Fréttablaðið - 13.01.2012, Side 37
FÖSTUDAGUR 13. janúar 2012 25
Myndlist ★★★★
Kyrralíf og Pleaser
Ýmsir, Harpa Björnsdóttir
Hafnarborg. Kyrralíf til 26. febrúar, Pleaser til 12.
febrúar. Hafnarborg er opin 12-17 alla daga og til 21 á
fimmtudögum. Lokað á þriðjudögum.
Tvær sýningar voru opnaðar í Hafnarborg um síðustu
helgi, kyrralífsmyndir í sýningarstjórn þeirra Ólafar
K. Sigurðardóttur og Þorbjargar Br. Gunnarsdóttur og
einkasýning Hörpu Björnsdóttur, Pleaser.
Kyrralíf er eitt af hefðbundnum myndefnum mál-
aralistarinnar ásamt sögulegum málverkum, landslagi
og portrettum. Þáttur í grundvallarþjálfun akadem-
ískra málara var að ná tökum á að mála eftir fyrir-
mynd. Eins og fram kemur í texta með sýningunni í
Hafnarborg nutu íslenskir málarar á fyrri hluta tuttug-
ustu aldar akademískrar menntunar og skildu margir
þeirra eftir sig fjölda kyrralífsmynda.
Dágott samansafn málverka með þessu myndefni má
nú sjá í Hafnarborg, fallegt, fróðlegt og skemmtilegt
úrval fyrir margra hluta sakir. Það er forvitnilegt að
sjá hversu skýrt persónueinkenni ólíkra málara koma
fram í verkunum.
Konur máluðu gjarnan kyrralíf og Kristín Jónsdóttir
náði mjög góðum tökum á því en hún á einkar sterkar
myndir í þessum flokki. Málaraeinkenni þeirra Gunn-
laugs Scheving, Gunnlaugs Blöndal og Þorvalds Skúla-
sonar eru auðþekkt, og svo mætti áfram telja en hér
eru verk eftir flesta þekkta málara þess tíma þegar
kyrralíf var vinsælt í málaralistinni, fram eftir tutt-
ugustu öldinni. Aðeins vottar fyrir uppbroti kúbisma
en það er ekki mikið.
Myndefnið sýnir ekki aðeins persónueinkenni málar-
anna heldur líka daglegt umhverfi þeirra. Karl Kvaran
hefur átt fallega mjólkurkönnu, Kristín Jónsdóttir var
ákafur blómaræktandi og Louisa Matthíasdóttir eldaði
án efa bæði kúrbít og eggaldin.
Í dag eigum við ekki sambærileg verk sem birta
umhverfi myndlistarmanna, en hér eru líka nýrri
myndir. Myndir Áslaugar Thorlacius úr eldhúsi sínu
og stofu í anda Skagamálaranna dönsku eru fallegar
Margræðar
myndir
og málverk Helga Þorgils líkjast helst heimspekilegum
hugleiðingum um form og liti.
Áhugavert væri að leita uppi staðgengla kyrralífs-
mynda fyrri tíma í myndlist samtímans. Er þá kannski
að finna í innsetningum Margrétar H. Blöndal, í verk-
um Kristins G. Harðarsonar eða Hildigunnar Birgis-
dóttur, svo einhverjir séu nefndir?
Pleaser, nefnir Harpa Björnsdóttir sýningu sína á
neðri hæð. Verk Hörpu hér eru bæði íhugul og kyrr-
lát og ríma vel við sýninguna á efri hæðinni, og þótt
viðfangsefnið sé annað endurspeglast kyrralífsmótíf-
ið innan sumra verka hennar. Stór ljósmynd þar sem
orðið Pleaser liðast úr úr munni listakonunnar líkt og á
málverki frá fjórtándu eða fimmtándu öld, leiðir áhorf-
andann inn í myndheim Hörpu þar sem táknmyndir
eru ráðandi. Harpa vitnar jafnt til fyrri alda og til sam-
tímans í verkum sínum þar sem hún birtir hugmyndir
um eiginleika listamannsins og setur sjálfsmynd sína í
samhengi við myndlist fyrr og nú. Margar hugmyndir
búa að baki sýningunni þó verkin séu ekki mörg. Harpa
kann þá list að stíga til baka og gefa áhorfandanum það
rými sem þarf til þess að verk hennar nái að lifa áfram
í hugarheimum. Ragna Sigurðardóttir
Niðurstaða: Vandað val kyrralífsmynda skapar margræða
og fallega sýningu og minnir á þá margvíslegu möguleika
sem felast í íslenskri myndlistarsögu. Margræð sýning Hörpu
Björnsdóttur gefur áhorfandanum rými til umhugsunar.
Tónlistarskóli Árbæjar
tonarb@heimsnet.is
12 vikna söngnámskeið!
Söngnámskeið fyrir hressa krakka
á aldrinum 9-16 ára
Syngdu með undirleik og lærðu í leiðinni allt um raddbeitingu,
sviðsframkomu, hljóðnematækni og annað sem söngvari
þarf að vita. 4-5 í hóp.
Upptaka á geisladisk og lokatónleikar setja svo punktinn yfir i-ið í lok
námskeiðsins. Kennt í Tónlistarskóla Árbæjar
Kennari: Erla Stefánsdóttir söngkona
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 19.janúar
Nánari upplýsingar er að finna á www.tonarb.net og í síma 861-6497
og 587-1664 (14.00-16.00 virka daga)
Tvær sýningar verða opnaðar í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur á morgun.
Annars vegar Bergmál, samsýn-
ing Charlottu Maríu Hauksdóttur og
Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýn-
ingarinnar er tíminn og endurbirt-
ing hins liðna. Titillinn vísar ekki
aðeins til þess hvernig hið liðna end-
urvarpast inn í nútímann, heldur
einnig til þess hvernig verkin á sýn-
ingunni kallast á. Þær Charlotta og
Sonja stunduðu nám á sama tíma við
San Fransisco Art Institute, þaðan
sem þær útskrifuðust með MFA-
gráðu í ljósmyndun árið 2004.
Hins vegar er það sýning á
ljósmyndum danska læknisins
Christians Schierbeck, sem starf-
aði í Reykjavík frá 1901 til 1902
og bjó á Laufásvegi ásamt eigin-
konu sinni, Sofie Holstrup-Schultz.
Schierbeck tók talsvert af mynd-
um meðfram starfi sínu.
Hann hélt dagbók þar sem hann
skrifaði við hverja mynd ýmsar
upplýsingar og persónulegar
athugasemdir og fangaði þann-
ig vel augnablik í lífi bæjarbúa.
Börn á Skólavörðustíg með Skóla-
vörðuna í baksýn, stúlka á leið úr
bakaríinu, og hestar við verslun
Ziemsens ræðismanns er meðal
þess sem sjá má á ljósmyndum
hans. - hhs
Bergmál fortíðar
valkostir í Sjónvarpi Símans
Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi
Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.
Þú getur valið þér áskrift að SkjáEinum,
Stöð 2 eða Stöð 2 Sport og fjölbreytta
áskriftarpakka með yfir 60 erlendum
stöðvum.
Með smelli á VOD takkann opnarðu
SkjáBíó með yfir 4000 titlum, bíómyndum,
þáttum, barnamyndum og efni á 0 kr. Í
SkjáFrelsi, Stöð 2 Frelsi og RÚV Frelsi
sérðu nýjustu þættina og fréttirnar þegar
þér hentar.
Ef þú smellir á MENU takkann og velur
útvarp opnast Bestu lögin, sérsniðnar
tónlistarrásir fyrir öll möguleg tilefni.
Þar eru líka allar íslensku
útvarpsstöðvarnar og tugir erlendra.
Einn myndlykill
fyrir allar áskriftir
Bestu lögin skapa
stemninguna
Frelsi til að horfa
þegar þér hentar
Í ELDHÚSINU Verk eftir Karen Agnete Þórarinsson.