Bændablaðið - 12.02.2009, Page 7

Bændablaðið - 12.02.2009, Page 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Ágætu lesendur Nú er ég farinn að fá þessar fínu sendingar, ágætar vísur hafa borist mér. Endilega haldið því áfram og bætið í. Næg eru yrk- isefnin. Ekki skal ég forsmá kosningavísur en betur falla mér annars konar vorvísur. Fyrst þetta þar sem við erum í tíma miðja vegu milli áramóta og páska. Landgræðslan sendir út dagatal um hver áramót með fallegum landslags- og land- græðslumyndum. Ekki brást það þetta árið. Hins vegar bar svo við að í kjölfarið sendi einn af starfsmönnum Landgræðslunnar út rafrænt dagatal til félaga sinna í þrengri hópi og var það einnig fallega myndskreytt. Guðmundur Halldórsson, líf- fræðingur og rannsóknastjóri Landgræðslunnar, þáði með þökkum bæði ritin. Hann orti eftir að hafa vandlega skoðað það síðara: Fifil minn má ég fegri muna flest er nú orðið dautt og kalið. Þó trúi ég aftur á upprisuna eftir að ég fékk dagatalið. Björn Ingólfsson orti um kunn- ingja sinn sem fór til Afríku. Það var í þá daga er Íslendingar héldu að upp til hópa væru Afríkumenn mannætur. Björn lét það liggja milli hluta en vin sinn þekkti hann þó betur: Í Afríku er sérhver maður metinn sem málsverður að fornum, grón- um sið. Birgir slapp, og aldrei var hann etinn, að hann væri drukkinn bar þó við. Einar Guðmundsson sendi mér eftirfarandi póst: Faðir minn Guðmundur J. Ein- arsson bóndi í Hergilsey, síðar á Brjánslæk, orti fyrir sextíu árum: Hjartað kvíðir kuldatíð kvelst í hríðarslögum. Þrautir stríða, þroska líð. Það finnst víða í sögum. Sjálfur sér Einar ljósið framund- an þótt syrt hafi í álinn undan- farið. Hann yrkir: Sólin gyllir engi og ása allt fær nýjan svip og heiti, vinstri grænir vindar blása vorið er á næsta leiti. Kristbergur Pétursson yrkir um túnaslátt upp á gamla móðinn: Bóndi stóð og beitti ljá, bar hann sig að leggja strá. Tjásur grasa til og frá tuskaði hann í æði. Reif þær upp með rótunum og rótaði í grjótunum, hafði loks í hótunum við Helvítið í bræði. Síðan segir Kristbergur: „Ég ber virðingu fyrir bændum landsins okkar eins og öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita. Enda sjálfur kominn af verkafólki, sjómönn- um og bændum í allar ættir. Hér er virðing mín fyrir bændum, sér í lagi eldra fólki, þó að lýsingin sé kannski hráslagaleg: Lotinn bóndi, lúið bak. Larfatreyja, buxnaflak. Bóndi gamall, bogið hrak bjargar sér að vanda. Stoltur forðum sté í fót, stoltur enn þó blási mót. Les af vörum lygahót og leyfir sér enn að standa.“ Og þannig lýkur þessum þætti. Megi góan verða þeysöm (eða þeysin), votur einmánuður og vorið hið besta. Umsjón: Hjálmar Jónsson hjalmar@domkirkjan.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Steingrímur J. Sigfússon er nýr ráðherra sjávarútvegs- og land- búnaðarmála, auk þess sem hann situr einnig í stól fjármálaráð- herra. Að mati Steingríms er staða íslensks landbúnaðar graf- alvarleg um þessar mundir. Hins vegar sé ljóst að slíkt hið sama eigi við um bæði einstaklinga og fyrirtæki almennt. Staðan í efna- hag þjóðarinnar sé grafalvarleg og vandséð hvernig hægt verði að komast fram úr vandanum. Hitt sé jafnljóst að beita verði öllum ráðum til að verja landbúnaðinn og koma í veg fyrir að bændur lendi í greiðsluþroti. Það hafi aldrei verið mikilvægara en nú. Bændablaðið tók Steingrím tali og spurði hann meðal annars að því hvort líkur væri til að skerð- ingar á verðbótaþætti búvöru- samninga yrðu dregnar til baka. „Ég á fund með bændafor- ystunni í þessari viku, bæði for- ystumönnum Bændasamtakanna og garðyrkjubændum vegna þeirra sérstöku mála. Við munum fara yfir þetta en ég get engar vonir vakið um að hægt verði að afturkalla þessa skerðingu. Við erum lögð af stað inn í þetta fjárlagaár, aðstæður eru eins og allir þekkja og má jafn- vel búast við enn meiri þrengingum fram undan þannig að það væru bara falsvonir ef að ég færi að gefa eitthvað slíkt í skyn. Að sjálfsögð- ur er ég hins vegar tilbúinn að fara yfir öll hagsmunamál bænda með þeim og athuga hvort eitthvað er einhvers staðar hægt að gera sem auðveldar mönnum lífið og takast á við þessa erfiðleika. Um þetta mun ég allt ræða við forystumenn bænda og jafnframt þá líka um framtíð þessara samskipta ríkis og bændasamtakanna. Þessi skerðing á þessu ári er staðreynd og horfurnar eru ekki þesslegar að hægt verði að taka hana til baka í fjárlögum næsta árs, það verður bara að segja það alveg eins og er. Það er því mik- ilvægt að þeir aðilar sem standa að þessum samningi ræði málin hrein- skilningslega.“ – Nú hafa grænmetisbændur lýst miklum áhyggjum vegna skerðinga á niðurgreiðslu flutningskostnaðar rafmagns sem landbúnaðarráðu- neytið boðaði í desember síðast- liðnum. Samband garðyrkjubænda telur að skerðingin muni valda um 25 prósenta hækkun á raforku- kostnaði til bænda. Jafnframt þessu á að skerða vísitölutengingu samn- inga um beingreiðslur til garð- yrkjubænda. Er ekki fullkomlega ábyrgðarlaust að fara fram með þessum hætti og gæti það ekki vald- ið því að garðyrkjubændur yrðu hreinlega gjaldþrota? „Mér er alveg ljóst að þetta eru miklir erfiðleikar og að við verð- um að skoða það mál. Við megum ekki missa þessa dýrmætu grein út úr höndunum á okkur á sama tíma og menn réttilega segja að þessar þrengingar hafi sannað mikilvægi þess að hafa þessa matvælafram- leiðslu hér. Hvaða aðgerða hægt er að grípa til er hins vegar vand- séð, ekki síst í ljósi þess að það er trúlega ekki auðvelt að sækja þetta til orkufyrirtækjanna eins og staða þeirra er nú. Ég get því engu lofað nema því að ég mun fara yfir þetta mál.“ Hvetur bændaforystuna til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri – Nýtt frumvarp til laga um greiðsluaðlögun hefur litið dagsins ljós í þinginu. Bændur eru í þeirri stöðu að heimili þeirra og rekstur eru í raun einn og sami hluturinn, þeir búa og vinna á búum sínum. Kemur til greina að fara í sértækar aðgerðir fyrir bændur í ljósi þess að þeir eru í þeirri stöðu að heim- ili þeirra og vinnustaður er eitt og hið sama? „Það er atriði sem á hiklaust að skoða. Í frumvarpinu er opnað á þann möguleika að þeir sem hafa staðið í atvinnurekstri geti orðið hluti af þessum kerfi. Mér þykir einboðið að skoða mál bænda sér- staklega að þessu leyti því þeir eru í þessari sérstöku stöðu að þeir búa í sínu fyrirtæki. Ég vil því að það verði skoðað hvort frumvarp- ið eins og það er nú opni á þessa hluti eða hvort þurfi að gera á því breytingar. Ég hvet forystumenn Bændasamtakanna til að koma sínum sjónarmiðum varðandi þetta strax á framfæri.“ Uppi hafa verið raddir um að nauðsynlegt sé að afskrifa skuldir fyrirtækja og einstaklinga upp að einhverju vissu marki til þess að bjarga þeim frá því að fara í þrot. Steingrími líst ekki vel á þá hug- mynd. „Ég held að það sé hættulegt að tala á þeim nótum að hægt sé að afskrifa skuldir fólks og fyr- irtækja í einhverju mæli. Hver á þá að borga í staðinn? Þjóðin er meira eða minna öll í þeirri stöðu að vera á kafi í skuldum og það er engum til að dreifa til að taka við slíkum skuldum. Málið snýst frekar um að aðstoða fólk eftir föngum með til að mynda frystingu gjaldeyris lána, úrræðum sem Íbúðalánasjóður og bankarnir eiga að veita og geta veitt. Það á að reyna að aðlaga afborganir að greiðslugetu hvers og eins, skuldbreyta og veita slíka fyr- irgreiðslu. Þessi ríkisstjórn leggur áherslu á að jafna byrðunum á eins sanngjarnan hátt og hægt er og það er einfaldast að gera með tekjuöfl- un ríkisins.“ Tryggja verður fjármagn til áburðarkaupa Gríðarlegar verðhækkanir urðu á áburði á síðasta ári og er útlit fyrir að verð muni enn hækka á þessu ári. Er talið að áburðarverð muni hækka um 25 prósent nú og ljóst er að margir bændur munu eiga í erfiðleikum með að fjármagna sín áburðarkaup. Til eru dæmi þess að menn hafi ekki enn getað greitt að fullu fyrir kaup á áburði síðasta árs. Steingrímur er spurður hvort hann geti tryggt það að ríkisbankarnir komi að fjármögnun áburðarkaupa hjá bændum. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni og mér sýnist tvennt framundan hjá bændum sem mun reynast þeim mjög erfitt. Það eru annars vegar virðisaukaskil nú á útmánuðum og síðan áburðarkaupin. Þetta snýst um að bændur geti fjármagnað þetta með einhverjum hætti, gegn- um sína viðskiptabanka eða aðra aðila hugsanlega. Það verða vænt- anlega lagðar fram breytingar á lögum um Byggðastofnun sem eiga að rýmka útlánamöguleika hennar. Byggðastofnun hefur komið tals- vert að landbúnaðinum enda fáum öðrum orðið til að dreifa. Nú á landbúnaðurinn ekki lengur neinn lánasjóð eða stofnlánadeild og ég hef nú stundum sagt að nú sakni menn vinar í stað. Ef til hefði verið fjárfestingalánasjóður í greininni hefði hann verið notaður núna til að hjálpa mönnum í gegnum þessa erfiðleika. Ég er mjög meðvitaður um þessa stöðu bænda og mun reyna að sinna því eftir því sem hægt er og það er auðvitað alveg ljóst að það verður að tryggja að bændur geti fengið áburð nú í vor.“ Vinstri græn hafa lagst gegn því að hið svonefnda matvælafrum- varp verði að lögum að óbreyttu. Frumvarpið var lagt fyrir þingið á nýjan leik skömmu fyrir jól og mælt var fyrir því í þingbyrjun eftir áramótin. Það er nú til meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Steingrímur sagði í þingræðu þegar mælt var fyrir frumvarpinu að nýju að ótækt væri hversu opið það væri fyrir innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti. Steingrímur segist ekki geta sætt sig við að frumvarpið fari óbreytt í gegn. En ætlar hann að beita sér fyrir því að málið verði klárað á yfirstandandi þingi svo að það hangi ekki eins og sverð yfir bændum til frambúðar? „Ég vil augljóslega ekki að frumvarpið fari óbreytt í gegn. Mér finnst það of opið fyrir innflutningi á hráu kjöti og hef sagt það áður að ég vil að það verði farið mjög gaumgæfilega yfir það hvort ekki sé hægt að byggja þarna inn frekari varnir. Það væri ákaflega slæmur kostur í mínum huga að afgreiða frumvarpið svona opið þrátt fyrir þær breytingar sem búið er að gera sem margar hverjar eru til bóta frá fyrstu hugmyndum. Þetta mál er komið á ábyrgð þingsins og ég mun fylgjast með því í samráði við við- komandi þingnefnd. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hverju þingið afkastar á þeim stutta tíma sem er til kosninga. Af hálfu ríkisstjórn- arinnar eru forgangsmál núna þess- ar björgunaraðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, það ein- faldlega verður að vera í forgrunni. Ég hef til dæmis gefið fyrirmæli um það hér í ráðuneytinu, og það er allt í lagi að menn viti af því, að við munum ekki hlaða inn á þing- ið málum á þessum stutta tíma sem er til stefnu. Við setjum ekki inn á þingið nein ný frumvörp eða mál sem geta beðið. Ég veit að hér í ráðuneytinu hafa verið í undirbún- ingi ýmis góð mál en flest þeirra eru sem betur fer þannig vaxin að það er ekki algjört tímaspursmál hvenær þau fá afgreiðslu. Brýnustu málin verða að fá afgreiðslu fyrst.“ Evrópusambandsmál ekki á dagskrá – Bændaforystan hefur lagst einörð gegn umsókn um Evrópu sam bands- aðild og almennt virðast bændur um land allt á sama máli. Verður Evrópusambandsmálum hreyft í þess ari ríkisstjórn? „Nei, það verða að sjálfsögðu engar ákvarðanir teknar í þessu örlagamáli á þessum örstutta tíma. Hafi mönnum dottið það í hug var það mikið óraunsæi að láta sér detta í hug að þessi tímabundna björgunarstjórn færi að taka slíkar ákvarðanir. Málinu er í raun vísað inn í kosningabaráttuna og inn á næsta kjörtímabil. Það þekkja allir mína afstöðu og míns flokks þannig að ég á ekki í neinum vandræðum með að sitja hér í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ég þekki vel afstöðu þeirra greina til málsins þannig að það eru engir árekstrar í því tilviki.“ – Hversu bjartsýnn ertu á að takist að verja landbúnaðinn? „Ég er þrátt fyrir allt bjartsýnn á að það takist að verja landbúnað- inn. Það er mikil seigla í bændum og þrek. Greinin nýtur mikillar vel- vildar neytenda um þessar mundir og ég er sannfærður um að land- búnaðurinn mun njóta góðs af því til frambúðar. Svo fremi sem okkur tekst að komast fram úr þessum erf- iðleikum, við náum að klára þennan vetur og komast fram á græn grös þá er ég fremur bjartsýnn á framtíð landbúnaðarins til lengri tíma litið. Þeim mun mikilvægara er að ekki verði einhver meiriháttar brestur í þessu núna og menn neyðist ekki til að bregða búum vegna þess að þeir geti ekki keypt áburð eða annað slíkt. Að vissu leyti held ég að menn þyrftu að blása til vissrar sóknar, auka innlend aðföng, auka kornrækt og annað sem gerir grein- ina enn sjálfbærari. Jafnvel ættu menn að auka framleiðsluna því það er margt sem bendir til þess að mönnum muni ganga ágætlega að selja hana hvort sem er á innlend- um eða erlendum markaði. Það eru jákvæðir hlutir sem geta unnið með greininni en allt felst þetta í því að við getum unnið okkur út úr vand- anum sem við stöndum frammi fyrir.“ fr Aldrei mikilvægara en nú að verja landbúnaðinn Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að bændur fari ekki í þrot – Ekki líkur til þess að hægt verði að draga til baka skerðingar á búvörusamningum – ESB-aðild ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra vill athuga hvort ekki sé hægt að setja frekari varnir gegn innflutningi á hráu kjöti í matvælafrumvarpið.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.