Fréttablaðið - 13.01.2012, Qupperneq 19
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Föstudagar eru pitsukvöld á fjölmörgum heimilum.
Prófið nýjung: Forbakið pitsubotn í nokkrar mínútur,
dreifið maskarponeosti og hvítlauksolíu yfir og bakið
á ný. Dreifið klettasalati og kirsuberjatómötum yfir heita
pitsuna og berið fram.
U
m komandi mánaða-
mót verður opnaður nýr
veitingastaður á Snorra-
braut 56. „Þetta verður
klassískur amerískur dæner en
lögð verður áhersla á mikil gæði
og fjölbreytileika,” segir Baldur
Hafsteinn Guðbjörnsson yfirmat-
reiðslumaður staðarins sem mun
bera nafnið Roadhouse.
Baldur lærði á hótel Loftleið-
um og hefur starfað á Holtinu og
1919. Hann hefur síðastliðin ár
unnið á fínum veitingastöðum í
Danmörku en snýr nú aftur til að
taka við þessu skemmtilega verk-
efni. „Við munum vinna matinn
að langmestu leyti frá grunni.
Verðum með ýmsar útgáfur af
hamborgurum og þrjár mismun-
andi tegundir af rifjum. Svo verð-
um við með girnilega forrétti og
klassíska bandaríska eftirrétti,”
segir Baldur en andi sjöunda
áratugarins mun ríkja bæði í inn-
réttingum og matseðli staðarins.
„Við erum búnir að kaupa gamla
ameríska muni á eBay undanfar-
ið sem verða notaðir til skreyt-
inga,“ segir hann og hlakkar til
opnunarinnar.
solveig@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 kjúklingabringur
Deig
200 g hveiti
pilsner
börkur af hálfri sítrónu
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. ferskt saxað
timjan
Þessu er blandað
saman svo úr verði
mjúkt klattadeig. Látið
standa í tvo tíma.
Rasp
1/4 hluti kornflex
3/4 hluti pankorasp
Mulið saman með
höndum.
Hver bringa er skorin
langsum í sex bita.
Hverjum strimli er
dýft í deigið og síðan
raspið. Kjúklingurinn
er djúpsteiktur í 180
gráða heitri olíu
þangað til kjarnhiti
nær 71 gráðu.
Roadhouse sósa
250 g majones
1 msk. saxað estragon
1/2 tsk. tómatpúrra
1/3 tsk. dijonsinnep
5 dropar tabasco
50 g grófsaxað capers
40 g saxað pikkles
1 msk. karrí
Öllu blandað saman.
Rétt áður en sósan
er borin fram er
blandað saman við 1
msk. af fínt söxuðum
skalottulauk. Rétturinn
er borinn fram með
selleríi.
CHICKENFINGERS OG ROADHOUSE-SÓSA
Forréttur fyrir 4
Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson verður yfirmatreiðslumaður á glænýjum veitingastað, Roadhouse:
Dæner
á fínum
nótum
BRAGÐGÓÐIR
HOLLUSTURÉTTIR FYRIR ALLA
Fita 6,3
gr
Kcal 237
Fita 7,3
gr
Kcal 332
GÓMSÆT
HOLLUSTA
COUSCOUS
SALAT
COUSCOUS,
KJÚKLINGABAUNIR,
AGÚRKA, TÓMATAR
OG ICEBERG.
Kringlan
890 KR.
1090 KR. -MEÐ KJÚKLINGI