Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009
Loftslagsmál hafa verið mikið
til umræðu upp á síðkastið og
veldur því eflaust ráðstefna
Sameinuðu þjóðanna um þennan
mikilvæga málaflokk sem haldin
verður í Kaupmannahöfn dagana
7.-18. desember næstkomandi.
Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í
þessari ráðstefnu. Hugi Ólafsson
skrifstofustjóri stefnumótunar
og alþjóðamála í umhverfisráðu-
neytinu hefur haldið utan um
loftslagsmál af hálfu umhverf-
isráðuneytisins á undanförnum
árum og tekið þátt í samningavið-
ræðum, auk þess sem hann leiðir
nýskipaða verkefnisstjórn um
aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
innanlands. Bændablaðið hélt á
fund Huga til að ræða við hann
um ráðstefnuna, ekki síst í ljósi
aukins þrýstings af hálfu alþjóð-
legra bændasamtaka í þá veru
að landbúnaður skipi veigameiri
sess í væntanlegu samkomulagi
um loftslagsmál en raunin var
um Kýótó-bókunina.
En áður en við komum að því
spurði blaðamaður Huga hvort
hann ætti von á að á ráðstefnunni
náist samstaða um eitthvað sem
gæti komið í stað Kýótó-bókunar-
inn ar?
„Það verður erfitt og fyrir því
eru einkum tvær ástæður. Í fyrsta
lagi hafa samningaviðræðurnar
verið einhverjar þær flóknustu og
mannfrekustu sem um getur, ekki
bara í sögu umhverfismála heldur
í sögunni. Flækjustigið er hátt enda
tengjast loftslagsmál öllum öðrum
þáttum umhverfis- og efnahags-
mála. Það eru komnir á blað ítar-
legir textar og mönnum óar við
að þjappa þeim saman í sæmilega
skiljanlegt plagg á stuttum tíma. Í
öðru lagi er óvissa um hvort raun-
verulegur vilji er til staðar til að ná
samkomulagi um stærstu ágrein-
ingsmálin nú“ sagði Hugi.
Afstaða stórveldanna ræður
mestu
– Hvað gæti ráðið úrslitum um það
hvort árangur næst?
„Það er að það náist pólitísk
samstaða. Loftslagsmálin hafa
verið rædd á hæsta pólitíska stigi,
leiðtogafundum G8-hópsins og í
tvíhliða viðræðum þjóðarleiðtoga.
Það sem mestu máli skiptir er
afstaða Bandaríkjanna og Kína.
Flestir telja að einföld framlenging
á Kýótó-bókuninni dugi ekki ein og
sér. Þar eru 37 ríki sem ábyrg eru
fyrir þriðjungi losunar á heims-
vísu og hlutur þeirra fer minnk-
andi. Það verður annars vegar
að fá Bandaríkin með en þau eru
eina þróaða ríkið sem ekki stað-
festi Kýótó-bókunina og hins vegar
verður einhvern veginn að taka á
losun ört vaxandi stórvelda á borð
við Indland og Kína, en síðar-
nefnda ríkið er sennilega komið
fram úr Bandaríkjunum í losun
gróðurhúsalofttegunda.
Hvað Bandaríkin varðar þá
er lykilatriði fyrir forsetann að
koma löggjöf í gegnum þingið.
Bandaríkjastjórn skrifaði á sínum
tíma undir Kýótó-bókunina en
þingið neitaði að staðfesta hana
nema stóru þróunarríkin kæmu
með. Obama skrifaði ekki undir
Kýótó-bókunina eins og Ástralir
gerðu þegar þar var skipt um stjórn.
Frumvarp um loftslagsmál hefur
hlotið samþykki fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings en er í biðstöðu í
öldungadeildinni.
Síðan er það spurning hver
afstaða Kínverja og Indverja verð-
ur. Þeir hafa hingað til verið með
harða línu og sagt að iðnríkin
verði að taka ein ábyrgð á los-
uninni því þau hafi orðið rík með
því að menga og afleiðingarnar af
því bitni verst á þróunarríkjunum.
Þróunarríkin séu hins vegar fátæk
og þurfi svigrúm til að bæta lífs-
gæðin með tilheyrandi losun. Upp á
síðkastið virðist mörgum Kína hins
vegar sýna merki um vilja til þess
að taka þátt í að takmarka losunina.
Kína vill njóta virðingar á heims-
vísu sem vaxandi stórveldi og þá
verða Kínverjar að sýna ábyrgð.
Auk þess hafa Kínverjar verið að
upplifa ýmsar skuggahliðar iðnþró-
unarinnar. Þar er gífurleg loft- og
vatnsmengun sem dregur úr lífs-
gæðum fólks og ógnar vextinum
til lengri tíma. Þess vegna hafa
þeir mikinn áhuga á að koma sér
upp hreinni orkugjöfum og hreinni
tækni.
Samkomulag í Kaupmannahöfn
þarf því að byggjast á því að iðnrík-
in taki á sig hertar skuldbindingar
og veiti þróunarríkjunum tækniað-
stoð, gegn því að þróunarríkin axli
sinn hluta ábyrgðarinnar og velji
grænni leiðir til þróunar. Um þetta
er tekist á og það gæti tekið lengri
tíma að ná fullbúnu samkomu-
lagi en er til staðar fyrir fundinn í
Kaupmannahöfn. En til lengri tíma
litið eru menn bjartsýnir á að það
náist samkomulag, það vill enginn
skerast úr leik.“
Munur á lausnum milli ríkja
Á norrænum bændafundi hér í
sumar og alþjóðafundum bænda
hafa loftslagsmál verið ofarlega
á baugi. Roger Johnson for-
seti National Farmers Union í
Bandaríkjunum sagði frá sam-
komulagi sem gert var vestra um
að landbúnaður yrði undanþeginn
því að draga úr losun gegn því að
hann legði sitt af mörkum með
því að rækta vistvænt eldsneyti,
auka bindingu með skógrækt og
breyta landnotkun. Verður tekið
tillit til þessara sjónarmiða í
Kaupmannahöfn?
„Í Kýótó-bókuninni er gert ráð
fyrir að hvert ríki ráði því hvernig
það dregur úr losun. Það er mikill
munur eftir ríkjum hvaða mögu-
leika þau hafa á að draga úr losun,
til dæmis er aðeins um 8% af losun
OECD-ríkja að meðaltali frá land-
búnaði en yfir helmingur losunar
á Nýja-Sjálandi. Menn viðurkenna
að landbúnaður sé geiri þar sem
ekki er auðvelt að draga verulega
úr losun. Tækifærin eru víðast
miklu meiri í orkubúskapnum. Ekki
hefur fengið hljómgrunn að setja
tölulegar kvaðir á einstaka geira á
heimsvísu, en það þarf að taka tillit
til ríkja sem hafa mikla sérstöðu.
Staðan hér á landi er sú að losun
frá landbúnaði er um 12% losunar
í landinu og í nýlegri skýrslu sér-
fræðinga um möguleika til að draga
úr losun hér á landi kemur fram að
þeir eru ekki taldir miklir í land-
búnaði. Þar eru þó tillögur m.a. um
bætta meðferð búfjáráburðar og
fóðrun búfjár sem vert er að skoða.
Hins vegar eru gífurlegir mögu-
leik ar hér á landi í bindingu með
breyttri landnotkun. Skylt er að
gera grein fyrir skógrækt í Kýótó-
bók un inni og Íslendingar fengu það
í gegn að landgræðsla er valkvæð
að ferð til bindingar. Við höfum lagt
tölu verðan kraft í að byggja upp
þekk ingu til þess að styrkja bók-
hald yfir slíka bindingu og eigum
orðið góða sérfræðinga á þessu
sviði.
Endurheimt votlendis er önnur
mótvægisaðferð sem getur dreg-
ið úr nettólosun hér á landi og við
höfum lagt fram tillögu um hana
í loftslagsviðræðunum. Viðtökur
við henni hafa verið jákvæðar, en
bent hefur verið á að á móti þurfi
að draga frá óraskað votlendi sem
ræst er fram. Það er þó nokkur and-
staða í samningaviðræðunum við
nýjar tillögur varðandi landnotkun
yfirleitt. Sumir telja að aðgerð-
ir varðandi landnotkun dragi úr
áherslu á samdrátt í notkun kola og
olíu. Aðrir vantreysta bókhaldinu
yfir losun og bindingu í landnotk-
un, sem er sannanlega mun flókn-
ara en varðandi eldsneytisnotkun.
Sérstaklega vilja mörg þróunarríki
fara sér hægt í þessum efnum, en
Ísland er meðal þeirra landa sem
hafa viljað efla þátt landnotkunar
við lausn loftslagsvandans og efla
jafnframt vísindin og bókhaldið
svo ekki sé ástæða til að draga tölur
þar í efa.“
Endurheimt votlendis vel tekið
– Það stendur væntanlega upp á
okkur að sýna fram á hve mikil
bindingin er.
„Já, en það hefur hingað til
gengið ágætlega hjá okkur. Árlega
er farið yfir bókhaldið hjá okkur
og fyrir skömmu kom hingað sjö
manna sendinefnd og var í heila
viku að fara í saumana á bókhald-
inu. Þetta er strangara eftirlit en hjá
nokkrum öðrum samningi á sviði
umhverfismála og það er velt við
hverjum steini. Eftirlitsaðilar hafa
m.a. gert athugasemd við það að í
bókhaldið hjá okkur vantaði losun
frá minkabúum sem er raunar
hverfandi lítil, en við bættum því
við.
Við þurfum að vera á tánum
hvað varðar bindingu með land-
græðslu því þar erum við brautryðj-
endur og raunar líklega eina ríkið
sem hefur tekið þetta inn í lofts-
lagsbókhaldið hjá sér af einhverri
alvöru. Það sama myndi gilda um
endurheimt votlendis ef sú tillaga
nær fram að ganga. Hún hefur feng-
ið góðan stuðning frá náttúruvernd-
arsamtökum og mörgum ríkjum og
í viðræðunum hefur komið fram að
framræsla votlendis og möguleg
endurheimt er víðar viðfangsefni
en hér á landi. Við höfum bent á að
hér á landi eru engin kolaorkuver
til þess að loka svo þetta er góður
viðbótarmöguleiki fyrir okkur til að
draga úr losun, auk landgræðslu og
skógræktar. Undirbúa þarf hugsan-
legt átak í endurheimt votlendis vel
og ljóst að ekki er vilji og ástæða
til að hrófla við öllum túnum sem
ræktuð eru á framræstu landi. Það
þarf að kortleggja þessi svæði og
einblína á það land sem ekki er nýtt
til búskapar. Þessi lönd eru flest í
eigu bænda og það þyrfti að koma á
hvötum til þess að þeir sjái sér hag í
því að endurheimta votlendi.“
Markaður með kolefni að opnast
Hugi bendir á að enn sé ekki til
virkur markaður fyrir viðskipti
með losunarheimildir og kolefni,
enda engin starfsemi á Íslandi
sem fellur undir viðskiptakerfi
Evrópusambandsins um slíkar
heimildir, sem Ísland hefur laga-
lega tekið upp.
„Það mun hins vegar breytast á
næstunni því árið 2012 verður flug-
starfsemi felld undir kerfið og ári
síðar kemur ál- og járnblendifram-
leiðsla þar inn. Þegar sá markaður
verður kominn á gætu opnast mögu-
leikar fyrir viðskipti með bindingu
sem bændur gætu fengið aðgang
að. Þetta er hins vegar allt í mótun
á vettvangi Evrópusambandsins en
við fylgjum reglum þess í þessu
máli vegna EES-samningsins. Þetta
er spennandi viðfangsefni og það
er full ástæða til að hvetja menn til
að fylgjast með þeim möguleikum
sem þarna kunna að opnast.
Annar möguleiki er markaður
með losunarheimildir sem ekki eru
tengdar loftslagssamningum. Dæmi
um slíkan markað er Kolviður þar
sem fólki gefst kostur á að kolefn-
isjafna til dæmis útblástur bifreiða
sinna. Slíkir markaðir hafa sprott-
ið upp víða um heim og það hafa
komið fram kröfur um að settar
verði samræmdar reglur um þá. Það
liggur ljóst fyrir að loftslagsmálin
koma bændum við á margvíslegan
hátt. Landbúnaður og landnotkun
eru augljóslega hluti af lausninni á
heimsvísu og það á ekki síður við
hér á landi,“ segir Hugi Ólafsson
skrifstofustjóri í umhverfisráðu-
neytinu. –ÞH
Landbúnaður og breytt landnotkun
hluti af lausn loftslagsvandans
$'"*
"
+"/##"
"
endurheimt votlendis sé vel tekið í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn
Kuggavatn í Vestur-Landeyjum. Fyrrum
bakkar vatnsins eru greinilegir og það hefur
verið ræst fram með þremur skurðum.
Vatnið er litað af mýrarauða úr skurðunum.
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson