Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 15 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Kæru bændur, búalið og annað áhugafólk! Við leyfum okkur að vekja athygli ykkar á nýju bókunum að vestan. Okkar er ánægj- an að auglýsa þær hér í Bændablaðinu að vanda. Bækurnar að vestan fjalla fyrst og fremst um Vestfirði og Vestfirðinga, en eins og allir vita eru Vestfirðingar svolítið sérstak- ir. Ætli bækurnar um þá séu ekki einnig dálítið sérstæðar? Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi. Þær fást í bókaverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur. Sendið okkur bara tölvupóst, jons@snerpa.is. Við greiðum sendingarkostnað Við vekjum athygli á því, að Bækurnar að vestan hafa lítið hækkað í verði í nokkur ár, enda eru peningar ekki grunntónninn í okkar starfsemi þó nauðsynlegir séu til síns brúks. Bestu kveðjur til ykkar og hafið það alltaf sem best. Vestfirska forlagið, Hallgrímur Sveinsson. Bækurnar að vestan 2009 Öll þau klukknaköll Frásagnir 25 prestkvenna Ritnefnd: Síra Ágúst Sigurðsson, Guðrún Lára Ásgeirsdóttir og Anna Sigurkarlsdóttir. Hætt er við að störf margra prestanna hefðu um margt orðið svipur hjá sjón í aldanna rás, ef þeir hefðu ekki haft við hlið sér konu sem var oft þeirra haldreipi. Þessi bók er gefin út til heiðurs öllum þessum góðu konum sem höfðu ekkert erindisbréf og engin laun. En þær veittu mönnum sínum oft styrk og kjark þegar mest á reyndi. Þjóðsögur og gaman- mál að vestan Slegið á létta strengi í kreppunni Úrval úr vestfirskri fyndni Hemmi Gunn tók saman. Í því ástandi sem nú gengur yfir land og þjóð er græskulaus gamansemi bráðnauð- synleg. Svo eru nú Vestfirðingar að margra mati alveg sér á báti. Sögurnar um þá eru bráðskemmtileg lesning, ungum sem öldn- um, piltum og stúlkum, körlum og kerling- um. Sumar sögurnar eru dagsannar, aðrar lognar og fótur fyrir enn öðrum. Upp með húmorinn! Humorous tales Vestfirskar þjóðsögur á ensku Hallgrímur Sveinsson tók saman. Valdar gamansögur á ensku að vestan sem upplagt er að senda erlendum vinum og vandamönnum. Ein af litlu bókunum að vestan Frá Bjargtöngum að Djúpi Nýr flokkur 2. bindi Mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Mjög aðgengileg bók fyrir alla sem áhuga hafa á vestfirskum fróðleik og unna Vestfjörðum og Vestfirðingum. Meðal efnis má nefna grein um athafnamanninn Gísla Jónsson á Bíldudal eftir Jakob Fal Kristinsson. Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar um Árna Jónsson, verslunarstjóra Ásgeirsverslunar, sem var mikill áhrifamaður á Ísafirði áratugum saman, en um hann hefur lítið verið fjallað. Hjalti Jóhannsson skrifar um sitthvað frá Súðavík og birt er viðtal Böðvars frá Hnífsdal við Hrefnu–Láka. Þá er fjallað um vélbyssukjaftana fyrir vestan og fjöldinn allur af vestfirskum sögnum í léttum dúr eru í þessu bindi svo nokkuð sé nefnt. Ný von að morgni Tíu sýslumannssögur að vestan eftir Ólaf Helga Kjartansson sýslumann. Þetta eru sögur um lífið og tilveruna. Flestar snúast um einhvers konar hrun og átök í mannlegri tilveru og uppbygginguna. Ein sagan fjallar til dæmis um það að konur séu miklu betri en karlmenn í að reka íþróttafélög. Þetta er allt skáldskapur. Það eru engar fyrirmyndir. Svona eiga sýslumenn að vera! Kvöldheimar Ljóðabálkur eftir Pär Lagerkvist Tryggvi Þorsteinsson læknir frá Vatnsfirði þýddi. Í Svíþjóð er Nóbelshöfundurinn Pär Lagerkvist ekki síður þekktur sem ljóðskáld en höfundur skáld- sagna. Margir gagnrýnendur kölluðu ljóðabálkinn Aftonland eða Kvöldheima, snilldarverk og lýstu yfir að í því verki næði hann sínum hæstu hæðum sem skáld. Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða Málþing á Patreksfirði vorið 2008 Magnús Ólafs Hansson og Hlynur Þór Magnússon tóku saman. Hér er fjallað um verkun og meðferð mat- væla sem landið og sjórinn gefa (egg, fugl, fisk, sel, hval, jarðargróða), hlunnindi við Breiðafjörð, mataræði sjósóknara á fyrri tíð, sjóræning ja á Vestfjörðum, breiðfirsku bátana, náttúru og sögu suðursvæðis Vest- fjarða, sérstöðu fuglalífs á svæðinu, sögu- staði, skrímsli í Arnarfirði, listamenn á suðursvæði Vestfjarða og fleira. Þá verð ég farinn Vestfirskar smásögur eftir Hafliða Magnússon frá Bíldudal. Þúsund þjala smiðurinn Hafliði Magnússon er Vestfirðingur í húð og hár, bjó lengi á Bíldudal en nú á Selfossi. Hann hefur sett saman marg- ar bækur, samið söngleiki og leikþætti, spilað fyrir dansi, teiknað í blöð og bækur, haldið málverkasýningar, samið lög, gamanvísur og smásögur, svo nokkuð sé talið. Hafliði verður að teljast einn af fjölhæfustu alþýðulistamönnum þessa lands. Og Oddur Björnsson telur hann fyndnasta höfund landsins! 99 vestfirskar þjóðsögur Gamanmál að vestan, 4. hefti Finnbogi Hermannsson tók saman. Allar vestfirsku þjóðsögurnar eru auðvitað meira og minna sannar! Það vita nú allir. Sögusviðið er gamla Vestfjarðakjördæmið. Vestfirsku þjóðsögurnar eru hin besta lesning fyrir sálalífið. Oft var þörf en nú er alg jör nauðsyn á græskulausri gamansemi. Svo kemur til þess orðatiltækis, að rétt sé að hafa það sem skemmtilegra reynist. Enda er ekki um neina sagnfræði að ræða, í hæsta lagi neftóbakssagnfræði, sem er nýyrði í málinu. Verð 1.900 kr. Verð 4.980 kr. Verð 1.900 kr. Verð 800 kr. Verð 4.980 kr. Að sigra sjálfan sig Eftir Gunnnlaug Júlíusson ofurhlaupara Afrek Vestfirðingsins og ofurhlauparans Gunn- laugs Júlíussonar á síðustu árum í langhlaup- um hafa vakið þjóðarathygli. Þegar Gunnlugur byrjaði sinn hlaupaferil var hann tæplega 42 ára gamall, vel yfir 90 kíló að þyngd, og hlaup voru eitthvað sem hann vissi vel að voru ekki hans deild. “Þessi bók er tekin saman með það í huga að hún geti orðið einhverjum hvatning til að tak- ast á við sjálfan sig á einhvern hátt. Sú barátta er ekki alltaf auðveld en þeir sigrar sem eru unnir á slíkum vettvangi standa framar flest- um öðrum sigrum”, segir Gunnlaugur. 300 kr. af hverri bók renna til Grensáss! Verð: 2.200 kr. Verð 1.900 kr. Verð 1.900 kr. Verð 1.900 kr. Verð 1.900 kr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.