Bændablaðið - 12.02.2009, Síða 2

Bændablaðið - 12.02.2009, Síða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Bændasamtök Íslands héldu kynningarfund um bótarétt vegna framkvæmda í almanna- þágu og framkvæmd eignarnáms á Hótel Sögu 9. febrúar síðastlið- inn þar sem Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður hafði framsögu. Var fundurinn haldinn í fram- haldi af ályktun Búnaðarþings 2008 en þar var allítarlega farið yfir málefnið og stjórn Bændasamtakanna falið að skipa starfshóp til að vinna að málinu. Bændur og aðrir landeigendur hafa orðið áþreifanlega varir við auknar verklegar framkvæmd- ir á undanförnum árum, bæði í almannaþágu og á vegum einkaað- ila, svo sem vegna virkjana, vega- gerðar, línulagna, efnistöku og fleira. Þessar framkvæmdir snerta hagsmuni landeigenda og valda oft óhagræði við landnotkun. Í sumum tilvikum rýra þær verðmæti jarða eða draga úr möguleikum eigenda á að ráðstafa landi sínu. Stjórnvöld hafa lagaheimildir til slíkra fram- kvæmda, til dæmis í Vegalögum, Orkulögum og víðar. Lengst af voru slíkar fram- kvæmdir það umfangslitlar að áhrif þeirra voru minniháttar, auk þess sem landeigendur litu gjarnan á það sem þegnskap að leggja til land fyrir litlar bætur. Með auknum og umfangsmeiri framkvæmdum og í ljósi þess að grunnþjónusta í almannaþágu er uppfyllt koma önnur sjónarmið til sögunnar. Það horfir til dæmis öðruvísi við þegar einkafyrirtæki beitir þessum laga- heimildum til þess að fara um eign- arlönd með framkvæmdir. Bændasamtökin hafa því sett fram tillögur í fimm liðum sem hafa beri að leiðarljósi við fram- kvæmdir: 1. Að við undirbúning fram- kvæmda í almannaþágu verði farið eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi þar sem kveðið er á um samráð og samkomulag við landeigendur og aðkomu Matsnefndar eignarnámsbóta. 2. Að ef breytingar eru gerðar á eldri mannvirkjum og ef eig- endaskipti verða á mannvirkjum þá verði samningsréttur landeig- enda virtur. 3. Að gerðar verði nauðsynleg- ar breytingar á Vegalögum og lögum um fjarskipti, sbr. álykt- un Búnaðarþings 2008. 4. Að teknar verði upp árlegar leigu- greiðslur fyrir afnot af landi í stað eingreiðslu eins og tíðkast hefur. 5. Að ávallt verði unnið í fullu samráði við landeigendur þegar skipulag framkvæmda á sér stað. Samningaleiðin oft ekki reynd Fundurinn var fjölmennur og ljóst að bændur sem og aðrir landeig- endur hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Í máli Karls Axelssonar kom fram að mikið skorti á að tryggt væri að landeigendur kæmu að skipulagsmálum á fyrstu stigum. „Landeigendur eru alls ekki hvattir til þess af viðkomandi stjórnvöld- um, því miður. Það er ekki sérstak- ur áhugi fyrir hendi í stjórnkerfinu til að hvetja menn til þess og þegar menn loks koma að málum er það oft ekki fyrr en að vinnuvélarnar standa í túnfætinum.“ Karl sagði það jafnframt ámælisvert hvernig eignarnámi hefði verið beitt mjög víða án þess að samningaleiðin væri reynd. „Gott dæmi um þetta er þegar verið var að leggja háspennu- línuna frá Kárahnjúkavirkjun niður í Reyðarfjörð. Þá var Landsnet gert afturrækt með eignarnám vegna þess að það kom í ljós að þeir höfðu ekki reynt samningaleiðina af neinu viti. Þegar svo var farið í að semja við bændur náðust samningar við yfir 75 prósent þeirra.“ Landeigendur eiga ekki að bera skaða af hagsmunagæslu Karl lagði áherslu á að tryggja þyrfti að landeigendur bæru ekki skaða af hagsmunagæslu sinni á neinum stigum. „Því miður eru mörg dæmi þess að svo hafi málum ekki verið háttað.“ Jafnframt sé rík þörf á að menn tryggi sér sérfræði- aðstoð frá upphafi máls og heimili ekki afnotarétt fyrr en gengið hafi verið frá málum varðandi eign- arnám ef um slíkt væri að ræða. Nauðsynlegt er að mati Karls að endurskoða lög um framkvæmd eignarnáms algjörlega enda séu þau orðin úr sér gengin, ekki síst þegar horft sé til dómafordæma í Hæstarétti. „Þessi lög voru feiki- lega góð á sínum tíma en eru orðin hálfgerður bastarður nú í dag. Það er alveg ljóst að það er orðinn veru- legur brestur í réttaröryggi landeig- enda og því þarf að breyta.“ Bændasamtök Íslands og Bún- aðarsamband Eyjafjarðar boða til fundar í Búgarði á Akureyri mið- vikudaginn 25. febrúar nk. kl. 13:30. Fundarefni verður bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms. Karl Axelsson, hæstaréttarlög- maður og Már Pétursson, lögfræð- ingur Bændasamtaka Íslands munu hafa framsögu á fundinum og er hann öllum opinn. Eru sveitar- stjórn armenn, bændur og aðilar sem sjá um verklegar framkvæmdir við línulagnir og vegagerð þó sérstak- lega hvattir til að mæta á fundinn. Fréttir Einar Sigurðsson nýr forstjóri MS Einar Sigurðsson hefur ver ið ráðinn nýr forstjóri Mjólk- ur samsölunnar (MS) og tek- ur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Magnús Ól afs- son sem hefur gegnt störf- um bæði sem forstjóri MS og Auðhumlu mun láta af störf um sem forstjóri MS en starfa áfram sem forstjóri Auð humlu. Einar mun hefja störf hjá fyrirtækinu 1. apríl næstkomandi. Einar hefur undanfarin tvö og hálft ár starfað sem for- stjóri Árvakurs. Þar áður var hann framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar hjá Capacent. Einar var jafnframt starfsmaður Flugleiða í 17 ár og var hann framkvæmdastjóri stefnumót- unar- og stjórnunarsviðs frá 1997 til 2005. Einar er með mastersgráðu í stjórnmálafé- lags fræði frá London School of Economics og BA gráðu í fjölmiðlafræði. Einar segist mjög spenntur fyrir því að taka við starfinu. „Mjólkursamsalan er í hópi virt ustu fyrirtækja á Íslandi, þekkt fyrir öfluga vöruþróun, afbragðsvörur og fyrirtaksþjón- ustu. Ég tel mig því vera að ganga í feikilega öflugt lið. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú fyrir Íslendinga að halda vel á málum í eigin matvælafram- leiðslu. Matvælaframleiðsla hér innanlands er einn af grund- vallarþáttum samfélagsins við þær efnahagsaðstæður sem hér ríkja. Mjólkursamsalan er þar í fremstu röð.“ Kosið var í að nýju í sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefnd 4. febrúar síðatliðinn. Atli Gísla- son þingmaður Vinstri grænna var kosinn formaður nefndar- inn ar. Aðrir nefndarmenn eru Karl V. Matthíasson og Helgi Hjörvar, þingmenn Sam fylk- ingar, Jón Gunnarsson, Arn- björg Sveinsdóttir og Her dís Þórðardóttir, þingmenn Sjálf- stæðisflokks, Valgerður Sverris- dóttir og Magnús Stefánsson, þingmenn Framsóknarflokks og Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Litlar breytingar eru á skipun nefndarinnar. Arnbjörg Sveinsdóttir lætur af starfi formanns nefnd- arinnar og í hennar stað kemur Atli Gíslason. Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðisflokki og Gunnar Svav- arsson, Samfylkingu víkja úr nefnd- inni og í þeirra stað koma Magnús Stefánsson og Herdís Þórðardóttir. Sóttist eftir formennsku í nefndinni Atli segist hafa sóst eftir for- mennsku í nefndinni og þess vegna vikið úr allsherjarnefnd þar sem hann hefur setið. „Ég lít bara svo á að það séu svo gríðarlega miklir hagsmunir í húfi í íslenskum land- búnaði að ég gæti ekki annað en reynt að gera mitt til að verja þá. Það verður að taka á skuldastöðu bænda ekki síður en heimilanna í landinu og alltof margir átta sig ekki á þeirri sérstöðu að býli eru bæði vinnustaður og heimili bænda. Búrekstur er heldur ekki stórrekstur og ég hef áhyggjur af því að bænd- ur fái ekki nægjanlega fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum. Allt þetta verð- ur að tryggja og í ljósi þess að ríkið fer með langmestan hluta skulda bænda, sem og annarra, nú um stundir tel ég að ég geti gert gagn sem formaður nefndarinnar.“ fr Kosið að nýju í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Tímabært er að athuga hvort rétt sé að íslenskir skotveiði- menn verði skyldaðir til að vera í ábyrgum samtökum skotveiði- manna, líkt og Skotveiðifélag Íslands er, segir í pistli á vefsíðu félagsins, en þar er greint frá könnun meðal félagsmanna um rjúpnaveiðar á liðnu hausti. Þetta er fjórða könnunin sem félagið gerir meðal félagsmanna sinna. Helstu niðurstöður eru þær að tæpur helmingur félagsmanna, 49%, gekk til rjúpna á síðastliðnu hausti og meðalveiði á hvern þeirra var um 7 rjúpur. Sá sem flesta fugla fékk veiddi 50 rjúpur, næstflesta fugla fékk veiðimaður sem náði 26 rjúpum. Langflestir veiddu 2 til 6 rjúpur á veiðitíðinni. Fram kom í könnuninni að ríflega 20% félagsmanna áttu rjúpur frá fyrra ári, að meðaltali um 4 fugla og þá gáfu um 17% þeirra sem þátt tóku rjúpur en enginn seldi fugla. Veiðimönnum hefur fækkað og þykir vandséð hverju það sætir, en líklegt er að veiðimenn hafi ekki haft tíma til rjúpnaveiða. Þar geti spilað inn í að frí séu búin, veð- urfar hafi verið óhentugt sem og að rjúpur eru ekki lengur helsti jólamatur Íslendinga. Þá eru gæsaveiðar stundaðar lengur en áður, hreindýraveiðar orðnar mjög vinsælar og æ fleiri íslenskir veiði- menn sæki til útlanda til veiða. Fyrir um það bil áratug veiddu félagsmenn í Skotveiðifélagi Íslands að meðaltali fleiri fugla en aðrir veiðimenn, en það hefur snúist við. Þeir virðast fremur gæta hófs en þeir sem ekki til- heyra félaginu og þykir forsvars- mönnum þess því tímabært, sem fyrr segir, að kanna hvort skylda eigi veiðimenn til að ganga í ábyrg samtök líkt og gert er m.a. á Norðurlöndum. MÞÞ Er tímabært að skylda veiðimenn til að ganga í ábyrg samtök? Félagsmenn Skotvíss gæta fremur hófs í veiði en aðrir Starfsmenn Karls K. Karlssonar heimsóttu Ölvisholt Brugghús á dög- unum þar sem nýja samstarfssamningnum var fagnað. Auðvitað var skálað í bjór, hér eru frá vinstri; Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari, Jón Elías Gunnlaugsson og Bjarni Einarsson, allir frá Ölvisholti Brugghúsi og þau Edda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar og Guðlaugur Guðlaugsson, markaðsstjóri. Ölvisholt Brugghús var stofn- að i byrjun árs 2008 og bjórinn Skjálfti kom á markað á bjórdeginum sjálfum, 1. mars 2008. Skálað í bjór í Ölvisholti Brugghúsi Karl K. Karlsson ehf. og Ölvisholt Brugghús í Flóahreppi skrif- uðu nýverið undir sölu- og dreifingarsamning. Ölvisholt Brugghús framleiðir m.a. íslenska bjórinn Skjálfta. Samningurinn er fagn- aðarefni fyrir báða aðila því hann styrkir bæði fyrirtækin í því umhverfi sem ríkir hér á landi í dag. Líklega er þetta í fyrsta sinn sem innlendur framleiðandi tekur hönd- um saman við heildverslun sem sérhæft hefur sig í innflutningi. „Hin íslenska bjórframleiðsla Ölvisholts Brugghúss er góð viðbót við bjór- flóru Karls K. Karlssonar ehf., sem einnig er með umboð fyrir mörg önnur heimsþekkt vörumerki í bjór,“ sagði Guðlaugur Guðlaugsson, markaðsstjóri Karls. K. Karlssonar við undirskrift samningsins. MHH Á myndinni eru, standandi frá vinstri: Karólína Hulda Guðmundsdóttir úr sveitarstjórn Skorradalshrepps, Birgir Hauksson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Vesturlandi, Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Sitjandi eru þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. Friðlýsing Vatnshornsskógar í Skorradal Nú nýverið undirritaði fyrrum umhverfisráðherra, Þórunn Svein- bjarn ardóttir, friðlýsingu Vatnshornsskógar í Skorradal sem friðlands í samræmi við þingsályktun um náttúruverndaráætlun. Friðlýsingin var unnin í samvinnu við Skorradalshrepp og Skógrækt ríkisins. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda náttúrulegan, lítt snortinn og hávaxinn birkiskóg með gróskumiklum botngróðri og erfðafjölbreyti- leika birkisins á svæðinu. Á svæðinu er líffræðileg fjölbreytni mikil og þar vaxa sjaldgæfar tegundir. Með friðlýsingu skógarins á að tryggja að líffræðilegri fjölbreytni vistgerða og vistkerfa svæðisins verði viðhaldið. Í því ljósi á að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífvera ásamt erfða- auðlindum sem tegundirnar búa yfir og búsvæði þeirra. Ennfremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta rannsókna-, útivistar- og fræðslugildi svæðisins. Lög um framkvæmd eignarnáms úrelt Meinbugir á aðkomu landeigenda að skipulagsmálum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.