Bændablaðið - 05.11.2009, Side 2

Bændablaðið - 05.11.2009, Side 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Fréttir Meistaramót Íslands í rúningi var haldið í annað sinn laugardaginn 25. október sl. í Reiðhöllinni í Búðardal. Julio Cesar Gutierrez bar sigur úr býtum og varði þar með Íslandsmeistaratitilinn. Bændablaðið heimsótti Julio í Leirársveitina, þar sem hann var við tamningar á bænum Vestri- Leirárgörðum. „Ég er fæddur í Úrúgvæ og alinn þar upp í sveit. Pabbi var bústjóri á stórum búgörðum. Ég byrjaði að rýja 19 ára gamall, aðallega vegna þess að kaupið var gott. Hins vegar endist enginn í rúningi nema hafa gaman af honum því þetta er erfið vinna og mikil ferðalög. Í Úrúgvæ eru venjulega sex eða átta rúnings- menn að vinna saman — og allt upp í 14. Að auki eru í genginu tveir menn til að draga kindurnar að rúningsmönnunum, aðrir tveir sem taka ullina og svo tveir sem sópa rusl og stutt hár úr ullinni frá rúningsmönnunum og telja hversu margar þeir hafa rúið. Þá eru tveir til þrír í því að meta og flokka ull- ina og aðrir tveir til þrír sem pakka ullinni. Síðan er kokkur og vél- stjóri, en hann sér um að brýna og laga það sem bilar í rúningsklipp- unum. Þessi gengi ferðast saman milli búgarða og klippa, oft í u.þ.b. tvo og hálfan mánuð. Einu stoppin eru þegar rignir.“ Julio og kona hans Lilja Grétarsdóttir, frá Hávarðsstöðum í Leirársveit, kynntust í Úrúgvæ þar sem þau unnu á sama búgarði. „Við fluttum svo hingað til Íslands og fórum að búa á Hávarðsstöðum. Ég fékk íslenskan ríkisborgara- rétt fyrir fimm árum og kann bara ágætlega við mig hér. Ég rúði þó nokkuð fyrstu árin eftir að ég kom hingað en nokkur undanfarin ár hef ég sáralítið rúið. Nú vinn ég mest við tamningar.“ Gæði fremur en hraði Julio segir að æfingin fyrir Meistaramótið hafi falist í því að rýja kindurnar þeirra sem eru 50 talsins. Hann segir að lagt hafi verið upp með sama plan og í fyrra þegar gæði handverksins hafi skil- aði honum titlinum. „Mér gekk bara vel og ég varð þriðji inn í fjögra manna úrslit. Til að vinna vissi ég að ég þyrfti að leggja meiri áherslu á að rýja vel,“ segir Julio, en vægi í mati á frammistöðu kepp- enda var þannig að gæði rúningsins vó 60% en tími 40%. „Í keppninni í ár voru tvíklippingar í ullinni metn- ar, sem ekki var í fyrra. Það er til bóta og stuðlar að betri ullargæð- um. Keppnin er að þróast og líkist æ meir alþjóðlegum mótum,“ segir Julio. Í Úrúgvæ er sauðfjárrækt afar mikilvæg búgrein og segir Julio að landið skipi sér í hóp fimm atkvæðamestu ullar fram- leiðslulanda heims. „Í Úrúgvæ eru mjög mörg sauðfjárkyn með mismunandi ull. Mest er um Corriedale-kindur og Merino, en bæði þessi kyn gefa mjög fíngerða og góða ull. Rúningsaðferðin sem ég lærði er kölluð Tally-Hi-aðferðin og á uppruna sinn í Ástralíu. -smh Julio Cesar varði Íslandsmeistaratitilinn í rúningi – Lærði í Úrúgvæ og starfaði í rúningsgengi sem ferðaðist á milli búgarða Á myndinni er Julio með efnilega hryssu sem heitir Narnia og er frá Vestri- Leirárgörðum, í eigu Dóru Líndal. mynd | smh Íslandsmeistarinn að störfum. mynd | arnheiður hjörleifsdóttir Haft var eftir starfsmanni fjar- skiptasjóðs í síðasta Bændablaði að vel miðaði með uppsetningu háhraðatengingar rúmlega 1.700 fyrirtækja og heimila í landinu. Guðbrandur Sverr is son bóndi á Bassastöðum í Kald rana nes- hreppi setti sig í samband við frétta ritara og kvaðst hafa aðra skoðun á gangi mála: „Ég verð að viðurkenna að ég varð fjúkandi illur við lesturinn. Að mínu mati stendur ekkert af því sem lofað hefur verið,“ segir Guðbrandur. „Þann 5. júní í sumar var samgönguráðherra á fundi á Ísafirði með samgöngunefnd Fjórð ungssambands Vestfirðinga. Þar kom fram að Strandasýsla og Skagafjörður yrðu tengd með há- hraða nettengingum í júní. Sami samgönguráðherra brást illa við á fjórðungsþingi í september þegar hann var inntur eftir því hvað hefði breyst síðan í júní og sagði vinnu við háhraðanettengingar vera vel á áætlun.“ Guðbrandur segir að þar hafi einnig komið fram að búið væri að tengja Árneshrepp. „Nú frétti ég að fólk í Árneshreppi hefði bara keypt sér gsm-pung og það reyndist illa. Þann 19. október (rétt áður en síð- asta Bændablað kom út) átti að fara mannskapur norður í Árneshrepp og setja upp búnað á bæjum þar og vinna sig síðan suður sýsluna, þetta sagði mér maður frá Símanum sem hafði samband við mig vegna teng- ingar hjá mér. Á mánudegi, viku seinna, hafði ekki sést til þeirra ennþá,“ sagði Guðbrandur jafn- framt. Á vef Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík í Árneshreppi kemur fram að síðustu vikuna í október hafi verið unnið að tengingum þar í sveit og um mánaðamótin hafi átt eftir að tengja í Djúpavík og Kjörvogi. Guðbrandur telur að þeirri þjón- ustu sem boðið er upp á sé eftir sem áður ábótavant. „Mér þætti til dæmis fróðlegt að bera saman verðið á þessu eina megabæti sem okkur í sveitinni stendur til boða við t.d. verðið á höfuðborgarsvæð- inu. Guðbrandur telur líka að ekki sé raunverulegt val um hvaða síma- fyrirtæki sé skipt við: „Varðandi fullyrðingu Fjarskiptasjóðs um aðgengi allra sem selja netþjón- ustu að þessu nýja kerfi virðist hún vera tómt bull, því ég var með 3G-pung frá NOVA og hringdi því fyrst þangað til að fá tengingu. Því var svarað til að fyrirtækið gæti aldrei orðið samkeppnisfært, því fyrst yrðu þeir að greiða Símanum fyrir aðgengi, sem er nærri sama upphæð og þeir selja viðskipta- vinum þjónustuna á.“ Þetta telur Guð brandur að gangi þvert á þær full yrðingar Fjarskiptasjóðs sem koma fram í tilkynningum að sala sé hafin á háhraðanettengingum og öllum söluaðilum netþjónustu standi til boða að nýta það tæki- færi. Baldur Jónasson í Bæ á Sel- strönd, sem einnig er í Kald rana- nes hreppi, segir að vissulega hafi reynt á þolinmæðina þennan tíma sem verkefnið hefur tekið. „Það eru ekki nema tæp þrjú ár sem þetta hefur tekið síðan ég fór að fylgjast með þessu, ég held að þetta gangi bara þokkalega miðað við hvernig hlutirnir ganga hér á Ströndum. Þetta er rosalega gott fyrir þolinmæðina!“ Baldur tekur undir með Guðbrandi að um sé að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa í sveitarfélaginu: „Fyrir mig prívat og persónulega þá er ég að vinna við uppsetningu á vefsíðum og vinn mikið yfir netið. Já, verður maður ekki að fagna, það kemur þó hægt sé.“ kse Sigríður Ásta Árnadóttir endur- vinnur gamlar ullarflíkur undir nafn inu Kitschfríður. Hún litar, klippir, bróderar og þæfir og er útkoman iðulega æði skrautleg. Uppistaðan í fatalínunni Kitschfríði er peysur og pils en einnig má þar finna töskur unnar úr gömlum Álafossteppum, húfur, sokka, skart og annað smálegt. Mikil aðsókn að Handverki og hönnun Mikið var um að vera í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi þegar sýningin Handverk og hönnun fór fram, en fullt var út úr dyrum alla sýningardag- ana. Þar mátti sjá margt af því helsta sem gerist í heimi íslensks handverks, listiðnaðar og hönn- unar í dag. Þátttakendur voru 59 talsins að þessu sinni og voru það listamennirnir sjálfir sem kynntu vörur sínar. ehg Orðnir langeygir eftir háhraðatengingum Nýir aðilar hafa tekið við rekstri Véla og þjónustu. Eið ur Har- alds son, kenndur við fyrir tæk- ið Háfell og Ævar Þor steins son, fram kvæmdastjóri og einn eig- enda Kraftvéla keyptu fyrirtæk- ið og hyggja á uppbyggingu þess. Eiður sagði í samtali við Bænda blaðið að kaupin á fyrirtæk- inu hafi borið brátt að. „Þetta var tækifæri sem að kom upp í hendun- ar á okkur og var gengið frá á einni viku. Við ætlum okkur að auka þjónustu fyrirtækisins eftir megni. Fyrst um sinn verður viðgerðar- þjónusta rekin hjá Kraftvélum þar sem fyrir er mikil reynsla en við stefnum jafnframt að því að ráða til okkar menn sem eru sérhæfðir í viðgerðum á þeim merkjum sem við munum hafa umboð fyrir. Við höfum nú þegar ráðið til okkar þrjá fyrrum starfsmenn Vélavers. Við stefnum að því að taka yfir umboð fyrir nokkrar þeirra vélategunda sem Vélaver var með á sínum snærum auk þess sem viðræður standa yfir um kaup á lager fyrirtækisins. Við höfum nú þegar tryggt okkur umboð fyrir New Holland og annað er í burð- arliðnum. Við höldum auðvitað þeim merkjum sem fyrir voru hjá Vélum og þjónustu.“ Ekki hefur verið sérstaklega bjart yfir sölu á landbúnaðarvél- um upp á síðkastið. Eiður segir að stefnan sé að byggja upp fyr- irtækið og vera síðan tilbúnir til að þjónusta viðskiptavini þegar efnahagsumhverfið lagist. Fimm manns munu starfa hjá fyrirtæk- inu fyrsta kastið og hefur Viktor Ævarsson verið ráðinn fram- kvæmdastjóri en Viktor er sonur Ævars Þorsteinssonar annars hinna nýju eigenda. fr Nýir eigendur taka við Vélum og þjónustu Náttúrusetur á Húsabakka í Svarfaðardal hefur formlega verið stofnað. Jafnhliða var sett á fót sjálfseignarstofnun um reksturinn en í henni eiga fjórir aðilar stofnhlut. Það eru: Hollvinafélag Húsabakka, Dalvíkurbyggð, KEA og Spari- sjóður Svarfdæla. Í þriggja manna stjórn eiga sæti Trausti Þórisson f.h. Hollvinafélagsins, Hildur Ösp Gylfadóttir f.h. Dalvíkurbyggðar og Haukur Snorrason f.h. KEA. Með náttúrusetrinu er hug- myndin að blása nýju lífi í skóla- húsnæðið á Húsabakka, sem hefur staðið vannýtt frá því reglu- leg skólastarfsemi lagðist af árið 2005, og tengja það Friðlandi Svarfdæla, sem einnig hefur að mörgu leyti verið vannýtt auðlind í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir fjölþættri starfsemi við nátt- úrusetrið á þremur meginstoð- um: skólabúðum með áherslu á umhverfisfræðslu og umhverf- isvernd, fræðasetri með aðstöðu fyrir fræðimenn og háskólahópa og í þriðja lagi ferða- og ráð- stefnumiðstöð. Þá er einnig unnið að undirbúningi sýningarinnar Friðlandið og fuglarnir. MÞÞ Náttúrusetur á Húsabakka

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.