Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 16
16 13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 V andinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það. Embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa brugðist við málinu og sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem greint er frá helstu þáttum málsins. Þar er réttilega lögð áhersla á að við gerð þessara tilteknu sílíkonpúða voru ekki gerð mistök og varan er ekki gölluð. Glæpur var framinn. Hins vegar má velta upp þeim spurningum hvort á öðrum stöðum hafi ekki verið gerð mistök, til dæmis í eftirlitskerfinu. Málið er þó ekki bara lög- reglumál, heldur er það til dæmis líka heilbrigðismál og neytendamál. Embætti landlæknis rannsak- ar nú umfang þessara aðgerða hér á landi, engar nákvæmar tölur liggja fyrir um það hversu margar íslenskar konur hafa fengið sílíkon í brjóstin þó ljóst sé að fjöldinn hlaupi á mörgum þúsundum. Tölur um annars konar fegrunaraðgerðir liggja þá ekki heldur fyrir, þó er það í verka- hring embættisins að halda utan um tölfræði af þessu tagi. Taka verður fram að ástæður sem konur hafa fyrir aðgerðunum eru mjög ólíkar. Nokkrar þeirra hafa þurft að fara í brjóstnám og fengið uppbyggingu á brjósti með þessum hætti. Þá eru mörg dæmi um annars konar slys eða lýti sem verða til þess að konur fara í aðgerðir af þessu tagi. Sumar vilja láta laga brjóstin sem hafa breyst mikið eftir brjóstagjöf og aðrar eru með minnimáttarkennd yfir þessum hluta líkama síns. Ekki á að áfellast neinar af þessum konum fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Aðgerðir fela alltaf í sér einhverja áhættu og konur sem taka ákvörðun um að fá sílíkon þurfa yfirleitt að fara í margar slíkar, til að endurnýja púðana. Þá geta púðarnir sprungið og þeir valdið tals- verðum óþægindum. Sumar konur meta það sem svo að áhættan og þjáningin vegi ekki eins þungt og ávinningur af stærri eða öðruvísi laga brjóstum. Þetta gildir auðvitað um aðrar fegrunaraðgerðir líka, þær eru áhættusamar og geta verið sársaukafullar. Nú berast jafnvel fréttir af því í Bretlandi að minniháttar fegrunaraðgerðir, eins og efni sem sprautað er í andlit til að fjarlægja hrukkur, geti valdið sýkingum og afskræmingu. Talið er að 90 prósent allra fegrunaraðgerða séu framkvæmd á konum. Karlar auka hlut sinn þó hægt og bítandi. Áætlað er að á bilinu fimm til tíu milljónir kvenna séu með sílíkon í brjóstum í heildina. Aðgerðin er sú vinsælasta víða á Vesturlöndum, en í öðrum heimshlutum brýst útlitsdýrkunin út í öðrum aðgerðum. Í Kína, Japan og á Indlandi benda tölur til þess að þar sé fitusog, nefaðgerðir og breytingar á augnlokum vinsælla en brjóstaaðgerð- ir. Þannig er það breytilegt hvað telst eftirsóknarverðast og með hvaða líkamshluta fólk er óánægt með. Það er því tímabært í þeirri umræðu um sílíkon sem nú fer fram víða á Vesturlöndum, að minna á og velta fyrir sér hversu mikil áhrif útlitsdýrkun hefur á óánægju þúsunda kvenna hér á landi og milljóna um allan heim með þennan mikilvæga hluta líkama síns. HALLDÓR SKOÐUN Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Borgarstjóri, hinn sami og bauð sig fram undir slagorðunum „Gefum fávitunum frí“ og sagði um borgarfull- trúa annarra flokka að þeir væru með svarta beltið í einelti, hélt því fimm sinn- um fram í Kastljósi Sjónvarps í fyrra- kvöld að munurinn á sér og öðrum stjórn- málamönnum væri sá að hann talaði ekki illa um fólk. Ef fyrrnefnd ummæli eru dæmi um gott umtal, er vissulega nokkuð á sig leggjandi til að forðast illt umtal hjá þeim manni, sem nú gegnir embætti borgarstjóra í Reykjavík. Met í aðgerðaleysi Eftir mikla snjókomu í Reykjavík undan- farinn mánuð var hálkan um síðustu helgi fyrirsjáanleg. Veðurfræðingar spáðu þíðu og vatnsveðri með margra daga fyrirvara. Í einfeldni sinni bjuggust Reykvíkingar við því að borgaryfirvöld myndu hálku- verja götur og gönguleiðir í borginni eftir föngum við slíkar aðstæður. Stjórnendur borgarinnar ákváðu hins vegar að hafast ekki að og slógu þar með met í aðgerða- leysi. Sendu reyndar þau skilaboð til fjöl- miðla að ekki væri ómaksins virði að salta gönguleiðir og bregðast þannig við hættunni. Ekki fengust betri skýringar hjá borgar- stjóra vegna vinnubragða við álagningu fæðisgjalds á þroskahamlaða og fatlaða einstaklinga en að gjaldtaka þessi bygg- ist á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2012. Hvað eftir annað hefur komið fram að notendur þjónustunnar eru ósátt- ir við upphæð gjaldsins, sem þeir telja ósanngjarna. Í Kastljósinu fullyrti borgarstjóri fyrst að þessi pólitíska ákvörðun hefði ekkert með pólitík að gera. Síðan sagði hann að ákvörðun um þessa gjaldtöku hefði verið tekin þar sem notendurnir hefðu vilj- að borga meira. Þrátt fyrir að umrædd ákvörðun hafi nú verið dregin til baka, harðneitaði borgarstjóri því að um mistök hefði verið að ræða. Þetta er svo erfitt Viðtalið leiddi í ljós að borgarstjóra skortir yfirsýn og er ófær um að viðurkenna eigin mistök, hvað þá að bæta úr þeim. Borgar- stjóri afsakaði reyndar getuleysi meiri- hlutans ítrekað með því að það væri svo mikið að gera, það væri svo mikið álag og að þetta væri allt gríðarlega umfangs- mikið og erfitt. Verður varla með skýrari hætti komið orðum að því að borgarfulltrú- ar meirihlutans hafa tekið að sér verkefni, sem þeir ráða ekki við. Borgarstjóri á hálum ís Stjórnmál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Skal fá mest Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabankans, telur laun sín hafa verið lækkuð að honum forspurðum. Hann hefur nokkuð til síns máls, við hann var samið um ákveðin laun en þeim samningum breytt einhliða eftir á. Rót þeirra breytinga er sú stefna að enginn ríkisstarfsmaður skuli hafa hærri laun en forsætisráðherra. Vel má vera að fólk jesúsi sig yfir upphæðinni sem Már vill fá, um hana var þó samið og það eftir hrun. Hann er að biðja um að staðið verði við gerða samninga, óháð því hvað Jóhanna Sigurðardóttir fær útborgað. Skörp skil á milli Vaðlaheiðargöng hf. er hlutafélag sem vinnur að undirbúningi og framkvæmd ganga undir Vaðlaheiði. Vegagerðin á 51 prósent í félaginu, þrátt fyrir að göngin séu aftar á samgönguáætlun, sem Vegagerðin starfar eftir, en mörg önnur göng. Fréttatilkynning stjórnar hluta- félagsins barst fjölmiðlum í gær, send af upplýsinga- fulltrúa Vegagerðarinnar og úr netfangi hans hjá ríkisstofnuninni. Er ekki skynsamlegra að hafa skarpari skil á milli hlut- verkanna? Sá það í bíó Björn Bjarnason, fyrrum dómsmála- ráðherra, vill styrkja lögregluna til að bregðast við skipulagðri glæpa- starfsemi. Hann styður þá skoðun sína ágætum rökum í nýlegum pistli. Helst þó með kvikmyndinni Borgríki. „Ekki þarf annað en að horfa á hana til að átta sig á því hvert stefnir í íslenskum undirheimum.“ Nú er að sjá hvort Björn kallar eftir enn harðari aðgerðum þegar hann sér næstu íslensku kvikmynd; Svartur á leik. Vonandi nær þessi hugsun um að kvikmyndir stýri stefnunni í dómsmálum þó ekki inn í ráðuneyti þeirra mála. kolbeinn@frettabladid.is Taka verður ástæður fyrir fegrunaraðgerðum með í reikninginn þegar gallað sílíkon er rætt: Fegrunaraðgerðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.