Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 22

Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 22
2 föstudagur 13. janúar núna ✽ Vetraríki augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin VIÐ ERUM Á FACEBOOK S: 577-5570 OPIÐ: MÁN-FÖS 11-18 Margit Brandt | S´NOB | Kim Sörnsn | Ed Hardy Christian Audigier | Marc Jacobs | Urban Expressions ásamt íslenskri hönnun frá Made By3 og Hildi Hafstein A FSL ÁTTUR A F VÖLDUM VÖRUM TI LBO ÐSDAGA R 30−40% Kaffi, kökur og músík Tónleikaröðin Kaffi, kökur & rokk & ról fer fram í Edrúhöllinni við Efsta- leiti 7 næsta þriðjudag og munu John Grant og Myrra Rós stíga á svið og leika tónlist sína. Tónleika- röðin hóf göngu sína í haust og er markmið hennar að brjóta upp hefðbundið tónleikaform. Tónleik- arnir hefjast stundvíslega klukkan 20 og kaffi og kökur verða á boð- stólum fyrir tónleikagesti. Dag- skrárstjóri er Arnar Eggert Thor- oddsen, blaðamaður og popp- fræðingur, og kostar aðeins 500 krónur inn. Nýir Dropar Kaffihúsið Tíu dropar hefur verið vinsælt meðal borgarbúa undan- farin ár. Nú hefur orðið sú breyt- ing á að kaffihúsið er einnig opið á kvöldin og breytist þá í vínbar upp á franska vísu. Stemningin er róleg og afslöppuð og þægileg tilbreyt- ing frá há- værum og erilsömum krám. Kolf inna Kristófersdótt ir fyrir sæta sést í nýjum sýn- ingarbæklingi frá bandaríska fatahönnuðinum Alexander Wang sem þykir einn sá efnileg- asti í bransanum í dag. Kolfinna flutti til London í sumar og svo til New York og starfar sem fyrirsæta á vegum umboðsskrifstofunnar Next og var myndatakan fyrir Alexand- er Wang hennar stærsta verkefni hingað til. „Þetta var langt ferli og ég varð bæði mjög spennt og stressuð þegar ég fékk loks já- kvætt svar frá umboðsskrifstof- unni. Wang hefur eiginlega alltaf verið minn uppáhaldshönnuður og þess vegna fannst mér svo- lítið ógnvænlegt að hitta hann fyrst en um leið og hann byrj- aði að tala hurfu allar áhyggjur mínar. Hann er alveg rosalega almennilegur og ekki til stæl- ar í honum og verkefnið sjálft var líka mjög skemmtilegt,“ útskýrir Kolfinna sem flaug frá London til New York í myndatökuna. Ásgrímur Már Friðriksson, starfsmaður Eskimó umboðs- skrifstofunnar, segir þetta frá- bæran árangur hjá Kolfinnu en hún hefur aðeins starfað sem fyrirsæta í rúmt ár. „Alexander Wang er ein af nýju stjörnum fatahönnunarheimsins þannig að þetta verkefni mun án efa leiða til einhvers meira. Mér skilst að Wang hafi verið mjög hrifinn af Kolfinnu og hann hefur lýst yfir áhuga á að fá hana til að sýna sérstaklega fyrir sig á tísku- vikunni í New York í febrúar.“ Ásgrímur upplýsir að franska tískuhúsið Celine hafi einnig bókað Kolfinnu til að sitja fyrir í sýningarbæklingi sínum og mun frægasti stílisti Bretlands, Camilla Nickerson, taka að sér að stílisera þá töku. Að auki er hún bókuð í stóran tískuþátt fyrir þýska Vogue. Inntur eftir því hvort árangur Kolfinnu hafi bein áhrif á starf Eskimo segir Ásgrímur þetta fyrst og fremst viðurkenningu á vel unnu starfi. „Það veitir okkur ómælda ánægju að sjá stelpun- um takast vel upp enda vinnum við náið með þeim og þykir ofsa- lega vænt um þær allar. Að auki liggur mikil vinna að baki því að koma stelpunum út því sam- keppnin er gríðarlega hörð, það eru mörg þúsund stelpur að reyna að komast að hjá stóru umboðsstofunum ár hvert.“ Kolfinna Kristófersdóttir situr fyrir hjá Alexander Wang: ALEXANDER WANG ENGIN DÍVA GLÆSILEG Hin frábæra leikkona Meryl Streep var glæsileg að venju er hún sótti New York Film Critics-hátíð- ina í New York á mánudaginn var. NORDICPHOTOS/GETTY Efnileg Kolfinna Kristófersdóttir sat fyrir í nýjum sýningarbæklingi fyrir hönnuðinn Alexander Wang og heillaði hönnuðinn upp úr skónum með fagmennsku sinni. GOTT FYRIR KROPPINN Vörurnar frá Signatures of Nat- ure innihalda engin kemísk efni og henta öllum, bæði konum og körlum. Gjafakassarnir eru einnig vinsælir og innihalda þessa rakagefandi sturtusápu, líkamskrem og kerti með lavender-ilmi sem virkar róandi og slakandi. Tímaritið Plus Model Magazine birti nýverið myndaþátt með fyr- irsætunni Katyu Zharkova þar sem fjallað er um staðlaða þyngd fyrirsæta í dag. Ljósmyndarinn Victoria Jana- shvili tók myndirnar sem sýna Zharkovu nakta og við hverja mynd er texti sem upplýsir lesendur um ýmislegt er viðkemur vexti og þyngd fyrirsæta í dag. Meðal þess sem kemur fram er að fyrir tuttugu árum voru fyrirsætur 8 prósentum léttari en meðal kvenmaður en nú eru þær 23 prósentum léttari, að fyrirsætur í yfirþyngd nota í dag fatastærðir 6 til 14 og loks að marg- ar vinsælustu fyrirsætur heimsins í dag eru með sömu fituprósentu og átröskunarsjúklingar. - sm Plus Model Magazine gagnrýnir vöxt fyrirsæta: Fyrirsætur þykja oft of grannar Grannvaxnar Tímaritið Plus Model Magazine telur fyrirsætur vera of grann- ar. Karlie Kloss hefur meðal annars vakið umtal vegna þess hve grönn hún er. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.