Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 20
21 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Frá Endurmenntun Lbhí VIÐ UPPHAF hins nýja, sameinaða Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2005 var tekin sú ákvörðun að efla end- urmenntun við skólann og úr varð Endurmenntun LbhÍ. Skólinn setti sér framtíðarsýn þar sem einn lið- urinn var að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði mið- stöð sí- og endurmenntunar á sínu sérsviði. Til að ná því markmiði var augljóst að efla þyrfti samstarf við stofnanir og fagfélög sem tengj- ast sérsviðum skólans. Það hefur gengið vel og Endurmenntun LbhÍ hefur átt farsælt samstarf við fjölda aðila sem hafa komið á einn eða annan máta að skipulagningu og kennslu á endurmenntunarnám- skeiðum skólans. Í upphafi voru línur lagðar fram til loka árs 2008 og stefnt var að því að bjóða upp á 80-100 fagtengd gæðanámskeið á ári. Því markmiði var náð tveimur árum síðar, en árið 2008 var boðið upp á tæplega 140 námskeið og í ár munu námskeiðin fara yfir 150. Þá var markmiðið að kenna árlega 2500 nem- endum – sem hefur ekki tekist – en gera má ráð fyrir að nemendafjöldi ársins 2009 fari yfir 1700 manns. Eitt af markmiðunum var að fjölga mögu- leikum á einingabæru námi með vinnu. Þetta tókst, því nú er boðið upp á fimm valmöguleika á mismun- andi skólastigum. Námskeiðaröðin Grænni skógar I og II hefur verið í gangi frá árinu 2001 og er ætluð áhugafólki um skógrækt. Þá hóf námskeiðaröðin Reiðmaðurinn göngu sína haustið 2007. Ennfremur hefur verið opnað fyrir fólk að sitja stök námskeið á starfsmenntabrautum á garðyrkjusviði. Í haust bætt- ist síðan við sá möguleiki að taka stök námskeið á meistarastigi í skipulagsfræðum. Ákveðið var á sínum tíma að bjóða upp á sem flest námskeið í sem flestum landshlutum. Það mark- mið er í höfn en ríflega þriðjungur námskeiða árs- ins 2009 er haldinn utan veggja LbhÍ. Segja má að á árinu 2009 hafi námskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ verið í boði á 27 stöðum víðs vegar um landið. Fræðastarf er alls staðar í grunninn það sama. Þörfin fyrir að þróast knýr fræðastarfið áfram. Framtíðin er því björt að okkar mati. Forsenda þess að lifa af er að taka þátt. Það er starfsfólki Endurmenntunar LbhÍ afar mikilvægt að vera áfram í góðu samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, félagasam- tök og einstaklinga í þjóðfélaginu. Hafið samband og látið okkur vita um góðar hugmyndir að námskeiðum. Guðrún Lárusdóttir gurra@lbhi.is www.lbhi.is/namskeid IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Bændur blogga Nú hefur Bændablaðið ákveðið að hrinda af stað nýjum þætti í blaðinu þar sem fengin eru að láni dagbókarbrot hjá bændum til að skyggnast inn í daglegt líf í sveitum landsins. Mun blaðið nota bloggfærslur af Netinu og þiggur ritstjórn með þökkum ábendingar um bændur sem not- ast við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar síður eru vinsamlega beðnir um að senda línu á netfangið ehg@ bondi.is Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi http://bondi.blogcentral.is/ 22.10.2009 - Slátrun Þá er sláturtíðin búin á bænum. Öll lömb komin í sláturhúsið sem þang- að áttu að fara. Meðalvigtin er 16,3 kg, gerðin 8,67 og fita 6,96. Held að þetta sé vel viðunandi útkoma. Heimaslátrun er einnig lokið og öllu sem henni tilheyrir. Svið, sviðalappir, lifrarpylsa, saltkjöt, gera bjúgu og reykja, hangikjöt, saga niður, úrbeina, pakka öllu niður í kistu. Gerði kjötfars úr hjörtum og slögum í fyrsta sinn og tókst vel. Mjög gott í kreppunni, mjög ódýr og góður matur. Hér er uppskriftin; l kg hakk (1/2 kg hjörtu og 1/2 kg slög), 2 dl hveiti, 3 msk. kartöflumjöl, 2 egg, l tsk. salt, 1/2 tsk. svartur pipar, 1 msk. laukduft, 1 msk. kjötkraftur („bouillon“ ljós), 2 dl mjólk. Þeytt vel saman í hrærivél þar til deigið verður seigt. Steikt á pönnu. Settum á 17 gimbrar og 3 lambhrúta og 2 hrútar gerðir að sauðum. Nú vantar ekki nema 4 lömb og 2 ær upp á heimturnar. Næst verður tekið til við að sjóða niður rauðkál fyrir veturinn. Er búin að fá 8 kg af rauðkáli og ætla að gera þetta á morgun. Fer þá haustverkunum í matarstandinu að ljúka. $#%&'()*+, /&67; Laust er til umsóknar starf bústjóra að Grund Eyjafjarðarsveit. 6 .%      &          F Hann sér um rekstur búsins samkvæmt gæðahandbók bús- ins. Húsnæði á staðnum, nýuppgert. Umsækjandi sé búfræðingur eða aðili með reynslu af bústörf- um er geti unnið sjálfstætt. Grund er góð jörð á fallegum stað. Þar er rekið kúabú með 100 kúm. Umsóknum verði skilað til Ljósaborgar ehf. Austurvegi 42, 800 Selfossi eða á netfang: gudjon@vgs.is. Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. nóv. 2009. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma: 898-1540. Ljósaborg ehf. SJÁVARÚTVEGS- OG LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ auglýsir hér með til leigu eftirtaldar jarðir og spildur til beitar og slægna: HÁA - KOTEY Eyðijörðina Háu-Kotey, Skaftárhreppi, landnúmer 163349. Gróinn hluti jarðarinnar er 154 ha, þar af ræktun 6,8 ha. LÁGA - KOTEY Eyðijörðina Lágu-Kotey, Skaftárhreppi, landnúmer 163400. Gróinn hluti jarðarinnar er 125 ha, þar af ræktun 24,9 ha. HOFSTAÐIR Eyðijörðina Hofstaði, Reykhólahreppi, landnúmer 139591. STÓRI- BAKKI, Félagsræktun 58 ha landspildu, Stóra-Bakka, Félagsræktun í Hróarstungu, Fljótsdalshéraði, landnúmer 208345. Umrætt land er ekki lögbýli en var áður nytjað sem félagsræk- tun bænda á Jökuldal og hefur verið skipt úr jörðinni Stóra- Bakka. U.þ.b. 50 ha eru gömul tún. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember 2009. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu og í afgreiðslu ráðuneyti-      B  F   $   # > sjavarutvegsraduneyti.is. Aðalfundur Heimssýnar í sal Þjóðminjasafnsins 15. nóvember 2009 kl. 13.30 –17.00 Dagskrá: 1. Formaður, Ragnar Arnalds, setur fundinn, stjórnar kjöri fund-     '     ' 3  %      ! -! 2 + "  ? '      :! 9  9      3       % ' "9  ! I! 9    '$  % $       %' % '      * ! J! ) '  " '              ! K! 2  >'    %  "9 ,! L   %   ' %! M! 4      #   ! /! L   #   ! 0.! 2%   ! 00! 4' '  '   '  ' '          '   %' 0-! N  ! 13. Fundarslit. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.