Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 3
3 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Þann 17. febrúar næstkomandi verður haldið áhugavert nám- skeið um fyrsta þrep í heima- vinnslu afurða við endurmennt- unardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeiðið er öllum opið en þó er því sérstaklega beint til mjólkurframleiðenda, þar sem lögð verður áhersla á heima- vinnslu mjólkur, ostagerð og aðra mjólkurvinnslu. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverk- fræðingur. „Markmið þessara tveggja nám- skeiða er að gefa bændum, búaliði og raunar öllum áhugasömum fyrstu innsýn í leyndardóma mjólk- urvinnslu. Vonandi tekst að vekja áhuga það margra, að af stað fari öflug heimavinnsla. Þess vegna er hér boðið upp á verkferli í fimm liðum, sem endar með reglubund- inni framleiðslu. Ef rétt er á málum haldið og farið skynsamlega af stað, verður enginn skilinn eftir „bjargarlaus úti í miðri á“. Það þarf heldur ekki – og á ekki – að kalla á stórar fjárfestingar. Á flestum heimilum eru til koppar og kirnur, tæki og tól, sem nýta má til heima- framleiðslu. Oftast, þegar rætt er um heimavinnslu afurða, gætir þess misskilnings að ruglað er saman því sem kalla mætti smáfram- leiðslu og heimavinnslu,“ útskýrir Þórarinn sem er mörgum bændum góðkunnur en lengst af starfaði hann sem mjólkursamlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Möguleikarnir eru óþrjótandi Ekki er ofsögum sagt að Þórarinn hafi komið að flestum nýjungum í mjólkuriðnaði á Íslandi síðastliðna þrjá áratugi því eftir að hann hætti hjá KEA vann hann meðal ann- ars við Háskólann á Akureyri, hjá Bændasamtökunum og einnig hefur hann sinnt ýmsum ráðgjafarverk- efnum jafnt innan lands sem utan. „Þegar skrefi eitt lýkur er hægt að fara á næsta stig, sem er grunn- námskeið í mjólkurvinnslu með áherslu á ostagerð og sóknarfæri í heimavinnslu. Þar verður skyggnst dýpra og farið sérstaklega vel yfir mjólkurgæði og mjólk sem hráefni til vinnslu. Að því loknu er hægt að fara yfir á næsta stig en ég vil flokka þetta í fimm stig, sem lýkur með því að ég leiðbeini fólki heima hjá því um hagkvæmni og aðstæð- ur,“ segir Þórarinn og bætir jafn- framt við: „Ef skipulega er unnið, eru þannig miklar líkur á því að hægt verði að fá fjárhagslega aðstoð frá hinu opinbera og hálfopinbera við að hefja vinnslu þessarar tegund- ar. Það er því einstaklega ánægju- legt að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hafi frumkvæði í að færa umræðuna um heimavinnslu mjólkuafurða af hugmynda- og umræðustiginu yfir á raunhæft framkvæmdastig og á Ásdís Helga Bjarnadóttir heiður skilinn fyrir góða verkstjórn í málinu.“ En hvernig er það, geta allir lært að búa til góðan ost? „Það þarf ekki mikið til að byrja en það fer auðvitað eftir því hvað fólk ætlar að búa til, eftir magni og hversu oft. Það er hægt að byrja mjög smátt. Öll ostagerð í heim- inum hefur byrjað á ferskosti sem hefur þróast hjá okkur út í skyr. Í Austur-Evrópu heitir það til dæmis kvarg og í Suður-Ameríku queso fresco og svo framvegis. Það er hægt að þróa og setja alls kyns gerla, pressa ostinn og gera alls kyns kúnstir og hafa tegundavalið eftir hugmyndaflugi hvers og eins, svo möguleikarnir eru óþrjótandi og þetta er ótrúlega skemmtileg vinna.“ Sjá nánar um skráningu á heimasíðu Landbúnaðarháskólans www.lbhi.is ehg Munið að panta lambamerkin tímanlega! Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hefur á boðstólnum tvær tegundir lambamerkja BJARGSMERKI. Hægt er að fá stök merki. 10% afsláttur er til 20. febrúar ef pöntuð eru 100 merki eða fleiri í röð. Vinsamlega sendið pantanir í pósti, faxi eða á netfangið pbi@akureyri.is Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sími 461 4606 - Fax 461 2995 Opnunartími: mánudagar-föstudagar 8.00-16.00 MICRO merki frá OS Husdyrmerkefabrikk a/s Lágmarkspöntun 30stk, merkin eru afgreidd 10 saman í röð. Ísetningartöng fylgir ef pöntuð eru 150 merki eða fleiri í fyrsta sinn. 10% afsláttur er til 20 .febrúar ef pöntuð eru 100 merki eða fleiri í röð. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Landssamtök landeigenda á Íslandi halda aðalfund sinn 20. febrúar næstkomandi á Hótel Sögu. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf og auk þeirra munu þeir Karl Axelsson og Friðbjörn Garðarsson hæsta- réttarlögmenn hafa framsögu. Karl mun fjalla um heimild- ir landeigenda í eignarlönd- um og inngrip ríkisvaldsins og Friðbjörn um sönnunargögn í þjóðlendumálum. Vilja útvíkka starfsemi samtakanna Jafnframt stendur til að ræða breyt- ingar á samþykktum félagsins. Samþykkt var á fundi stjórnar 28. nóvember síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingum á sam- þykktum samtakanna um tilgang þeirra, á þann veg að samtökin gæti hagsmuna félagsmanna og aðild- arfélaga gagnvart opinberum aðil- um og stofnunum. Örn Bergsson formaður sam- takanna segir að til standi að ræða hvort að Landssamtök landeigenda geti ekki beitt sér frekar í hags- munagæslu fyrir landeigendur. Fram til þessa hafa samtökin fyrst og fremst beitt sér vegna þjóð- lendumála. „Við höfum fengið áskoranir bæði frá þingmönnum og landeigendum um að útvíkka starfsemi samtakanna, einfaldlega vegna þess að mönnum finnst sem það þurfi harðari hagsmunagæslu fyrir landeigendur. Ríkið er sífellt að rýra eignarrétt landeigenda með lagasetningu. Við höfum jafn- framt fengið áskoranir frá ýmsum lögmönnum sem hafa áhyggjur af auknum inngripum löggjafans gegn eignarréttarákvæðinu.“ Vilja vinna með Bændasamtökunum Bændasamtök Íslands hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir bændur á þessum sviðum. Örn segir að það sé alveg ljóst að Landssamtök landeigenda muni vilja vinna með og styðja Bændasamtökin í þeirra starfi. „Við höfum rætt þetta við forystu samtakanna og það er mjög nauðsynlegt að við vinnum saman að þessum málum. Þetta er bara viðbót því ég tel mjög nauðsynlegt að þetta starf sé eflt. Bændaforystan hefur tekið okkur mjög vel varð- andi þetta.“ Örn segir að það hafi oft viljað brenna við hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun til dæmis, að þeir aðilar hafi viljað teygja sig mjög langt í ásókn í land landeigenda. „Matsnefnd eignarnámsbóta hefur oft greitt ótrúlega lágar skaðabæt- ur fyrir línulagnir eða vegalagnir sem hafa verðfellt jarðir og jafnvel gert þær nánast óseljanlegar. Það er auðvitað ótækt hvernig geng- ið hefur verið fram víða um land í þeim málum og við teljum að það sé nauðsynlegt að beita kröftum félagsins til að aðstoða landeigend- ur í slíkum deilum.“ fr Viðburðir í Mývatnssveit 21. feb. konudagshelgi Ljúfar stundir í Mývatnssveit 7. mars Mývatn open hestar á ís Glæsilegt ísmót á Mývatni 14. mars Vélsleðamót 30 ára afmæli Allar nánari upplýsingar á www.myvatn.is Sel – Hótel Mývatn s: 464-4164 Landssamtök landeigenda Ætla að auka hagsmunagæslu sína Örn Bergsson formaður Landssam- taka landeigenda: Skaðabætur fyrir línu- og vegalagnir eru oft ótrúlega lágar. Allir geta búið til góðan ost Þórarinn E. Sveinsson mjólkurverk- fræðingur ætlar að kenna fólki að búa til góðan ost.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.