Bændablaðið - 05.11.2009, Page 24

Bændablaðið - 05.11.2009, Page 24
25 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Fólkið sem erfir landið Að yrkja ljóð og texta er mikil list og ekki á allra færi svo vel sé. Margar ljóðabækur hafa verið gefnar út í gegnum tíðina og mikið lesnar. Sumir kjósa hins vegar að gefa út ljóðin sín á öðru formi. Út er kominn geisladisk- urinn „Lífsins gangur“. Á disknum eru 14 lög við ljóð Sólveigar Björnsdóttur í Laufási í Hjaltastaðarþinghá. Sólveig er ættuð frá Borgarfirði eystra og snúast ljóðin hennar um gang lífs- ins eins og nafn disksins ber með sér. Hún gefur diskinn sjálf út. Lögin eru eftir þær Sigríði Laufeyju Sigurjónsdóttur hús- móður og stjórnanda barnakórs á Egilsstöðum og Sigþrúði Sigurðardóttur kennara og sauð- fjárbónda. Konur á ýmsum aldri syngja lögin á diskinum en þær eru allar ættaðar af Fljótsdalshéraði eða búsettar þar. Titlarnir segja margt um innihaldið: Söngur Bakdyrabúa, Bernskumynd, Lífsins gang- ur, Gangnadagur, Heimþrá, Þú, Vögguljóð, Jónsmessunótt (á Bf), Sumarást, Á gömlum slóðum, Haustmorgunn, Þetta kvöld, Til þín vinur, Kveðja Bjarkanna. Hafþór Valur Guðjónsson tónlistarmaður var ráðinn í undir- leik og upptöku. Nokkrir fleiri, Ármann Einarsson, Friðjón Jóhannsson, Brynleifur Hallsson, Einar Bragi Bragason, Thorvald Gjerde og Suncana Slamnig lögðu einnig hönd á plóg. María Ósk Kristmundsdóttir, tengdadóttir Sólveigar, hannaði umslag disksins. Hér að neðan má sjá eitt ljóða Sólveigar. Þú Þú, birtist óvænt um ágústkvöld. Þú, þegar einsemdin hafði völd. Þú, græddir sárin ég gæfu hlaut Svo gengum við, hlið við hlið héldum á lífsins braut. Viðlag: Og þögult húmið yfir heiðar sígur hljóðnar og verður rótt við eigum saman eins og forðum einstaka ljúfa nótt. Árla dagsins þegar morgunskíman guða á glugga fer hve gott er þá, vita að ég má, vakna hvern dag með þér. Þú, ljósið bjarta er lýsti þá. Þú, ljómar eins og fyrst þig ég sá Þú, með þér samfylgdin sæla er Þótt syrti að, sigrum við það samstíga göngum hér. Viðlag: Og þögult húmið yfir heiðar sígur hljóðnar og verður rótt við eigum saman eins og forðum einstaka ljúfa nótt. Árla dagsins þegar morgunskíman guða á glugga fer hve gott er þá, vita að ég má vakna hvern dag með þér. Kúabóndi gefur út geisladisk Skrifar sögur í tölvunni Stefanía Malen Halldórsdóttir lenti í sannkallaðri draumaað- stöðu í sumar þegar hún fékk að synda með 20 ára gömlum höfr- ungi, en höfrungar eru uppá- haldsdýr hennar. Hestar eru einnig í uppáhaldi hjá Stefaníu og á hún einn slíkan sem heitir Blómi. Nafn: Stefanía Malen Halldórsdóttir. Aldur: Ég er 11 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Ég bý á Sjónarhóli sem er í Viðvíkursveit. Skóli: Grunnskólinn að Hólum. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þematímar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Höfrungar og hestar. Ég á einn hest sem heitir Blómi. Uppáhaldsmatur? Svínakjöt. Uppáhaldshljómsveit? Engin sérstök, ég hlusta á allskonar tónlist. Uppáhaldskvikmynd? Spiderwick. Fyrsta minningin þín? Þegar ég átti fjögurra ára afmæli úti á Mallorca og fór í hestaferð í hestvagni eftir ströndinni. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og hef æft á píanó í 7 ár. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Mér finnst mjög gaman að skrifa sögur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða kokkur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Í sumar fékk ég að synda með 20 ára gömlum höfr- ungi, sem var rosalega stór. Það var kannski ekkert klikkað en þetta var eitt það skemmtileg- asta sem ég hef gert, því ég elska höfrunga. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég bara man ekki eftir neinu sérstöku. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Æfa fótbolta og halda áfram að æfa á píanó. ehg Stefanía Malen er 11 ára skagfirsk stúlka sem ætlar að verða kokkur þegar hún verður stór. Bangsadagur er góður dagur! Börn í Langanesbyggð héldu alþjóðlega bangsa daginn hátíðlegan nú nýverið. Börnin í yngstu bekkjum grunnskólans á Þórshöfn komu með bangsa sína í skólann og það gerði Vala kennari líka. Á leikskólanum Barnabóli var það sama uppi á teningnum, börnin mættu með bangsann sinn í skólann og sýndu hann hinum krökkunum. Þá voru lesnar bangsasögur og sungnir bangsasöngvar. Bangsadagurinn er ávallt haldinn 27. októ- ber, sem er fæðingardagur Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en hann var mikill skotveiðimaður. Segir sagan að eitt sinn þegar hann var á bjarnarveiðum hafi hann vorkennt litlum bjarnarhúni sem búið var að hundelta, króa af og binda við tré fyrir hann, svo forsetinn færi ekki tómhent- ur heim úr veiðiferð, en hann neitaði svo að skjóta húninn sjálfur. Á myndinni eru nemendur 1. og 2. bekkjar grunnskólans á Þórshöfn með bangsana sína sem þau komu með í tilefni dags- ins og auðvitað kom Vala kennari líka með sinn bangsa. Bændur / Verktakar                   !" #$ &    ' ($ (  )   *  ++ %           ,      * -   (,  ,*%.  % Sími: 8924163 - E-mail: jonsihh@internet.is Atvinna í boði Hamar ehf er kraftmikið og framsækið fyrirtæki á sviði málmiðnaðar, við viljum ráða til starfa vélvirkja, vélstjóra, plötusmiði og rennismiði á           nauðsynleg. Upplýsingar veitir:       eirikur@hamar.is eða Sigurður K. Lárusson   siggil@hamar.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.