Bændablaðið - 10.11.2011, Side 2
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 20112
Fréttir
Jóhann Skúlason
knapi ársins
Forsvarsmenn Ístex fögnuðu 20
ára afmæli fyrirtækisins á dög-
unum en í tilefni afmælisins var
ný viðbygging og starfsmannaað-
staða vígð í höfuðstöðvum þess í
Mosfellsbæ. Að auki var ákveðið
að gefa viðskiptavinum prjóna-
uppskrift að fallegri lopapeysu
sem Védís Jónsdóttir hannaði sér-
staklega af þessu tilefni.
Gengur vel
„Reksturinn gengur ljómandi vel og
það er mikil sala, þannig að við erum
að skila þokkalegri afkomu þriðja
árið í röð. Við höfum lengt keyrslu-
tímann í verksmiðjunni til að anna
eftirspurn.
Nú er utanlandsmarkaður vaxandi
en við erum að selja um allan heim,
allt frá Bandaríkjunum til Kína og
einnig til Evrópu. Útflutningur er
tæplega helmingur af veltu Ístex
og fer vaxandi,“ útskýrir Guðjón
Kristinsson, framkvæmdastjóri.
Um 1800 bændur hluthafar
Fyrirtækið Íslenskur textíliðnaður
var stofnað seinnihluta árs 1991 eftir
að Álafossverksmiðjan varð gjald-
þrota.
„Þegar Álafossi er lokað í júní
árið 1991 missi ég, ásamt fleirum,
vinnuna. Haukur Halldórsson, þáver-
andi formaður Bændasamtakanna,
hringir í mig skömmu eftir gjaldþrot
og spyr hvort ég geti fundið einhverja
til að leggja peninga í að stofna nýtt
félag. Úr varð að fjórir starfsmenn,
ásamt erlendum aðilum, lýstu sig
reiðubúna til að leggja fram hlutafé
til að stofna Ístex. Bændasamtökin,
fyrir hönd bændanna, komu inn
með helming hlutafjár, síðan voru
dregin 10% af ullarinnleggi bænda
árið 1992 og hlutafé deilt á bændur
fyrir verðmæti ullarinnar. Þannig að
það ár fengu bændur greitt 90% fyrir
ullina og í dag eru yfir 1800 bændur
hluthafar í Ístex,“ segir Guðjón sem
á í dag um 50% hlut í fyrirtækinu
ásamt Jóni Haraldssyni og Viktori
Guðbjörnssyni.
Í tilefni af afmælinu ákváðu
eigendur og stjórn Ístex að gera vel
við starfsfólk sitt en einnig að láta
almenning njóta.
„Það var tími kominn á endur-
bætur og við ákváðum að leggja fjár-
muni í viðbyggingu þar sem opnuð
hefur verið ný kaffistofa fyrir starfs-
fólk. Áður var einungis kaffiaðstaða
fyrir starfsfólk uppi á annari hæð, í
gluggalausu rými í verksmiðjunni,
svo það var kominn tími á þetta.
Einnig kom upp sú hugmynd hjá
Huldu Hákonardóttur markaðs- og
kynningarstjóra okkar að láta Védísi
Jónsdóttur hanna peysu af þessu til-
efni, sem við bjóðum fólki nú að
nálgast frítt á heimasíðunni okkar.
Þetta hefur mælst vel fyrir og erum
við mjög ánægð með það sem við
höfum áorkað nú og síðastliðna tvo
áratugi.“ /ehg
Ístex fagnar 20 ára afmæli
Hulda Hákonardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ístex, og Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
sýndu afmælispeysuna sem hönnuð var af því tilefni að fyrirtækið fagnaði 20 ára afmæli á dögunum. Mynd / ehg.
Eftir er að sjá hvaða reynsla verður af skiptingu landsins í þjónustusvæði
Skiptar skoðanir á dýralæknamálum
- Breytingar seint komnar fram og til þess fallnar að vekja efasemdir
Þann 1. nóvember síðastliðinn
gengu í gildi breytingar á dýra-
læknaþjónustunni á Íslandi.
Skiptar skoðanir eru um ágæti
þessa en breytingarnar eru hluti af
nýrri matvælalöggjöf sem lögfest
var árið 2009. Umræddur hluti
hennar tók þó ekki gildi fyrr en
um síðustu mánaðamót.
Í þarsíðasta Bændablaði var greint
frá því að allnokkur óánægja ríkti
meðal dýralækna vegna þess hversu
seint hefði gengið að hnýta lausa
enda varðandi breytingarnar. Undir
það tók yfirdýralæknir en benti á að
á því væru skýringar, meðal annars
hefði verið óljóst hvaða fjárframlög
yrðu lögð á ákveðna þætti breyting-
anna.
Þær meginbreytingar sem nú eru
orðnar eru að embættum héraðs-
dýralækna hefur verið fækkað úr 14
í 6, héraðsdýralæknum er nú óheimilt
að sinna almennum dýralækningum
og á níu svæðum á landinu hafa
verið gerðir þjónustusamningar við
sjálfstætt starfandi dýralækna til að
tryggja dýralæknaþjónustu í dreifð-
um byggðum. Starfandi héraðsdýra-
læknum, sem missa mundu stöðu
sína í kjölfar breytinganna, var hins
vegar boðinn þjónustusamningur án
auglýsingar.
Ekki tókst að klára alla
þjónustusamninga í tíma
Gengið var frá ráðningu héraðs-
dýralækna í lok september. Auglýst
var eftir umsóknum um þjónustu-
samningana snemma í síðasta mán-
uði og þótti mörgum dýralæknum
það alltof seint gert. Til að mynda
sagði Eyrún Arnardóttir, dýralæknir
á Fljótsdalshéraði, í samtali við
Bændablaðið að sér þætti illa að
málinu staðið. „Við fengum engar
upplýsingar um hvernig að þessu yrði
staðið, hvernig samningurinn myndi
verða, fyrr en núna þegar auglýsingin
barst.“ Fleiri tóku í sama streng í
samtölum við blaðamann.
Við síðustu mánaðamót kom í
ljós að ekki hafði tekist að gera þjón-
ustusamninga á öllum svæðunum
níu. Svonefnt svæði 4, Húnaþing
vestra, Blönduósbær, Skagabyggð,
Sveitarfélagið Skagaströnd og
Húnavatnshreppur, lá þar óbætt hjá
garði. Engar umsóknir bárust vegna
þjónustusamnings á því svæði. Á
öðrum svæðum tókst hins vegar að
ganga frá samningum. Heimamenn
í Húnaþingi brugðust illa við, meðal
annars sendi Nautgriparæktarfélag
Vestur-Húnavatnssýslu landbún-
aðarráðherra bréf þar sem kvartað
var undan því að enginn starfandi
dýralæknir væri í sýslunni. Þá
lýsti Gunnar Ríkharðsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Húnaþings og Stranda, því í sam-
tali við Bændablaðið að heimamenn
hefðu verulegar áhyggjur af stöð-
unni. 4. nóvember síðastliðinn var
hins vegar höggvið á hnútinn þegar
Matvælastofnun gekk til samninga
við Dýralæknaþjónustu Stefáns
Friðrikssonar í Skagafirði um þjón-
ustu í Húnavatnssýslum.
Deilt um Borgarfjörð
Ekki er fullkomin sátt um skil-
greiningu dreifðra byggða varð-
andi umræddar breytingar. Má
þar nefna að Edda Þórarinsdóttir
dýralæknir í Borgarfirði lýsti furðu
sinni og óánægju með að Mýra- og
Borgarfjarðarumdæmi félli ekki
undir þá skilgreiningu. Vísaði hún
til þess að á svæðinu væru ekki starf-
andi nema tveir dýralæknar. Einnig
hefði, ólíkt þeim svæðum öðrum á
landinu sem teldust hafa markaðsleg-
ar forsendur til að standa undir dýra-
læknaþjónustu án þjónustusamninga,
ekki byggst upp dýralæknaþjónusta
í umdæminu með sama hætti og á
þeim svæðum eftir breytingu á lögum
um dýralækna og heilbrigðisþjónustu
árið 1998.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir vísaði í samtali við Bændablaðið
gagnrýni Eddu á bug. „Þarna [í
Borgarfirði, innsk. blm.] er líf-
vænlegt fyrir dýralækna að starfa
vegna þess að þeir hafa nóg að gera.
Hugmyndin með þjónustusamning-
unum eða staðaruppbótinni er auð-
vitað að tryggja dýralæknaþjónustu
þar sem markaðslegar forsendur eru
ekki fyrir hendi.“
Endurskoðað innan þriggja ára
Það á eftir að koma í ljós hvernig
breytingarnar reynast. Eitt af því
sem bændur og dýralæknar hafa haft
áhyggjur af er hversu stór þjónustu-
svæðin eru sum hver.
Nefna má að þjónustusvæði 6
tekur yfir svæði allt frá Bakkafirði
að Reyðarfirði og Fljótsdalshéraði.
Blandast engum hugur um hversu
stórt svæði og að sumu leyti erfitt
yfirferðar er um að ræða. Á þetta við
um fleiri svæði, t.a.m. Vestfirði allt
frá Ísafjarðarbæ nyrst á fjörðunum til
Vesturbyggðar á Suðurfjörðunum. Þá
eru Þingeyjarsýslurnar báðar nálega
allar á einu þjónustusvæði.
Endurskoðunarákvæði er í reglu-
gerðinni sem gerir ráð fyrir að hún
verði endurskoðuð innan þriggja
ára með sérstöku tilliti til skiptingar
þjónustusvæðanna. Má gera ráð fyrir
að þá verði komin almenn reynsla á
fyrirkomulagið og því hægt að taka
upplýsta ákvörðun um framhaldið.
/fr
Frá og með nýliðnum mán-
aðamótum verður Jón Viðar
Jónmundsson, sauðfjárræktar-
ráðunautur BÍ í veikindaleyfi.
Til þess að sinna brýnum verk-
efnum á hans fagsviði á meðan hefur
Eyjólfur Ingvi Bjarnason verið ráð-
inn til starfa.
Eyjólfur Ingvi er búfræði-
kandidat frá LbhÍ 2009 og á liðnu
vori lauk hann meistaraprófi
(MS) í erfða- og kynbótafræði frá
Landbúnaðarháskólanum að Ási í
Noregi (UMB).
Starfsmannabreytingar
hjá Bændasamtökunum
Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Uppskeruhátið hestamanna fór
fram á Broadway laugardags-
kvöldið 5. nóvember sl. og var
að venju mikið um dýrðir. Knapi
ársins var útnefndur Jóhann R.
Skúlason en Jóhann vann það
einstæða afrek sl. sumar að verða
heimsmeistari í tölti í fimmta sinn.
Í þetta sinn reið Jóhann hestinum
Hnokka frá Fellskoti til heimsmeist-
aratitils en Jóhann hefur riðið fjórum
hestum til þessara fimm heimsmeist-
aratitla.
Fyrir ræktun keppnishesta hlaut
ræktunin sem kennd er við Efri-
Rauðalæk í Hörgárdal verðlaunin.
Þá voru þeim Kára Arnórssyni og
Haraldi Sveinssyni veitt heiðurs-
verðlaun fyrir ötul og óeigingjörn
störf í þágu hestamennsku á Íslandi.
Eftirtaldir knapar hlutu knapa-
verðlaun að þessu sinni:
Efnilegasti knapinn:
Arna Ýr Guðnadóttir
Kynbótaknapinn:
Þórður Þorgeirsson
Íþróttaknapinn:
Sigursteinn Sumarliðason
Skeiðknapinn:
Bergþór Eggertsson
Gæðingaknapinn:
Hinrik Bragason
Knapi ársins:
Jóhann Rúnar Skúlason
/fr
Verðlaunahafarnir.
Mynd / Oddrún Ýr Sigurðardóttir.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Jóhann
Skúlason knapi ársins og Haraldur
Þórarinsson formaður LH.