Bændablaðið - 11.03.2008, Qupperneq 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200822
Hvað gera bændur nú? – 2
Hvaða aðgerðir geta leitt til þess að draga úr áhrifum hækkana á áburðarverði í ár?
Hverju á að sá og hvar?
Í stórum dráttum hentar sexraða-
bygg norðanlands, en tvíraðabygg
sunnanlands; þó er þessi skipting
fjarri því að vera einhlít. Og geta
má þess, að skiptin milli Suður- og
Norðurlands frá sjónarhóli kornsins
eru um Skarðsheiði vestanlands og
Almannaskarð eystra. Þannig er
mestur hluti Borgarfjarðarhéraðs og
Fljótdalshérað allt á Norðurlandi.
Nú henta hin ýmsu byggyrki
misvel eftir jarðvegi. Og athygl-
isvert er, að þau yrki, sem best
henta í þungum jarðvegi, það er
til dæmis framræstri mýri, eru þau
sömu og henta best norðanlands. Á
sama hátt henta suðlæg yrki best í
sandjörð. Þannig geta yrkin farið
yfir mörk milli landshluta. Þessir
og aðrir eiginleikar byggyrkja verða
hér settir upp í einfalda töflu.
En kornakrar verða ekki skornir
allir í einu. Til að nýta tækjabúnað,
svo sem þreskivélar og þurrkstöðv-
ar, þarf að búa svo um hnútana, að
kornskurðartíminn geti verið fjórar
og helst sex vikur. Undir það þurfa
menn að búa sig, þegar korn er
valið í akra. Best er, ef bóndi hver
velur í akra sína tvenns konar korn;
annars vegar fljótþroska korn, sem
má þá vera viðkvæmt fyrir veðri,
því að það verður tekið snemma og
hins vegar strásterkt korn, sem má
vera nokkuð seinþroska, því að það
þarf að standa langt fram á haust og
verður tekið, þegar skurðarvélin fer
síðari umferð um sveitina.
Þetta hafa Skagfirðingar til
dæmis gert skipulega undanfarin
ár. Þeir hafa sáð Arve til helminga
eða rúmlega það og hafa tekið hann
snemma, því að óráð hefur verið
að geyma hann fram á haustið, svo
viðkvæmur sem hann er fyrir veðri.
Fyrir síðari umferðina hafa þeir sáð
Skeglu eða Kríu, sem til þessa hafa
þolað haustveðrin í Skagafirði án
mikilla áfalla.
Sunnanlands gætu menn haft
sama háttinn á, en þar væru Skegla
eða Kría í hlutverki snemmþroska
kornsins, en Filippa eða Saana í
hlutverki þess seinþroska, sem
standa á fram á haustið.
Byggyrki
Hér á eftir fylgir svo lýsing á þeim
byggyrkjum sem mælt er með og
fáanleg verða vorið 2008. Tvö
yrki, sem hafa skipt máli í íslenskri
kornrækt undanfarin ár, eru horfin
af markaði. Það eru norsku sexr-
aðayrkin Arve og Lavrans. Mælt
verður með fimm nýjum yrkjum í
staðinn. Það eru íslensku sexraða-
yrkin Lómur og Skúmur, finnsku
sexraðayrkin Erkki og Kunnari og
sænska tvíraðayrkið Barbro. Yrkin
koma hér fyrir í sömu röð og í töfl-
unni að ofan.
Tiril
Sexraða, norskt, fljótþroska. Norð-
menn ætla þessu yrki að koma í stað
Arve. Það er ívið seinna til þroska
en Arve, en að öðru leyti svipað.
Það verður að segjast eins og er, að
ekki hefur verið sérstakur glans yfir
Tiril hér á landi, hvorki í tilraunum
né hjá bændum. Sjúkdómaþol er til
dæmis ekki mikið. Samt sem áður
er mælt með notkun Tiril norð-
anlands og austan meðan beðið er
eftir öðru betra.
Judit
Sexraða, sænskt, fljótþroska. Þetta
yrki hefur verið í tilraunum í fimm
ár um allt land og hefur staðið sig
með ágætum, þar sem sexraða bygg
á á annað borð heima. Af nýjum
yrkjum að telja er Judit líklegust
til að fylla skarðið, sem Arve skilur
eftir sig.
Olsok
Sexraða, norskt, fljótþroska, þraut-
reynt hérlendis. Skríður ekki
snemma, en skilar velþroskaðri upp-
skeru. Hentar nokkuð vel á sendnu
landi og hefur reynst sérlega vel í
Hólminum í Skagafirði og einn-
ig nokkuð vel í uppsveitum sunn-
anlands. Olsok er aftur á móti varn-
arlaust gagnvart blaðsjúkdómum og
getur því farið illa í gömlum ökrum.
Lómur
Sexraða, íslenskt, fljótþroska, í
fyrsta sinn á markaði. Afar lágvax-
ið og strásterkt, hefur hvorki sést
leggjast né heldur hefur það brotn-
að. Hefur verið í tilraunum í fjögur
ár og hefur þar mælst jafnuppskeru-
mest allra yrkja og það bæði sunn-
anlands og norðan. Næstum eins
fljótt til þroska og Arve, en títumik-
ið axið þornar seint eftir regn og
getur það orðið til trafala, ef korn
þerf að skera milli skúra. Eins og
búast má við, skilar svo lágvaxið
bygg litlum hálmi.
Skegla
Tvíraða, íslenskt, fljótþroska. Skilar
ekki uppskeru til jafns við sexr-
aðabygg norðanlands, en stendur
þar vel. Reynist best í uppsveitum
sunnanlands, í Hornafirði og víðar,
til dæmis í Skagafirði. Í lágsveitum
sunnanlands reynist Skegla óþarf-
lega fljótþroska og notar ekki allan
vaxtartímann. Þar er Skegla oftast
tilbúin til skurðar í ágústlok.
Erkki
Sexraða, finnskt, miðlungi fljót-
þroska, nýtt. Þetta yrki hefur ein-
ungis verið eitt ár hér í tilraunum,
en kom afar vel út og er flutt inn nú
í litlum mæli til reynslu. Erkki er
seinna til þroska en Arve, en aftur
fljótara en Ven, svo að miðað sé við
kunnugleg yrki. Menn eru hvattir
til að sá Erkki sem víðast, svo að
hægt sé að kynnast því í notkun.
Kunnari
Sexraða, finnskt, miðlungi fljót-
þroska, nýtt. Kunnari er mjög svip-
að Erkki og hefur aðeins verið eitt
ár hér í tilraunum, en lofar góðu.
Æskilegt væri, að Kunnari væri sáð
sem víðast, svo að hægt væri að
leggja á það frekara mat.
Skúmur
Sexraða, íslenskt, miðlungi fljót-
þroska, í fyrsta sinn á markaði.
Áþekkt Lómi, en lítið eitt seinna til
þroska. Hefur reynst mjög þurrk-
þolið á sandjörð og á fyrst og
fremst heima sunnanlands. Mjög
lágvaxið og skilar ekki miklum
hálmi. Síðast liðið vor var í boði
útsæði af kynbótalínu, sem nefnd
var Gamliskúmur. Þetta er ekki
sama yrkið, þótt nauðalíkt sé og
náskylt.
Kría
Tvíraða, íslenskt, miðlungi fljót-
þroska. Lítið eitt seinna til þroska
en Skegla, lægra á vöxt, en skilar
10% meiri uppskeru. Ætti að geta
gengið nokkuð víða á landinu,
hentar í síðari skurðarumferð norð-
anlands og þá fyrri á Suðurlandi,
eins og áður er minnt á.
Ven
Sexraða, norskt, tiltölulega sein-
þroska. Ven þarf nokkuð langan
vaxtartíma og á ekki við nema þar,
sem hægt er að sá snemma. Ven
hefur verið notað bæði sunnanlands
og norðan. Vegna þess, hve yrkið
er seinþroska, er því ekki jafn hætt
við fokskemmdum og öðrum sexr-
aðayrkjum.
Filippa
Tvíraða, sænskt, tiltölulega sein-
þroska, þrautreynt hérlendis. Þolir
súra jörð. Á best heima á framræst-
um mýrum sunnantil á landinu og
er afar vinsælt í þeim landshluta, en
hentar ekki norðanlands. Bognar í
haustveðrum, en brotnar ekki.
Barbro
Tvíraða, sænskt, tiltölulega sein-
þroska. Hefur verið tvö ár í til-
raunum og reynst prýðilega sunn-
anlands, en miður nyrðra. Fremur
hávaxið af tvíraðabyggi að vera.
Barbro er að flestu leyti áþekk
Filippu og getur auðveldlega komið
í staðinn fyrir hana.
Saana
Tvíraða, finnskt, seinþroska. Saana
er einstaklega strásterkt yrki og
stendur vel fram eftir hausti. Saana
þarf langan vaxtartíma og hentar
ekki annars staðar en þar sem hægt
er að sá snemma og sumarið er
langt eða með öðrum orðum syðst
á landinu.
Rekyl
Tvíraða, sænskt, seinþroska. Leysti
Gunillu af hólmi þegar það ágæta
yrki hvarf af markaði. Rekyl hefur
tæpast náð að fylla skarðið. Á fyrst
og fremst heima á sendinni jörð
sunnanlands.
Hentar á Yrki Þjóðerni Hæð undir
ax, sm
Skrið
í júlí
Þurrefni
v/skurð, %
Veðurþol
*** mest
Hentar á
Norðurlandi Tiril 6r norsk 99 17. 63 þyngstu
Judit 6r sænsk 95 17. 63 jörð
Olsok 6r norsk 102 19. 64 (mýri)
Lómur 6r íslensk 60 17. 61 ***
Skegla 2r íslensk 91 13. 62 *
Erkki 6r finnsk 92 18. 61 *
Kunnari 6r finnsk 97 19. 60 *
Kría 2r íslensk 82 16. 61 **
Skúmur 6r íslensk 60 18. 59 ***
Ven 6r norsk 103 23. 58 *
Filippa 2r sænsk 89 21. 56 **
Barbro 2r sænsk 93 22. 56 ** léttustu
Suðurlandi Saana 2r finnsk 85 24. 55 *** jörð
Rekyl 2r sænsk 85 22. 55 ** (sand)
1. tafla. Byggyrkjum raðað eftir viðbrögðum þeirra við náttúrufari og jarðvegsgerð. Tölur eru fengnar úr til-
raunum Rala/LbhÍ 2000-2007; hæð og skrið einungis frá Korpu, en þurrefni úr tilraunum víða um land. Erkki og
Kunnari hafa aðeins verið eitt ár í tilraunum, Barbro tvö, önnur yrki fjögur ár eða meira.
Jónatan Hermannsson
sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands, Keldnaholti
jonatan@lbhi.is
Kornrækt
Val á sáðkorni vorið 2008