Bændablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 10. nóvember 2011
Lesendabásinn Bókabásinn
Beinn og óbeinn ávinningur
Sláturfélags Suðurlands (SS) af
útflutningi dilkakjöts og ærkjöts
hefur verið til umræðu unda-
farið í framhaldi af fréttum um
kjötskort og mikinn útflutning
kindakjöts. Skorað hefur verið á
forsvarsmenn félagsins að leggja
fram upplýsingar um skilaverð
í útflutningi. Forstjóri félags-
ins skrifar grein í Fréttablaðið
laugardaginn 15. október 2011
og leggur sem fyrr fram meðal-
talstölu fengna úr útflutnings-
tölfræði Hagstofu Íslands og
neitar að gefa upp hverjar hinar
raunverulegu tölur eru. Verður
því að ganga útfrá að árið 2010
hafi skilaverð útflutts kindakjöts
hjá SS verið 616 krónur á kíló.
Verð til bænda
SS greiddi bændum fyrir innlagt
kjöt samkvæmt verðskrá sem
inniheldur 35 verðflokka. Verðið
á innlögðu kjöti breytist viku fyrir
viku í sláturtíðinni. Það eru 245
færslur í verðskránni. Algengasta
verð til bænda virðist hafa verið
á bilinu 350 til 500 krónur á kíló
árið 2010. Í grein í Bændablaðinu
upplýsir forstjóri SS að meðalverð
afurðastöðva til bænda hafi verið
393 krónur árið 2010.
Slátur-, geymslu- og
umsýslukostnaður
Í ársreikningi SS er, þó undarlegt
megi sýnast, ekki að finna sund-
urliðaða afkomu rekstrar eftir
vinnsludeildum. Því verða ekki
dregnar ályktanir um sláturkostnað
á kíló af sauðfjárafurðum með því
að skoða þá heimild. Tvennt má
styðjast við. Í fyrsta lagi kemur
fram í ársreikningnum að rekstrar-
kostnaður er um 80% af kostnaðar-
verði seldra vara. Sé þeirri meðal-
talsreglu beitt á kindakjötið ætti
sláturkostnaður, frysting, geymsla,
sala, vinnsla, fjárbinding og annar
sameiginlegur kostnaður að nema
314 krónum á kíló. Í öðru lagi má
ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22.
Júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heim-
töku sláturafurða hafi numið 2850
krónum á dilk fyrir árið 2010. Það
jafngildir því að sláturkostnaður
án kostnaðar vegna geymslu, sölu,
fjárbindingar og annars sameigin-
legs kostnaðar hafi numið ríflega
175 krónum á kíló. Að kostnaður
fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar
og annarra sameiginlegra kostn-
aðarliða hafi verið um 140 krónur
má þykja sennilegt.
Tekjur og gjöld
Útflutningsdæmið lítur þá þannig
út: Kostnaður bónda við að fram-
leiða hvert kíló af kindakjöti var
um 600 krónur árið 2010 ef launa-
kostnaður er ekki talinn með en
um 900 krónur sé launakostnaður
meðtalinn. Afurðastöðin greiddi
bónda 350 til 500 krónur upp í
þennan kostnað. Allur launakostn-
aður og hluti aðfangakostnaður
samtals um 400 til 550 krónur á
kíló féll á skattgreiðendur gegnum
beingreiðslur.
Kjötið sem afurðastöðin keypti
á 393 krónur að meðaltali fór
ýmist á innanlandsmarkað eða til
útflutnings. Útflutt kjöt skilaði
afurðastöðinni 616 krónum á kíló
en kostnaður afurðarstöðvarinnar
var annars vegar þær 393 krónur
sem bóndinn fékk og hins vegar
slátur og umsýslukostnaður upp
á 314 krónur á kíló. Beint reikn-
ingslegt tap afurðarstöðvar á hvert
útflutt kíló kindakjöts árið 2010
nam því 94 krónum.
Tapi snúið í hagnað á kostnað
neytenda
Hvers vegna flytja afurðastöðvar
kjöt út þó þær tapi 100 krónum á
hvert kíló? Ástæðan er einföld.
Með því að takmarka framboð á
kjötmarkaði innanlands hækkar
verð sem pína má út úr innlendum
neytendum. Takist afurðastöðv-
unum að hækka verð til innlendra
neytenda um 50 krónur á kíló
kindakjöts er fyllilega réttlætan-
legt frá þeirra sjónarhóli séð að
selja kindakjöt til útflutnings með
100 krónu tapi á hvert útflutt kíló.
Blóðrauðir reikningar SS?
Þórólfur Matthíasson.
Anna Kristín Magnúsdóttir gaf
í sumar út bókina Loðmundar-
fjörður – Minningar, myndir,
sögur og ljóð. Bókin er á fjórum
tungumálum og inniheldur fjölda
glæsilegra ljósmynda auk stuttra
textabrota, þjóðsagna og ljóða sem
tengjast firðinum og æskuminn-
ingum höfundar. Er bókin nokk-
urs konar uppgjör við sálina og
hugann, bernskuminningarnar
eiga sterk ítök í Önnu.
Fyrir gott málefni
Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur
til styrktar fólki með nýrnabilun en
Anna er sú eina af systkinum sínum
sem ekki er með nýrnasjúkdóm og
finnst henni það erfitt. Langaði hana
til að létta einhverju af sér og gera
eitthvað sem nýttist fólki í baráttunni.
Er bókin tileinkuð bróður höfundar,
Sigurði Reyni Magnússyni, sem lést
langt fyrir aldur fram vegna nýrna-
sjúkdóms.
Náttúrubarn
Anna býr með manni sínum,
Áskeli, á Eiðum og stundar þar
hestamennsku ásamt ýmsu öðru.
Hún ólst upp í Stakkahlíð ásamt
systkinum sínum og foreldrum
og leitar hugurinn oft til baka í
Loðmundarfjörð. Síðastliðin tvö ár
fór Anna í ólíkar ferðir á heimaslóðir,
annað hvort á hestum, bát eða bíl,
vopnuð myndavélinni sinni.
Ferðafélagarnir voru hundur-
inn og hestarnir. Upplifði hún
t.d. hestaferð í 20 stiga hita og
sólskini, yfir Hjálmárdalsheiði
milli Seyðisfjarðar og
Loðmundarfjarðar, en þá leið
hafði hún ekki farið í 40 ár. Sú
leið var ávallt farin í kaupstað þegar
fjölskyldan bjó í Stakkahlíð.
Heim
Ég stend á klettabrún
horfi yfir dalinn
sé hlíðarnar og gilin
árnar og lækina
kem út á leitið
sé bæinn og hraunið
öldurnar við sandinn
Sólin skín
fjöllin halda utan um mig
Mér líður vel
Höf: Anna Kristín Magnúsdóttir
Að upplifa æskuslóðirnar á ný
Ferðirnar hennar Önnu gáfu henni
stórkostlega nálægð við náttúruna
og lífið í fjöllunum og firðinum.
Að ríða gömlu göturnar og finna
hvern stein undir fótum hestanna,
vaða yfir læki og hvílast með gott
nesti við dúnmjúkar sef-tjarnir er
eitthvað sem
ekki er hægt að líkja eftir. Margar
hugsanir spretta upp í kollinn á
slíkum dýrðardögum. Ljóð eftir
Önnu eru í bókinni en auk hennar á
Eva Hjálmarsdóttir frænka hennar
ljóð í bókinni, eins og t.d. ljóðið
„Gunnhildur“, sem fjallar um aðal-
fjallið í Loðmundarfirði. Í dag er
Loðmundarfjörður í eyði en ekki eru
mörg ár síðan Smári bróðir Önnu rak
gistiheimili í Stakkahlíð.
Auðvelt að komast í Lommann
Anna ákvað að hafa bókina á 4
tungumálum svo erlendir ferða-
menn gætu líka notið textanna í
bókinni. Auðvelt er að komast í
Loðmundarfjörð á fjórhjóladrifs-
bílum en þá er ekið frá Borgarfirði
eystra, framhjá Húsavík og áfram yfir
í Loðmundarfjörð. Aftast í bókinni er
landakort sem sýnir öll helstu kenni-
leiti auk þess að sýna merkingar sem
tengjast inn í textakafla bókarinnar.
Loðmundarfjörður er einstaklega fal-
legur, með stórbrotnu landslagi sem
lætur engan ósnortinn, en samt er
eitthvað milt og blítt í náttúrunni þar,
líf fólksins sem bjó þar er markað í
mörgum stráum og steinum.
Bókin er gefin út í 500 eintökum,
saumuð í harðspjaldakápu og prentuð
hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum.
Anna selur bókina í síma 865-0286
eða netfanginu annahestar@internet.
is, eða netfang: annahestar@internet.
is.
Óður til æskuslóða
Skálholtsútgáfan hefur gefið út
bókina Brautryðjandann sem er
ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar
(1855-1916), rituð af Óskari
Guðmundssyni.
Í kynningu segir að hinn frjáls-
lyndi ritstjóri og útgefandi, kennari
og skólamaður, prestur, alþingis-
maður og búnaðarfrömuður,
Þórhallur Bjarnarson, hafi verið
biskup landsins 1908-1916. Af ein-
stakri ljúfmennsku aflaði hann sér
vinsælda á unga aldri, var hvarvetna
í stafni og þótti snemma líklegur til
forystu í íslensku þjóðfélagi. Ungur
naut hann atlætis Jóns Sigurðssonar
í Kaupmannahöfn – og sjálfur
var hann gæfusmiður margra
manna. Þórhallur var eldheitur
hugsjónamaður og ákafamaður
um framfarir.
Ævisaga Þórhalls spannar spenn-
andi tímabil breytinga í sögu Íslands;
frá gamla bændasamfélaginu í ánauð
til frjálshuga borgaralegs þjóðfélags
á mótunarskeiði. Líf hans var fullt af
framkvæmdum og ævintýrum.
Þórhallur var eldheitur hugsjóna-
maður og ákafamaður um framfarir
á mörgum sviðum. Ævi hans var
dramatísk og saga hans greinir frá
sigrum hans og sorgum en varpar um
leið ljósi
á spenn-
andi tíma-
bil í sögu
Íslendinga.
Börn hans og Valgerðar konu
hans voru fjögur; þau Dóra for-
setafrú, Tryggvi forsætisráðherra,
Björn bústjóri í Laufási og Svava,
húsfreyja á Hvanneyri.
Óskar Guðmundsson, rithöfundur
hefur náð að fanga sögu merkilegs
fólks, spegla ótrúlega tíma á sköp-
unarskeiði borgaralegs samfélags á
Íslandi, og segja þróttmikla sögu af
Þórhalli Bjarnarsyni og samtíð hans.
„Mig dreymir stóra
og fagra drauma...“
Ómynd - Glæpasaga eftir Eyrúnu
Tryggvadóttur er komin út hjá
bókaútgáfunni Sölku.
Kaldan föstudag í desember-
byrjun hverfur barn á fyrsta ári úr
vagni sínum á Akureyri. Íbúar eru
harmi slegnir og lögreglan ráðþrota.
Blaðamaðurinn Andrea fær fregnir
af málinu og heldur norður í land.
Eftirgrennslan hennar leiðir í ljós
að ekki er allt sem sýnist hjá fjöl-
skyldu barnsins og hún neitar að láta
staðar numið fyrr en hún hefur grafið
upp hvað leynist undir yfirborðinu.
Ómynd er sjálfstætt framhald
sögunnar um Andreu, sem kom
fyrst fyrir augu lesenda í bókinni
Hvar er systir mín (2008) og í kjöl-
farið fylgdi Fimmta barnið (2009).
Þær hafa báðar verið tilnefndar til
Blóðdropans, íslensku glæpasagna-
verðlaunanna.
Ómynd er kilja mánaðarins hjá
Pennanum í nóvember n.k.
„Áhrif norrænna
glæpasagna eru greinileg ... nýtir
glæpasöguformið til að fjalla um
félagsleg vandamál og erfið átaka-
mál í samfélaginu.“
Um Fimmta barnið. Úlfhildur
Dagsdóttir, bokmenntir.is
„Ekta krimmi sem gaman er að
lesa. Saga sem vekur athygli.“
Um Fimmta barnið.
Bókmenntagagnrýnandi DV
Bókin er bæði í harðbandi
og kilju, er 218 bls, og prentuð í
Englandi í umsjá Prentmiðlunar.
Ómynd
Meginstofn þessa rits er vísnasafn
eftir Sigurð Árnason (1890-1979).
Hann var framan af ævi til heimilis
á Oddsstöðum á Melrakkasléttu,
en átti síðan mestallan sinn starfs-
dag á Raufarhöfn.
Í bókinni eru dregnar saman vel
á þriðja hundrað vísur eftir Sigurð.
Þá er birt hér viðtal sem Grímur M.
Helgason átti við Sigurð rúmlega átt-
ræðan. Þar bregður Sigurður ljósi á
mannlífið á Sléttu allt frá því kring-
um aldamótin 1900 og langt fram á
20. öldina. Aukið er við rækilegum
skýringum um hvaðeina sem ástæða
þótti til. Í ítarlegum inngangi sem
útgefandi ritsins, Einar Sigurðsson,
tók saman er fjallað um lífshlaup
Sigurðar, ætt hans og uppruna.
Í bókinni er skrá um heiti vísna
og upphafsorð, einnig
skrá um nöfn allra
þeirra sem við sögu
koma.
Bókin er 190
blaðsíður, innbund-
in og prýdd fjölda
mynda.
Sigurður var
þekktur hag-
yrðingur, enda
fljúgandi hag-
mæltur og fundvís
á yrkisefni sem
verða máttu sam-
ferðamönnunum
til skemmtunar,
orti gjarnan „vísu dagsins“, eins og
hann orðaði það. Sigurður var af
fátæku fólki kominn og var því á efri
árum „minnugur
gamalla daga í
baráttunni fyrir
brauðinu“, eins og
Vigdís Grímsdóttir
rithöfundur kemst
að orði um afa sinn
látinn.
Hér er um að
ræða rit sem mun
kærkomið þeim sem
unna vísnakveðskap
og þjóðlegum fróð-
leik.
Frekari upp-
lýsingar veitir útgef-
andi ritsins, Einar
Sigurðsson, fv. landsbókavörður,
Kringlunni 45, 103 Rv., sími 568
9209, 898 4132, esigurd@simnet.is) .
Nú kveð ég þig Slétta
- Vísur og viðtalsþáttur
Anna Kristín Magnúsdóttir.
Bókabásinn