program,
International Polar Year Program
og Human and Social Dimensions
of Global Change Program. S.dór
Fornleifauppgröftur
í Flatey í sumar
Albína Hulda Pálsdóttir fornleifa-
fræðingur.
Á Búnaðarþingi urðu töluverð-
ar umræður um ræktarland og
lögðu Búnaðarsamband Suð ur-
lands, Lands samband kúabænda,
Bún að arsamtök Vesturlands,
Búnaðar samband Vestfjarða,
Búnaðar samband Kjalarnesþings
og Lands samtök sauðfjárbænda
öll fram erindi í þessu máli.
Jóhann Már Jóhannsson, bóndi
í Keflavík í Skagafirði, á sæti í
allsherjarnefnd sem fjallaði um
þetta mál. Hann sagði í samtali
við Bændablaðið að þar sem við
séum fámenn þjóð í stóru landi hafi
verið litið á það land, sem henti til
kornræktar og annarrar ræktunar
almennt, sem ótæmandi auðlind.
„Hins vegar hefur það gerst hin
síðari ár að alls konar land hefur
farið undir önnur afnot, svo sem
frístundahús, skógrækt og ýmislegt
annað. Það sem var til umræðu
varðandi þessi erindi var að koma
í veg fyrir að við göngum um of á
þetta ræktanlega land með annars
konar notkun. Við teljum að nóg sé
af öðru landi sem henti til annars en
ræktunar, þess vegna verði að verja
ræktunarlandið sem frekast er kost-
ur og varðveita allt land sem við
gætum þurft að nota til ræktunar í
framtíðinni,“ sagði Jóhann.
Því má bæta hér við sem kem-
ur fram í greinargerð Búnaðar sam-
bands Suðurlands um þetta mál:
„Alls er talið að um 6% af
flatarmáli Íslands séu gott rækt-
unarland, eða um 600 þúsund hekt-
arar. Um 120.000 hektarar eru nú
nýttir, að mestu til túnræktar, um
6 þúsund hektarar til grænfóðurs-
ræktunar, um 4 þúsund hektarar
til kornræktar og um eitt þúsund
hektarar til ræktunar matjurta. Með
hlýnandi veðurfari aukast líkur á
að hægt verði að rækta hér fleiri
tegundir nytjajurta en áður, jafn-
framt því sem þrengist um rækt-
unarland annars staðar í heiminum.
Með hækkandi kornverði erlendis
er líklegra en áður að hagkvæmni
íslenskrar kornræktar aukist veru-
lega. Ef allt það korn sem notað er
hér í búfjárrækt og til manneldis
verður ræktað hér á landi, þá þarf
um 20 þúsund hektara lands til að
sinna þeirri þörf. Það hlýtur að vera
okkur kappsmál að skila ræktunar-
landinu óskemmdu og aðgengilegu
til næstu kynslóða…“ S.dór
Ferðaþjónusta bænda hf. og
Félag ferðaþjónustubænda hafa
skrifað undir samning við fyr-
irtækið Better Business á Íslandi
um 3ja ára verkefni á sviði gæða-
og þjónustumála. Um er að
ræða hulduheimsóknir „Mystery
Shopper“ á ferðaþjónustubæi
sem geta veitt samtökunum og
einstökum félögum verðmæt-
ar upplýsingar sem miða að því
að styrkja stöðu og samkeppn-
ishæfni Ferðaþjónustu bænda á
sviði gæða og þjónustu í nánustu
framtíð.
Markmið gæðaverkefnisins er
að gera stöðumat á aðbúnaði og
þjón ustu hjá félögum innan Ferða-
þjónustu bænda út frá sjónarhorni
gesta næstu þrjú sumur, þ.e. á árun-
um 2008-2010.
Verkefnið er gæða- og þróunar-
verkefni og geta félagar verið þátt-
tak endur hluta af tímabilinu eða
yfir það allt. Alls munu 50 ferða-
þjón ustubæir fá tækifæri til að taka
þátt í þessu verkefni í sumar en af
þeim 130 aðilum sem eru í Ferða-
þjónustu bænda gefst um 100 aðil-
um að taka þátt í þessu verkefni á
3ja ára tímabilinu.
Ferðaþjónustubændur sem bjóða
upp á gistingu í uppbúnum rúmum
og morgunverð munu fá tækifæri
til að taka þátt í þessu verkefni og á
það við um félaga sem bjóða upp á
heimagistingu, gistingu í gistihús-
um bænda og á sveitahótelum
Um er að ræða eitt stærsta
verk efni sem ráðist hefur verið í
á vegum Ferðaþjónustu bænda á
sviðum gæða- og þjónustumála, þar
sem lögð verður mikil áhersla á eft-
irfylgni og þróun á þjónustustefnu
ferðaþjónustubænda.
MÞÞ
Gæðaverkefni hjá ferðaþjónustubændum
„Varðveita þarf auðræktað land til komandi
kynslóða“
Vilja að núverandi jarðalög
verði tekin til endurskoðunar
Áttatíu ár voru í liðinni viku frá
því fyrst var tekið á móti mjólk í
Mjólkursamlagi KEA á Akureyri,
nú MS. Aðal hvata maður að
stofnun mjólkursamlagsins var
Vilhjálmur Þór en umræður
um stofnun þess hófust þegar á
árinu 1924, en það ár var ungur
bóndasonur, Jónas Kristjánsson
frá Víðigerði í Hrafnagilshreppi,
sendur til Dan merkur að nema
mjólkur iðn. Að námi loknu
ferðaðist hann um Eyjafjörð og
ræddi við bændur um fyrirhug-
að mjólkursamlag.
Að lokinni sláturtíð árið 1927
var hafist handa við að breyta hús-
næði sláturhúss KEA í Grófar gili
í mjólkurvinnslustöð, vélar voru
keyptar frá Danmörku og þær sett-
ar upp í húsnæðinu. Fyrsta mjólkin
barst svo samlag inu 6. mars 1928,
alls 1600 lítrar þann daginn og
var meira en menn bjuggust við.
Þátttaka bænda í samlaginu varð
fljótt mjög almenn og tóku neyt-
endur gerilsneyddu mjólkinni vel.
Ekki leið að löngu þar til einnig
var farið að framleiða smjör, skyr
og osta í samlaginu.
Tæpum áratug síðar eða árið
1937 flutti samlagið ofar í Gilið
og var starfsemin þar allar götur
til ársins 1980 þegar samlagið var
fært í útjaðar bæjarins, á Lundstún
sem nú heitir við Súluveg þar sem
það er enn.
Sigurður Rúnar Friðjónsson
mjólkurbússtjóri MS á Akureyri
segir að tímamótanna verði
minnst síðar, að líkindum í lok
ágúst eða byrjun september og
verði þá mikið um dýrðir.
„Það er alltaf eitthvað um að
vera hjá okkur,“ segir Sigurður
Rúnar en vegna anna nú þótti
heppilegra að minnast tímamót-
anna síðar. Von er á nýjum pökk-
unarvélum fyrir nýmjólk til
mjólkurbúsins í næsta mánuði og
þá hófst í síðastliðinni viku fram-
leiðsla á smurostum þar, en hún
hafði áður verið sunnan heiða.
„Við erum bjartsýn á framtíðina,“
segir Sigurður Rúnar og bætir við
að enda sé ekki ástæða til annars.
Á liðnu ári, 2007 var metár hvað
varðar innvegna mjólk en tekiðv-
ar á móti 31.795.000 lítrum og
hefur aldrei í 80 ára sögu samlags-
ins verið tekið á móti svo miklu
magni til vinnslu. Aukningin nam
tæpum 9%, þrátt fyrir að fram-
leiðendum á svæðinu hafi fækkað
um tvo á sama tíma, en þeir voru
í árslok 167 talsins. MÞÞ
80 ára frá því Mjólkursamlag KEA, nú MS tók
fyrst á móti mjólk
Tímamótanna minnst í sumar
Hestamenn vilja
ekki akstursíþróttir
í nágrenni við sig
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri stóð fyrir nýverið fyrir
fundi um öryggis- og skipulags-
mál og var á honum skorað á
bæjaryfirvöld að falla frá hug-
myndum um nýtt skipulag á
svæði í Glerárdal fyrir aksturs-
íþróttir en það er í námunda við
hesthúsahverfi Akureyrar. Þykir
hestamönnum þessi starfsemi
ekki fara saman, þ.e. hesta-
mennska og akstursíþróttir. Telur
fundurinn nauðsynlegt að finna
aðrar lausnir, því ljóst má vera að
hvorugt svæðið á möguleika á því
að þróast eðlilega til framtíðar ef
svo fer fram sem horfir.
Ásta Ásmundsdóttir formaður
Léttis sagði í erindi sem hún hélt
á fundinum að félagið hefði barist
fyrir umbótum á svæðinu á milli
hesthúsahverfanna í Breiðholti og
Hlíðarholti en þar hefði um árabil
verið opnar námur, umferð þunga-
vinnuvéla og mótorhjóla. Nefndi
hún að bæjaryfirvöld hefðu sýnt
takmarkaðan skilning á eðli hesta-
mennsku, m.a. með því að leyfa
hávaðasamar torfæru- og mót-
orhjólakeppnir á svæðinu og að
úthluta þar svæðum án tillits til
starfsemi hestamanna og eins að
vinna tillögur að deildiskipulagi þar
sem gert er ráð fyrir akstursíþrótt-
um af ýmsu tagi sem og skotsvæði.
Sagði Ásta ýmislegt athugavert við
tillöguna og nefndi m.a. að hljóð-
kort væri ófullnægjandi og ekki
hefði verið svarað á fullnægjandi
hátt gagnrýni frá hljóðsérfræðingi
Léttis. Þá hefði ekki verið reynt að
meta slysahættu eða áhrif á hesta
af starfseminni sem fyrirhuguð
er á svæðinu. Hún sagði lítið gert
með þau gögn sem Léttir hefði lagt
fram og réttur hestamanna sem
verið hefðu með starfsemi á svæð-
inu í 40 ár væri ekki virtur.
Deiliskipulag af svæðinu
hefur verið auglýst og hafa um
40 athugasemdir borist, flestar frá
hestamönnum. Þá sagði Ásta að
Skipulagsstofnun hefði gert athuga-
semdir við tillöguna og henni nú
verið breytt og í framhaldinu verð-
ur hún auglýst að nýju. MÞÞ
www.bbl.is