Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 8

Bændablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 8
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 20118 Verulegur árangur hefur náðst í baráttu bænda gegn ágangi heiðar- gæsar á ræktað land í Noregi. Hafa Norðmenn beitt þeirri aðferð að beina gæsinni inn á ákveðin hluti túna þar sem hún fær frið en fæla hana af öðrum túnum. Bændur hafa gert samninga við yfirvöld sem í raun leigja tún af þeim með þessum skilyrðum og fá þeir greiðslur fyrir. Einar Eyþórsson, doktor í félags- fræði, býr og starfar í Tromsö og hefur síðastliðin tíu ár starfað að tveimur tengdum verkefnum sem snúa að því að hemja ágang heiðargæsa á ræktarlönd bænda í Norður-Þrændalögum og Vesterålen. Verkefnin snúast annars vegar um að stýra beit gæsanna að vori og hins vegar um að fækka gæsum með skotveiði að hausti en sameiginlegur skilningur ríkir um að fækka þurfi í stofninum. Mikið tjón af völdum gæsa „Eystri heiðargæsastofninn hefur vaxið mjög mikið síðustu tvo ára- tugi og er orðinn mjög ágengur, sérstaklega á graslendi. Hann á ákveðna áningarstaði á leið sinni til og frá Svalbarða og staldrar þar við í nokkrar vikur í senn til að fita sig. Aðalvandamálið er á vorin þegar gæsin er á leið norður. Þá veldur hún miklu tjóni á túnum. Það gekk afar hægt að vekja athygli umhverfisyf- irvalda hér úti á þessu vandamáli. Árið 2006 náðist hins vegar í gegn að bændur fengju greitt fyrir að leyfa gæsum beit á ákveðnum svæðum. Ríkið leigir í raun ákveðin svæði af bændum þar sem gæsin fær að vera í friði en bændur fæla hana af öðrum svæðum,“ útskýrir Einar. Gæsin greindur fugl Einar segir ekki vera um háar upp- hæðir að ræða en þrátt fyrir það hafi nokkur fjöldi bænda ákveðið að taka þátt í verkefninu. „Bændur hafa í sumum tilfellum unnið saman að þessu, nágrannar hafa tekið sig saman um að fæla fuglinn á ákveðnum tímum. Þetta hefur gefist merkilega vel. Gæsin er greindur fugl og lærir fljótt hvar hún fær að vera í friði. Fyrst og fremst er um graslendi að ræða. Sjaldnast fá þeir sem eru í kornrækt styrk af þessu tagi þar sem að tjón þeirra er almennt minna. Það fer þó vissulega dálítið eftir því hversu snemma vorar og hvernig tíðarfar er.“ Ágangur heiðargæsar á ræktar- land í Noregi var ekki vandamál þar til um 1990. Um langa hríð gekk hvorki né rak að finna lausn á vandamálinu, að sögn Einars. „Lengi vel var ekkert samkomulag um málið milli landbúnaðaryfirvalda og umhverfisyfirvalda. Meðal annars var lítið unnið að því að sýna fram á hversu mikill þessi skaði væri í peningum. Í þessu verkefni er það hins vegar einn hlutinn. Nú er beitar- rannsókn í gangi til að bændur geti sýnt fram á tjón sitt með tölulegum gögnum. Það er vitanlega mjög mis- jafnt frá einum bónda til annars. Hins vegar var þessi leið meðal annars farin til þess að komast hjá því að fara til hvers og eins bónda og meta tjónið eftirá. Árangur verkefnisins er svo tekinn út árlega, bæði út frá líffræðilegu sjónarmiði en eins varð- andi upplifun bændanna sem taka þátt í verkefninu.“ Allir aðilar að borðinu Einar segir verkefnið útheimta tals- verða skipulagsvinnu. Gerð séu kort yfir þau svæði þar sem ágangur gæsar hefur verið mestur og þær taldar. Út frá þeim gögnum sé svo metið hvaða svæði séu ákjósanleg og farið eftir því þegar skipulagt er hverjir fái styrkina. „Mitt hlutverk hefur einkum verið að sinna félags- fræðilegum hluta verkefnisins og hef ég því talað við bændur, sveitar- félög og þá sem hafa umsjón með verkefninu, bæði hjá landbúnaðaryf- irvöldum og umhverfisyfirvöldum. Okkur hefur tekist nokkuð vel að ná öllum þessum aðilum að borðinu.“ Hægt gengur að fækka í stofninum Líkt og hér á landi er óheimilt að skjóta gæs að vori í Noregi. Í Þrændalögum hefur verið unnið að því að auka veiðar á gæs að haustinu til að fækka fugli en það er ekki eins einfalt og mætti halda. „Þar er lítil hefð fyrir veiðum og alls ekki að því leytinu að nýta eigi veiðar til að halda stofninum í skefjum. Þetta verkefni er ekki langt á veg komið og satt best að segja hefur gengið hægt að fækka í stofninum að gagni. Það er hins vegar sam- staða milli landbúnaðaryfirvalda og umhverfisyfirvalda um að fækka þurfi í stofninum til að draga úr ágangi fuglanna.“ /fr Samstaða um að fækka þurfi í heiðargæsastofninum í Noregi: Beitarstýringu beitt á gæsir – Bændur „leigja“ yfirvöldum tún sín undir gæsabeit Fréttir Í Norður-Þrændalögum og í Vesterålen í Noregi er nú reynt að hemja ágang heiðargæsa á ræktarlönd. Norðmenn hafa beitt þeirri aðferð að beina gæsinni inn á ákveðin hluta túna þar sem hún fær frið en fæla hana af öðrum túnum. Allt gekk fullkomlega upp í slátur- tíðinni hjá Norðlenska á Húsavík, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvarstjóra. Að þessu sinni var slátrað 76.318 fjár, sem er nokkuð fleira en í fyrrahaust en meðal- þyngdin nú var örlítið minni en fyrir ári. Þetta kemur fram á vef Norðlenska. „Slátrun hófst að einhverju marki þetta haustið fimm dögum seinna en árið 2010. Helsta ástæða þess var að mjög víða var göngum seinkað, fyrst og fremst vegna þess tíðarfars sem var í vor og sumar og skapaði bændum bæði vandræði og óvissu hvað varðaði sauðburð, heyskap og fleira,“ segir Sigmundur. Þrátt fyrir þessa seinkun í upphafi og fjölgun fjár, tókst að ljúka slátrun 27. október, sem er einungis einum og hálfum degi síðar en árið 2010. Góð samskipti við bændur „Sláturáætlun var sett upp með auknum sláturfjölda annan hvern dag miðað við undanfarin ár. Óhætt er að segja að þetta hafi gengið full- komlega upp, með góðu skipulagi og virkilega góðum samskiptum út í sveitirnar, sem ég vil þakka okkar ágætu tengiliðum og innleggjendum kærlega fyrir, ásamt harðduglegum flutningsaðilum, sem virkilega hafa lagt sig fram og skilað mikilli og góðri vinnu. Án þessa og þess góða starfsfólks sem við höfum hér væri þetta ekki gerlegt,“ segir Sigmundur. Á Húsavík var slátrað þetta haust- ið 76.318 kindum, en til samanburð- ar má nefna að þær voru 75.437 árið 2010. Meðalþyngd í haust var 15,70 kg í stað 16,07 kg árið 2010, fita var núna 6,27 en 6,45 í fyrra og gerð var núna 8,23 á móti 8,48 í fyrra; þannig má sjá skýrt samræmi á milli þessara þátta, að sögn stöðvarstjórans. Verkunin algjörlega með ólíkindum „Verkun þetta haustið hélt áfram þar sem frá var horfið síðasta haust, var sem sagt algjörlega til fyrirmyndar og verkunargallar fóru einungis 4 daga yfir 1% og aldrei hærra en 1,5%. Lægst fóru gallarnir í 0,13% og sem dæmi má nefna að einungis 5 skrokkar voru bakrifnir þetta haustið. Þetta er auðvitað algjör- lega með ólíkindum og gerist ekki nema með afburða starfsfólki sem hefur fagmennsku fyrst og fremst að leiðarljósi. Þetta er fyrirtækinu mikils virði og gaman var að heyra þá gesti, sem komu til okkar í haust, tala um hve kjötið væri fallegt og hreint og eins og ég hef sagt áður, þá eiga neytendur bara það besta skilið og ekki síður sauðkindin sjálf,“ segir Sigmundur. Norðlenska á Húsavík: Fleira fé slátrað en í fyrra - Meðalvigtin samt lægri Halldór Árnason, bóndi í Garði 1 í Mývatnssveit, lagði inn ein- hvern þyngsta dilk sem um getur í slátrun á Sauðárkróki þann 24. október sl. Þetta var gimbrarlamb, fætt um 10. maí og var vigtað 64 kíló á fæti. Lambið, sem var hrútur, lagði sig á 29,8 kíló og flokkaðist í R3+ en algengur fallþungi er á bilinu 15-16 kíló. Að sögn Árna A. Halldórssonar bónda í Garði er þetta mesti fallþungi sem hann hefur heyrt um á gimbrar- lambi. Lambið var einlembingur, ekki túngengið og hafði ekki komist í kál í haust. Það heimtist ásamt móður sinni úr landgræðslugirðingu þeirra bænda í Garði nú nýlega og var móðirin nokkuð minni að vöxtum en lambið. Móðirin er útaf Grábotna frá Reynihlíð í Mývatnssveit. Frá þessu er sagt á vef Hermanns Aðalsteinssonar í Lyngbrekku í Reykjadal. Tæplega 30 kílóa gimbrarlamb Garður 1 í Mývatnssveit. Halldór bóndi þar lagði á dögunum inn einhvern þyngsta dilk sem um getur, gimbrarlamb sem vó 64 kíló á fæti. Mynd /Hermann Aðalsteinsson. Eins og greint var frá í þarsíðasta Bændablaði, 13. október sl. hafa Bændasamtökin útbúið eyðublað þar sem bændur geta sett inn upplýsingar um mat á tjóni sem þeir hafa orðið fyrir af völdum andfugla, þ.e. álfta, gæsa og hels- ingja. Voru bændur hvattir til að skila inn gögnum sem nýtt yrðu til að leggja mat á tjón af ágangi fuglanna. Borgar Páll Bragason jarðræktar- ráðunautur Bændasamtakanna hefur haldið utan um verkefnið og hafa honum borist upplýsingar frá 13 bændum. „Upplýsingarnar koma alls staðar af landinu og er nokkuð jafnt dreift. Reiknað tjón er í nokkrum tilfellum hátt í eina milljón króna og dæmi um hærri upphæðir“, segir Borgar. Illa gengur að fæla fuglinn Algengar tölur um tjón eru frá tæpum 200.000 krónum og upp í eina milljón. Svo dæmi séu tekin þá er tjón á bæ í Eyjafirði metið á ríflega 700.000 þúsund krónur og tjón á bæ á Austfjörðum upp á 1,7 milljónir króna. Andfuglar valda tjóni á korni, nýræktum, grænfóðri og eldri túnum. Almennt eru bændur sammála því að þær aðferðir sem beitt er til að fæla fuglinn gagnist afar lítið. Borgar hvetur bændur til að senda upplýsingar um tjón sem þeir hafa orðið fyrir og sömuleiðis að skrá það með markvissum hætti næsta ár. Þá er brýnt að vanda útfyllingu gagnanna vel. /fr Álftir og gæsir valda tjóni um allt land

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.