Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Eymundur Magnússon í Vallanesi kynnti lífrænar vörur sínar á sýning- unni. Íslenskar landbúnaðarvörur fyrir- ferðarmiklar á stóreldhúsasýningu Sýningin Stóreldhúsið 2009 var haldin á Grand Hótel í Reykjavík í lok október. Þar kynntu helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði matvörur, tæki, búnað og annað sem tilheyrir stóreldhúsum. Sýningin var ekki opin almenningi heldur eingöngu fyrir fagfólk. Allmargir framleiðend- ur landbúnaðarvara voru á sýningunni, sem þótti takast með miklum ágætum. ehg Á vegum sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins er starf- andi nefnd sem skipuð var 26. mars sl. af þáverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra, Steingrími J. Sigfús syni. Nefndin hefur það hlutverk að vinna að langtímastefnumótun fyrir íslenska nytjaskógrækt í sam- ræmi við lög um landshlutaverk- efni í skógrækt frá árinu 2006. Níels Árni Lund, skrifstofu- stjóri, ritari og starfsmaður nefnd- arinnar, segir að í skipunarbréfinu sé nefndinni falið að leggja mat á hvernig til hefur tekist með fram- kvæmd landshlutaverkefnanna, með hliðsjón af umfangi gróð- ursetningar og árangur af því starfi. Meðal atriða sem nefndinni er falið að skoða í því tilliti eru: Níels Árni segir nefndina hafa starfað ötullega og fundað hafi verið með stjórnum og fram- kvæmdastjórum allra lands- hlutaverkefnanna. „Óskað var eftir viðhorfum stjórnanna til verkefn- anna ásamt því að fá frá þeim helstu áhersluatriði sem stjórnirnar telja mikilvæg. Sömuleiðis hefur nefnd- in kallað stjórnarmenn allra félaga skógarbænda á sinn fund og heyrt þeirra viðhorf. Bæði stjórnir verk- efnanna og félaga skógarbænda hafa lagt inn skrifleg erindi er þetta varðar sem nefndin er að vinna úr. Þá hefur nefndin auk þessa fundað með stjórn Landssambands skógar- eigenda og stjórn Bændasamtaka Íslands og fengið upplýsingar um viðhorf þeirra til verkefnanna. Ljóst er að töluverður nið- urskurður verður á fjárlögum til verkefnanna í ár og þá hafa fjárlög undanfarin ár ekki verið í samræmi við óskir eða væntingar. Í kynn- isferðum okkar hefur það greini- lega komið fram að mikið hefur áunnist í skógrækt bænda og þessi nýja búgrein að öðlast viðurkenn- ingu sem slík. Að langmestu leyti er unnið á jörðum bænda og sjá nú margir fram til þess tíma er skógur- inn fer að gefa raunverulegar tekjur í aðra hönd,“ segir hann. Ný búgrein á Íslandi sem miklar vonir eru bundnar við „Það hefur verið viðmið að rækta skóg á 5% af láglendi landsins innan 40 ára,“ segir Níels Árni. „Það var stórt markmið og ljóst að það mun ekki ganga eftir. Þar með er ekki sagt að væntingar til skóg- framleiðslu hafi nokkuð minnkað, raunar þvert á móti þar sem reynsla undanfarinna ára hefur sannað að hægt er að rækta skóg á Íslandi með góðum árangri – nánast hvar sem er á landinu. Mikill áhugi er á þess- ari nýju búgrein, ekki aðeins meðal bænda heldur einnig fólks sem sér nýja auðlind vera að skapast. Oft hefur verið bent á hve verkefnin ein og sér muni styrkja viðkomandi byggðir því þau eru undir stjórn þeirra og þeim fylgir fjöldi hlið- arstarfa. Þá sjá menn fram á ýmsa möguleika í framtíðinni, bæði hvað varðar atvinnu sem og fjölþætta nýt- ingu afurða úr skóginum.“ Að sögn Níelsar Árna felst vinna nefndarinnar í að gera langtíma- stefnumótun í skógrækt fyrir lands- hlutaverkefnin; bæði um kostnað og markmið. Svarað verði spurningum eins og hvernig skóg á að rækta, hvar á hann að vera, hvaða afurð- ir viljum við fá og hvernig á að ná markmiðunum. „Í þeirri umræðu hafa komið upp mál eins og eign- arhald á skógi og kolefnisbinding skóga, sem allt lítur út fyrir að verði mikils metin í framtíðinni. Fræöflun og aðgát varðandi gróð- ursetningu í akuryrkjuland hefur einnig komið til umræðu. Öll þessi atriði og fleiri er nefndin að fjalla um.“ Búast má við áfangaskýrslu nefndarinnar í lok ársins eða byrj- un árs 2010, en stefnt er að því að nefndin ljúki störfum fyrir vorið. -smh Miklar væntingar til skógræktar á Íslandi – Unnið að langtímastefnumótun fyrir nytjaskógrækt Níels Árni Lund er ritari nefndar sem vinnur að stefnumótun fyrir íslenska nytjaskógrækt. Í lok marsmánuðar sl. var kynnt ítarleg skýrsla um kornrækt á Íslandi sem unnin var af ráð- gjafarfyrirtækinu Intellecta fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið, í samvinnu við Land búnaðarháskóla Íslands, Bænda samtök Íslands og Félag korn bænda. Markmiðið var að greina möguleikana sem felast í korn rækt á Íslandi og til hvaða aðgerða stjórnvöld geta gripið í því skyni að stuðla að eflingu greinarinnar. Nú hefur framhald orðið á þess- ari vinnu því ráðherra hefur skip- að nefnd sem ætlað er að fylgja skýrslunni eftir. Sveinn Ingvarsson, bóndi í Reykjahlíð og varaformað- ur Bændasamtaka Íslands, er for- maður nefndarinnar og segir hann að nefndarstörf séu nýhafin. „Við héldum okkar fyrsta fund seinni partinn í október sl. Markmið nefndarinnar er að kanna hversu arðbær kornrækt á Íslandi geti orðið, að gefnum mismunandi for- sendum. Síðan á að búa til líkan af því hvernig best verður að standa að kornræktinni til framtíðar. Það verður einnig farið nákvæmlega í að kanna hvernig stuðningi við kornrækt er háttað í nágrannalönd- unum og bera hann saman við þær aðstæður sem eru hér á landi. Vinnan er á frumstigi, en ég hef þó væntingar til þess að hægt verði að skila niðurstöðum snemma á næsta ári – helst fyrir Búnaðarþing.“ Í niðurstöðum skýrslunnar sem kynnt var í mars sl. kemur fram að rými er fyrir tvöföldun kornræktar á næstu 2-3 árum og þreföldun á næstu 5-7 árum. Rekstarlegar for- sendur fyrir kornrækt eru metnar jákvæðar og að hlýnandi veðurfar muni auka uppskeru og bæta rækt- unarskilyrði. Þá segir þar að stuðn- ingur stjórnvalda ætti að beinast að því að ryðja burtu hindrunum og hjálpa greininni að vaxa með því að takast á við verkefni sem hver og einn framleiðandi ræður ekki við einn og sér. Er þar aðallega horft til stuðnings við ákveðna þætti umgjarðarinnar, eins og t.d. við að koma á fót stórum þurrkstöðvum. -smh Möguleikar íslenskar korn- ræktar áfram til skoðunar Norrænir alifugla- bændur funda á Íslandi Dagana 17.-20. nóvember verður haldin árleg Norður- landaráðstefna um alifugla- rækt og fer hún fram í Bænda höllinni. Níu ár eru liðin síðan ráðstefna sem þessi var síðast haldin hér á landi. Búist er við 60-70 norræn- um gestum á ráðstefnuna en auk þess sækja hana íslenskir alifuglabændur og dýralæknar Hluti ráðstefnunnar er sérstak- lega ætlaður dýralæknum, en að sjálfsögðu verða hagsmuna- mál alifuglabænda áberandi. Norðurlandaráðstefnan er eins konar uppskeruhátíð þeirra sem starfa við alifuglarækt og þar eru kynntar allar nið- urstöður úr nýjustu rannsókn- um sem gerðar eru í þessari grein. Fjöldi forvitnilegra fyr- irlestra verður fluttur og spann- ar efni þeirra allt frá örverum til Evrópureglna, með viðkomu í fóðrun, dýravernd, loftræst- ingu og ormaveiki, svo fátt eitt sé talið. Stefnt er að því að færa öll verkefni tengd forða gæslu málum bænda frá Bænda sam tökum Íslands til Matvæla stofn un ar (MAST) frá og með næsta hausti. Lög sem sett voru um Landbúnaðarstofnun árið 2006 fólu í sér að stofn- unin tæki að sér flest þau verk- efni sem Bænda samtökin höfðu sinnt varð andi framkvæmd laga um forðagæslumál. Nú er stefnt að því að Bændasamtökin hætti að sinna þessum verkefnum, líkt og þau hafa gert frá árinu 2006 samkvæmt samkomulagi við Landbúnaðarstofnun fyrst og síðar MAST. MAST mun því frá næsta hausti sinna þessum verk- efnum sjálf, senda út skýrslur til bænda, safna saman forðagæslu- skýrslum, halda saman tölulegum gögnum hafa alla umsjón með þessu eftirliti frá upphafi til enda. Í stað þess að Bændasamtökin sinni samskiptum við búfjáreft- irlitsmenn verða þessi verkefni alfarið hjá MAST. BÍ mun því eingöngu sinna leiðbeiningarverk- efnum til bænda sem þeirra ráð- gjafar. Fram til þessa hafa verkleg- ir þættir eftirlitsins verið vistaðir hjá Bændasamtökunum með sam- komulagi við MAST en þar hefur hin stjórnsýslulega ábyrgð legið. Erna Bjarnadóttir forstöðumaður félagssvið Bændasamtakanna segir að í raun breyti þessi yfirfærsla sáralitlu gagnvart bændum. „Þetta mun þó væntanlega gera ábyrgð- ina skýrari. Við höfum reyndar haldið nokkuð að okkur höndum varðandi þróun tölvukerfa og ann- arri þjónustu kringum þetta eftir- lit. Fyrirhugað er að MAST semji við tölvudeild Bændasamtakanna um þróun á slíku kerfi sem mun t.d. gera bændum kleift að skila sínum skýrslum á rafrænu formi. Það er fyllilega tímabært en Bændasamtökin hafa ekki viljað fara í vinnu af því tagi í ljósi þess að þessi verkefni eru ekki á okkar hendi lengur.“ Erna segir að Bændasamtökin hafi leitað ákveðið eftir því allt síðastliðið ár að MAST tæki yfir verkefni tengd forðagæslumálum eins og lögin kveða á um. „Það stóð til að þessi verkefni færðust frá Bændasamtökunum síðastlið- ið haust en af því varð ekki. Við munum því sinna þessum verkefn- um fram á næsta haust. fr Forðagæslumál verði að fullu á hendi MAST frá næsta hausti Búfjáreftirlitsmenn héldu ´árlegan fund sinn í Bændahöllinni nú í októberlok. Ef að líkum lætur verður þetta síð- asti fundurinn sem haldinn er undir merkjum Bændasamtaka Íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.