Bændablaðið - 12.02.2009, Page 6

Bændablaðið - 12.02.2009, Page 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Íslandssagan hlýtur verðlaun Eyrarrósin sem veitt er fyrir merkilegt menningarstarf á lands- byggðinni kom í réttan stað niður að þessu sinni. Það er á engan hallað þótt því sé haldið fram að Landnámssetrið í Borgarnesi sé eitthvert best heppnaða dæmið um menningartengda ferðaþjón- ustu sem komið hefur verið upp hér á landi á síðustu árum. Fyrir það eiga þau hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guð- mundsdóttir allan heiður skilinn. Starfsemin í Landnámssetr- inu er fjölbreytt en eflaust á það hvað stærstan þátt í að vekja athygli og laða gesti að setrinu hversu vel hefur tekist til með þær leiksýningar sem settar hafa verið upp á Söguloftinu. Eins og vera ber er það helsta fornhetja Borgarfjarðar, Egill Skalla- grímsson, og hans fólk sem er í forgrunni og snjallir leikarar hafa fært áhorfendur nær þeirri sögu sem Borgarfjörður getur státað af. Ekki nóg með það heldur hefur höfundur sýningarinnar um Brák, Brynhildur Guðjónsdóttir, sett fram athyglisverða kenningu sem íslenskur fræðaheimur hefur tekið eftir, sem sé að ástæða þess hversu rík sagnahefðin er hér á landi sé ekki vegna hins norræna uppruna. Það er írska skáldaæðin sem þar brýst fram og hún var flutt yfir hafið af konum sem komu oftar en ekki gegn vilja sínum hingað til lands. Næsta verk á dagskrá Sögu- loftsins er ekki síður forvitnilegt en þá ætlar Einar Kárason rithöf- undur að túlka Sturlungu á sinn hátt. Einar hefur leitað aftur í tíma Sturlunga í skáldsagnagerð sinni að undanförnu og það var á marg- an hátt í fullkomnu samræmi við atburði í þjóðlífinu að hann skyldi fá bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ofsa um níðingsverkið þegar bærinn að Flugumýri var brenndur. Svona er sagan stöðugt að minna á sig, að ekki sé sagt að hún endurtaki sig. Breyttur útgáfu- dagur Bændablaðsins Nú þurfa lesendur Bændablaðs- ins að snúa eilítið upp á tímann og venja sig við nýjan útgáfudag því frá og með þessu tölublaði kemur blaðið út á fimmtudögum í stað þriðjudaga eins og verið hefur um langa hríð. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður sem einkum snúa að verklagi og vinnutíma á ritstjórn, auk hagræðingar í prentsmiðju. Þriðjudagurinn var að því leyti önugur að þá þurfti að ljúka vinnslu blaðsins að mestu leyti á föstudögum, svo beið efnið yfir helgina þar til blaðið fór í prent- un snemma á mánudegi. Nú er lokið við blaðið upp úr hádegi á miðvikudegi svo fréttir þess ættu að vera talsvert ferskari en áður. Tilgangur breytinganna er að sjálfsögðu sá að bæta þjónustuna við lesendur blaðsins. Vonandi tekst það. –ÞH FRAMKVÆMDUM VIÐ nýja nautastöð Bændasamtaka Íslands er lokið og hún hefur formlega verið tekin í notkun. Fjölmenni kom á opinn dag stöðvarinnar. Sérstakar þakkir eru færðar bændum sem fjölmenntu til hátíðarinnar. Heimsókn þeirra sýndi hve kraftmikill áhugi er á starfsemi nautgripa- ræktarinnar. Bygging á nýju nautafjósi er eitt stórátakið sem ráðist hefur verið í til að styrkja innviðina í faglegu starfi nautgripa- ræktarinnar. Með tilkomu nýju aðstöðunnar hefur rekstur BÍ sameinast á einum stað. Með breyttum kröfum um aðbúnað nautgripa var nauðsynlegt að ráðast í endurbætur. Endurbætt skýrsluhaldskerfi hefur einn- ig verið smíðað. Vafalaust er með það eins og öll önnur tölvukerfi að þróun þess heldur áfram. Þó framþróun verði er forsenda fyrir innleiðingu á slíkum verkfærum alltaf gott samband við Netið. Því miður hafa upp- byggingaráform á háhraðatengingum ekki gengið eftir. Þar er nokkur seinkun frá því sem búið var að lofa dreifbýlisbúum. Sem aftur verður til þess að markvissri notkun á nútíma bústjórnartækjum seinkar. Ástæða er til að hvetja bændur til þátttöku í skýrsluhaldi. Í útfærslu á mjólkursamningi eru nú lagðir fjármunir til þess að hvetja til skýrsluhalds. Þá væri ekki úr vegi að taka upp þráðinn og skoða sambærilegt skýrslu- form vegna kjötframleiðslu á nautgripum. Nauðsynlega vantar meiri og betri gögn til að undirbyggja ráðgjöf í þeirri búgrein. Þá hafa Bændasamtökin undanfarin ár verið þátttakendur í samnorrænu starfi við uppbyggingu á nýju fóðurmatskerfi, Norfór. Þar er þróað enn eitt tækið til að gera bænd- um kleift að nýta aðföng betur. En til að nýta sem best kosti þess þarf að huga að öðrum þáttum. Taka heysýna og greiningar á þeim verða mikilvægur grundvöllur. Því verður að komast í betra horf sá þáttur er snýr að greiningu fóðursýna og upplýsingagjöf. Ekki verður hjá því komist að taka alla þá ferla til endurskoðunar svo árangur verði sem bestur. Nautgriparæktarráðunautar og aðrir starfsmenn BÍ í ræktunarstarfinu stóðu fyrir vel sóttum námskeiðum á meðal kúabænda sl. haust og fram yfir áramót. Lifandi skoð- anaskipti beint við bændur eru nauðsynleg. Nautastöðin á Hesti getur tekið á móti bænd- um og öllu áhugafólki um nautgriparækt og landbúnað. Við hönnun hennar var sér- staklega horft til þess að geta aukið sýnileika starfseminnar og veitt góða þjónustu. Þessi uppbygging er eðlileg í ljósi þeirra miklu breytinga sem nautgriparækt- in hefur tekið á undanförnum árum. Ekki leikur vafi á því að efling á faglegu starfi Bændasamtakanna í nautgriparækt getur og á að leggja grunn að góðum búrekstri bænda. Þannig verður öll starfsemi á vegum bænda að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Tilgangurinn er að hún komi félagsmönn- um BÍ, bændum, að sem mestum og bestum notum. Rétt eins og td. Bændablaðið er gefið út sem málgagn bænda og á að bera fram hagsmuni þeirra fyrir lesendur sína. NÚ HEFUR sest ný ríkisstjórn að völdum. Við embætti landbúnaðarráðherra hefur tekið Steingrímur J. Sigfússon. Fráfarandi landbúnaðaráðherra Einari K. Guðfinnsyni er þakkað samstarf undanfarinna ára. Steingrímur hefur áður gegnt embættinu og situr nú líka sem fjármálaráðherra. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar eru ærin og honum fylgja góðar óskir í starfinu. Þessu stjórnarsamstarfi er ætlaður lítill tími fram að kosningum. Við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélag- inu þurfa bændur ekki á því að halda að gefa eftir af afurðaverði. Miklar aðfangahækk- anir, skerðing búvörusamninga og önnur inngrip í rekstraraðstæður sverfa verulega að afkomu bænda. Garðyrkjubændur hafa rækilega vakið athygli á kostnaðarhækkun á raforkukostnaði. Enn er beðið eftir áburðar- verðinu. Það er bændum – og afurðastöðvum þar sem það á við – umhugsunarefni hvernig hlutur bænda er í þessu ástandi. Gæta þarf sanngirni, en veita aðhald og bændur verða að muna að engir aðrir en þeir sjálfir, hver og einn, mega gæta þessara hagsmuna. Þar verður að standa vaktina. HB Ný nautastöð Ríkisstjórnar- skipti Pekka Pesonen, finnskur fram- kvæmdastjóri evrópsku bænda- sam takanna COPA-Cogeca, heim - sótti Ísland í byrjun febrúar og hélt erindi á fundi Sam fylk ingarinnar um Evrópu sam bandið og íslensk- an landbúnað. Hann heimsótti einnig Bændasamtökin sem eiga aðild að COPA og átti fund með forsvarsmönnum þeirra. Pesonen sagðist ekki vera kom- inn til Íslands til þess að hafa áhrif á það hvort Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu eður ei, það væri ákvörðun Íslendinga sjálfra. Hins vegar benti hann á að ef til umsóknar kæmi væri ákaflega brýnt að stjórnvöld gleymdu ekki hagsmunum landbúnaðarins í aðild- arviðræðunum, það myndi reynast þjóðinni dýrt. Samtök 15 milljóna bænda Höfuðstöðvar COPA-Cogeca eru í Brussel og meginstarfsemi þeirra er að stunda lobbíisma á vettvangi Evrópusambandsins og vera stjórn- endum ESB til ráðgjafar í landbún- aðarmálum. Þótt Pesonen sé Finni vildi hann ekki láta hafa mikið eftir sér um finnskan landbúnað og afdrif hans í ESB, hann væri tals- maður allra aðildarfélaganna í álf- unni, 60 bændasamtaka og 35 sam- vinnusamtaka í landbúnaði. COPA eru regnhlífarsamtök evr- ópskra bændasamtaka. Þau voru stofnuð árið 1958 og telja innan sinna vébanda um 15 milljónir bænda sem vinna í fullu starfi eða hlutastarfi að landbúnaði. Cogeca eru hins vegar samtök 40.000 sam- vinnufélaga í landbúnaði. Þessi samtök sameinuðust undir einni yfirstjórn árið 1962 en kjósa samt hvor sinn forsetann. Erfiðar spurningar Á fundinum með forystumönnum BÍ ræddi Pesonen um stöðu land- búnaðarmála í ESB og sagði meðal annars að COPA-Cogeca væru and- víg þeirri þróun sem nú er í gangi varðandi breytingar á stuðningi ESB við landbúnað, þ.e. að fjar- lægjast framleiðslutengdan stuðn- ing en taka í staðinn upp greiðslur á land, gripi og til byggðamála. Hins vegar gætu samtökin ekki breytt stefnu ESB svo þau beittu sér að því að laga sig að henni. Hann sagði eitthvað á þá leið að samtökunum líkaði ekki að styrkir sem gagnast ættu landbúnaði rynnu til annarra en bænda. Hins vegar væri það erfið spurning hvort rétt væri að beita sér gegn því að bænd- ur, sem hætta að starfa við landbún- að og snúa sér að öðru, nytu styrkja til þess. Töluverðar umræður urðu um stuðningskerfi landbúnaðarins og lagði Pesonen áherslu á að hvort sem Ísland yrði aðili að ESB eður ei væri mikilvægt að halda því fyr- irkomulagi að styrkirnir renni til bænda en ekki til fyrirtækja í land- búnaði. Stuðningurinn væri ætlaður bændum en ekki iðnfyrirtækjum, jafnvel þó þau séu í eigu bænda og samtaka þeirra. –ÞH Pekka Pesonen framkvæmdastjóri COPA-Cogeca Forystumaður evrópskra bænda í heimsókn á Íslandi Pekka Pesonen útskýrir starfsemi ESB fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni á Evrópufundi Samfylkingarinnar. Mynd │TB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.