Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 12. febrúar 2009 Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Ætla að minnast örlítið á velkomnar og óvelkomnar lífverur í fjósum. Nú er sá árstími þegar músagangur er verulega þreytandi til sveita og þessi hvimleiðu smádýr fara að leita eftir inngöngu í fjós og önnur húsakynni í von um æti og húsaskjól. Þær eru fljótar að fjölga sér og verða hin versta sóðaplága ef þær ná fótfestu í byggingum manna, auk þess að bera sýkla og aðra óáran með sér. Þá vinna þær oftar en ekki mikið tjón á innviðum húsa og af þeim er miður góð lykt þegar þær eru orðn- ar nokkur hundruð eða þúsund. Þær eiga alls ekki heima í húsnæði til matvælafram- leiðsu, þ.m.t. fjósum og mjólkurhúsum og um það eru skýr ákvæði í reglugerðum. Þar ber að koma upp viðurkenndum meindýravörn- um og aldrei þessu vant er kötturinn nú viðurkenndur í mörgum héruðum sem gild meindýravörn, en honum var úthýst á tímabili, þ.e.a.s. i síðustu reglugerð, en ekki minnst á hann þar á undan, þannig að kisi hefur notið mismikillar tiltrúar og góðvildar reglugerðasmiða í gegnum tíðina – sem sé 1-0 fyrir kattavinafélagið. Þess ber þó að geta að hann má eingöngu vera i fjós- inu sjálfu en ekki stíga einni löpp inn í mjólkurhúsið og það má raunar engin skepna önnur en mannskepnan. Úr því dýrahald í fjósum ber á góma er vert að minna á það að í mjólkurframleiðslufjósum mega hvorki vera rollur né hundar og harðbannað er að hafa þar inni svín og fiðurfénað (hænur eða aliendur) sem er skiljanlegt því slíkur búpeningur getur t.d. valdið salmonellusmiti í fjósinu og er mjög strangt eftir því gengið að þessi ákvæði séu virt. Íslenski hesturinn er svona á milli vita því ekki er lengur að finna ákvæði um úthýsingu hans úr fjósum í aðbúnaðar- eða mjólkurreglugerð. Það er þó háð samþykki viðkomandi héraðs- eða eftirlitsdýralæknis hvort vista megi hross í fjósum, held raunar að það sé ekki vel séð en e.t.v. ekki gerð athugasemd við 1-2 hross á afmörkuðum básum eða í stíu. Hef hingað til ekki séð nema á örfáum bæjum hross hýst í fjósi innan um mjólkandi kýr. Það er hins vegar afar algengt að hundurinn fái að fylgja húsbónda sínum til mjalta og þyrfti að gera átak í þeim efnum, sér í lagi þegar hundar eru að álpast inn í mjólkurhús. Þetta er oftast auðvelt að koma í veg fyrir ef það er vilji eiganda hundsins, því flesta hunda er auðvelt að siða og kenna þeim hvar þeir mega vera og ekki vera, þetta er því bara spurning um siði eða öllu heldur ósiði. Þá er ótalið eitt aðskotadýr enn í fjósum og í raun eina verulega vandamálið, en það er flugan, sem getur á sumum bæjum orðið að plágu í fjósinu og verður að segjast eins og er að því miður er það of víða sem ekki er eitrað fyrir flugu eða gerðar þrifaráðstafanir til þess að hamla ágangi þessara hvimleiðu kvikinda sem valda bæði mönnum og ekki síður skepnum mik- illi vanlíðan og pirringi, auk þess að bera með sér alls kyns sjúkdóma og óþrif. Því segi ég, hundurinn í fjósinu er smámál, en flug- an er stórmál. Í vel loftræstu og hreinu fjósi með klipptar kýr eru minni líkur á flugnaplágu. Bændur og verktakar Nú bjóðum við uppá 15% afslátt af allri vinnu við New Holland dráttarvélar og bindivélar, Case IH dráttarvélar og bindivélar, Zetor dráttarvél- ar Fíat dráttarvélar JCB vinnuvélar, Weideman liðléttingum, og Welger bindivélum. Í samstarfi við Vélaver hf bjóðum við 15% afslátt af síum ,og 10 % afslátt af varahlutum. Erum með vel útbúin bíl til heimsókna förum vítt og breitt. Áreiðanleg og góð þjónusta Tilboðið gildir febrúar og mars 2009 Pardus ehf Sími-4537380 - Gsm-8932881 Járninganámskeið II - verklegt Kennari: Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari Tími: 14. feb. kl. 10-17 í Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum Verð kr. 14.000 Heimavinnsla mjólkurafurða - Skref 1 Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur Tími: 17. feb kl 13-16 á Hvanneyri Verð kr. 4.000 Notkun léttitækja í garðyrkju Kennarar: Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri LbhÍ, Ágústa Guðmarsdóttir sjúkraþjálfi hjá Heilsuvernd og Kári Aðalsteinsson garðyrkjustjóri LbhÍ Tími: 18. feb, kl. 9-15 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 13.000 Heilbrigðir og hraustir hundar! Kennari: Helga Finnsdóttir dýralæknir Tími: 19. feb kl. 15-18 á Hvanneyri Verð kr. 6.000 Bygging hrossa Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands Kennarar: Jón Vilmundarson kynbótadómari og Eyþór Einarsson kynbótadómarar Tími: 21. feb. kl. 9–16 í Ölfushöllinni á Suðurlandi Verð kr. 8.000 fyrir félagsmenn innan HS (kr. 14.000 fyrir aðra) Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Kennarar: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur LbhÍ, Böðvar Guðmundsson skógtæknir Suðurlandsskógum og Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari Lystigörðum Tími: 23. feb. kl. 9-16, 24. og 25. feb. kl. 9-17:30 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 40.000 Bætt mjólkurgæði betri afkoma! Kennari: Snorri Sigurðsson framkvstj. búrekstrarsviðs LbhÍ Tími: 26. feb. kl. 10-16:30 á Möðruvöllum í Hörgárdal Verð kr. 14.000 Útimatjurtir – grunnnámskeið fyrir byrjendur Í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann Kennari: Gunnþór K. Guðfinnsson umhverfisstjóri Ölfusi Tími: 28. feb, kl. 9-15 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 12.000 Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands,Reykjavíkur- og Akureyrardeild og Græna geirann Kennari: Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur Tími: Boðið verður upp á þrjú námskeið: I: 28. feb. kl. 9-15 í Búgarði á Akureyri II: 21. mars, kl. 9-15 á Hvanneyri III: 4. apr. kl. 9-15 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 12.000 Umhirða opinna svæða II Kennarar: Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur og Magnús Bjarklind skrúðgarðyrkjumeistari Tími: 6. mars, kl. 9–15:45 hjá LbhÍ Reykjum Ölfusi Verð kr. 13.000 Svalir og sjálfbærni Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann Kennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ, G. Brynja Bárðardóttir brautarstjóri LbhÍ og Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur. Tími: 7. mars, kl. 9-15 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð: 12.000 kr. Trjá- og runnaklippingar I Kennari: Einar Friðrik Brynjarsson skrúðgarðyrkjumeistari, garðyrkjutæknir og stundakennari við LbhÍ Tími: 7. mars, kl. 9-15:45 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 12.000 Trjá- og runnaklippingar II Kennari: Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari Lystigörðum Tími: 9. mars, kl. 9-15:45 hjá LbhÍ á Reykjum, Ölfusi Verð kr. 12.000 Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig! Margt bendir til að grundvöllur fyrir rekstri sauðfjárbúa sé í besta falli hæpinn (sjá grein um stöðu sauð- fjárbúa í síðasta blaði). Leita þarf leiða til að bæta stöðu greinarinn- ar. Skoða þarf hvort enn sé hægt að hagræða í rekstri búanna, s.s. skoða stærðarhagkvæmni o.fl. Greinin hefur um árabil búið við kröpp kjör og það er okkar mat að almennt sýni sauðfjárbændur mikið aðhald í útgjöldum. Í meginatriðum eru tekjur í sauðfjárbúskap af tvennum toga. Annars vegar framlag frá rík- inu á formi gæðastýringargreiðslna og beingreiðslna út á ærgildi. Ljóst er að ekki munu koma til hækkanir á þessum lið næstu árin og raunar hafa stjórnvöld boðað stórlega skerðingu á framlögum vegna aftengingar verðtryggingar. Hinn stóri tekjuþáttur sauðfjárbúa eru tekjur af kjötframleiðslu. Við prófuðum að skoða tekjur bænda af kjötframleiðslu sérstaklega og settum þær í samhengi við verð dilkakjöts út úr verslun. Þennan samanburð birtum við í línuriti hér að neðan. Til hliðsjónar birtum við heildarkostnað við framleiðsluna sem rauða línu á myndinni. Verðið er birt hér á núvirði (framreiknað skv. meðalvísitölu neysluverðs) og með virðisauka- skatti. Bláa línan sýnir verð úr búð. Verð til neytenda hefur lækkað á þessu árabili, ekki síst á milli áranna 2007 og 2008. Ekki er ljóst hvort sláturleyfishafar taka á sig þessa lækkun eða hvort verslunin hefur lækkað sína álagningu. Græna línan sýnir afurðastöðvaverð til bænda. Á milli áranna 2007 og 2008 hækkaði verð til bænda um liðlega 3% að raunvirði, sem er eins og allir vita ekki sú prósentutala sem sláturleyf- ishafar hafa haldið á lofti. Því síður samræmist þessi prósentuhækkun þeim hækkunum sem hafa orðið á aðföngum til framleiðslunnar. Nú liggur fyrir að árið 2008 var dilkakjötssala á Íslandi sú mesta í 15 ár. Jafnframt gekk útflutningur vel í haust vegna veikingar krón- unnar og gjarnan fékkst hærra verð fyrir útflutt dilkakjöt heldur en það kjöt sem fór á markað innan- lands. Á sameiginlegum fundi stjórna félaga sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslum var samþykkt ályktun sem send var Sláturfélagi Suðurlands og Norðlenska (helstu viðskiptafélögum bænda á svæð- inu). Ályktunin var þess efnis að skorað var á þessa aðila að láta hækkun á útflutningsverði vegna hagstæðrar gengisþróunar skila sér til bænda. Félögin hafa nú svarað því til að þau muni ekki borga upp- bót á útflutninginn. Það blasir því við að þrátt fyrir gott gengi í sölu á dilkakjöti er ekki fyrirsjáanlegt að sauðfjárbændur komi til með að njóta ávinnings af því. Það er því ljóst að sauðfjárbændur eiga ekki augljós sóknarfæri til aukinna tekna eftir hefðbundnum leiðum og morgunljóst er að taka þarf stöðu greinarinnar til gagngerrar endur- skoðunar. Forsendur útreikninga Upp lýs ing ar um verð úr búð eru fengnar af heimasíðu Hagstofu Íslands (hagstofa.is). Tekið er með- altal kg-verðs á súpukjöti, hrygg og læri. Verð til bónda miðast við það meðal kg-verð sem bændur fengu greitt frá afurðastöð, þ.e. tekið er tillit til útflutnings, þau gögn eru fengin hjá framkvæmdastjóra LS. Heildarkostnaður við framleiðsluna er fundinn í Niðurstöðum búreikn- inga 2005-2007 frá Hagþjónustu landbúnaðarins. Öll gögn eru fram- reiknuð til núvirðis, miðað við meðalvísitölu neysluverðs. Fh. Félaga sauðfjárbænda á Suðurlandi Oddný Steina Valsdóttir, Rangárvallasýslu Margrét Ósk Ingjaldsdóttir, Árnessýslu og Fanney Ólöf Lárusdóttir, V-Skaftafellssýslu Hvers virði er lambakjötið? Verð í kr./kg úr búð samanborið við afurðastöðvaverð til bónda. Rauða lína sýnir heildarkostnað bænda við framleiðsluna. Nýjung fyrir lausagöngu fjós GreenStall básamilligerði Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 www.velaval.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.