Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 7
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvermber 2011 7
Þrír efstu í flokki lambhrúta talið
frá hægri: 1. sæti hrútur nr. 260 frá
Bjarnastöðum, faðir Beri 10-137,
heildarstig 90, eigandinn Halldór
heldur í hann. 2. sæti hrútur nr. 373
frá Hagalandi, faðir Faxi 09-152,
heildarstig 88, eigandinn Gunnar
heldur í hann. 3. sæti hrútur nr.
289 frá Sandfellshaga
2, faðir Hergill 08-322,
heildarstig 86, eigand-
inn Gunnar Björnsson
heldur í hann. Mynd / SÞ
síðasta vínsaþætti fagn-
aði Pétur Pétursson
læknir utanför okkar
hjóna með hlýrri ferða-
bæn. Nokkuð með öðrum hætti
kvaddi okkur Einar Kolbeinsson
í Bólstaðahlíð. Brottfarardag
okkar þurfti nú endilega að bera
uppá afmælisdag hans, 5ta sept-
ember. Fann hann sig knúinn til
að kveðja okkur, ekki þó með
neinum sérstökum hlýindum:
Betra er en blómahöf,
og birtur vinarandi,
þessi eina eðlagjöf
að Árni fór úr landi.
Allir geta sjálfsagt séð
þó séu í miklum önnum,
að ekki er lánið alltaf með
Austurríkismönnum.
Auðvitað varð ég að þakka Einari
fyrir notalegheit í okkar garð bæði
fyrr og síðar. Í afmæliskveðju til
hans er þessi vísa:
Meðan ævin þroskast þín,
sem þolir hún að gera,
mun ég glaður vera í Vín
og visku mína bera.
Einar hefur að ég held, áttað sig
á, að gott væri að afla sér nokk-
urrar víðsýni, enda brá hann sér
með betri partinn til Mílanóar.
Meðan á fluginu stóð, logaði
síminn minn:
Óttalaus fór yfir sjó,
Með ölbragð sætt í munni.
Mín svo bíður Mílanó
Mædd af óþreyjunni.
Sjálfur notaði ég síðasta tímann
fyrir brottför og fór um héruð
til vísnasmölunar. Eina slíka fór
ég til Óskars Sigurfinnssonar
bónda í Meðalheimi í Ásum A-
Hún. Þau hjón, Guðný og Óskar
höfðu þá nýverið fagnað 80 ára
afmæli Óskars með vinum og
vandamönnum. Gjöfum snjóaði
að skáldinu, fremur einsleitum:
Ef ég drykki allt það vín
sem að mér vinir rétta,
yrði varla ævi mín
öllu lengri en þetta.
Svo bráði af skáldinu, og þegar
búið var að bera allar vistir heim
í hús, fylltist hann þægilegri ró,
og þó:
Afmælið mitt er að baki,
undirlagður bærinn er.
Kjaftfullur af koníaki
-hvar á ég að halla mér?
Björn Ingólfsson fyrrum skóla-
stjóri á Grenivík, færði föðurbróð-
ur sínum Bjarna Benediktssyni
á Jarlsstöðum koníaksfleyg með
svofelldri “ brugsanvisning”:
Þetta er ágætt
við alls konar sótt,
útbrotum, mæði og ropa.
Harðlífi og bakverkur
batna mun fljótt
ef bergirðu á örlitlum dropa.
Af velmældri teskeið
þá verður þér rótt
og verkur í limum mun hopa.
Ef geðvonska þjakar
og þrekið er mjótt
þá skaltu taka þér sopa.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Í
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, heimsótti nokkur
fyrirtæki á Selfossi og Kjörís
í Hveragerði þriðjudaginn 1.
nóvember sl. Eitt af fyrirtækj-
unum var MS Selfossi þar sem
Einar Sigurðsson forstjóri og
Guðmundur Geir Gunnarsson
mjólkurbússtjóri tóku á móti for-
setanum og fylgdarliði hans sem
voru fulltrúar Samtaka iðnaðar-
ins. Magnús Hlynur Hreiðarsson
fylgdist með og tók meðfylgjandi
myndir.
Eftir skoðunarferðina um mjólk-
urbúið fékk forsetinn fyrirlestur um
starfsemi MS Selfossi frá Guðmundi
Geir. Í máli hans kom m.a. fram
að fjöldi bænda á starfssvæðinu
er 243, innvegin mjólk árið
2010 var 47,5 millj. lítra,
40% af landsframleiðslunni
í mjólk eru á starfssvæði MS
Selfossi, meðalinnlegg bónda
er 188.900 ltr., og að á 20 árum
hefur kúabændum fækkað um
helming og búin stækkað að
sama skapi. Starfsmannafjöldi hjá
MS Selfossi er 96 og vörunúmerin
eru 215.
Forsetinn sagðist vera mjög hrifinn af íslenska skyrinu og fékk að sjálfsögðu að smakka á því hjá MS. Hann segist vera mikill skyrmaður og rifjaði upp
þegar hann var sendur út í búð sem ungur drengur á Ísafirði til að kaupa skyr.
Forsetinn hrifinn af íslenska skyrinu
Hér er Einar Sigurðsson, forstjóri MS, að skýra út vinnsluferlið fyrir
fulltrúum Samtaka iðnaðarins, forsetinn fylgist með.
Guðmundur Geir að
fræða forsetann um
starfsemi MS Selfossi.
Ólafur R
agnar ga
f sér góð
an tíma o
g
spjallaði
við starf
sfólkið.
Sameiginleg hrútasýning Fjár-
ræktarfélaganna í Öxarfirði og
Þistilfirði var haldin þann 25 okt.
í fjárhúsunum hjá þeim bræðrum
Rúnari og Sigþóri Þórarinssonum
í Sandfellshaga 1. Mættir voru
þar um 50 veturgamlir hrútar og
18 lambhrútar.
Ráðunautarnir María Svanþrúður
Jónsdóttir og Sigurður Þór
Guðmundsson sáu um mælingar
og stigun á hrútunum en völdu svo
úr hópi bænda til að raða hrútunum
í efstu sæti í hvorum flokk. Um 50
manns voru þarna saman komin og
buðu félögin upp á léttar veitingar.
Að sögn Sigþórs Þórarinssonar,
formanns Fjárræktarfélags
Öxfirðinga, er það mál manna að vel
hafi til tekist. Þarna hafi verið saman
komnir margir frambærilegir hrútar.
Hrútasýning í Sandfellshaga í Öxarfirði
Þuklarar mættir til
uppröðunar í flokki
veturgamalla hrúta.Upprennandi bændur og Erla í
Sandfellshaga sáu um veitingar.