Bændablaðið - 11.03.2008, Side 7
Það gekk heldur illa hjá Hand-
knattleikssambandinu að finna
nýjan landsliðsþjálfara eftir að
Alfreð hætti. Davíð Hjálmar orti
af þessu tilefni:
Þeir hafa reynt við hetjur jafnt
sem bjálfa
en handboltalið vilja fæstir þjálfa
og engir hafa á því lengur trúna.
Ætli Fídel sé á lausu núna?
Varla gæti það versnað
Og Hjálmar bætir við:
Trúlega breytti það batahorfum
og bjargaði því sem nú er galið,
ef HSÍ leitaði að loðnutorfum
en léti Hafró um þjálfaravalið.
Stundar körfu
Stefán Vilhjálmsson svaraði:
Davíð Hjálmar drepur á
dægurmálin þörfu,
en feil hjá honum finna má,
Fidel stundar körfu.
Aldrei tapað leik
Hreiðar Karlsson heldur áfram:
Allir sjá að eitthvað þarf að reyna,
okkar staða sýnist fremur veik.
Fidel Castro kemur vel til greina,
karlinn hefur aldrei tapað leik.
Fyrr að sofa
Össur Skarphéðinsson er mikil-
virkur bloggari og þykir fremur
orðljótur. Hann ku alltaf senda
út bloggið sitt um miðjar nætur.
Hjálmar Freysteinsson læknir
gefur Össuri gott ráð:
Munnsöfnuðinn mætti spara,
missa annars kynni völdin.
Kannski Össur ætti að fara
aðeins fyrr að sofa á kvöldin.
Innst í hjarta
Óttar Einarsson segir:
Innst í hjarta á ég kraft
sem aðra friði rænir,
og „utan dagskrár“ er með kjaft
eins og Vinstri-grænir!
Pólitísk embættisveiting
Magnús Stefánsson orti, þegar
Árni Mathiesen, fjármálaráð-
herra og dýralæknir, skipaði son
Davíðs í embætti dómara fyrir
norðan og austan:
Mikilhæfast manna val
marki fráleitt náði
því Davíðs sonur dæmdur skal
að dýralæknisráði.
Alltaf vita hvað er rétt
Aðdáun og undrun hafa
aukið hjá mér jafnt og þétt
þeir sem aldrei eru í vafa
og alltaf vita hvað er rétt.
Höfundur vísunnar er Kristján
Ólason (1894-1975). Kristján var
fæddur í Kílakoti í Kelduhverfi
og ólst upp í þeirri sveit til tví-
tugs. Hann stundaði lengst af
verslunarstörf á Húsavík.
Eintómt spól
Ísleifur Gíslason, kaupmaður á
Sauðárkróki fyrrum daga, orti
þessa skemmtilegu vísu:
Aksturinn varð eintómt spól,
olían af versta tagi.
Engir hemlar, ónýt hjól,
allt í þessu fína lagi.
Besti matur
Haraldur Hjálmarsson á Kambi
var talinn með snjöllustu hag-
yrðingum á sínum tíma, en hann
fædist árið 1909 og lést 1970.
Honum þótti sopinn góður eins
og þessi vísa sýnir best:
Brennivín er bezti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur
fyrir því á hverjum degi.
Umsjón:
Sigurdór Sigurdórsson
ss@bondi.is
Í umræðunni
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 20087
Mælt aF
Munni FraM
Virðulegi ráðherra, fulltrúar á Búnaðarþingi,
góðir samkomugestir.
Þegar bóndanum á Bessastöðum er boðið að
ávarpa Búnaðarþing er það ábúendum jarðarinn-
ar fagnaðarefni en vekur um leið nokkurn sökn-
uð eftir þeim tímum þegar umsvifin voru meiri á
staðnum, kýr í fjósi og ræktunin stórtæk.
Að vísu reynum við Dorrit með góðri hjálp
að rísa undir nafnbótinni; æðarvarpið á hverju
ári umtalsvert þótt mér hafi lærst af ötulum
æðarbændum að vera ekki að mikla uppgripin á
öðrum bæjum. Heyfengurinn er líka töluverður,
sláttumenn iðnir á sumarkvöldum; hlaðan full á
hverju hausti.
Dorrit hefur reyndar viljað auka umsvif-
in verulega, reisa fjárhús, kaupa kindur, virkja
fjósið til framleiðslu á nýjan leik, hafa hunda,
hænsn og hesta í hlaðvarpanum. Oft gengur mér
erfiðlega að útskýra fyrir henni að skipulagið á
landsframleiðslunni, samningar ríkis og bænda,
gerir því miður ekki lengur ráð fyrir alvörubú-
skap á Bessastöðum; nafnbótin bóndi sé forset-
anum á síðari árum fyrst og fremst sæmdarheiti.
Engu að síður tengist staðurinn enn búnaðar-
vitund Íslendinga og vekur hina fjölmennu sveit
sem ber að garði á hverju ári, áhrifafólk víða að
úr veröldinni, til hugsunar um mikilvægi land-
búnaðar í sögu og menningu þjóðarinnar, hve
ríkan þátt ræturnar í sveitum landsins eiga í ætt-
jarðarást og sjálfsvitund Íslendinga.
Það voru hugdjarfir bændur sem námu hér
land, stofnuðu Alþingi við Öxará, gerðu lög og
rétt að æðstu reglu, skópu efnivið í frægar sögur,
slátruðu kálfum í þúsundatali svo hægt væri að
skrá þær á skinn, lögðu grundvöll að sérstöðu
þjóðarinnar og renndu stoðum undir þá rök-
semdafærslu sem best dugði þegar skólagengnir
bændasynir hófu baráttu fyrir sjálfstæði og end-
urreisn.
Það er áleitin spurning hvernig Íslendingum
tókst að þrauka um aldir í útnorðrinu þrátt fyrir
margvíslega áþján og erfiðleika, öðluðust afl til
að þróa úr fátæktinni öfluga atvinnuvegi sem á
liðinni öld urðu burðarásar framfaranna. Eitt er
þó víst, að þjóðin komst í fremstu röð því heim-
anfylgjan frá landbúnaðinum reyndist drjúg.
Dugnaður fólksins á sér djúpar rætur í sveit-
um landsins, svo og samheldnin og samstaðan
sem lyftu grettistaki, lýðræðisþroskinn sem skóp
mótaði hið frjálsa og opna samfélag sem við
njótum nú.
Sveitirnar voru uppeldisstöð stjórnmála og
félagsstarfs; lífssýn bóndans efldi vitund okkar
um náttúruna, matið á verðmætum sem felast í
heiðum og dölum, fjallasýn og fögrum fjörðum,
öræfum og beitilandi.
Þegar spurt er um erindi Íslendinga, eðli og
rætur, eru svörin jafnan tilvísanir í sögur og ljóð,
menninguna sem fóstruð var í byggðum lands-
ins, þá arfleifð sem bændur og búalið skópu í
aldanna rás.
Landbúnaðurinn hefur einnig sýnt ríka hæfni
til aðlögunar, tekið mið af breyttum kröfum,
komið til móts við óskir fólksins; fáar aðrar
atvinnugreinar hafa á síðari hluta 20. aldar tekið
meiri stakkaskiptum.
Við vitum öll í þessum sal að sú vegferð var
oft býsna erfið og samtök bænda þurftu iðulega
að sækja á brattann, taka slaginn þegar miklir
hagsmunir voru í húfi.
Það voru mér forréttindi ungum manni að
kynnast köppum úr forystusveit bændastéttar,
fólki sem komst til þroska á kreppuárum og var í
fararbroddi þegar harðar deilur stóðu um hag og
lífskjör sveitafólksins.
Í samanburði við umrót og átök þeirrar tíðar
hefur að undanförnu ríkt víðtæk sátt um land-
búnaðinn; þjóðin lært að meta kostina sem fjöl-
þætt framleiðsla færir henni.
Slík viðhorfsbreyting er gott veganesti þegar
haldið er til móts við óvissu nýrrar aldar og
hugað að framtíð landbúnaðar, ekki aðeins á
heimaslóð heldur einnig á veraldarvísu.
Þótt ég viti að sú fullyrðing kunni að hljóma
sem öfugmæli í eyrum þeirra sem sífellt horfa
á samanburð við erlendan markað eða hampa
veikleikum í samkeppni við aðrar greinar, er
ég sannfærður um að landbúnaðurinn á eftir að
verða Íslendingum enn mikilvægari á komandi
árum en hingað til því breytingar heimsins eru á
þann veg að umræða um fæðuöryggi sérhverrar
þjóðar færist æ ofar á forgangslista.
Fæðuöryggi er fremur nýtt hugtak í alþjóð-
legri umræðu og ýmsum kann að virðast það
framandi í fyrstu. Við erum vön að ræða um
öryggi á annan hátt, á grundvelli erlendrar ógnar,
hernaðar, átaka eða hryðjuverka. Varnir landa
hafa um aldir grundvallast á slíkri túlkun.
Nú hefur heimsmyndin tekið stakkaskiptum.
Afleiðingin er meðal annars sú að brýnt er fyrir
hverja þjóð að móta stefnu sem tryggir fæðu-
öryggi hennar í framtíðinni, tryggir aðgang að
nægum og hollum mat á viðráðanlegu verði.
Hvað hefur valdið slíkum stakkaskiptum? Þar
skipta mestu nokkrir þættir.
Í fyrsta lagi fjölgun mannkyns, einkum í
Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Hún skapar
sívaxandi eftirspurn eftir mat, eykur álag á rækt-
arland, knýr á um aukningu framleiðslunnar.
Víða eru landkostir slíkir að erfitt er að anna
hinni vaxandi eftirspurn.
Í öðru lagi er sóknin til borga og bæja líkust
holskeflu á hverju ári; hundruð milljóna yfir-
gefa heimahéruð og streyma til úthverfanna. Það
verður sífellt flóknara viðfangsefni að tryggja
þéttbýlisbúum nægan mat. Framleiðsla á mjólk
og kjöti verður því ögrandi viðfangsefni; víða
nú þegar erfitt úrlausnar. Árleg neysla Kínverja
á kjöti hefur ríflega tvöfaldast á tuttugu árum, er
nú um 50 kíló.
Í þriðja lagi hefur bættur efnahagur fólks-
fjöldans í fjarlægum álfum í för með sér að
eftirspurn eftir gæðamat vex ár af ári, verðlag
hækkar, samkeppnin harðnar. Í Indlandi einu
bætast árlega um 30 milljónir manna við hina
efnameiri millistétt eða meiri fjöldi en nemur
öllum íbúum Norðurlanda; á tíu árum eins og
Bandaríkin. Hundruð milljóna gera nú aðrar og
meiri kröfur en hinir efnaminnstu, ryðja sér til
rúms við matarkistur sem áður voru fjarlægir
draumar. Þegar Indlandi og Kína og öðrum ríkj-
um í Asíu er að takast að efla velsæld með hag-
vexti sem ár eftir ár skákar Evrópu og Ameríku
verður heimseftirspurn eftir gæðafæðu sífellt
meiri og geta landbúnaðar til að mæta henni æ
flóknara viðfangsefni.
Í fjórða lagi sjást nú þegar merki þess að
hlýnun jarðar, breytingar á loftslaginu, hækka
hitastigið um allan heim; gróðurlendi þornar
upp, eyðimerkur sækja á. Milljónir manna bæt-
ast þess vegna á næstu árum í sveit þeirra sem
berjast við fæðuskort, geta ekki lengur aflað sér
matar með hefðbundnum hætti.
Í fimmta lagi mun hækkun sjávarborðs í kjöl-
far bráðnunar heimskautaíss og jökla drekkja
dýrmætu nytjalandi í öllum álfum og gera að
engu blómlegan landbúnað sem þar hefur verið
í aldanna rás.
Í sjötta lagi eru áhrif loftslagsbreytinga á
vatnsbúskap jarðarinnar á þann veg að ár og
lækir, vötn og lindir verða í minna mæli forð-
abúr. Í indverska ríkinu Tamil Nadu sem hefur
fleiri íbúa en Bretlandseyjar er talið að um 95%
brunna smábænda hafi nú þegar þornað upp.
Við vitum öll að lítið verður úr ræktun lands,
framleiðslu bænda ef vatnið skortir. Vilji íbúar
þróunarlanda í vaxandi mæli taka upp neyslu-
hætti Vesturlanda er forsendan auknin, reyndar
bylting í framboði á vatni og það á sama tíma
og vatnsbúskapur jarðarinnar stefnir í kreppu.
Sumir sérfræðingar telja jafnvel að baráttan um
vatnið geti leitt til styrjalda víða um heim því
þjóðir sem deila fljótum með öðrum muni reyna
í krafti vopnavalds að styrkja stöðu sína.
Með lýsingu á þessum þáttum hef ég leitast
við að sýna í hnotskurn flókna þróun, draga
athygli Búnaðarþings og þjóðarinnar að við-
fangsefni sem í vaxandi mæli er á dagskrá vís-
indamanna, sérfræðinga, málþinga og ráðstefna
víða um veröld; viðfangsefni sem stjórnvöld og
alþjóðastofnanir hafa vaknað til vitundar um að
undanförnu; viðfangsefni sem mun sníða þjóð-
aröryggi nýjan stakk og breyta allri forgangsröð;
viðfangsefni sem birtist meðal annars í því að
spáð er allt að 100% hækkun heimsverðs á mat-
vælum í náinni framtíð.
Það kann í fyrstu að vera okkur Íslendingum
framandi að fjalla um þessa þróun, okkur finn-
ist hún býsna fjarlæg en engu að síður mun hún
innan skamms skapa okkur margslunginn vanda.
Erfiðleikar sem íslenskir bændur hafa að und-
anförnu fundið fyrir varðandi öflun áburðar til
notkunar á komandi vori eru ábending um að við
finnum nú þegar hvernig vindarnir blása. Rétt er
og að minnast þess að hingað kom í fyrra kín-
versk sendinefnd til að kanna hvort hægt væri að
gera langtímasamning við íslenska bændur um
matarkaup. Það er vísbending um að aðrar þjóðir
kunna innan tíðar að bjóða hærra verð en neyt-
endum í Reykjavík og byggðum landsins finnst
við hæfi. Og hvað gera bændur þá?
Hin breytta heimsmynd kallar því á ferska
sýn, áherslur annarrar ættar en einkennt hafa
umræðuna. Mikilvægi íslensks landbúnaðar þarf
að meta á nýjan hátt og hafa að leiðarljósi stakka-
skiptin sem mannfjöldaþróun, loftslagsbreytingar
og hagvöxtur í öðrum álfum fela í sér.
Óvissan um fæðuöflun verður sífellt meiri.
Sérhver þjóð verður að verja sig áföllum í þess-
um efnum. Þjóðaröryggi er því nú annars eðlis
en áður var; áríðandi að stefnumótun taki mið af
nýjum hættum.
Við Íslendingar munum fyrr eða síðar verða
eins og allir aðrir að búa okkur undir breytta
tíma þótt við munum vissulega njóta þess að
vera fámenn þjóð í gjöfulu landi. Straumþunginn
í þróun heimsins mun líka móta aðstæður hér á
heimavelli.
Í ljósi alls þessa er brýnt að hefja víðtækar
umræður um hlutverk landbúnaðarins á kom-
andi árum í fæðuöryggi Íslendinga og hefja
þær yfir hefðbundna togstreitu um verðlag og
skipulag framleiðslunnar; taka í staðinn mið af
heimsmyndinni, hættunum sem ég hef gert að
umræðuefni.
Kjarninn í boðskap mínum til Búnaðarþings
og þjóðarinnar er að við þurfum að hefjast handa
við að móta sáttmála sem tryggir í framtíðinni
fæðuöryggi Íslendinga.
Verkefnið er ekki samningagerð á hefðbund-
inn hátt heldur samræða um sáttmála sem tekur
mið af grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, sátt-
mála sem felur í sér að fæðuöryggi hennar verði
tryggt þótt þróunin í veröldinni sé óhagstæð.
Slíkur sáttmáli um fæðuöryggi Íslendinga
getur svo orðið grundvöllur að skipulagi fram-
leiðslunnar, nýjum reglum um nýtingu lands,
skapað markaðsþróun raunhæfan farveg.
Íslenskir bændur hafa löngum sýnt ríka hæfni
til að laga sig að nýjum kröfum og þjóðin hefur
vaxandi skilning á að örlög annarra eru einn-
ig okkar, að bráðnun íss á norðurslóðum hefur
áhrif í fjarlægum álfum og umbyltingar á efna-
hag mannkyns hafa víðtækar afleiðingar hér hjá
okkur.
Sáttmáli um fæðuöryggi Íslendinga er því
verkefni allrar þjóðarinnar á líkan hátt og
útfærsla landhelginnar var á sínum tíma. Þá
þurfti að tryggja forræði yfir fiskimiðum til að
treysta efnahagslegan grundvöll hins unga lýð-
veldis. Nú þarf að sameinast um að íslenskur
landbúnaður geti um alla framtíð tryggt fæðu-
öryggi þjóðarinnar.
Það er einlæg ósk mín að slíkar samræður
bænda og annarra landsmanna geti hafist innan
tíðar og Búnaðarþingi auðnist að láta þær falla
í farsælan farveg. Þar munu koma að góðum
notum bæði víðtæk reynsla og verksvit íslenskra
bænda.
Sáttmáli um fæðuöryggi íslendinga
Ræða forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar á Búnaðarþingi
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson,
ávarpar Búnaðarþing við setningu þess 2. mars.
Ljósm. Motiv, Jón Svavarsson