Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 201114
Eins og sjá má var lí egt í Ráðhúsi Reykjavíkur þá daga sem Handverk og Hönnun fór fram. Myndir / ehg
Fjöruperlur Kristínar Þórunnar Helgadóttur frá Þingeyri, sem hún vinnur úr vest rsku klóþangi, vöktu athygli á sýningunni. Kristín Þórunn hafði í nógu að snúast að fræða sýningargesti um
fjöruperlurnar sínar.
Stásstvíeykið Árný Þórarinsdóttir
og Helga Guðrún Vilmundardóttir
kynntu vörur sínar en það nýjasta
frá þeim er hitaplatti innblásinn af
burstabæ, sem þær fengu Skúla-
verðlaunin fyrir, en þau eru veitt fyrir
besta nýja hlutinn á sýningunni. Hér
sést Árný vígreif með Torfbæinn ,
hitaplatta úr krossviði.
Helgi Björnsson, bóndi í
Huppahlíð og útskurðar-
meistari með meiru var
mættur með hní nn sinn
og nokkrar fígúrur.
Litadýrð og fjölbreytileiki.
Íslenskt handverk aldrei vinsælla
Handverkssýningin Handverk
og Hönnun hefur heldur betur
fest sig í sessi og fór að venju fram
dagana 3.–7. nóvember í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Þar sýndu og seldu hátt í 70 hönn-
uðir vörur sínar áhugasömum við-
skiptavinum, sem stöðugur straumur
var af alla fjóra dagana sem sýningin
stóð. Á sýningunni mátti sjá fjöl-
breytt íslenskt handverk, listiðnað og
hönnun þar sem listamennirnir sjálfir
kynntu vörur sínar. Forsvarsmenn
sýningarinnar efndu til verðlauna-
samkeppni um besta nýja hlutinn
meðal þátttakenda í sýningunni og
hlaut hönnunarteymið Stáss design
hnossið fyrir „Torfbæinn“, hitaplatta
úr krossviði. /ehg