Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 13.01.2012, Síða 2
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR2 Björn, er ekki bara málið að smella sér í diskógallann? „Nóg er að minnsta kosti ljósasjóið.“ Björn Ingimarsson er bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem skorað hefur á Ríkisútvarpið að lagfæra viðvörunar- ljós í langbylgjumastrinu á Eiðum sem á stundum sendir ofurbjört og taktlaus leiftur út í nóttina. Smurostar við öll tækifæri ms.is ...tvær nýjar bragðtegundir Ný bragðtegund með papriku Ný bragðtegund Texmex H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA - 11 -0 50 9 VEIÐI Nýir leigutakar Þverár og Kjarrár í Borgarfirði boða tölu- verðar breytingar sumarið 2013; Litla-Þverá verður boðin sem nýtt tveggja stanga svæði og veiðimönn- um stendur til boða að sækja veiði í Kjarrá á hestum hluta úr sumri, eins og tíðkaðist fyrr á árum. Þrátt fyrir töluverða hækkun á leigu ánna reikna nýir húsbændur með því að verð á jaðartíma verði svipað og fyrri ár. Besti tíminn, sem hefur um áratuga skeið aðallega verið seldur til fyrirtækja og útlenskra veiðimanna, mun standa undir hærri leigu. Leigutaki árinnar, Starir ehf., greiðir Veiðifélagi Þverár 111,7 milljónir króna á ári. Greiðslur fyrir uppkaup netalagna í Hvítá og vegagerð koma því til viðbótar. Töluverð umræða spannst í haust um hækkun veiðileyfa í kringum útboð Þverár og Kjarrár. Ingólfur Ásgeirsson, einn leigu- taka, segir að í umræðunni gleym- ist að um áratuga skeið hafi besti tíminn í ánni, eins og öllum öðrum sambærilegum ám, verið seldur til fyrirtækja og útlendinga. „Við munum reyna að auka hlutdeild erlendra viðskipta- manna eftir föngum og lítum til þess verðs sem gengur og gerist í sambærilegum ám, sem eru fáar. Íslenski markaðurinn tekur ekki við miklum hækkunum á veiði- leyfum og við munum taka tillit til þess.“ Ingólfur segir þá félaga ætla að byggja á þeim hefðum sem veiði- félagið Sporður, fyrri leigutaki ánna, hafi skapað undanfarin ár en hrinda jafnframt sínum hug- myndum í framkvæmd. „Við erum að taka við frábæru búi; áin hefur sérstöðu og yfir henni hvílir sérstakur andi. Við ætlum að bjóða veiðimönnum nýtt tveggja stanga svæði sem er Litla- Þverá. Það verður spennandi kost- ur á mjög sanngjörnu verði. Svo langar okkur að endurvekja gaml- ar hefðir með því að bjóða hesta- ferðir á efri hluta Kjarrár hluta úr sumri.“ Ingólfur segir jafnframt að eftir 20. ágúst verði boðið upp á nýjan kost í Þverá, en tvær stangir verða þá seldar til sil- ungsveiða, með góðri laxavon, á neðsta hluta árinnar. „Við teljum okkur vera að auka töluvert við þá kosti sem eftirsóttastir eru af íslenskum veiðimönnum,“ segir Ingólfur. Þeir félagar ætla að leggja frekari áherslu á veiða/sleppa og veiðimenn fá að taka færri fiska með sér heim en áður. „Við ætlum að innleiða enn frekar þessa hugsun fluguveiðimanna enda er það framtíðin að stórum laxi, og hluta af smálaxinum, sé sleppt. Það er til hagsbóta fyrir veiði- menn að árnar séu fullar af laxi út veiðitímann, auk þess sem það eykur líkur á sjálfbærni ánna. svavar@frettabladid.is Meiri áhersla á sölu leyfa til útlendinga Sala til fyrirtækja og útlendinga mun standa undir hærri leigu í Þverá og Kjarrá segir nýr leigutaki. Mun bjóða Litlu-Þverá sem nýtt tveggja stanga veiðisvæði. Gamlar hefðir verða endurvaktar við Kjarrá og veiðimenn fá undir sig hesta. VIÐ KJARRÁ Starir, í eigu Davíðs Mássonar, Halldórs Hafsteinssonar og Ingólfs Ásgeirssonar, mun ekki bjóða í aðrar ár heldur er félagið alfarið stofnað til að sinna Þverár/Kjarrár-verkefninu. Hér sést Vaðið í Kjarrá og Neðri-Pottur. Veiðihúsið Víghóll er uppi á leitinu. Svo langar okkur að endurvekja gamlar hefðir með því að bjóða hestaferðir á efri hluta Kjarrár, hluta úr sumri … INGÓLFUR ÁSGEIRSSON EINN LEIGUTAKA ÞVERÁR OG KJARRÁR JAFNRÉTTISMÁL Ísland er í efsta sæti árlegs lista World Economic Forum, yfir stöðu kynjajafnrétt- is í heiminum árið 2011, þriðja árið í röð. Það eru einkum pólitísk áhrif kvenna og staða í menntamálum sem gerir að verkum hve Ísland kemur vel út. Þegar litið er á kynjajafnrétti á vinnumarkaði versnar ástandið heldur og einn- ig í heilbrigðismálum, en litlu munar milli landa í mælingunum á þessum þáttum. Noregur, Finnland og Svíþjóð eru í sætum tvö til fjögur en Danmörk er í sjöunda sæti. - shá Jafnrétti kynjanna: Ísland stendur vel í samanburði DÓMSMÁL Fimm af sex sem ákærð eru fyrir ólögmætar lán- veitingar Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogsbæjar til bæjarsjóðs Kópavogs neit- uðu sök þegar málið var þing- fest í gær. Flosi Eiríks- son, sem sat í stjórn sjóðs- ins, tók sér frest til að fara yfir ákæruna áður en hann tæki afstöðu til hennar. Fimm ákærðu voru stjórnarmenn í sjóðnum, en auk þeirra er fyrr- verandi framkvæmdastjóri ákærður. Í ákæru kemur fram að ólög- mæt lán hafi verið sjö talsins, veitt á sjö mánaða tímabili. Hæst var upphæðin 490 milljónir króna. - bj Ákæra vegna LSK þingfest: Ákærðu neita sök fyrir dómi FLOSI EIRÍKSSON BANDARÍKIN Myndband sem sýnir bandaríska hermenn kasta af sér þvagi yfir lík afganskra manna hefur vakið mikla reiði. Hinir látnu voru að öllum líkindum talibanar. Leon Panetta, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hafa lýst hneykslan sinni á málinu og segir hegðun hermannanna algjörlega óviðun- andi. Hann segir þá sem tóku þátt í þessu verða dregna til ábyrgðar. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, sagði myndbandið sýna ómennsku og að hann fordæmdi verknaðinn. Einn talsmaður talíbana sagði málið þó ekki munu hafa áhrif á viðræður milli þeirra og bandamanna. - þeb Hermenn vanvirða lík: Myndband vek- ur mikla reiði DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir tilraun til að smygla til landsins 878 grömmum af kókaíni, sem unnt hefði verið að framleiða 3,7 kíló úr með íblöndunarefnum. Þrír mannanna, allir á þrítugs- aldri, eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning efn- anna frá Danmörku. Einn þeirra fékk svo sjötugan mann til verks- ins og afhenti honum farsíma, flugnúmer og 200 þúsund krónur í reiðufé til fararinnar. Sá elsti faldi efnin í farangri sínum ytra og hélt síðan heim, þar sem toll- verðir stöðvuðu för hans við hefðbundið eftirlit og fundu kókaínið. - jss Fjórir menn ákærðir: Sjötugt burðar- dýr fyrir dómi SAMGÖNGUR Stjórn Vaðlaheiðar- ganga hf. segir að unnið hafi verið að gerð ganga undir Vaðlaheiði á faglegum forsendum í fullu sam- ráði við „þar til bæra aðila“, eins og segir í yfirlýsingu. „Leitað hefur verið til helstu sér- fræðinga landsins varðandi undir- búning og dreginn lærdómur af fyrri jarðgangaverkefnum,“ segir stjórnin. „Niðurstaða útreikninga varðandi endurgreiðslur lána er sú að verkefnið geti endurgreitt lán að fullu á grundvelli veggjalda út frá þeim forsendum sem kynntar hafa verið.“ Bornar eru saman skýrsla Pálma Kristinssonar verkfræðings og skýrsla IFS Greiningar fyrir fjár- málaráðuneytið. Meginmunurinn er sagður sá að Pálmi kveðist eink- um byggja á eigin reynslu ásamt upplýsingum af fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en IFS hafi unnið með gögn helstu sér- fræðinga landsins. Fyrir liggi til- boð eða kostnaðaráætlanir fyrir alla þætti. „Það er von félagsins að ákvörð- un um framhald og undirbúning Vaðlaheiðarganga verði tekin sem fyrst til að aflétta óvissu gagnvart verktökum og öðrum sem hags- muni hafa af framkvæmdinni. Mik- ilvægt er að tafir á ákvörðun skaði verkefnið ekki enn frekar,“ segja Kristín H. Sigurbjörnsdóttir for- maður og meðstjórnendurnir Krist- ján L. Möller og Pétur Þór Jónasson í stjórn Vaðlaheiðarganga hf. - gar Stjórn Vaðlaheiðarganga segir veggjöld standa undir göngunum til „lengri tíma“: Aflétta þarf óvissu verktaka VAÐLAHEIÐI Formaður stjórnar Vaðla- heiðarganga og meðstjórnendur hennar segja helstu sérfræðinga landsins hafa komið að undirbúningi gangagerðar- innar. Það er von félagsins að ákvörðun um framhald og undirbúning Vaðlaheiðarganga verði tekin sem fyrst … ÚR YFIRLÝSINGU STJÓRNAR VAÐLAHEIÐARGANGA REYKJAVÍKURBORG Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur eru ósáttir við að tillaga um skipun samstarfs- hóps um mál tengd ÍTR skuli hafa komið fram í menningar- og ferða- málaráði og verið send beint þaðan til borgarráðs. Frumkvæðið hafi átt að vera hjá íþrótta- og tómstunda- ráði. Tillagan umdeilda lýtur að sund- laugum, ferðamálastefnu, atvinnu- stefnu og stefnu ÍTR. „Í ljósi þess sem á undan er geng- ið kemur því miður ekki á óvart að formaður og aðrir fulltrúar meiri- hlutans í íþrótta- og tómstundaráði uni slíkum yfirgangi. Sú spurning vaknar hvort um sé að ræða hefð- bundið stjórnsýsluklúður af hálfu meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins eða hvort þarna komi fram með óvenju skýrum hætti metnaðarleysi meirihlut- ans í málefnum ÍTR, bók- uðu sjálfstæðismenn. Fulltrúar Samfylk- ingar og Besta flokksins sögðu að víðtæks samráð verði leitað við þá sem málið er viðkom- andi. Þeir sögð- ust hins vegar „harma innilega“ að tillagan hafi ekki fyrst komið fram í ÍTR heldur Menningar- og ferða- málaráði. „Ástæðan er ekki metn- aðarleysi meirihlutans gagnvart málaflokknum heldur hefðbundið stjórnsýsluklúður,“ útskýrðu þeir. - gar Meirihlutinn í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur harmar mistök innilega: „Hefðbundið stjórnsýsluklúður“ ODDVITAR Í ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐI Eva Ein- arsdóttir úr Besta flokknum er formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Kjartan Magnússon er annar fulltrúa Sjálfstæðis- flokks í ráðinu. Tóku 200 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 200 kannabisplöntur í fjórum íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík á miðvikudag. Tveir menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu. LÖGREGLUMÁL ÍSRAEL, AP Hæstiréttur Ísraels hefur staðfest umdeild lög sem meina flestum Palestínuaröbum sem gifst hafa Ísraelum búsetu í landinu. Í fjölskipuðum rétti komust sex af ellefu dómurum að þeirri niðurstöðu að af íbúum Palestínu sem fengið hafa ríkisborgararétt í Ísrael vegna hjónabands stafi öryggishætta. Þingið samþykkti lögin árið 2003. Samkvæmt þeim má heimila undantekningar þegar palestínskir eiginmenn eru yfir 35 ára og konur eldri en 25. - óká Umdeild ísraelsk lög staðfest: Blönduð hjóna- bönd bönnuð SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.