Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200829
Nú er á vegum Árneshrepps unn ið
að því að breyta verbúð í Norð ur-
firði í kaffihús og matsölustað.
Í húsinu verður sem áður aðstaða
útibús Sparisjóðs Strandamanna í
Norðurfirði sem er í öðrum enda
hússins. Eins verður áfram aðstaða
fyrir lækni með eitt herbergi, þegar
hann kemur í vitjanir. Þá verða tvö
herbergi fyrir sjómenn eða aðra
útleigu, með aðstöðu til eldunar og
setustofu. Sú aðstaða minnkar veru-
lega, enda hefur sjómönnum sem
landa í Norðurfirði og leigja þar her-
bergi fækkað verulega undanfarin ár.
Hinn nýi veitingasalur snýr að
höfninni eða til sjávar og verður
fallegt útsýni þaðan. Salurinn á að
taka 40 manns í sæti, þar verður
mjög góð eldunaraðstaða, stórt og
mikið eldhús með öllum nútíma
þægindum, ásamt snyrtingum og
fleiru. Stefnt er að því að opna
kaffistofuna í júní í sumar og verð-
ur innan skammst auglýst eftir
áhugasömu fólki til að reka hana.
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is
Verbúð verður kaffihús