Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Hvað á blessað fólkið að gera? Undanfarna daga hafa fjölmiðlar og bloggheimar farið hamförum út af meintum – hugsanlegum – afskriftum á skuldum Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans sem tengjast fyrirtækinu Hagar. Um- ræðan einkennist af því að enginn veit í rauninni hvað stendur til, á að afskrifa skuldirnar en láta fjölskylduna halda fyrirtækinu? Ef svo væri myndi það sennilega leiða til uppreisnar lýðsins undir forystu hins endurfædda Black & Decker í Hádegismóum. Þetta veit hins vegar enginn því þeir sem gerst eiga að vita neita að tjá sig, segja málið ekki afgreitt og ótímabært að upplýsa um ákvarðanir sem ekki liggja fyrir. Það er svo sem skiljanlegt en samt grábölvað því þjóðin á heimtingu á að fá að fylgjast grannt með því hvernig þessari fjölskyldu reiðir af. Hún gegndi lykilhlutverki í útrásinni og marg- ir heimta að hún axli sína ábyrgð og sín skinn í uppgjörinu. Þessi umræða sýnir í hnot- skurn þann lýðræðisvanda sem íslensk stjórnvöld glíma við. Ann- ars vegar eru gerðar kröfur um að þau gangi hreint og ákveðið til verks og refsi þeim harðlega sem sök eiga á því hvernig fyrir þjóð- inni er komið. Hins vegar er þess                 dragi sem allra mest úr afskiptum sínum af þegnunum. Þeim sé ekki treystandi því þeir séu órjúfanleg- ur partur af kunningjasamfélaginu sem ávallt sér um að hygla sínum. Það er því engin furða þótt       því hvort þeir eigi að vera eða ekki vera. Það er hin stóra spurn- ing, nú sem fyrr. –ÞH GARÐYRKJAN HEFUR vakið athygli á stórhækk- uðum kostnaði vegna raforkukaupa. Merkilegt er að fylgjast með framgangi málsins. Ekki er hægt að kvarta yfir því að sjónarmið hennar mæti ekki skilningi. Stjórnmálamenn kepp- ast við að lýsa velþóknun á sjónarmiðum bændanna. Almenn umræða tekur hraustlega undir. En hvað svo? Fátt gerist. Reynt er að þoka málum áfram, lítið sést til árangurs. Hér eiga greinilega ekki við einfaldar lausnir. Kannski hefur ekki komið fram raunveruleg ástæða þess hvers vegna illa gengur. Meinsemdin er ekki viljaleysi. Meinsemdin er væntanlega innbyggður vandi í löggjöf. Raforkulöggjöfin, sem á ættir sínar að rekja í tilskipanafrumskóg ESB, hentar ekki íslensk- um aðstæðum. Hún hentar vonandi ágætlega á meginlandi Evrópu, en ekki hér. Hér hefur að öllum líkindum tekist einstaklega illa að heimfæra ESB-reglur upp á okkar strjálbýla og fámenna land. Við höfum lent í slíku marg- oft og nægir að nefna fyrstu drög að inn- leiðingu á því sem í daglegu tali er kallað Matvælafrumvarp. Stórnotendur raforku, garð- yrkjubændur, hafa líklega lokast inni í ein- hverjum kössum tilskipana sem ekki má láta vinna saman. Stjórnmálamenn finna ekki leið- ir, í það minnsta ekki ennþá. Garðyrkjubændur ætlast ekki til annars en að vera viðurkenndir sem alvöru kaupendur. Þeir vilja breyta auðlind okkar í mat, en standa gegn kerfi sem hrekur þá til að slökkva ljós eða draga verulega saman. Garðyrkjubændur ætl- ast ekki til að aðrir greiði reikninga þeirra. Ef verð til þeirra verði lækkað þá þurfi aðrir að greiða meira, er margnotað svar. Örugglega rétt svar miðað við það kassakerfi sem búið er að búa til. En hvað gerist þegar raforkukaup minnka og slökkt er á ljósum? Hvernig reiðir þá af hagkvæmnikröfu á raforkudreifingu? Eða þegar framleiðandi rafmagns missir markað, verður þá ekki eftir sömu rökum að hækka raf- orkugjald á heimili? Kannski er vafasamt að draga svona ályktanir, en það er ekki annað í boði. Ekki tekst stjórnmálamönnum að höndla málið. Þeir gætu til að mynda svarað því að ekkert sé hægt að gera frekar en láta endalaust sem eitthvað eigi að gera. Annað dæmi um slaklega innleiðingu ESB- gjörða eru lög um póstþjónustu. Þar hefur Alþingi innleitt löggjöf sem gerir sterka arð- semiskröfu á Íslandspóst. Fyrirtækið verður að hagræða og missir innan tíðar einkaleyfi sitt. Eftir það á markaðurinn að sjá um lausn vandans. Sér einhver fyrirtæki bíða í röðum eftir að fá að keyra póst í allar sveitir landsins? Rétt eins og með rafmagnið, þá skal dreifbýl- ið sitja uppi með kostnaðinn. Verður póstur í sveitirnar hálfsmánaðargamall þegar hann kemur? Ef hann kemur? Hefur Alþingi ein- hvern tímann rætt og samþykkt að réttlátt sé að íbúar dreifbýlis skuli ekki njóta grunnþjónustu á sambærilegum kjörum og íbúar þéttbýlis- staða? Eða ætti ég að segja suðvesturhornsins? Auðvitað er aukakostnaður af búsetu í dreif- býli. En þegar um er að ræða grunnþarfir eins og rafmagn og póst hefur í það minnsta eng- inn sagt enn að þar eigi að bjóða annars flokks kjör. Það þarf ekki alltaf heilar byggðastofnanir eða byggðamálaráðuneyti til að sjá slíkt. Það heitir almenn skynsemi. Meðal annarra orða: Hvaðan kemur orkan? Hvar liggja raflínurnar? Útigangsfé Þó umræða um fjárstofninn í Tálkna sé þegar orðin meiri en nóg verður ekki annað séð en að þar séu menn einungis að framfylgja landslög- um. Framleiðsla á mat er alvörumál. Til þess að tryggja forsvaranleg skilyrði og góðan aðbúnað búfjár gilda í landinu lög um landbúnað. Lögin endurspegla vilja þjóðarinnar um það hvernig að verkum skuli staðið. Er hér mælst til þess að umræða um búfjárhald og búfé verði ekki því marki brennd að hún sé tilmæli um að ekki sé farið að lögum og hún sé að minnsta kosti rök- studd. HB LEIÐARINN Mótmæli garðyrkjubænda Stofnfundur Samtaka ungra bænda var haldinn í Dalabúð í Búðardal 23. október síðastlið- inn. Samtökin eru ætluð ungu fólki á aldrinum 18 til 35 ára sem hafa áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar. Ríflega eitt hundrað manns gerð- ist stofnfélagar í samtökunum og var almenn ánægja með stofn- un þeirra. Höfðu ýmsir á orði að stofnun slíkra samtaka væri löngu tímabær. Fundurinn sam- þykkti meðal annars ályktun þar sem skorað var á landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir bættu lánaum- hverfi fyrir ungt fólk sem vill hefja búskap og liðka á þann hátt fyrir nýliðun í landbúnaði. Rétt er að minna á að í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar er tiltekið að styðja skuli við nýlið- un í bændastétt og ungu fólki auðveldað að hefja búskap. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn sem er skipuð þeim Margréti Ósk Ingjaldsdóttur, Þjórsárnesi í Flóa, Oddnýju Steinu Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, Helga Hauki Haukssyni, Straumi í Hróarstungu, Sigurði Þór Guð- mundssyni, Holti í Þistilfirði og Gunnbirni Ketilssyni, Finnastöðum í Eyjafirði. Helgi Haukur, sem kos- inn var formaður félagsins segir að stofnfundurinn hafi í alla staði verið ákaflega vel heppnaður. „Það mætti þarna vel á annað hundrað manns og mikil ánægja með fund- inn og stofnun félagsins. Ég vil sér- staklega þakka gestum sem sáu sér fært að mæta til okkar, svo sem for- seta Íslands, landbúnaðarráðherra, stjórnmálamönnum og forsvars- mönnum hagsmunasamtaka í land- búnaði. Þessi fjöldi ungs fólks sem mætti á fundinn finnst mér benda til þess að ungt fólk er óhrætt við að takast á við þau verkefni sem bíða, hvort sem um er að ræða þá sem munu tryggja matvælafram- leiðslu á komandi árum eða þá sem munu færa gjaldeyri til landsins með ferðamönnum í Ferðaþjónustu bænda.“ Helgi Haukur segir næg verkefni framundan hjá samtökunum. „Eitt af okkar fyrstu verkum verður að stofna landshlutafélög. Við hyggj- umst stofna fjögur félög til að byrja með en útfærslan verður vitanlega í samvinnu við fólkið í samtökunum. Tilgangur samtakanna er auðvit- að að styrkja tengslanet ungs fólks í landbúnaði og félagsmálaþátt- töku þess. Ég held líka að það sem liggur fyrir hjá samtökunum sé að reyna að vinna að aukinni nýliðun í landbúnaði, við þurfum að móta stefnu í mýmörgum málum, til að mynda í Evrópumálum og varðandi jarða- og ábúðarmál auk annarra mála. Við ætlum okkur líka að vera samtök ungs fólks í dreifbýli og allt eru þetta snertifletir við það.“ Helgi Haukur segir að sam- tökin stefni að því að vinna með Bændasamtökunum í ákveðnum málum en ekki sé stefnt að því að sækja um aðild þar, í það minnsta ekki að sinni. Samtökin fengu í vöggugjöf lénið ungurbondi.is frá Landssamtökum sauðfjárbænda og er stefnt að því að koma þeirri síðu í gagnið á næstunni. Helgi Haukur segist þakklátur sauðfjárbændum fyrir það tannfé enda sé afar mik- ilvægt fyrir félagsskap af þessu tagi að vera vel sýnilegur. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í samtökin eru hvattir til að senda póst til for- mannsins á netfangið helgi@isbu. is. fr Ungir bændur stofna samtök           "  #   Nýkjörin stjórn Samtaka ungra bænda, talið frá vinstri: Margrét Ósk Ingjaldsdóttir, Þjórsárnesi í Flóa, Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, Helgi Haukur Hauksson, Straumi í Hróarstungu, Sigurður Þór Guðmundsson, Holti í Þistilfirði og Gunnbjörn Ketilsson, Finnastöðum í Eyjafirði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.